Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra gekk frá Kristjánsborgarhöll að rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn á þriðjudag til að mótmæla nýrri rússneskum lögum gegn „áróðri fyrir samkynhneigð“. Fjölmargir aðgerðasinnar, m.a. leikararnir Stephen Fry og George Takei, hafa kallað eftir því að þjóðir heims sniðgangi ólympíuleikana í Sochi á næsta ári í mót- mælaskyni en stjórnmálamenn, leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og helstu styrktaraðilar leikanna hafa tekið áköllunum fálega. holmfridur@mbl.is AFP „Samkynhneigður áróður“ Rússneskri löggjöf mótmælt í Kaupmannahöfn Herdómarinn Denise Lind úrskurð- aði hermanninn og uppljóstrarann Bradley Manning í 35 ára fangelsi í gær fyrir að hafa lekið leyniskjölum Bandaríkjastjórnar til Wikileaks. Hann verður einnig leystur frá herstörfum með skömm og sviptur réttinum til launa og bóta. Manning sýndi engin við- brögð þegar Lind kvað upp dóminn, sem mannrétt- indasamtök og lögspekingar segja afar óréttlátan. Manning, 25 ára, hefur setið í gæsluvarðhaldi í meira en þrjú ár, sem koma til frádráttar refsingunni, en hann verður að sitja af sér a.m.k. þriðjung dómsins og mun fyrst eiga kost á að sækja um reynslulausn eft- ir um níu ár. Fulltrúar Wikileaks tístu í gær að dómurinn væri strategískur sigur en Guardian hafði eftir Yochai Benkler, lagaprófessor við Harvard háskóla, að 35 ára fangelsisdómur yfir Mann- ing væri meiri ógn við bandarískt stjórnskipulag en uppljóstranir her- mannsins. Sagði hann dóminn ax- arhögg gegn frelsi fjölmiðla. „Þegar hermaður sem deilir upp- lýsingum með fjölmiðlum og al- menningi sætir harkalegri refsingu en aðrir sem pynta fanga og myrða almenna borgara er eitthvað mikið að réttarkerfinu okkar,“ sagði Ben Wizner, yfirmaður hjá bandarísku mannréttindasamtökunum ACLU. Í grein á vef Guardian segir Birg- itta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, að réttlát réttarhöld yfir Manning hefðu aldrei verið inni í myndinni. Hún segir það mikil vonbrigði að engin hafi verið dreginn til ábyrgðar fyrir þá glæpi sem hermaðurinn af- hjúpaði. Þá segir hún mál Manning og Edward Snowden hafa sýnt fram á að lýðræðið standi veikum fótum. Dæmdur í 35 ára fangelsi  Möguleiki á reynslu- lausn eftir níu ár Bradley Manning Sýrland. AFP. | Þjóðarbandalag sýr- lenskra stjórnarandstæðinga sagði í gær að hundruð almennra borgara hefðu látið lífið í efnavopnaárásum stjórnarhersins í úthverfum höf- uðborgarinnar Damaskus í gær. Sýrlensk stjórnvöld sögðu fullyrð- ingar stjórnarandstöðunnar hins vegar fullkomlega ósannar og að þær væru tilraun til að hindra eft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í störfum sínum. „Yfir 650 dauðsföll staðfest af völdum banvænnar efnavopnaárásar í Sýrlandi,“ tísti Þjóðarbandalagið en myndbönd sem deilt var á netinu sýndu m.a. bráðaliða að aðstoða börn í andnauð og yfirfull sjúkrahús. Eftir hádegi í gær tilkynnti banda- lagið að tala látinna í árásunum hefði hækkað í 1.300. Ríkisfréttastofan Sana lýsti átök- um gærdagsins sem „röð aðgerða“ herdeilda stjórnarhersins „gegn hryðjuverkahópum“ í Jobar, Irbin og Zamalka. George Sabra, forseti Sýrlenska þjóðarráðsins, sagði árás- irnar hins vegar náðarhögg sem gerði út um vonina um pólitíska lausn mála. Ahmad Jarba, leiðtogi Þjóð- arbandalagsins, kallaði í gær eftir neyðarfundi hjá öryggisráði Samein- uðu þjóðanna en William Hague, ut- anríkisráðherra Breta, sagði að ef fullyrðingar bandalagsins reyndust réttar bæru þær vitni um sláandi stigmögnun átakanna í landinu. Arababandalagið hvatti eftirlits- menn til að fara umsvifalaust á vett- vang og þá krafðist Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, þess að eftirlitsmönnum yrði veittur óheftur aðgangur að átaka- svæðum. 1.300 hafi fallið fyrir efnavopnum  Kalla eftir neyðarfundi öryggisráðs SÞ AFP Eitur Fórnarlömbin virðast ekki bera merki ofbeldis útvortis. CNN hafði það eftir bráðaliða í sjálfboðastarfi í gær að einkenni eitrunar af völdum efnavopnanna væru m.a. meðvitundarleysi, froðu- myndun kringum nef og munn, samandregin sjáöldur, ör hjart- sláttur og öndunarerfiðleikar. Dán- arorsök þeirra sem létu lífið af völdum eiturefnanna væri köfnun. Myndbönd af meintum fórnar- lömbum efnaárásanna sýndu líf- vana líkama, sem fæstir virtust bera nokkur merki útvortis ofbeld- is. Margir slasaðra virtust í krampa- flogum. CNN sagðist ekki getað staðfest hvar né hvenær mynd- böndin voru tekin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ásakanir um notkun efnavopna eru settar fram síðan átökin hófust en vopnaeftirlitsmenn frá SÞ tóku fyrst til starfa í landinu á mánudag. Bera ekki merki ofbeldis EITUREFNIN VALDA KÖFNUN Markus Loening, mannréttinda- stjóri þýska utanríkisráðuneytisins, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af frelsi fjölmiðla í Bretlandi vegna frétta þess efnis að stjórnendum dagblaðsins Guardian hefði verið gert að eyðileggja gögn er vörðuðu starfshætti bandarískra njósna- stofnana. Hann gagnrýndi einnig að maki Guardian-blaðamannsins Glenns Greenwalds hefði verið látinn sæta varðhaldi og yfirheyrslum á Heathrow-flugvelli á sunnudag og sagði aðfarirnar óásættanlegar. „Þetta átti sér stað á grundvelli hryðjuverkalaga en ég sé engin tengsl við hryðjuverk. Og aðgerðir leyniþjónustunnar gegn Guardian, eins og ritstjórinn Alan Rushbridger lýsir þeim, hneyksla mig innilega,“ sagði Loening. Talsmaður Nicks Cleggs, varafor- sætisráðherra Breta, hefur staðfest að beiðnin um eyðileggingu gagnanna barst frá Jeremy Hey- wood, einum helsta ráðgjafa Davids Camerons forsætisráðherra. Tals- maður Hvíta hússins sagði á þriðju- dag að erfitt væri að ímynda sér að sú staða kæmi upp er kallaði á að þarlend stjórnvöld gripu til viðlíka aðgerða. AFP Frelsi Guardian geymir afrit af gögnunum í Bandaríkjunum og Brasilíu en Greenwald og maki hans, David Miranda, búa og starfa í Rio de Janeiro. Er uggandi um frelsi fjölmiðla í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.