Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Þúsundir aðdáenda strákahljóm-
sveitarinnar One Direction komu
saman á Leicestertorgi í Lundúnum
síðdegis í gær og öskruðu sig hása
þegar átrúnaðargoðin mættu á frum-
sýningu heimildarmyndar um sveit-
ina. Liðsmenn hljómsveitarinnar áttu
ekki orð yfir viðbrögðum aðdáenda
og sögðu að það væru einungis þrjú
ár síðan þeir hefðu verið í aðdáenda-
hópnum sem beið fyrir utan frum-
sýningu á kvikmynd um galdrastrák-
inn Harry Potter. Nú væri staðan
hins vegar önnur og þeir mættir á
frumsýningu myndar þar sem hljóm-
sveitin er í aðalhlutverki.
One Direction mættu á Leicestertorg
AFP
Hljómsveit Strákarnir í One
Direction mættu hressir á torgið.
Einn mesti trompetvirtúós Banda-
ríkjanna, Stephen Burns, er sér-
stakur gestur Kirkjulistahátíðar í
ár. Hann verður með tónleika í Hall-
grímskirkju í kvöld klukkan átta
ásamt Douglas Cleveland, organista
frá Seattle, og hinum unga og efni-
lega trompetleikara Baldvini Odds-
syni.
Stephen Burns er þekktur fyrir
störf sín sem stjórnandi, trompet-
einleikari og tónskáld. Hann er list-
rænn stjórnandi Fulcrum Point
New Music Project í Chicago. Hann
hefur vakið mikla athygli víða um
heim fyrir fjölbreyttan tónlistar-
flutning sem einleikari, í kamm-
ertónlist og með hljómsveitum, en
einnig fyrir nýstárlegar sýningar
þar sem fléttað er saman öðrum list-
formum svo sem vídeói, dansi og
leiklist.
Douglas Cleveland er uppalinn í
Olympia í Washington-ríki Banda-
ríkjanna og stundaði nám við East-
man-tónlistarskólann, Indiana-
háskólann og Oxford-háskóla.
Baldvin Oddsson þykir gífurlega
efnilegur en hann frumflutti tromp-
etkonsert eftir Oliver Kentish, sem
tónskáldið tileinkar honum, með
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ár-
ið 2009. Baldvin lék einleik með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á jóla-
tónleikum hljómsveitarinnar 2008.
Trompettónar í Hallgrímskirkju
Tónlist Burns hefur leikið einleik með mörgum af fremstu hljómsveitum
heims á síðustu misserum og unnið með þekktum hljómsveitarstjórum.
MÁ BJÓÐA ÞÉR
SÆTI Á BESTA STAÐ?
Fjórar sýningar
á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 30/8 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30
Lau 31/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30
"Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas.
Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 8.sýn
Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 6.sýn
Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 7.sýn
Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Sun 29/9 kl. 13:00 12.sýn
Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Sun 22/9 kl. 13:00 8.sýn Sun 29/9 kl. 16:00 13.sýn
Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Sun 22/9 kl. 16:00 9.sýn
Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn
Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!
Harmsaga (Kassinn)
Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn
Nýtt leikrit eftir Mikael Torfason
Gleðilegt nýtt leikár!
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k
Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k
Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k
Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Rautt (Litla sviðið)
Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k
Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
Ólafur Jóhann Ólafsson
Nánari upplýsingar á kirkjulistahatid.is
NÆSTU VIÐBURÐIR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR:
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST
Eyþór GunnarssonAri Bragi Kárason
Kvöld trompetanna
Hátíðarhljómar á Kirkjulistahátíð - Trompet og orgel
Verðlaunatrompetleikarinn Stephen Burns (Chicago), Douglas Cleve-
land orgel (Seattle) og ungstjarnan Baldvin Oddsson trompet.
Á efnisskránni er Telemann, Konsert fyrir tvo trompeta eftir Vivaldi o.fl.
Miðaverð: 3.000 kr. (Hálfvirði fyrir námsmenn).
Miðinn gildir einnig á tónleikana Hin hliðin sem hefjast kl. 22.00.
Kl. 20.00
Stephen Burns
Hin hliðin - Jazztónleikar
Ari Bragi Kárason (trompet) og Eyþór Gunnarsson (píanó) leiða saman
hesta sína. Tónleikarnir eru í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur.
Miðaverð: 2.000 kr. (Hálfvirði fyrir námsmenn).
Kl. 22.00
Miðasala í Hallgrímskirkju sími 510 1000 og á
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST
Nýjar víddir
orgelsins
Sjálfspilandi orgel?!
Framsæknir tónlistar- og myndlistarmenn frumflytja ný tónverk á
Klaisorgelið með tölvum sínum.
Tónleikastjóri: G. Vignir Karlsson (Kippi Kanínus)
Miðaverð: 2.500 kr. (1.000 kr. fyrir námsmenn)
Baldvin Oddsson
Listahátíð Reykjavíkur sem fer
fram næsta vor dagana 22. maí til 5.
júní hefur kynnt fyrstu tvö verk há-
tíðarinnar.
Wakka Wakka-leikhúsið verður
gestur Listahátíðar í Reykjavík í
vor með verðlaunaða brúðusýningu
fyrir fullorðna, sem sýnd verður á
stóra sviði Þjóðleikhússins.
Sýningin nefnist SAGA, og þar
flytja þrjátíu brúður, allt frá tíu
sentimetrum til þriggja metra á
hæð, Íslend-
ingasögu úr nú-
tímanum, sögu
Gunnars Odd-
mundssonar sem
lendir illa í efna-
hagshruninu árið
2008 og dreymir
um réttlæti.
Brúðunum er
stjórnað af al-
þjóðlegum hópi
brúðuleikara frá
Bandaríkjunum, Noregi, Íslandi og
Írlandi. Sýningin, sem frumsýnd
var í New York í vor, hlaut hin
virtu Drama Desk-verðlaun árið
2013 fyrir framúrskarandi nýtingu
á brúðuleikhúsmiðlinum og hnyttna
og hugmyndaríka nálgun við mik-
ilvægt málefni úr samtímanum.
Úr öllum áttum
Der Klang der Offenbarung des
Göttlichen er nýtt myndlistarverk
fyrir svið eftir Ragnar Kjartansson,
með tónlist eftir Kjartan Sveinsson,
sem sýnt verður á stóra sviði Borg-
arleikhússins á Listahátíð í vor.
Verkið er unnið í samstarfi við
Borgarleikhúsið og hið virta Volks-
bühne-leikhús í Berlín, og verður
frumsýnt í Berlín í febrúar næst-
komandi. Tónlist Kjartans Sveins-
sonar er í lifandi flutningi hljóm-
sveitarinnar Deutsches Film-
orchester Babelsberg undir stjórn
Davíðs Þórs Jónssonar.
Þessi einstöku leikhúsverk verða
því hluti Listahátíðar Reykjavíkur
næsta vor.
Kynna
fyrstu verk
Listahátíðar
Ljósmynd/John Stenersen
Leikhús Wakka wakka-leikhúsið
sýnir brúðuleikrit á Listahátíð.
Kjartan
Sveinsson