Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Margir sem leið eiga um Sandskeið
og Hellisheiði gjóa gjarnan aug-
unum í átt að Fóvelluvötnum. Sú
þjóðtrú var rík, einkum meðal Sunn-
lendinga, að væru vötnin þurr að
vori væri það vísbending um vot-
viðrasamt sumar. Bændum var um-
hugað um að fá þurrk í heyskapinn
og því var gjarnan spurt á sunn-
lenskum sveitabæjum þegar fólk
kom úr kaupstað hvernig vötnin
hefðu verið.
Í vor var lítið eða ekkert vatn í
tjörnunum á heiðinni og sannarlega
hefur rignt á Suður- og Vesturlandi í
allt sumar. Hefur þá þjóðtrúin ræst
eða eru aðrar skýringar á vatnsstöð-
unni í Fóvelluvötnum?
Ýmis þjóðtrú prýðileg
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
gefur lítið fyrir þessa kenningu: „Ef
vötnin eru þurr bendir það til þess
að vetur hafi verið mildur og lítið
frost í jörðu þannig að vatn hafi
runnið niður,“ segir Páll. „Út af fyrir
sig er ekki hægt að spá rigninga-
sumri, þau geta komið hvort sem er
eftir milda eða harða vetur.“
Páll segist sammála því að þjóð-
trúin sé skemmtilegri en hans skýr-
ing, en hún standist ekki í þessu til-
viki. „Ýmis þjóðtrú er samt alveg
prýðileg og sýnir mikla eftirtekt
fólks. Margar svokallaðar kerlinga-
bækur hafa orðið til og gott dæmi
um það hvernig menn búa sér til
kerlingabók er að sumarið 1880 var
óskaplega milt, en óskaplega harður
vetur á eftir. Þá varð til sú kenning
að hlýtt sumar boðaði kalda vetur.
Það reyndist tóm vitleysa þegar
hlýju veturnir fóru að koma á síð-
ustu öld,“ segir Páll.
Þurrum fótum eftir botngróðri
Jóhann Óli Hilmarsson, fugla-
fræðingur á Stokkseyri, á oft leið yf-
ir Hellisheiði og horfir þá ævinlega
til vatnanna. Hann þekkir þjóðtrúna,
en veltir ekki aðeins vatnsmagninu
fyrir sér og fylgist frekar með fugla-
lífi. Hann segir að tvö álftapör hafi
oft orpið á þessum slóðum þegar
gott vatn hafi verið í vötnunum, en
segist ekki hafa frétt af varpi í ár.
Annar fugaláhugamaður af Suð-
urlandi segist hafa séð álftapar með
unga við vötnin í byrjun mánaðarins.
Álftirnar lifa einkum á ýmsum
vatna- og mýrargróðri og þá gjarnan
á botngróðri í tjörnum og vötnum. Í
sumar hafa álftirnar sem verið hafa
við Fóvelluvötn ekki þurft að kafa
eftir ætinu heldur getað sótt það
þurrum fótum á „botninn“. Gras á
túnum bænda er einnig eftirsótt
fæða álftanna.
Álftirnar eru farfuglar að mestum
hluta og var talið að um 90% stofns-
ins hér væru farfuglar. Jóhann Óli
sagðist ekki útiloka að stærra hlut-
fall hefði hér vetursetu núorðið, að-
allega á Suður- og Suðvesturlandi og
Mývatni. Hafa bæri í huga að stofn-
inn væri líka að stækka. Talið er að
um þrjú þúsund pör verpi hér á
landi, en stofninn að hausti telur um
27 þúsund fugla. Frá Íslandi fara
álftirnar að mestu til Bretlandseyja.
Álftin kemur með allra fyrstu
fuglum, oft í marsmánuði, og er hér
langt fram á haust.
Þjóðtrúin skemmtilegri
Fóvelluvötn á Sandskeiði nánast þurr í sumar Var áður talið tákn um að sum-
arið yrði votviðrasamt Páll Bergþórsson gefur ekki mikið fyrir þá kenningu
Morgunblaðið/Ómar
Breyttar aðstæður Álftir við Fóvelluvötn skammt frá Sandskeiði. Í sumar hafa þær ekki þuft að kafa eftir gróðinum á botni tjarnarinnar.
Þumalputtareglan varðandi far-
fugla er sú, að sögn Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglafræðings, að
þeir fuglar sem koma fyrst dvelja
hér lengst. Þannig kemur lóan
snemma og er hér oft fram í nóv-
ember.
Af landfuglum eru spói, stelkur,
jaðrakan og óðinshani meðal þeirra
fyrstu til að fljúga til vetursetu-
stöðva. Þeir byrji oft að hópa sig
saman og undirbúa brottför í júlí og
hafi fyrir nokkru haldið á brott.
Sem dæmi nefnir Jóhann að mistak-
ist varp hjá jaðrakan fari hann héð-
an snemma í júlí og þá að stórum
hluta til Frakklands, Spánar og
Portúgals.
Sumarið hefur verið gott fyrir
mófugla, gæsir, endur og aðra
landfugla að mati Jóhanns Óla.
Öðru máli gegnir um sjófugla og
var varp kríunnar t.d. erfitt á Suð-
ur- og Vesturlandi. Krían heldur
yfirleitt héðan fyrri hluta ágúst-
mánaðar og leggur þá í langferðina
til suðurskautsins. Í síðustu viku
sáust þó stórir kríuhópar á Blöndu-
ósi og við Jökulsárlón.
Koma
snemma og
fara seint
Margir farfuglar
eru þegar farnir
Morgunblaðið/Ómar
Farfugl Misheppnist varp jaðrak-
ansins fer hann oft í byrjun júlí.
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú er kallaður hávella (Clangula hye-
malis), að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þar kemur fram að hávella
er af andaætt og verpir á Íslandi. „Einnig eru til orðmyndirnar fóella og
fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við
fuglsheitið erla,“ segir á vísindavefnum.
Fóvella sama og hávella
FUGL AF ANDAÆTT
Landsvölur með unga sáust á Stokkseyri í vikunni og er því talið að þær
hafi orpið þar í grenndinni í sumar. Einnig hefur frést af landsvölum á
Akranesi. Svölur verpa ekki reglulega hér á landi, en berist þær hingað að
vori gerist það stundum, að sögn Jóhanns Óla.
Varp á Stokkseyri
SVÖLUR MEÐAL GESTA
„Ég held að útlitið sé bara gott. Það
er fínt dýpi og fínar aðstæður eins og
staðan er núna. Spáin er góð, eins
langt og við getum séð. Og við erum
vongóð um að fá milt og gott haust,“
segir Gunnlaugur Grettisson,
rekstrarstjóri Herjólfs, um ástand
Landeyjahafnar fyrir haustið. Hann
segir erfitt að segja til um hvernig
ástandið verður á höfninni með vetr-
inum enda ráði náttúruöflin miklu
um það.
Sigurður Áss Grétarsson, for-
stöðumaður hafnasviðs Siglinga-
stofnunar, tekur í sama streng: „Það
veltur æ meira á Herjólfi hvort unnt
er að sigla eða ekki þar sem erfitt
getur verið að hafa stjórn á honum
við ákveðnar aðstæður fyrir utan
Landeyjahöfn. Yfir háveturinn er
bæði erfitt að sigla Herjólfi fyrir ut-
an Landeyjahöfn og að halda nægu
dýpi fyrir skipið vegna sandburðar,“
segir Sigurður, en erfitt er að dýpka
um hávetur og það gerir siglingarn-
ar erfiðar. Sigurður segir öruggt að
loka þurfi yfir hávetur á meðan
Herjólfur siglir núverandi leið.
Vegagerðin hefur rannsakað
Landeyjahöfn í þeim tilgangi að
komast að því með hvaða hætti er
hægt að tryggja nægilegt dýpi í
höfninni.
agf@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur Líkur á miklum sandburði í Landeyjahöfn eru litlar í dag.
Útlitið er ágætt
fyrir Landeyjahöfn
Þó öruggt að loka þarf yfir hávetur