Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 51
þetta allt á hraðbergi þrátt fyrir veikindi sín. Þar kom tali okkar að hann spurði mig hvort ég væri hræddur við dauðann og fannst mér sem hann væri að velta fyrir sér hvað væri framundan. Nú hafa tveir úr hópnum okkar kvatt, Ólaf- ur og Hörður Einarsson tann- læknir. Á Akureyri deildum við Ólafur saman herbergi eftir áramótin 1957-8 þegar við fluttum úr Heimavist MA er við áttum hálft ár eftir í skólanum og var sagt að við hefðum flutt úr heimavistinni til þess að lesa. Við áttum þar góða daga saman og ýmislegt var brall- að. Ólafur var góður íþróttamaður og man ég sérstaklega eftir að hann var góður blakmaður. Einn- ig minnist ég þess að hann notaði lausu stundirnar við æfingu leik- ritsins til lestrar á námsefni kom- andi dags. Nú að leiðarlokum kveð ég vin minn Ólaf og þakka samveruna í skóla, ferðalögum og heimboðum, sem við áttum með mökum, á fal- lega heimilinu hans og Bylgju. Við Sonja vottum Bylgju og fjölskyldu dýpstu samúð. Þórður Ólafsson. Vinur okkar Ólafur Höskulds- son er látinn. Vinátta hans hefur fylgt okkur lengst af ævinni og þau Bylgja verið hluti af lífi okkar. Við munum sakna vináttu hans og mannkosta. Dauðinn er hins vegar afdráttarlaus. Með dauða er lífinu lokið – að margra dómi. En hvert hverfur þetta undarlega líf, hvað- an kom það og hvað stendur að baki þessu furðulega fyrirbæri sem lífið er í óteljandi myndum sínum – og getur lífið og mannleg hugsun, mikilfenglegasta fyrir- bæri heimsins, aðeins verið blind tilviljun? „Undarleg ósköp að deyja,“ segir Hannes Pétursson, og í kvæði sínu Höllinni segir hann: Kynlegt að búa í höll af holdi og þjótandi blóði, læstur innan við rimla af rammgerum, sveigðum beinum, sitja þar glaður við drykkju með sólskin og ilmvind í bikar, ævilangt einn að drykkju með allt lífið í bikar. Uns dag einn að drykkinn þver, hinn dýra mjöð, og ég ber að vörunum myrkrið mjúka. Höllin tekur að hrynja hljóðlaust og duftuð að fjúka. Óli óttaðist ekki dauðann – og hefði því getað sagt með Hallgrími Péturssyni: „Dauði ég óttast eigi / afl þitt né valdið gilt“. En einkum elskaði Óli lífið og hefði getað tek- ið undir með höfundum söngtext- ans við What a Wonderful World: „I think to myself, what a wonder- ful world.“ Í Menntaskólanum á Akureyri sungum við: Gaudeamus igitur Iuvenes dum sumus Post iucundam iuventutem Post molestam senectutem Nos habebit humus. Orð þessa latneska ljóðs endur- óma orð Prédikarans: „Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ Steinn Steinarr, sem var Vestfirðingur að ætt eins og Óli, orti ljóð sem hann kallaði Í kirkjugarði. Ljóðið fjallar um söknuð og dauða og lýkur með þessum orðum: Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn sem dó. Þessi orð komu upp í hugann við andlát Óla, vinar okkar: „hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn sem dó.“ Við kveðjum Óla með hryggð í hjarta og þökk í brjósti fyrir að hafa kynnst góðum dreng, hrekk- lausum manni, manni eins Hóras lýsir í ljóði sem við sungum saman á æskudögum norður á Akureyri: Integer vitae scelerisque purus non eget Mauris iaculis neque arcu nec venenatis gravida sagittis, Fusce, pharetra. sem Grímur Thomsen þýddi þannig á íslensku: Vammlausum hal og vítalausum, fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta – aldrei að beita. Kæra, Bylgja. Við sendum þér, sonum þínum og barnabörnum dýpstu samúðarkveðjur. Sjáumst heil. Tryggvi Gíslason og Margrét Eggertsdóttir Stórt skarð var hoggið í hóp einungis 6 barnatannlækna við fráfall Ólafs Höskuldssonar sem var lærifaðir helmings okkar. Ég kynntist Ólafi árið 1984 þegar hann kenndi mér barnatannlækn- ingar við HÍ. Ólafur var nokkuð sérstakur að því leyti að hann var mjög rólegur og hægur maður og líkaði mér það vel í fari hans. Þegar kom að því hjá mér að velja sérgrein innan tannlækninga urðu barnatannlækningar efstar á blaði, mig langaði að feta í fótspor Ólafs. Hvaða nemandi kannast ekki við það að skemmtilegasta fagið í skólanum er nánast und- antekningalaust kennt af skemmtilegasta kennaranum? Óli greiddi götu mína á allan hugsanlegan hátt. Hann benti mér á góðan skóla í USA, gaf mér með- mæli og endaði á að mæta á stað- inn ásamt Bylgju konu sinni rétt áður en skólinn byrjaði, svona til að kanna aðstæður. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur bauð mér vinnu á sinni stofu eftir út- skrift. Þegar ég hafði svo bolmagn til að opna mína eigin stofu var ekkert sjálfsagðara en að ég opn- aði stofu við hliðina á honum. Þannig gat ég leitað til hans hve- nær sem ég þurfti á að halda. Enginn vafi leikur á því að Ólafur Höskuldsson á stóran þátt í því hvar ég stend í dag og stend ég í mikilli þakkarskuld við hann. Fyrir u.þ.b. 22 árum síðan hitt- umst við barnatannlæknarnir á veitingahúsi í bænum og héldum fund. Okkur líður öllum vel saman og ákváðum við að hittast fljótlega aftur, á öðru veitingahúsi. Fund- irnir voru nokkuð faglegir til að byrja með, en síðan þróuðust um- ræðurnar útí almennt spjall og jafnvel þjóðfélagsumræður, en fagleg innskot fylgja stundum með. Þar sem við erum svo fá, reynum við alltaf að hittast þegar allir geta mætt. Við höfum hittst ca mánaðarlega yfir vetrarmán- uðina og þrætt helstu veitingahús borgarinnar. Svona félagsskapur er algjörlega ómetanlegur og því verður tómlegt við borðið þegar við hittumst næst. En við munum lyfta glösum fyrir föllnum félaga og læriföður og minnast hans með söknuði og þakklæti í huga. Elsku Bylgja, fyrra strákaholl, eins og Óli kallaði stundum fyrstu þrjá syni sína, Tryggvi, Steinarr og Hörður, seinna strákaholl, Höskuldur og Þór, tengdadætur og barnabörn, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Elsku Bera, þið afi voruð heppin að fá að hafa hvort annað sl vetur, hann talaði svo fallega um þig. Margrét Rósa Grímsdóttir. Ég man eftir Ólafi Höskulds- syni barnatannlækni frá því í æsku, en kynntist honum ágæt- lega þegar ég hóf nám við tann- læknadeild HÍ. Ólafur var sér- fræðingur í barnatannlækningum og stjórnaði kennslu í þeim fræð- um við tannlæknadeild HÍ um áratuga skeið. Hann innleiddi að- ferðafræði, sem mörgum þótti þá óþarflega tímafrek. Það var ekki til siðs að gefa börnum tíma, út- skýra fyrir þeim hvað ætti að gera og hvers vegna og fá þau í lið með sér. Menn skildu ekki af hverju það þyrfti að taka klukkutíma í verk sem gæti tekið tíu mínútur – en orsakaði sár á barnssálinni, sem greri oft ekki fyrr en langt var liðið á fullorðinsár. En alveg eins og það þykir sjálfsagt mál í dag að deyfa fyrir tanntöku þykir flestum sjálfsagt mál í dag að börnum sé sinnt af alúð og nær- gætni og reyndar með tilheyrandi festu. Þrátt fyrir að Ólafur hafi verið blíður og nærgætinn komst enginn upp með neinn moðreyk í stólnum. Hann lagði þó einnig ríka áherslu á að fylling væri ekki bara fylling, heldur endursköpun tann- arinnar sem bæri að vanda veru- lega til. Sjálfur var hann vandvirk- ur með eindæmum og kollegar þekktu fallegt handbragð hans langar leiðir. Hann var einstakt prúðmenni, svo mikið að hann hlaut viðurnefni því tengt – nokkuð sem ódannaðri menn gátu öfundað hann af. Mér er til efs að hann hafi yfirleitt æst sig, en menn hlustuðu þegar hann lagði sitt til málanna á sinn hóf- stillta hátt. Hann var smekkmaður og fag- urkeri og heimili hans og Bylgju ber því vitni. Ólafur var gæfumað- ur í einkalífi og fáir komast með tærnar þar sem hann hafði hæl- ana í makavali. Bylgja studdi Ólaf í leik og starfi og það var unun að sjá hvað þau voru alltaf skotin hvort í öðru. Það snertir mig alltaf að sjá hjón, sem hafa verið gift í langan tíma, eiga svo dýrmætt og fallegt samband sem Óli og Bylgja áttu. Missir Bylgju er mikill, sem og sonanna fimm, tengdadætra og barnabarna. Ég vil fyrir hönd Tannlækna- félags Íslands þakka Ólafi fyrir einstakt framlag til íslenskra barna. Hann kenndi okkur sem störfum við tannlækningar í dag svo mikið, að í dag dettur ekki nokkrum manni í hug að hóta börnum með heimsóknum til tannlæknis. Með þakklæti kveðj- um við Ólaf Höskuldsson og vott- um Bylgju og fjölskyldu hennar samúð. Kristín Heimisdóttir. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Selma Jónsdóttir var ein af dásamlegri manneskjum sem ég hef kynnst. Hún var einstaklega gefandi, alltaf svo glaðleg og ynd- isleg. Ég kynntist Selmu fyrir u.þ.b. 20 árum þar sem ég naut leiðsagnar hennar í myndlist í Hæðargarði. Hún var ávallt mjög hvetjandi, m.a. hvatti hún mig til að fara í myndlistarskóla, sem og ég gerði. Lífið í Hæðargarði verð- ur vart svipur hjá sjón við fráfall Selmu, þessa frábæra listamanns sem var hógvær og tranaði sér aldrei fram. Ég veit að ég tala fyr- ir hönd margra okkar sem nutum leiðsagnar Selmu þegar ég segi að missirinn er mikill. Elsku Baldur og fjölskylda, vin- ir og vandamenn allir, ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð styrki ykkur í sorginni. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Sigrún Sigurðardóttir. Selma Jónsdóttir hefur kvatt. Selma var listamaður fram í fing- urgóma, fagmaður, fagurkeri, föst fyrir, traustur vinur í mótlæti sem meðbyr, hún laðaði að sér fólk og síðast en ekki síst var hún einstak- ur samstarfsmaður. Þar sem Selma var ríkti ávallt ákveðinn Selma Jónsdóttir ✝ Selma PollyJónsdóttir fæddist 30. desem- ber 1940 í Reykja- vík. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. ágúst 2013. Útför Selmu fór fram frá Bústaða- kirkju 13. ágúst 2013. menningarbragur. Hún var hógvær kona, kannske heldur um of. Við vitum það mörg hver, að í henn- ar einkalistasmiðju leynast mörg mynd- listarverkin, dýrgrip- ir sem gjarnan hefðu mátt sjá dagsins ljós á opinberum vett- vangi. Við kynntumst á sokkabandsárum okkar í höfuð- borginni á þeim tíma þegar það var flottast að mæta í partíin með rauðvínskút í tágakörfu og þegar ekki þýddi lengur að „kalla á kút- inn“ þá var bara hringt á „góðan bíl“. Allt var svo einfalt og skemmtilegt og Selma skemmti- legust af öllum. En leiðir okkar skildu og alvara lífsins tók við. Við endurnýjuðum kynni okkar þegar við urðum samstarfsmenn í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði 31 í Reykjavík um síðustu alda- mót. Þar kenndi Selma myndlist í Listasmiðjunni. Hún hafði til að bera alla þá eiginleika sem góðan kennara má prýða. Það mátti glöggt sjá á þroska og aukinni list- rænni getu þeirra sem hún kenndi og það var nokk sama hvort um var að ræða ungt fólk eða gamalt, byrjendur eða lengra komna. Nemendur Selmu stóðu að fjöl- mörgum myndlistarsýningum í Hæðargarði í gegnum árin, bæði einkasýningum og samsýningum. Síðasta samsýning „hópsins henn- ar Selmu“ í Hæðargarði var nú í vor. Opnunardaginn sprengdu sýningargestir nánast félagsmið- stöðina utan af sér. Það varð öng- þveiti, stóra kaffikannan suðaði mikið, hafði varla undan og vöfflu- járnin fjögur vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Þvílík hátíð og þvílík gleði. Andi Selmu sveif yfir vötn- unum sem aldrei fyrr og hún sjálf auðvitað mætt á svæðið, alltaf fal- legust, glæsilegust og skemmti- legust með sitt leiftrandi bros sem alla töfraði. Selma var afar vel menntuð kona í víðtækum skilningi en hún stundaði m.a. myndlistarnám í í Handíða- og myndlistarskólanum og Listaháskólanum í Glasgow um árabil. Hún bar með sér andrúms- loft sem minnti á breska hefðar- konu um leið og hún var mikill lífs- kúnstner, kunni að njóta stundarinnar, full af kátínu og eld- móði hvert svo sem ferðinni var heitið. Hún stóð alltaf styrk í báða fætur, jafnvel þótt báturinn rugg- aði og kútveltist. Það er ekki öllum gefið. Störf hennar, listræn þekking og fagmennska í þágu félagsstarfs fullorðinna í Reykjavík verða seint fullþökkuð. Hennar er sárt saknað í Fé- lagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Ásdís Skúladóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja og sérstaklega góða vini. Minningar hrannast upp þegar hún Selma okkar, góður vinur og fyrrum ná- granni, er kvödd. Við viljum þakka fyrir ógleym- anlegan tíma í næstum 30 ár er við bjuggum hlið við hlið í Goðaland- inu. Samband sem aldrei bar skugga á. Börnin okkar ólust upp saman og við tókum þátt í gleði og sorg beggja fjölskyldna. Selma var listakona í einu og öllu, hvort sem var myndlist eða annarskonar list, hún vildi hafa fallegt í krinum sig og bar heimili þeirra Baldurs þess glöggt vitni. Sjálf var hún alltaf glæsileg, falleg með rauða hárið sitt. Elsku Baddi, Jón Gunnar, Fanna og Baldur Gautur, við Sverrir biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og vaka yfir henni Selmu okkar. Blessuð sé minning Selmu P. Jónsdóttur Kveðja, Kolfinna og Sverrir Már. ✝ Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi og afi, SVANBJÖRN SIGURÐSSON, fyrrverandi rafveitustjóri, Hringteigi 5, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir ómetanlegan stuðning, hlýju og umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóði Heimahlynn- ingar og Sjúkrahússins á Akureyri. Reine Margareta Sigurðsson, Birna María Svanbjörnsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Geir Kristján Svanbjörnsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir, Oddný og Sóley Gunnarsdætur, Bríet Reine og Karvel Geirsbörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Hömrum, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal mánudaginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Stóra-Vatnshorns- kirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00. Benedikta Guðjónsdóttir, Gunnar Hinriksson, Ólafur Guðjónsson, Jónas Guðjónsson, Áslaug Finnsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Björn H. Skúlason, Kristinn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir, systir og mágkona, ELÍN GUÐRÚN LANSDOWN, lést á heimili sínu í Kenosha, Wisconsin, fimmtudaginn 15. ágúst. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimasíðuna www.elinsworld.com. Thomas R. Lansdown, Steinunn Seay, Mark Seay, Stella Brennan, Elin Seay, Emily Seay, Thomas Brennan, Audrey Brennan, Steinunn Helga Friðriksdóttir, Guðný Steinsdóttir, Árni Frímann Jónsson, Guðný R. Jónsdóttir Ástríður S. Jónsdóttir, Hjörtur Nielsen, Jón Steinar Jónsson, Sólveig E. Ragnarsdóttir. ✝ Elskuleg systir okkar, DAGBJÖRT GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Hergilsey, lést á Hrafnistu, Boðaþingi 5, Kópavogi, laugardaginn 17. ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ALDA HELGADÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 19. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Ingvarsson. Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.