Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Auglýst er til sölu Hótel Hellissandur, sem staðsett er við Klettsbúð 9, 360 Hellissandi. Um er að ræða mjög vandaða hótelbyggingu sem byggð var árið 2001. Hótelið er með 20 herbergjum og byggt m.t.t. þess að hægt sé að bæta við aukahæð, með því væri hægt að fá 16 til 20 herbergi til viðbótar. Hægt er að skila inn fyrirspurnum á netfangið sigurdurhardarson@yahoo.com, eða í síma 691 6727. Glæsilegt hótel til sölu saman milli ára. Velta debetkorta eykst lítillega sem og aflamagn. Væntingavísitala Gallup hefur hins vegar hrunið, stendur nú í 78,5 stig- um og hefur ekki verið lægri á árinu. Blikur eru á lofti á erlendum hluta- bréfamörkuðum. Yngvi segir ástandið í efnahags- málum því brothætt, en á grafinu hér fyrir neðan má sjá þróun hagvaxt- arspáa Analytica. „Samandregið er gangurinn frekar hægur og horfur eru á því að svo verði áfram. Það eru ákveðin teikn á lofti. Leiðandi hag- vísir okkar hefur lækkað þrjá mánuði í röð. Ef hann lækkar tvo mánuði í viðbót er það orðin tölfræðilega marktækari vísbending um umskipti til verri vegar. Eins og er eru und- irþættir hins vegar að þróast á þann veg að maður hefur ekki sterka sann- færingu fyrir því að það séu að verða snörp umskipti til verri vegar. Það er vandamál hversu hagvöxtur er lítill. Það er ávísun á rýrari kaupmátt og gefur minna tilefni til kjarabóta í kjarasamningum í haust. Líklegra er að launahækkanir muni leiða til verð- hækkana en að þær skili raunveru- legri kaupmáttaraukningu. Það kall- ar á enn meiri verðbólgu,“ segir Yngvi sem telur að góður gangur í ferðaþjónustu muni einn og sér ekki duga til að lyfta hagvísinum – og þar með hagvexti – svo um muni. Meira þurfi til, aukna fjárfestingu eða stór verkefni, t.d. í orkugeiranum. Skapar ekki næg verðmæti „Áframhaldandi góður gangur í ferðaþjónustu myndi hafa jákvæð áhrif. Það dugar hins vegar tæpast. Verðmætasköpun á hvern ferða- mann er ekki næg. Það er ákveðin hætta á því að hún minnki ef ekki er rétt að málum staðið.“ Með ofangreint í huga telur Yngvi rétt að gæta varúðar við gerð tekju- áætlana hins opinbera. Rétt sé að áætla að tekjur verði í lægri endan- um miðað við fyrri spár. Hagvísir heldur áfram að lækka  Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað þrjá mánuði í röð  Framkvæmdastjóri Analytica telur þetta benda til að hagvöxtur verði áfram lítill  Hvetur til varúðar í tekjuáætlunum hins opinbera Spá Analytica um hagvöxt 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% 20 12 - 1 20 12 - 4 20 12 - 7 20 12 - 10 20 13 - 1 20 13 - 4 20 13 - 7 20 13 - 10 20 14 - 1 Breyting frá fyrra ári Mánaðarlegar tölur byggðar á leiðandi hagvísi Analytica Ár og mánuðir Morgunblaðið/Ómar Sprautað í slippnum Tekið er að hægja á vexti hagkerfisins. Gangurinn í einstökum atvinnugreinum er misjafn. Hreyfingar » Hagstofa Íslands áætlar í vinnumarkaðskönnun sinni fyrir júlí að vinnuaflið hafi talið 192.000 manns í júlí 2011, 188.500 manns í júlí 2012 og 192.400 manns í júlí sl. » Skekkjumörk í þessum mánuðum eru 4.800 manns 2011 og 5.000 manns hin tvö árin og eru sveiflur milli ára því innan skekkjumarka. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að hagvöxtur verði áfram lítill og til skemmri tíma litið eru jafnlitlar líkur á uppsveiflu og snarpri efnahags- lægð. Þetta er mat Yngva Harðar- sonar, hagfræð- ings og fram- kvæmdastjóra Analytica, sem vísar til leiðandi hagvísis fyrir- tækisins máli sínu til stuðnings. Hagvísirinn lækkaði um -0,1% júlí, um -0,2% í júní og um -0,1% í maí. Voru tölur fyrir tímabilið frá apríl til júní endurskoð- aðar niður á við við gerð síðasta hag- vísis fyrir júlí. Horft til sex þátta Tekur hagvísirinn til sex þátta í hagkerfinu sem þykja veita vísbend- ingar um ganginn í efnahagslífinu: Aflamagn, debetkortaveltu, fjölda ferðamanna, heimsvísitölu hluta- bréfa, innflutning og væntingavísi- tölu Gallup. Fimm þessara þátta hækka í júlí miðað við sama mánuð í fyrra en í heildina ekki nógu mikið til að hag- vísirinn vísi upp á við. Samdráttur er í innflutningi sem dregst lítilsháttar Yngvi Harðarson Skapa þarf þúsundir starfa á kjör- tímabilinu til að halda í horfinu og sporna gegn frekara atvinnuleysi. Almennur eftirlaunaaldur á Íslandi er 67 ár og sé horft til aldurshópsins frá 16-67 ára kemur í ljós að 6.284 ein- staklingar munu bætast í þessa ár- ganga frá og með ársbyrjun 2013 til loka árs 2017. Sé miðað við skilgrein- ingu í vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar á vinnualdri, 16-74 ára, munu 9.873 einstaklingar bætast í hóp fólks á vinnualdri á sama tímabili. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku er áætlað í vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar að 37.900 manns hafi að jafnaði verið utan vinnumarkaðar á 2. árs- fjórðungi þessa árs. Þá kom fram í sömu rannsókn að 12.900 manns hefðu verið án vinnu eða í atvinnuleit. Er það mun hærri tala en hjá Vinnu- málastofnun sem áætlar að 6.874 hafi að jafnaði verið án vinnu í júlí. Jafn- gilti það 3,9% atvinnuleysi. Vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar grundvallast á spurninga- listum og vekur athygli að í könnun júlímánaðar er áætlað að 5.900 hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Þá var áætlað að utan vinnumarkaðar stæðu 33.400 manns. Miklar sveiflur geta verið í könnuninni milli mánaða og ber að hafa þann fyrirvara. Skapa þarf þúsundir starfa  Fólki á vinnualdri fjölgar ár frá ári Fjölgun fólks á vinnualdri 2013-2017* 16-67 ára 16-74 ára *Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofunnar. Heimild: Hagstofa Íslands 9.873 6.284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.