Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 3
194. tölublað 101. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
ÞÁTTTÖKUHÁTÍÐ
BORGARBÚA,
DANSANDI FLUGELDAR
BATI Á VINNU-
MARKAÐI, ARÐUR
ÍSLANDSBANKA
VIÐSKIPTIAUKABLAÐ UM MENNINGARNÓTT
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Í tilefni af aldarafmæli Morgunblaðsins, 2. nóv-
ember næstkomandi, er lesendum blaðsins boðið
að slást í för með blaðamönnum og ljósmyndurum
Morgunblaðsins í 100 daga hringferð um landið.
Nær allir þéttbýlisstaðir landsins verða heimsóttir
og þeim gerð skil á síðum Morgunblaðsins og á vef
þess, mbl.is.
Fyrsta umfjöllunin birtist á morgun en þar verða
mannlífi, atvinnulífi og menningu Akraness gerð
skil. Keyrt verður réttsælis hringinn um landið og
ferðinni lýkur í Reykjavík. Alls staðar er fólk sem
segir frá, fyrirtæki sem blómstra, verk sem þarf að
vinna, hugmyndir sem verða að veruleika, saga
sem eitt sinn var og sögur sem á eftir að segja. Frá
þessu verður sagt í hringferð Morgunblaðsins.
Hringborð allan hringinn
Hringborðsumræða um landsins gagn og nauð-
synjar og könnun á stöðu og horfum um allt land
verður einnig á dagskrá næstu 100 daga. Ætlunin
er að draga fram stöðu og horfur um allt land, jafnt
í þéttbýli sem dreifbýli. Rædd verða þau vandamál
sem uppi kunna að vera og leitað mögulegra
lausna, enda tilgangurinn að leggja lið þeirri upp-
byggingu sem vonir standa til að sé framundan hér
á landi.
Til hringborðsumræðnanna verður boðið ein-
staklingum sem þekkja vel til á sínum heimaslóð-
um og munu þeir tala þar í eigin nafni, ekki stofn-
ana, samtaka eða fyrirtækja. Greint verður frá
sjónarmiðum og upplýsingum sem fram koma í
umræðum í Morgunblaðinu og á vef blaðsins,
mbl.is.
Fyrstu hringborðsumræðurnar verða í Borg-
arnesi og þar verður fjallað um stöðu og horfur á
Vesturlandi. Svo verður haldið til Vestfjarða, Norð-
urlands, Austurlands, Suðurlands, Suðurnesja og
höfuðborgarsvæðisins. Umfjöllunin mun birtast á
um tveggja vikna fresti í blaðinu, sú fyrsta eftir
rúma viku. Í tengslum við hringborðsumræðuna
efnir Morgunblaðið til óformlegrar skoðanakönn-
unar um stöðu byggða og atvinnulífs meðal um 300
forystumanna úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum
um land allt. »24-27, 38
Hringferð á aldarafmæli
Nær allir þéttbýlisstaðir heimsóttir Hringborðsumræður og könnun
Hringferð Ófáar náttúruperlur landsins verða
einnig heimsóttar í hringferðinni.
Akranes 23.8.
Borgarnes
Hvalfjarðarsveit
Hvanneyri
Bifröst
GrundarfjörðurSnæfellsbær
Búðardalur
Patreksfjörður
Tálknafjörður
Bíldudalur
Þingeyri
Bolungarvík
Flateyri
Suðureyri
Hólmavík
Drangsnes
Laugarbakki
Hvammstangi
Skagaströnd
Varmahlíð
Hofsós
Svalbarðseyri
Grenivík
Ólafsfjörður
Dalvík
Raufarhöfn
Kópasker
Þórshöfn
Bakkagerði
Seyðisfjörður
Neskaupstað
Kirkjubæjarklaustur
Vík
Skógar
Þykkvibær
Flúðir
Hella
Reykholt
Laugarvatn
Sólheimar
Eyrarbakki
Stokkseyri
Hveragerði
Þorlákshöfn
Njarðvík
Grindavík
Sandgerði
Garður
Hafnir
Garðabær
Seltjarnarnes Mosfellsbær
Kjalarnes
Álftanes
Grímsey
Mývatn / Reykjahlíð
ÆðeyVigur
Súðavík
Drangey
Hrísey
Bakkafjörður
Vatnajökulsþjóðgarður
ViðeyEngey
Flatey
Grímsnes
Flatey
Stykkishólmur 30.8.
Ísafjörður 6.8.
Blönduós 14.9.
Sauðárkrókur 21.9.
Akureyri 28. 9.
Húsavík 5.10.
Egilsstaðir 12.1
Höfn 24.10.
Vestmannaeyjar 26.10.
Hvolsvöllur 1.11.
Selfoss 9.11.
Keflavík 16.11.
Kópavogur 23.11.
Hafnarfjörður 22.11.
Reykjavík 30.11.
Siglufjörður 26.9.
Þingvellir 13.11
Vopnafjörður
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Papey
Reyðarfjörður 18.
DAGA
HRINGFERÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Um 70% íslenskra fanga, sem sátu í
fangelsi hér á landi árin 2007, 2009
og 2011, frömdu afbrot sín undir
áhrifum vímuefna að eigin sögn.
Þetta kemur fram í rannsókn Boga
Ragnarssonar doktorsnema í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands.
„Hér ber að athuga að árin 2007
og 2011 voru 86% þeirra sem notuðu
vímuefni við afbrot sín undir áhrifum
fíkniefna. Þar af var tæplega helm-
ingur bæði undir áhrifum áfengis og
fíkniefna og rúmur helmingur ein-
göngu undir áhrifum fíkniefna við af-
brotin ef miðað er við svör fang-
anna,“ segir Bogi.
Hann segir að niðurstöðurnar gefi
sterkar vísbendingar um að vímuefni
séu einn þeirra þátta sem hafi áhrif á
afbrotahneigð. „Miðað við svörin
blasir við að 30% voru ekki undir
áhrifum fíkiefna. Þetta misræmi,
annars vegar 70% sem neyttu vímu-
efna, og hins vegar 30% sem gerðu
það ekki, gefur til kynna að vímuefn-
in séu áhrifavaldur,“ segir Bogi.
Í niðurstöðum kemur jafnframt
fram að árið 2007 neyttu um 35% ís-
lenskra fanga fíkniefna oftar en einu
sinni í mánuði innan veggja fangelsa
á Íslandi. Þetta hlutfall mældist 25%
árið 2009 og 13% árið 2011.
Margrét Frímannsdóttir fangels-
isstjóri á Litla-Hrauni segir að fíkni-
efnaneysla sé þekkt innan veggja
fangelsisins. Erfitt sé að koma í veg
fyrir fíkniefnasmygl þegar eftir-
spurn er til staðar. „Ég hef skoðað
þetta í öðrum fangelsum, bæði í Evr-
ópu og víðar. Það sýnir sig að menn
finna alltaf einhverjar leiðir til þess
að smygla fíkniefnum inn í fangels-
in,“ segir Margrét.
MFíkniefnasala viðhelst »12
70% undir áhrifum við afbrot
Fangar neyta fíkniefna í fangelsum Erfitt að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl Varstu undir áhrifum
vímuefna þegar þú framdir
afbrotið sem þú situr inni
fyrir?
Já Nei
73
%
61
%
74
%
27
% 3
9%
6%
2007
2009
2011
Í dag hefst starf í mörgum grunnskólum um allt
land. Þessar ungu stúlkur voru vel búnar í borg-
inni í gær með reiðfáka sína og eflaust mjög
spenntar fyrir fyrsta skóladeginum. Mikilvægt
er að gæta sín vel í umferðinni í upphafi skóla-
árs, bæði nemendur og ökumenn. »38
Morgunblaðið/Golli
Mikil tilhlökkun til fyrsta skóladagsins
Thor Ólafsson
og starfsfólk
hans hefur starf-
að við að þjálfa
leiðtoga í yfir 30
löndum fyrir
mörg af stærstu
fyrirtækjum
heims. Um þess-
ar mundir eru
þau að ljúka við
hönnun á nýrri
leiðtogaþjálfun fyrir BMW en
næstu þrjú árin munu þau þjálfa
stjórnendur bílaframleiðandans
víða um heim. »Viðskipti
Þjálfar stjórnendur
BMW næstu þrjú ár
Thor
Ólafsson
Móðir í Reykjavík segist vera í
hálfgerðu sjokki eftir að hafa feng-
ið í hendur skóladagatal frá
barninu sínu. „Samkvæmt mínum
útreikningum eru það um 55 dagar
á skólaári sem barnið er lítið sem
ekkert í skólanum,“ segir móðirin.
Formaður Félags grunnskólakenn-
ara segir frídögum ekki hafa fjölg-
að. »34
„Allt of margir
frídagar kennara“