Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 26
ÍSLANDDAGAHRINGFERÐ
Anna Lilja Þórisdóttir hefur umsjón
með 100 daga hringferðinni.
Hringurinn á eitt hundrað dögum
Morgunblaðið hefur frá fyrsta út-
gáfudegi, 2. nóvember 1913, kapp-
kostað að flytja fréttir og frásagnir
alls staðar að af landinu. Nú, þeg-
ar hillir undir aldarafmæli blaðs-
ins, er lesendum boðið að slást í
för með blaðamönnum og ljós-
myndurum Morgunblaðsins í 100
daga hringferð þeirra um landið á
síðum blaðsins og á vef þess,
mbl.is.
Mannlíf og menning
Fyrsta umfjöllunin birtist á
morgun, föstudaginn 23. ágúst og
þar verður mannlífi, atvinnulífi og
menningu á Akranesi gerð skil.
Farið verður um Vesturland og
greint frá því sem fyrir augu ber
og síðan er stefnan tekin áfram
vestur á Snæfellsnes. Áfram verð-
ur haldið og litast um á Vest-
fjörðum og að því búnu er röðin
komin að Norðurlandi. Síðan verð-
ur farið um austanvert landið og
að því loknu farið um Suðurland
og Suðurnes, uns komið er á höf-
uðborgarsvæðið þar sem öll sveit-
arfélögin verða heimsótt. Ferðinni
lýkur svo í Reykjavík.
Auk mannlífsins verður brugðið
upp myndum af landinu sjálfu og
farnir útúrdúrar um náttúru þess
eins og fólk gerir gjarnan á ferð-
um sínum hringinn um landið.
Sögur um allt land
Áformað er að í hverju blaði
verði a.m.k. ein opna um þann stað
sem sóttur verður heim hverju
sinni og umfjöllunarefnið er lífið
og fólkið í landinu. Fjallað verður
um fólk, fyrirtæki og fyrirbæri,
menningu, merka staði, listalíf,
sögu og náttúru. Alls staðar,
hringinn í kringum landið, er fólk
sem segir frá, fyrirtæki sem
blómstra, verk sem þarf að vinna,
hugmyndir sem verða að veruleika,
saga sem eitt sinn var og sögur
sem á eftir að segja. Frá þessu
viljum við greina.
Stórir og smáir viðkomustaðir
Í hringferðinni verða nánast allir
þéttbýliskjarnar landsins heimsótt-
ir og ekki horft eingöngu til sveit-
arfélagamarka við afmörkun um-
fjöllunarinnar hvern dag. Á
sumum stöðum búa aðeins nokkrir
tugir manna en á þeim stærsta
búa yfir eitt hundrað þúsund.
Morgunblaðið hefur nú sem fyrr
áhuga á öllum þessum fjölbreyttu
byggðarlögum og vonast til að les-
endur sláist með í för og upplifi
landið á þennan einstaka hátt
næstu eitt hundrað daga.
Að verkefninu, sem lýkur í lok
afmælismánaðarins, 30. nóvember,
stendur hópur blaðamanna og ljós-
myndara, en umsjónarmaður þess
er Anna Lilja Þórisdóttir blaða-
maður. Ábendingar um efni eru vel
þegnar og tekið er á móti þeim í
netfanginu annalilja@mbl.is.
Ferðalag um landið á síðum Morgunblaðsins og á mbl.is Nær allir þéttbýlisstaðir landsins heimsóttir
Morgunblaðið mun ekki aðeins
fjalla um mannlífið á 100 daga hring-
ferð sinni um landið. Þannig mun
blaðið til að mynda skoða sér-
staklega Vatnajökulsþjóðgarð, Þing-
velli og nokkrar eyjar umhverfis land-
ið, þeirra á meðal Papey, Viðey,
Engey, Flatey á Breiðafirði, Æðey,
Vigur, Drangey og Flatey á Skjálf-
anda. Sumir þessara staða eru fjöl-
farnir og landsmönnum vel kunnir,
aðrir eru fáfarnir og margt af því sem
þar er að finna mun án efa koma les-
endum skemmtilega á óvart.
Morgunblaðið/RAX
Úr Vatnajökulsþjóðgarði, Illuklettar og Svínafellsjökull.
Náttúruperlur
heimsóttar á
hringferðinni
Morgunblaðið/Ómar
Öxarárfoss á Þingvöllum.
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013