Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 www.falkinn.is ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum á sama tíma. Arfur eða fyrirgreiðsla einhvers- konar, lánasamþykkt eða góður greiði koma til greina. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er um að gera að setja sér raunhæf takmörk, því fátt er verra en springa á limm- inu. Núna er gott að jafna gamlan ágreining. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki búast við of miklu meðan þetta ástand varir, slakaðu frekar á. Gamlir vinir líta inn og þið eigið skemmtilega stund saman. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er freistandi að rifja upp einfald- ari og auðveldari tíma. Besti möguleikinn í stöðunni er að breyta áformum þínum og gera velgengni annarra jafnframt að þinni eigin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert ákveðin/n í því að ná takmarki þínu og ert tilbúin/n til að leggja ýmislegt á þig til þess. Lyftu þér upp og leitaðu á vit ævintýranna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt njóta góðs af einhverju og skalt ekki gleyma sjálf/ur þeim sem minna mega sín. Vertu ekki of óþolinmóð/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Persónuleg framför er áhugamál þitt, enda verður lífið sífellt auðveldara. Temdu þér yfirvegaða framkomu og umfram allt láttu ekki aðra segja þér hvað þú átt að hugsa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Með aðgæslu í fjármálum ætti þér að takast að ná settu marki fyrr en þú ráðgerðir í upphafi. Framkvæmdafólkið finnur ekki tíma til að gera hlutina – það stelur hon- um. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að venja þig á að tala skýrt og skorinort svo þeir sem hlusta á þig velkist ekki í vafa um fyrirætlanir þínar. Lærðu af reynslunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skoðanaágreiningur kemur hugs- anlega upp á milli þín og einhvers nákomins í dag. En það er óþarfi að leyfa þeirra skapi að ráða öllu um líðan þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli. Gleymdu ekki að gefa þér tíma til að njóta þess sem þú ert að gera. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reglurnar breytast en að vita af hverju, leyfir þér að aðlagast fljótar. Gættu þín þó að falla ekki í freistni sjálfselskunnar. Hjálmar Freysteinsson frétti afferðalagi íslenskra ráða- manna til Washington: Sókn eftir frægð og frama er fánýt og heldur til ama, eins er mér svo til sama hvort Sigmundur hittir Obama. Ólafur Stefánsson bætir við af sama tilefni: Obama sjá vill hann Simma, í september efnir til kynna, við forystumenn heila fimm í senn. Það má ekki vera minna. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, orti eftir að hafa horft á fréttir: Allar fjalla um það sama utan sú er var um máf. Stjórnmál eru öll til ama eitthvert bannsett fum og káf. Ármann Þorgrímsson veltir vöngum um pólitík: Vigdís mín er viðkvæmt blóm sem vökva þarf og áburð gefa boðskap flutti í blíðum róm bænir hennar óttann sefa. Þjóðin fellir þungan dóm þegar einhvern hendir glap Vigdís mín er viðkvæmt blóm í voðalegum félagsskap. Bjarki Karlsson snýr út úr þekkt- um brag: Flóamaður frjáls í sinni fór að hyggja að lífsbjörginni hugði að þar í röstum rynni rauðleitt fljót með lax í gjá - ferlega þefjaði fiskur sá - undraðist á ólyktinni í þeim fagra lundi - listamaðurinn lítt við hana undi - Selfossbúinn svo að gáði sá þá renna í fljót úr láði afurð rörs er gulbrún gljáði, grálúsugri hrygnu á - ferlega þefjaði fiskur sá - þekkti sá er sýni náði saur í laxapundi - listamaðurinn lagðist fram og stundi - Þar sem dreggjar dagsins merla dýrleg veiddist Ölfus-perla Líttu bara á aflann, Erla, átján pund, sem grilla má! - Ferlega þefjaði fiskur sá. - Af kveisustingi kólígerla kvöl í iðrum drundi listamannsins líf við þetta hrundi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ráðamönnum, Obama og listamanni við Ölfusá Í klípu „ÉG ER MEÐ MJÖG DÝRAN SMEKK - NEMA ÞEGAR ÞAÐ KEMUR AÐ MÖNNUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TEKURÐU OKKUR BÆÐI FYRIR 50 KR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú hefur gert hann háðan! HJÓNABANDS RÁÐGJÖF ÓSKABRUNNUR ÓSKIR 50 KR ÞETTA VIRÐIST VERA ALGJÖR SÓUN Á TÍMA OG PENINGUM … … AFHVERJU KOMUMST VIÐ EKKI BARA AÐ SAMKOMULAGI UM AÐ VINNA AÐRAHVERJA ORRUSTU OG SVO FARA HEIM? ÉG KOM SEINT HEIM Í GÆRKVÖLDI. ÞÚ VILLTIST, EKKI SATT? FLEST HÚSIN HÉRNA LÍTA EINS ÚT! Víkverji hefur verið aðdáandipoppsöngvarans Davids Byrnes frá því hann heyrði fyrst í honum einhvern tímann á áttunda áratugn- um. Hann var því með fyrstu mönn- um til að tryggja sér miða þegar byrjað var að selja inn á tónleikana, sem haldnir voru í Háskólabíói á sunnudag. Á tónleikunum kom Byrne fram ásamt söngkonunni St. Vincent sem er um það bil helmingi yngri en hann. Víkverji skemmti sér konunglega og sá ekki betur en það ætti við um flesta aðra í húsinu. x x x Byrne hefur aldrei farið troðnarslóðir og gerði það ekki heldur á sunnudagskvöldið. Hlutverk blást- urshljóðfæra í tónlist Byrnes og St. Vincent hefur þegar hlotið nokkra umfjöllun. Á tónleikunum var einn- ig dregið fram hljóðfæri, sem ekki sést oft á sviði. Það nefnist þeremín og er frá árinu 1920. Rússinn Lev Termín eða Leon Theremin, eins og hann kallaði sig þegar hann dvaldi í Bandaríkjunum, fann hljóðfærið upp. Leikið er á þeremín með því að hreyfa hendurnar í námunda við tækið – sem sé án þess að snerta það – og mun vera erfitt að ná valdi á því. Termín hélt fyrstu tónleikana með hljóðfærinu í Rússlandi 1920. Átta árum síðar var það notað á tónleikum með fílharmóníuhljóm- sveit New York og 1930 hélt tíu manna þeremínhljómsveit tónleika í Carnegie Hall í New York. x x x Það dugði þó ekki til að kveikjaalmennan áhuga á þeremíninu. Íslendingar hafa þó margir heyrt í hljóðfærinu því að það er notað í kynningarlagi bresku myndanna um Barnaby lögreglufulltrúa, sem iðulega eru á dagskrá Ríkissjón- varpsins og var einnig notað í mynd Alfreds Hitchcocks Spellbound.. x x x Byrne dvaldi nokkra daga á Ís-landi. Á tónleikunum sagði hann frá því að hann hefði meðal annars farið á Sögusafnið í Perl- unni. „Sat nokkur hér inni fyrir þegar vaxmyndirnar á sýningunni voru gerðar?“ spurði hann. Enginn í salnum gaf sig fram. víkverji@m- bl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúkasarguðspjall 1:68)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.