Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 49
Við fluttum báðar í Háagerðið
sex ára gamlar og eigum ynd-
islegar minningar frá þeim ár-
um, með dúkkuvagnana, frá
barnaskólaárunum og sérstak-
lega eru minnisstæð Réttóárin,
alltaf kallaðar samlokurnar
dökkhærða og ljóshærða, við
eyddum öllum stundum saman.
Fyrst var mömmuleikurinn með
dúkkur, svo börnin og síðan
barnabörnin.
Þú fluttir í Hraunbæinn og
kynntist Bússa þínum og stuttu
síðar fluttum við Nonni líka í
Hraunbæinn. Við vorum líka
samtaka þegar börnin fóru að
koma, nokkrir mánuðir á milli
frumburðanna Stefáns og Kidda
og svo komu Davíð og Svanhild-
ur á sama ári. Eins og við vorum
samtaka að eiga börnin komu
barnabörnin líka á sama tíma,
sem eru okkur alltaf svo kær.
Eftir að börnin uxu úr grasi
urðu stundirnar okkar ennþá
fleiri, margar ferðir fórum við
tvær í hjólhýsið mitt fyrir austan
fjall og skemmtum okkur vel við
ýmislegt föndur og góða íslenska
músík.
Þú varst nærgætin og um-
hyggjusöm manneskja og máttir
aldrei neitt aumt sjá. Það átti
ekki aðeins við gagnvart mann-
eskjum, heldur einnig dýrum,
samanber hve mikið þú lagðir á
þig til að vernda fuglana í garð-
inum þínum.
Og þú valdir þér starf við
umönnun sem sjúkraliði og ég
veit að þar varst þú elskuð og
dáð enda svo ótrúlega góð í
mannlegum samskiptum.
Síðustu árin hringdum við í
hvor aðra einu sinni til þrisvar
sinnum á dag og fannst eigin-
mönnunum stundum nóg um og
alltaf var hringt til að bjóða góða
nótt, stundum tók ég upp símann
til að hringja en þá varst þú
komin á línuna.
Þú varst yndisleg vinkona,
bóngóð og alltaf tilbúin, hlátur-
mild í meira lagi og lífsglöð,
hafðir gaman af að syngja í
góðra vina hópi.
Ein af þínum stóru óskum var
að við færum saman í hjólhýsi í
sumar eins og við vorum vanar,
ekki tókst það en þið Bússi kom-
uð í heimsókn fyrir þremur vik-
um síðan og áttum við skemmti-
legan dag saman.
Það er svo sárt að kveðja þig
nú í blóma lífsins, við áttum eftir
að gera svo margt skemmtilegt
saman og ætluðum líka að eiga
svo skemmtileg ár saman á elli-
heimilinu því þú ætlaðir að panta
pláss fyrir okkur fjögur á Eir
þar sem þú starfaðir sjálf í svo
mörg farsæl ár. Þar sem við
gætum hlegið og sungið saman.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Bússi, Kiddi, Heiða,
Fanney Björk, Jón Sævar, Alex-
andra Aldís, Davíð og Ásdís
Birna.
Guð blessi ykkur og styrki.
Ykkar vinir,
Sigrún Högna og Jón Ágúst.
Við hjónin vorum svo heppin
að fá að kynnast okkar góðu
grönnum, Eyjólfi og Aldísi, fyrir
25 árum, þegar við fluttum í
Grafarvoginn. Það fyrsta sem ég
tók eftir, þar sem hún bjó við
hliðina á mér, var hve vinsæl hún
var heim að sækja, því það var
alltaf stríður straumur af fólki í
heimsókn. Eftir að ég kynntist
henni var ég orðin ein af þeim,
enda oft glatt á hjalla og mikið
hlegið. Hún var ákaflega gestris-
in, hlý og skemmtilegur per-
sónuleiki, stutt í dillandi hlátur-
inn og mikill húmoristi.
Vináttusamband okkar
hjónanna dafnaði og styrktist
með árunum og áttum við m.a.
yndislegar stundir saman á
ferðalögum erlendis. Hún hafði
mikla útgeislun og gott hjarta-
lag, barngóð og mikill dýravinur,
var afar hrifnæm, náttúrubarn
og mikill fagurkeri, enda bar
heimili hennar vitni um það. Hún
mátti ekkert aumt sjá og t.a.m.
átti hún það til að stoppa bílinn
skyndilega til að bjarga fugli úr
klóm kattar eða bjarga öðrum
dýrum, sem hún taldi eiga bágt.
Aldís var besta vinkona mín
og sem ég gat trúað fyrir flestu
og stundum áttum við tal um líf
eftir þetta líf og um það hvernig
það væri þarna „hinum megin“.
Nú er hún búin að upplifa þenn-
an leyndardóm og í hjarta mín-
um veit ég að það hefur verið vel
tekið á móti henni í „Sumar-
landinu“.
Í dag kveðjum við okkar ást-
kæru vinkonu hana Aldísi, sem
háði hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm er hafði að lokum
betur. Það er skrítið til þess að
hugsa að geta ekki lengur
skroppið til hennar eða hringt,
eins og ég var vön að gera, njóta
nærveru hennar, gantast og sjá
skondnu hliðarnar á svokölluð-
um vandamálum. Hennar verður
sárt saknað af okkur öllum í fjöl-
skyldu minni, vegna alls þess
sem hún var og gaf okkur.
Við biðjum Guð að styrkja
Eyjólf og fjölskyldu á þessum
erfiðum tímum og um alla fram-
tíð.
Blessuð sé minning Aldísar.
Gerður, Brynjólfur
og fjölskylda.
Elsku Aldís. Við þökkum þér
fyrir allar góðu stundirnar sem
við höfum átt í gegnum tíðina.
Minning um yndislega konu mun
ávallt lifa í hjörtum okkar. Við
vottum eiginmanni, börnum og
barnabörnum þínum okkar
dýpstu samúð og vonum að guð
veiti þeim styrk á þessari erfiðu
stundu.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim
við skynjum fátt, en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ingveldur Steindórsdóttir
og fjölskylda.
Hún Aldís okkar er dáin. Það
var mikið áfall þegar hún greind-
ist með krabbamein fyrir rúmu
ári og fylgdumst við með baráttu
hennar við þennan illvíga sjúk-
dóm þar til yfir lauk.
Aldís hóf störf á Eir í október
1999 og vann þar óslitið þar til
hún veiktist fyrir utan tímabilið
þegar hún dreif sig í sjúkralið-
anám, því hún hafði mikinn
áhuga á að bæta við þekkingu
sína og hæfni í starfi. Fljótlega
kom í ljós að þarna bættist í hóp-
inn frábær starfskraftur. Hún
var samviskusöm, blíð og góð við
vistmenn, hafði mikla útgeislun
og fallega brosið hennar yljaði
mörgum. Bæði samstarfsfólk og
vistmenn dáðu hana, og oft á tíð-
um var spurt: „Er Aldís ekki að
vinna í dag?“ Jákvæðni hennar
og góða skapið áttu þátt í að
skapa þann góða starfsanda sem
ríkt hefur á deildinni í gegnum
árin. Hún var hrókur alls fagn-
aðar, bæði í vinnunni og eins
þegar við hittumst utan vinnu og
er því höggvið stórt skarð í okk-
ar hóp.
Við viljum votta eiginmanni
og fjölskyldu Aldísar samúð okk-
ar. Hennar er sárt saknað.
Fyrir hönd samstarfsfólks á
1-B, Eir,
Guðríður.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
✝ Sólveig Dýr-fjörð fæddist á
Siglufirði 4. júlí
1955. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 2.
ágúst 2013.
Foreldrar Sól-
veigar eru Anna
Erla Eymunds-
dóttir, fædd 17.
október 1934, og
Friðrik Jón Dýr-
fjörð, fæddur 16. mars 1931, en
þau ráku um margra áratuga
skeið vélaverkstæði á Siglufirði.
Systkini Sólveigar eru 1) Sigfús
Hlíðar Dýrfjörð, f. 2. ágúst 1952,
kona hans er Anna María Guð-
mundsdóttir, f. 28. apríl 1953,
esdóttir, barn þeirra Helena
Rut. 3) Baldur Dýrfjörð, f. 5.
ágúst 1962, kona hans er Berg-
þóra Þórhallsdóttir, f. 13. febr-
úar 1964. Börn Baldurs og Ástu
Hrannar Jónasdóttur, f. 5. des-
ember 1960, eru María Rut,
maki Halldór Elfar Hauksson,
dóttir þeirra er Katla Dögg,
Friðrik Bragi, sambýliskona
Auður Sesselja Gylfadóttir og
Kristján Atli, sambýliskona
Kristín Emilsdóttir. Börn Berg-
þóru og fósturbörn Baldurs eru
Svala, Gísli Steinar, Telma og
Björk. 4) Þórgnýr Dýrfjörð, f.
16. desember 1967, kona hans er
Aðalheiður Hreiðarsdóttir, f. 1.
maí 1966, börn þeirra eru
Styrmir, sambýliskona Alex-
andra Dögg Steinþórsdóttir,
Bjarmi og Embla.
Útför Sólveigar hefur farið
fram í kyrrþey.
dóttir þeirra er
Anna Kristín, maki
hennar er Þorleifur
Kristinn Sigþórs-
son, börn þeirra
eru Sigurþór og
Sigfús Hlíðar. 2)
Helena Dýrfjörð, f.
20. júlí 1960, maður
hennar er Björn
Jónsson, f. 3. júní
1955, og börn
þeirra eru Erla,
Jón Ingi og Rakel Ósk. Maki
Erlu er Gauti Þór Grétarsson og
börn þeirra Aníta Ruth og Aron
Freyr, börn Gauta og fóst-
urbörn Erlu eru Thelma Líf og
Tinna Sól. Maki Jóns Inga er
Þórgunnur Lilja Jóhann-
Stór systkinahópur og nú er
skarð höggvið þegar Sólveig syst-
ir er fallin frá. Hún var „rauðu-
hundabarn“ eins og það var nefnt.
Skýringin sem við börnin fengum
og við gáfum á þeirri miklu fötlun
sem hún bjó við. Fyrir mig var
þetta oft skrítið og erfitt, en með
tíð og tíma lærðist hvað lífið er
fjölbreytt og fullt af óvæntum at-
burðum.
Sólveig og við fjölskyldan höf-
um lifað þá jákvæðu breytingu
sem hefur orðið í þjónustu við
fatlaða síðastliðna rúma hálfa öld.
Frá umræðu um byggingu fávita-
hælis að Skálatúni árið 1953 til
sambýla nútímans. Áfangar unnir
af góðum hug en minna okkur líka
á að stöðugt þarf að að huga að
gæðum í þjónustu við fatlaða.
Sólveig bjó á Siglufirði fyrstu
æviárin en vegna fötlunar sinnar
fór hún tólf ára gömul að Skálat-
úni í Mosfellsbæ. Árið 1959 stofn-
uðu áhugamenn Styrktarfélag
vangefinna á Akureyri með það
markmið að Sólborg, heimili fyrir
vangefna, risi fyrir norðan og
þangað fluttist Sólveig árið 1971.
Þar sem Sólveig systir fór
snemma að heiman varð ákveðin
fjarlægð við okkur yngri systkin-
in, en hún kom reglulega heim í
fríum og við fengum tækifæri til
að kynnast. Sólveig var hrifin af
bíltúrum og þá farið fram á Fjörð
eða inn í Fljót, tekið með nesti og
úr varð lautartúr eða veiðiferð á
Hraunamölina. Ég man snjóþotu-
ferðir þar sem pabbi talaði um
mikilvægi þess að Sólveig eins og
við fengjum góða hreyfingu. Í al-
búmi ömmu Þorfinnu voru fróð-
leg brot úr sögu Sólveigar. Blaða-
greinar um ferð hennar til
Bandaríkjanna árið 1961. Þar er
sagt frá tilraunum til að veita
henni greiningu og sérfræðiað-
stoð hjá þekktum stofnunum þar
ytra. Dæmi um þá baráttu sem
foreldrar okkar lögðu í til þess að
gera allt sem í þeirra valdi stóð til
að fá hjálp fyrir Sólveigu og þá
fjölmörgu sem lögðu þeirri bar-
áttu lið.
Árið 1978 hóf ég nám í MA og
upplifði málvenjurnar „Sólborg-
ari“ og heyrði „Sólborgarabrand-
ara“. Ég tók þetta nærri mér þó
ekki risti þetta djúpt hjá skóla-
systkinum mínum. Á Sólborg
skynjaði ég góðan anda og að Sól-
veigu systur leið vel þar. Mér eru
minnisstæð fjörug jólaböll sem ég
fór á með Sólveigu skömmu áður
en jólafríin byrjuðu og svo urðum
við samferða heim í jólafrí með
flóabátnum Drangi. Þrátt fyrir
mikla fötlun þar sem heyrn og
sjón var nánast engin bjó Sólveig
yfir miklu næmi. Ég hef oft sagt
stoltur frá því hvernig hún gat
með fingurgómunum þekkt í
sundur fatnað deildarfélaga sinna
á Sólborg þegar hann kom úr
þvotti og flokkað hann og brotið
saman.
Foreldrar okkar hafa starfað
mikið að málefnum fatlaðra og
upplifað þá miklu breytingu sem
orðið hefur síðustu áratugi. Það
var því mikill og stór áfangi þegar
sambýli reis á Siglufirði árið 1983
en þangað fluttist Sólveig þegar
Sólborg lagðist af. Á Siglufirði
naut hún nálægðar við foreldra
okkar og þess næmis og virðingar
sem þau svo sannanlega báru alla
tíð fyrir sérstöðu hennar í lífinu.
Þó lífið hafi oft verið Sólveigu
systur erfitt og erfitt að skilja þá
tjáningu sem hún notaði, eru
minnisstæðar ánægjustundir þar
sem hún situr, saumar út og hlær
með sjálfri sér með þeim hætti að
maður fór ósjálfrátt að brosa
með.
Elsku Sólveig, nú þegar við
kveðjum þig þá mæli ég fyrir
mína hönd, Fúsa, Helenu og Þór-
gnýs og við þökkum innilega allt
það sem þú gafst okkur í lífinu,
sem er meira og dýrmætara en
margur kynni að hyggja.
Hvíl þú í friði, þinn bróðir
Baldur.
Sólveig fæddist daufdumb,
heyrði ekki og sá afar takmarkað.
Hún kom í heiminn 12 árum á
undan mér svo fyrstu minningar
mínar eru af ungri konu sem flutt
var að heiman. Mamma og pabbi
segja mér hins vegar að hún hafi
verið hugrakkur og uppáfinn-
ingasamur krakki. Það kemur
mér ekki á óvart. Þegar ég sé ljós-
myndirnar frá þeim tíma, þá
langar mig dálítið að vera með í
þeim. Löngu seinna þegar ég
kynnist þjónustu við fatlaða sem
almennur starfsmaður og stjórn-
andi í þeim geira fékk ég iðulega
spurninguna: Já, þú ert bróðir
hennar Sollu er það ekki? Hún
heillaði marga og er mörgum
minnisstæð.
Vegna fötlunar sinnar hafði
hún öðruvísi samband við heim-
inn en gengur og gerist hjá okkur
sem erum svo lánsöm að heyra
bæði og sjá. Í raun er erfitt að
gera sér í hugarlund hvernig
mynd hennar af veruleikanum
var. En hún var skýrari en ætla
mætti í fljótu bragði – það þykist
ég vita. Henni gramdist ákaflega
á stundum að geta ekki gert sig
betur skiljanlega um líðan og
vilja. Það leyndi sér ekki. Við höf-
um öll gott af því að setja okkur í
þau spor. En hún kunni svo sann-
arlega að gleðjast af heilum hug,
hló bráðsmitandi hlátri og stund-
um mátti raunar greina ofurlítinn
púka í bland. Hún var afreks-
kona, lærði og tileinkaði sér ótrú-
legustu hluti og oft hreint ekki
gott að átta sig á hvernig hún fór
að.
Hefði ég getað skrifað þér bréf
kæra systir þá stæði þar margt
en mest færi fyrir þökkum. Fyrir
það sem ég held þú hafir kennt
mér og leiðbeint mér um: Að ekk-
ert er sjálfgefið, að veruleikann
má nálgast á ótal vegu og ekki
fullvíst hver er hinn rétti, að mér
flaug í hug að sækja um vinnu á
Sólborg og vinna með fötluðu
fólki þar og víðar, að ég er oft
blindur þó ég hafi fulla sjón, að
sigrar á hversdagslegum vett-
vangi vega þyngra en sjálfbirg-
ingslegar vegtyllur, að fólk er
dásamlega ólíkt og að marg-
breytileikinn er verðmæti í sjálf-
um sér – gull í samfélaginu. Þetta
hef ég þegið af þér. Og annað ótal
margt. Hvíl í friði elsku stóra
systir. Takk.
Þórgnýr.
Elskuleg nafna mín og frænka,
Sólveig Dýrfjörð, er látin. Þegar
hún fæddist bjó fjölskylda mín á
efri hæðinni í Hlíð á Siglufirði og
Jón og Erla á neðri hæðinni með
drenginn sinn Sigfús sem þá var
þriggja ára.
Ég man svo vel þegar hún
fæddist, lítið fallegt ljós í tilveru
foreldra sinna og bróður. Mér
þótti gaman að fylgjast með henni
og hafði mikla ánægju að fá að
skoða hana sem oftast í vöggunni
sinni og síðar þegar hún eltist.
Það er líka sterkt í minni mínu
þegar það fór að koma í ljós að
litla hnátan hafði ekki öðlast full-
komna sjón eða heyrn eins og við
hin. Eins man ég þá þrautagöngu
sem foreldrarnir þurftu að ganga
til að fá úr því skorið hvað væri að
og hvaða möguleika hún hefði í
sínu lífi. Það voru þung spor.
Á ævigöngu sinni hefur Sólveig
dvalið í skóla heyrnarlausra, í
Skálatúni, á Sólborg á Akureyri
og síðast á sambýli í sínum
heimabæ í nálægð við foreldra
sína. Ýmislegt var reynt til að
mæta grunnþörfum hennar í dag-
legu lífi. Á þeim árum þegar Sól-
veig var að alast upp var lítil sem
engin þekking hér á landi á henn-
ar fötlun, daufblindu (samþættri
sjón- og heyrnarskerðingu), sem í
dag hefur þróast í þá átt að reyna
að rjúfa einangrun og skapa ein-
staklingunum meiri snertingu við
umheiminn í gegnum menntun,
nýja tækni og hvers kyns þjálfun.
Þegar hún var á Skálatúni og
ég nýbyrjuð að búa dvaldi hún
stundum hjá okkur og var gleði-
gjafi, hún hjálpaði til við uppvask
og að ganga frá taui í skápa, braut
hvern hlut vel saman af kost-
gæfni. Eins hafði hún ánægju af
að sýsla við ýmiskonar föndur-
vinnu. Hún þarfnaðist þess að
hafa skipulag á sinni tilveru. Það
veitti henni öryggi, varð að geta
gengið að ákveðnum hlutum sem
hún þekkti. Nýjungar urðu henni
stundum erfiðar sem er eðlilegt
þegar tenging við umhverfið var
skorðuð við sjón- og heyrnskerð-
ingu.
Eftir að frænka fluttist norður
á Sólborg rofnuðu því miður
tengslin. En hugsunin um hana
og hennar örlög hafa fylgt mér
alla tíð. Á sambýlinu á Siglufirði
var hún í nálægð við foreldra sína,
hennar líf varð þeirra líf og
strengurinn þar á milli órjúfan-
legur. Foreldrarnir voru hennar
akkeri í daglegu lífi sem skapaði
samkennd sem við sem ekki höf-
um reynt náum vart að skilja.
Mitt ævistarf var að vinna með
heyrnarskertum börnum og síð-
ustu starfsárin mín með hreyfi-
hamlaðri daufblindri stúlku sem
nú stundar menntaskólanám.
Vegna tilveru þinnar, kæra
frænka, í þennan heim voru mín
spor í starfi vörðuð mjög
snemma.
Því hefur löngum verið haldið
fram að allar mannverur sem
fæðast hafi ákveðinn tilgang og
hver manneskja sé einstök. Sól-
veig, frænka mín, var svo sann-
arlega einstök. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast
henni.
Nú er hún, elskuleg, komin í
birtu og fagra hljóma hjá almætt-
inu. Blessuð sé minning hennar.
Ég og fjölskylda mín vottum
foreldrum og systkinum Sólveig-
ar innilega samúð.
Sólveig Helga Jónasdóttir.
Kæra Sólveig. Það verður allt-
af ein tilfinning sem ég mun aldr-
ei venjast á lífsleið minni, en það
er sú tilfinning sem því fylgir að
missa ástvin. Í seinni tíð höfðum
við ekki verið svo náin. Þó man ég
vel eftir mörgum minningum af
okkur saman. Þar á meðal þegar
við systkinin börðumst um að fá
að bjóða þér á rúntinn með ömmu
og afa. Við fengum nefnilega að
nota táknmál og táknið fyrir að
fara á rúntinn var að stýra með
höndunum. Þegar þú sást það, þá
raukstu úr stofunni og út í bíl til
að rúnta og skoða þig um. Þá man
ég einna sterkast eftir því hversu
öflug þú varst í að bryðja sykur-
mola með kaffinu þínu en mér
hefur einmitt oft verið líkt við þig
þegar ég fæ mér sykurmola, jú
því hann hverfur jafnóðum.
Í gegnum árin hefur þú verið
svo sterk og barist ötullega þegar
þess krafðist. Ávallt kemur þó að
endanum hjá öllum og nú var þinn
tími kominn. Tilfinningar mínar
eru blendnar, ég er bæði í senn
fullur sorgar en um leið glaður því
ég veit að þú ert nú í góðum hönd-
um og munt ekki þurfa að þjást
né vera takmörkuð á nokkurn
hátt. Nú eru allar götur þínar
greiðar og mun ljós þitt skína sem
aldrei fyrr. Við munum svo hitta
þig að okkar tíma liðnum.
Með gleði og sorg í hjarta, kveð
ég þig nú úr fjarska.
Ástarkveðjur.
Amma og afi, ég elska ykkur
og vona að þið finnið friðinn í
hjörtum ykkar.
Jón Ingi Björnsson og litla
fjölskyldan í Þýskalandi.
Sólveig Dýrfjörð
Við andlát Ás-
gerðar Ingimarsdóttur rifjast
upp sterk vináttubönd hennar við
systur mínar, Helgu (1929-2008)
og Ásu (1931- ). Það er stutt milli
húsanna Garður og Gerði sem
standa við Reykjavíkurveg 29 og
Reykjavíkurveg 27 í Skerjafirði.
Milli þessara húsa voru marg-
þætt vinabönd og fjölskyldubönd.
Ásgerður
Ingimarsdóttir
✝ Ásgerður Ingi-marsdóttir
fæddist á Flúðum í
Hrunamanna-
hreppi 21. nóv-
ember 1929. Hún
lést 5. ágúst 2013.
Útför Ásgerðar
fór fram frá
Grafarvogskirkju
16. ágúst 2013.
Það nána samfélag
sem var í Skerjafirði
var auðvitað miklu
víðtækara, eins og
árlegir endurfundir
íbúanna þar sýna.
Ásgerður var
drífandi og atorku-
söm kona og það var
stutt í brosið og dill-
andi hlátur. Mér
virtist hún alltaf
þeirrar gerðar sem
gefst ekki upp heldur brettir upp
ermar og er í fararbroddi. Um
leið og ég votta Victori, og fjöl-
skyldunni allri, samúð vegna and-
láts hennar ber ég fram innilegt
þakklæti fyrir tryggð hennar og
djúpa vináttu alla tíð við systur
mínar báðar.
Anna Kristjánsdóttir.