Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
Gardavatn & Feneyjar
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
eh
f.
Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður
Íslendinga til margra ára. Farið verður í áhugaverðar
skoðunarferðir, m.a í siglingu á Gardavatni, til Feneyja
drottningar Adríahafsins og Verónu elstu borgar Norður Ítalíu.
Verð: 209.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
5. - 15. októberHaust 10
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Einungis 14% landsmanna segjast
treysta Alþingi. Þetta kemur fram í
könnun sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands gerði, en könnunin
var unnin dagana 19. febrúar til 4.
mars á þessu ári. Einar K. Guðfinns-
son, forseti Alþingis, kynnti nið-
urstöður könnunarinnar á blaða-
mannafundi í gær.
Ekki áfall fyrir Alþingi
„Alþingi hefur komið illa út úr
mælingum á trausti til einstakra
stofnana undanfarin ár. Við vildum
vita af hverju,“ sagði Einar. „Nið-
urstöðurnar koma okkur í sjálfu sér
ekki á óvart. Þær benda til þess, og
ég tel, að þetta sé ekki áfall fyrir Al-
þingi sem stofnun,“ sagði Einar og
benti á að oft væri erfitt að gera
greinarmun á stofnuninni Alþingi og
þeim sem sitja á þingi.
Hann sagði fólk jákvætt í garð
verkefnis Alþingis sem löggjafa, en
að vinnubrögð þingmanna væru
fólki þyrnir í auga.
„Við getum ekki rætt stöðu Al-
þingis í einangrun, við þurfum að
gera það í samhengi. Fólk lýsir í
könnuninni vonbrigðum sínum með
það sem Alþingi er að fást við, en í
henni sést líka merkjanlegur munur
á afstöðu fólks til Alþingis eftir því
hvort svarendur skilgreina sig sem
stuðningsmenn eða andstæðinga
ríkjandi stjórnar, en traust á Alþingi
er mun meira meðal stjórnarsinna,“
sagði Einar.
Í könnuninni kom fram að van-
traust þeirra sem tóku þátt í könn-
uninni stafar í 79% tilvika af fram-
komu og samskiptamáta
þingmanna.
Rifrildi og „skítkast“
„Umræður í rýnihópum sem voru
skipaðir í tilefni könnunarinnar
leiddu þetta enn betur í ljós. Fólk
talar um að þingmenn sýni hverjir
öðrum virðingarleysi, standi í óþarfa
rifrildi og „skítkasti“ á kostnað mál-
efnalegrar umræðu,“ sagði Einar.
Í könnuninni bentu 72% svarenda
á vinnulag þingmanna og forgangs-
röðun þingmála sem ástæðu van-
traustsins, að þingmenn hlusti ekki
á raddir almennings og að aðgerðir
þingmanna einkennist af aðgerða-
og getuleysi.
Einar sagði að könnunin væri ekki
gerð sem hluti af „akademískri æf-
ingu,“ heldur yrði að nota hana sem
verkfæri til að bregðast við þessari
stöðu, sem hann sagði óviðunandi.
Horft til endurbóta
„Birtingarmynd Alþingis eru um-
ræðurnar sem fara fram á þinginu.
Þar þurfum við að horfa til ein-
hverra endurbóta. Á síðasta kjör-
tímabili starfaði nefnd sem endur-
skoðaði þingsköp og sú vinna mun
halda áfram. Þá er kvartað undan
því að þingmenn komi fram hver við
annan af vanvirðingu. Það er verk-
efni sem þingforseti getur ekki sagt
beinlínis fyrir um, heldur snýr að
hverjum og einum þingmanni,“
sagði Einar K. Guðfinnsson.
Morgunblaðið/Ómar
Forseti Einar K. Guðfinnsson kynnti í gær skýrslu þar sem í ljós kemur að vantraust fólks á Alþingi stafar ekki af
athöfnum Alþingis sem stofnunar heldur framkomu og „skítkasti“ þingmanna. Einar sagði að þörf væri á umbótum
Framkoman ástæða
vantrausts á þingið
Traust á Alþingi hefur verið mjög lítið allt frá hruni
„Ég vona að við náum að safna fyrir
tækinu og panta það í september
eftir að söfnuninni lýkur,“ segir Jó-
hannes V. Reynisson, „Blái nagl-
inn“. Hann ítrekar að fólk verði að
hjálpa til svo það gangi. Naglinn er
til sölu víða um land, t.d. í Bón-
usverslunum og þá eru íþróttafélög
úti á landi að selja hann. „Nú þegar
hafa safnast um 300 milljónir, en
tækið kostar rúmlega 500 millj-
ónir,“ segir Jóhannes, en söfn-
uninni lýkur þann 27. ágúst n.k.
Tækið, sem áætlað er að kaupa,
er línuhraðall en hann hefur mikla
þýðingu fyrir geislameðferð
krabbameinssjúklinga. Nú þegar
eru tveir línuhraðlar á Landspít-
alanum, en annar bilar mjög reglu-
lega og er orðinn 18 ára gamall, en
venjulegur endingartími þessara
tækja er um tíu ár.
„Fleiri karlar greinast með
krabbamein á hverju ári en konur,
en það er sáralítið talað um krabba-
mein hjá karlmönnum. Ég vil að
karlmenn verði meðvitaðri um
krabbameinið,“ segir Jóhannes. En
á árunum 2007 til 2011 greindust
að meðaltali árlega 739 karlar og
685 konur með krabbamein. „Ég tel
karlmönnum vera mismunað í kerf-
inu, konur fá t.d. sprautur fyrir leg-
hálskrabbameini og mun reglulegri
skoðanir,“ segir Jóhannes sem
hvetur fólk til að leggja þessu
brýna málefni lið.
aslaug@mbl.is
Blái naglinn safn-
aði 300 milljónum
Vantar enn 200 milljónir til að eiga
fyrir línuhraðli fyrir Landspítalann
Morgunblaðið/RAX
Naglinn Jóhannes V. Reynisson.
Stærstur hluti hátt í 100 vændismála
sem komu inn á borð lögreglu sl. ár
er nú í ákærumeðferð hjá ríkissak-
sóknara. Flest málin varða kaup á
vændi, en til rannsóknar eru einnig
nokkur mál sem varða hórmang.
Fjallað er um vændi og mansal í
skýrslu greiningardeildar ríkislög-
reglustjóra, sem kom út um mánaða-
mótin, um mat á skipulagðri glæpa-
starfsemi og hættu á hryðjuverkum
á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að
um 100 vændismál hafi komið til
kasta lögreglu á síðasta ári. Engar
vísbendingar hafi þó komið fram um
að vændiskonur sem hér starfi séu
fórnarlömb mansals.
Mbl.is óskaði í kjölfarið eftir sund-
urliðun á afdrifum vændismála hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2012 og það sem af er þessu ári. Alls
eru þetta 86 mál og snúast flest
þeirra, eða 79 mál, um kaup á vændi.
Þar af eru sex mál enn í rannsókn.
Í fjórum málum var rannsókn hætt
hjá ákæruvaldinu, en 69 þessara
mála eru hins vegar í ákærumeðferð
og hafa verið send til ríkissaksókn-
ara, að sögn Friðriks Smára Björg-
vinssonar yfirlögregluþjóns. Að-
spurður hvort grunaðir sakborn-
ingar séu jafnmargir segir Friðrik
Smári að fimm einstaklingar komi
tvisvar við sögu í þessum málum,
aðrir einu sinni.
Í sjö af vændismálunum 86 leikur
grunur á að þriðji aðili hagnist af
vændi annarra. Fimm þeirra mála
eru enn til rannsóknar hjá lögreglu.
Einu máli lauk á lögreglustigi en í
því sjöunda var rannsókn hætt hjá
ákæruvaldinu. una@mbl.is
Vændið í ákærumeðferð
69 af 86 vændismálum eru í ákærumeðferð Fimm önnur mál til rannsóknar þar
sem grunur er um hórmang Engar vísbendingar um mansal hafa þó komið fram
Vændiskaup ólögleg
» Samkvæmt 206. grein al-
mennra hegningarlaga skal
hver sá sem greiðir eða heitir
greiðslu fyrir vændi sæta sekt-
um eða fangelsi allt að einu ári.
» Að auki varðar það allt að
fjögurra ára fangelsi að hafa
atvinnu af vændi annarra.
Í Þjóðarpúlsi Gallups mældist traust til Alþingis í febrúar 2008 42%, sem
var töluvert hærra en í febrúar árið áður, þegar traust mældist aðeins
29%. Flestir treystu Alþingi árið 1999 þegar 54% sögðust treysta
þinginu. Það voru ekki einungis bankar sem féllu á haustmánuðum 2008,
heldur féll einnig traust á Alþingi. Í febrúar 2009 treystu 13% Alþingi og
fór traustið hæst í 15% í febrúar í ár. 14% sögðust treysta ríkisstjórninni
í könnun Félagsvísindastofnunar. Athygli vekur að traust manna á Alþingi
sem stofnun breytist mjög eftir því hvort það skilgreinir sig sem stuðn-
ingsmenn eða andstæðinga ríkisstjórnar. Þannig sögðust 39% þeirra
sem sögðust ætla að kjósa VG í kosningunum í apríl síðastliðnum treysta
Alþingi og 26% stuðningsmanna Samfylkingarinnar. 14% þeirra sem
hugðust kjósa Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokk báru hins vegar traust
til Alþingis. Könnunin var gerð í tíð ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.
Traustið verið lítið frá hruni
TRAUST ALMENNINGS Á ALÞINGI
Tugir vændiskaupenda voru yf-
irheyrðir eða kallaðir til
skýrslu hjá lögreglu seinni
hluta árs 2012. Þetta voru
karlar á öllum aldri og við-
urkenndu flestir brot sín. Einn-
ig var rætt við nokkrar vænd-
iskonur, bæði íslenskar og
erlendar, og mál þeirra m.a.
skoðuð með tilliti til mansals.
Þetta var gert samhliða því að
embættið lagði sig fram um að
kortleggja vændisstarfsemi
eins og hún birtist á netinu.
Vændi á net-
inu kortlagt
LÖGREGLAN GERÐI ÁTAK