Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
✝ Halldór AlbertBrynjólfsson
fæddist í Hörgshlíð
í Mjóafirði við Ísa-
fjarðardjúp 22.
nóvember 1932.
Hann lést á Garðv-
angi dvalarheimili
aldraðra 16. ágúst
2013.
Foreldrar hans
voru Guðný Kristín
Halldórsdóttir, f.
16.9. 1910, d. 8.2. 1991 og Brynj-
ólfur Ágúst Albertsson, f. 8.10.
1902, d. 14.6. 1987. Systkini
Halldórs eru Sigríður Guð-
munda, f. 1931, d. 2009, Sesselja
Guðrún, f. 1934, d. 1956, Sig-
urður Hlíðar, f. 1936, Sævar, f.
1942. Uppeldisbróðir Brynjólfur
Garðarsson, f. 1955.
Halldór kvæntist Elísabetu
Ólafsdóttur, f. 19.7. 1937 í Kefla-
vík 15.6. 1957. Foreldrar hennar
voru Ólafur Guðjónsson, f. 7.10.
1909, d. 24.5. 1984 og Sveindís
Marteinsdóttir, f. 2.7. 1910, d.
28.12. 1983. Þau eignuðust sex
börn: 1) Ólafur Árni, f. 15.5.
2008. Halldór átti tíu barna-
barnabörn.
Fyrstu sex ár ævi sinnar ólst
Halldór upp í Hörgshlíð, en þá
brugðu foreldrar hans búi og
fluttu til Ísafjarðar, 1950 flutti
Halldór til Keflavíkur og hefur
búið þar síðan. 1948 lýkur Hall-
dór mótoristaprófi Fiskifélags
Íslands á Ísafirði. Hann lauk síð-
an Fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík
1956. Þegar Halldór kemur suð-
ur 1950 ræður hann sig á Jón
Valgeir GK og síðar Ingólf Gk
sem háseti og vélstjóri, síðar á
Björgvin KE, og Guðfinn KE
sem vélstjóri og stýrimaður.
Halldór ræðst fyrst sem skip-
stjóri á Kóp KE og síðar Árna
Geir KE. Árið 1963 lætur Hall-
dór smíða Lóm KE ásamt öðrum
og var þar skipstjóri þar til
hann er seldur 1974, þá kaupir
Halldór Boða KE, stýrir honum,
gerir út og verkar aflann í 10 ár.
Eftir það snéri hann sér að
verslunarrekstri í nokkur ár, en
sjórinn kallaði og ræðst hann á
Skagaröst KE og er með hana í
5 ár, þá kaupir hann Pétur KE
og gerði út á handfæri til ársins
2001.
Útför Halldórs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 22.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
1958, maki Jóna
Þórðardóttir, f. 5.6.
1957, barn þeirra
er Jóhanna El-
ísabet, f. 23.3. 1982.
2) Sesselja Guðrún,
f. 10.9. 1959, maki
Árni Tómasson, f.
11.1. 1960, börn
þeirra eru Arna
Björg, f. 11.7. 1985
og Hans, f. 5.6.
1989. 3) Kristín, f.
16.1. 1961, maki John Mulligan,
f. 1955. Börn Kristínar eru El-
ísabet Svanlaug, f. 10.11. 1977,
Kolbrún, f. 29.3. 1979, Ágúst
Fannberg, f. 1.9. 1982, Ólafur
Árni, f. 18.5. 1986. 4) Helga Sig-
ríður, f. 1.5. 1967, maki Hlynur
Steinn Kristjánsson, f. 27.5.
1966, börn þeirra eru Kristján
Falur, f. 15.1. 1991, d. 20.5.
2009, Ragnar, f. 14.1. 1992. 5)
Hafdís, f. 17.9. 1968, d. 16.2.
1985. 6) Halldór Guðjón, f. 24.6.
1978, maki Rebekka Rós
Viggósdóttir, f. 3.4. 1985, börn
þeirra eru Jóhann Gauti, f. 6.10.
2005 og Hafdís Elva, f. 23.7.
Ferjan hefur festar losað,
farþegi er einn um borð.
Mér er ljúft af veikum mætti
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakka fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakka fyrir þúsund hlátra,
þakka fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Halldór, stóri bróðir minn og
fyrirmynd, hefur losað landfest-
arnar og haldið í hinsta róð-
urinn. Síðasta úthaldið var hon-
um erfitt og róðrarmerkið
langþráð. En Halldór stóð ekki
einn í brúnni þessa löngu vakt.
Elísabet konan hans var við hlið
hans og vék varla frá honum.
Minningarnar hellast yfir.
Áhyggjulaus uppvaxtarárin í
húsinu hennar ömmu Messíönu
á Ísafirði. Halldór uppi á lofti að
prjóna á prjónavélina hennar
mömmu. Halldór úti í hjalli að
beita með pabba, að fara í róður
á trillunni Bylgju, að verja mig
fyrir Dokkupúkunum. Alltaf að
vinna, ég man ekki eftir honum
leika sér eins og hinir púkarnir.
Á sumrin var hann smali í
Hörgshlíð í Mjóafirði og átta ára
var hann orðinn mjólkurpóstur í
Engidal.
Sextán ára fór hann á vél-
stjóranámskeið á Ísafirði og
fékk 500 he. réttindi. Fljótlega
eftir það lá leiðin suður, þangað
sem nóga atvinnu var að hafa.
Ég man hann í vélarúminu á
Ingólfi frá Sandgerði og gamli
Buickinn sem hann keypti sér
ásamt vini sínum toppaði allt.
Fyrstu kynni mín af vertíðar-
bátum voru þegar Halldór tók
mig með sér á sjó um helgar,
smástrákinn. Eftir tvö ár í
Sandgerði réð hann sig á Björg-
vin og fleiri báta úr Keflavík.
Fjölskyldan flutti til Keflavíkur
1951 og meðan hún var að koma
sér upp þaki yfir höfuðið tók
hann sér frí frá sjónum og vann
við húsbygginguna.
Hann var mjög handlaginn og
hugur hans stóð til að læra
smíðar. Sólvallagata 24 var
fyrsta húsið af mörgum sem
hann smíðaði að meira eða
minna leyti.
En sjórinn heillaði, þar voru
tekjumöguleikarnir á þeim ár-
um. Hann fór í Stýrimannaskól-
ann og framtíðin var ráðin.
Hann réð sig stýrimann á Guð-
finn KE þegar skólanum lauk.
Eftir það skipstjóri á Kóp og
Árna Geir. Ég átti því láni að
fagna að vera háseti hjá honum
um tíma. Mér fannst hann oft
vera harður við mig, en hann
var góður stjórnandi og betri
leiðbeinandi en nokkur annar
skipstjóri sem ég hef verið með.
Yfirvegaður á hverju sem
gekk, einstaklega laginn og far-
sæll. Hann var fiskimaður af
Guðs náð og oft aflakóngur
Keflavíkur. Halldór gerði út
ásamt fleirum Lóm KE. Síðasta
skipið hans var Boði.
Hann reisti sér sumarbústað í
Borgarfirði og urðum við þar
nágrannar. Þar greru ekki götur
á milli. Barnabörnin okkar sóttu
mikið í að heimsækja þennan
fína bústað frænda síns þar sem
kandís og annað góðgæti rann
ljúflega í munni. Ef eitthvað
þurfti að laga, leggja vatns-
leiðslur eða annað var Halldór
kominn til hjálpar.
Sorgin sneiddi ekki hjá fjöl-
skyldu Halldórs. Yngsta dóttirin
lést af slysförum og einnig dótt-
ursonur en alltaf var hann sami
kletturinn.
Að lokum sendum við Betu og
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðar kveðjur okkar og fjöl-
skyldu okkar.
Guð blessi minningu Halldórs
Brynjólfssonar .
Ingibjörg og Sævar.
Enn einn félagi í Skátagildinu
í Keflavík er farinn heim.
Halldór Brynjólfsson var
virkur gildisfélagi í áratugi og
er okkur, sem eftir lifa, harm-
dauði. Hann var með þeim sem
höfðu bestu mætingu á fundi
gildisins og í fjöldamörg ár inn-
heimti hann gjald fyrir veitingar
á fundum og samkomum okkar.
Oftar en ekki flugu alls konar
hlægilegar athugasemdir við
þau tækifæri.
Halldór var í mörg ár í ferða-
nefnd gildisins ásamt Aðalbergi
Þórarinssyni og margar frábær-
ar ferðir voru farnar sem þeir
félagar skipulögðu, bæði í leik-
hús og árlegar sumarferðir, sem
voru okkur öllum í gildinu til
fróðleiks og gleði.
Það er mikill missir fyrir gild-
ið að sjá á eftir svo virkum fé-
laga. Við þökkum af alhug sam-
starf og ánægjulegar
samverustundir.
Eiginkonu og fjölskyldu Hall-
dórs vottum við dýpstu samúð
og biðjum Guð að blessa minn-
ingu góðs félaga okkar.
F.h. Skátagildisins í Keflavík,
Hreinn Óskarsson.
Halldór Albert
Brynjólfsson
✝ Örn Gísli Har-aldsson raf-
vélameistari fædd-
ist á
Landspítalanum
við Hringbraut 8.
desember 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 11. ágúst 2013.
Foreldrar Arnar
voru hjónin Guðný
Sæmundsdóttir
húsmóðir, f. 23. apríl 1914, d. 29.
maí 1983, og Haraldur Lárusson
rafvirki, f. 16. janúar 1898, d.
25. september 1964. Bræður
Arnar eru þeir Hrafn Haralds-
son, f. 17. september 1944, og
Haukur Haraldsson, f. 24. febr-
úar 1957.
Örn Gísli kvæntist 29. júní
1963 Ingibjörgu Gunnarsdóttur,
þroskaþjálfa, f. 23. janúar 1942,
d. 13. júlí 1997, og saman áttu
þau þrjú börn: Guðný Arn-
ardóttir, f. 4. apríl 1963, Har-
aldur Örn Arnarson, f. 2. júní
1965, og Bergþór Már Arn-
bótina meistari í greininni. Örn
Gísli starfaði við sitt fag alla
jafnan og var meðal annars með
fyrirtækið Fossraf í Borgarnesi
og Örn Haraldsson sf. í sam-
starfi við bræður sína þá Hrafn
Haraldsson og Hauk Haraldsson
sem voru með rafþjónustu hjá
hernum í Keflavík. Hann vann
einnig hjá ÍSAL, Landsvirkjun
og tók þátt í uppbyggingu á
Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafoss-
virkjun, Sigöldu og Blönduvirkj-
un. Þegar Örn kvæntist Sonju S.
Albertsdóttur fluttust þau bú-
ferlum vestur um haf til Kali-
forníu og um stund bjuggu þau í
Seattle. Hann starfaði þar einn-
ig við fagið sitt og vann um tíma
hjá Lockheed-flugvéla og
skipasmíðastöð Bandaríkja-
manna. Árið 1989 fluttu þau
hjón til Íslands. Örn Gísli starf-
aði við verslunarstörf eftir
heimkomu og um tíma sem
meistari Rafmögnunar ehf. uns
hann fékk starf hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, þar sem hann lauk
sinni starfsævi. Örn Gísli var
virkur á sínum yngri árum í
Oddfellowreglunni og í Banda-
ríkjunum sem frímúrari (Free
Mason).
Útför Arnar fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 22. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
arson, f. 14. febrúar
1972, en fyrir átti
Ingibjörg soninn
Gunnar Ottó Ott-
ósson, f. 20. júlí
1960, sem Örn Gísli
gekk í föðurstað.
Örn Gísli og Ingi-
björg slitu sam-
vistum.
Eftirlifandi eig-
inkona Arnar er
Sonja S. Alberts-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, f.
11. október 1933. Örn Gísli og
Sonja giftust 28. október 1978.
Þau áttu engin börn saman. Örn
Gísli lætur eftir sig 11 barna-
börn og fjögur barnabarnabörn.
Örn Gísli var alinn upp í
Garði á Reykjavíkurvegi 29,
Skerjafirði og síðar, eða frá 12
ára aldri, í Hæðargarði 4 í Bú-
staðahverfinu. Örn Gísli vann
ásamt föður sínum og bróður
hjá Rafmagnsveitum Reykjavík-
ur en lærði síðar rafvélavirkjun
á samningi hjá Bræðrunum
Ormsson, hlaut tvítugur nafn-
Í dag kveð ég elskulegan
tengdaföður minn. Þó svo að við
höfum aðeins þekkst í átta ár átt-
um við margar góðar stundir
saman. Mér þykir þó sérstaklega
vænt um að þú varst, ásamt móð-
ur minni, skírnarvottur dóttur
okkar Bergþórs í mars síðastliðn-
um. Ég lofa að segja Katrínu
Ingu frá Erni afa og sýna henni
myndir, hún hefur nú ekki langt
að sækja það hvað hún er mynd-
arleg þessi elska.
Elsku Sonja, Guðný, Halli,
Beggi, fjölskylda og vinir, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð
og megi Guð vera með ykkur.
Hvíldu í friði elsku Örn minn þar
til við hittumst öll á ný.
Þórunn Hjaltadóttir.
Jæja, þá kveð ég þig í bili elsku
bróðir minn, þetta hafa oft á tíð-
um verið erfiðir tímar undanfarin
ár.
Baráttan við krabbann sem
alltaf kom aftur og aftur en þú
gafst ekki upp og lést fjarlægja
hann jafn óðum og hann birtist.
Það var alltaf stutt í húmorinn
hvar sem þú varst eða hvernig
þér leið og við gátum talað tím-
unum saman í síma, þó oft hafi
bergmálað bakvið.
Ég var bara 6 ára þegar pabbi
okkar dó og þess vegna var ég
mikið hjá þér og Krumma bróður
og voruð þið mér sem föður-
ímynd. Það var alltaf gott að vera
hjá þér og þegar við unnum sam-
an á Keflavíkurvelli, þá varstu
þar besti vinur minn, atvinnu-
rekandi, bróðir og leiðbeinandi
og fóru þessi hlutverk þér vel.
Mér var brugðið þegar Berg-
þór sonur þinn hringdi í mig, og
sagði mér að þú værir búinn að
kveðja þennan heim. Sérstaklega
vegna þess að það var búið að
hreinsa þig af krabbanum og þú
hafðir hlakkað til að losna við
þetta öndunarrör sem hafði verið
að kvelja þig síðustu mánuði en
bara þrír dagar þar til átti að
fjarlægja það. Maður verður víst
aldrei undir það búinn að kveðja
þá sem maður elskar og kom
þessi frétt eins og köld tuska í
andlitið á mér.
En núna ert þú farinn héðan
og ég sakna þín sárt að heyra
ekki brandara þína og fíflalæti
sem þú áttir til og fékk mann allt-
af til að brosa.
Ég kveð þig með þakklæti í
huga og takk fyrir að vera bróðir
minn, elsku strákurinn minn.
Ég votta börnum og eiginkonu
samúð mína sem og þá sem elsk-
uðu þig.
Og trúi ég að við munum hitt-
ast í eilífðinni því skrifað stendur:
En öllum þeim sem tóku við honum gaf
hann rétt til að verða Guðs börn, þeim
sem trúa á nafn hans.
(Jóhannesarguðspjall 1:12)
Haukur Haraldsson.
Örn Gísli
Haraldsson
Hvað er yndislegra en að
koma í sveitina að vorlagi, þegar
lífið er að lifna við eftir langan
vetur. Hvað er yndislegra en
skynja vorið og sumarið, líta yfir
túnin, finna ilminn af nýsleginni
töðu, hlusta á lóuna, suð býflugn-
anna innan um blómin og heyra
kýrnar baula. Þessar hugsanir
fljúga um hug minn er ég minnist
frænda míns og móðurbróður
Sumarliða Vilhjálmssonar eða
Summa eins og ég þekkti hann
ætíð.
Að koma við á Ferjubakka eru
stundir sem seint gleymast.
Hvíta húsið sem stóð eins og vin í
eyðimörk, umvafið hlýju og ást,
fyrir umhverfinu og samferðar-
fólki.Þar var engum úthýst. Fjós-
ið sem stendur álengdar, þar var
unnið af hlýju og virðingu, hvort
sem inni var bústofn eða gestir
sem komu við, frændfólk, vinir,
alltaf hafði Summi tíma til að
sinna fólki. Allir voru jafnir í aug-
um Summa, það var gott að
heimsækja þau hjón, maður fór
ríkari frá þeim, sálartetrið fann
fyrir einkennandi friði og fann að
maður var velkominn.
Í eldhúsinu réð ríkjum hún
Lára og tók ekki annað í mál en
að fólk settist niður við spjall,
ilmandi kaffi, veitingar, sem ætíð
voru vel boðnar og enginn fór
svangur frá borði. Úr svip
Summa mátti les góðmennsku,
Sumarliði Páll
Vilhjálmsson
✝ Sumarliði PállVilhjálmsson
fæddist á Ísafirði
22. nóvember 1930.
Hann lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 31. júlí
2013.
Útför Sumarliða
fór fram frá Borg-
arneskirkju 10.
ágúst 2013.
augun skýr, stóð
ávallt beinn og tign-
arlegur, þó erfiði
bústarfsins markaði
hann hin síðari ár
kvartaði hann ekki
og í augum hans
mátti sjá sama
skýrleikann og
væntumþykjuna
sem fyrr. Sveitin og
Summi. Hann hafði
þessa einstöku gáfu
að allir, allt sem lífsandann dró,
hændust að honum. Hann sagði
margt í fáum orðum og það var
hlustað, hann kunni þá einstöku
list að segja frá, skýrmæltur, þó
hann segði ekki mikið.
Þau bjuggu ástríkt heimili þar
sem gleðin ríkti og virðing gagn-
vart skoðunum. Aldrei heyrði ég
Summa bera last á menn, í um-
ræðum var hann hugsi og oft
mátti sjá glettni bregða fyrir í
augum hans. Vorið, sumarið, strá
á túnum, grösin bylgjuðu sér eins
og öldur á sæ.
Tíminn sem ætíð líður, líkt og
strá sem vex úr sér, Summi brá
búi, eftir langt og farsælt ævi-
starf, sá á bak Láru konu sinni,
sem hafði verið honum ævifélagi,
stoð og stytta í lífsins dansi. Að
loknu sumri haustar að, stráin
gulna, sólsetrin verða fegurri er
líður að hausti. Minning um góð-
an dreng mun lifa í huga mér um
langa framtíð, er ég finn ilm af
nýsleginni töðu og hlusta á söng
lóunnar, suð býflugnanna í blóm-
um á sólríkum degi.
Megi allt hið góða styrkja ykk-
ur.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Guðjón Guðlaugsson.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar um Skúla föður-
bróður okkar. Hann var einstak-
lega ljúfur maður sem veitti okk-
ur alltaf mikla athygli. Í
minningunni eru jólaboðin ofar-
lega í huga þar sem Skúli og fjöl-
skylda tóku vel á móti okkur.
Skúli átti það til að hrósa okkur
systrunum sérstaklega fyrir
skrautlegan klæðaburð svo okkur
fannst við eins og prinsessur. Ung
að árum fékk Ingibjörg arm-
bandsúr sem hún notaði sem
skraut því ekki kunni hún á
klukku. Í hvert sinn sem hún hitti
Skúla spurði hann hana hvað
klukkan væri henni til mikillar
gremju en hann skemmti sér afar
vel.
Skúli Magnússon
✝ Skúli Magn-ússon fæddist á
Syðri-Brúnavöllum
á Skeiðum 22. júlí
1923. Hann lést 4.
ágúst 2013 á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi.
Útför Skúla fór
fram frá Selfoss-
kirkju 15. ágúst
2013.
Ófáar ferðir fóru
fjölskyldurnar sam-
an í veiði. Veiðiferð-
irnar voru rólegar
og barnvænar og ef
eitthvað kom upp á
var það yfirleitt
vegna okkar systk-
inanna. T.d. þegar
eitthvert okkar datt
í vatn, týndist í
óbyggðum eða rann
niður stiga var
hjálparhönd rétt og öllu tekið með
jafnaðargeði. Á þessum árum
lærðum við að meta náttúruna og
umgangast hana af virðingu.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson.)
Við kveðjum elskulegan
frænda okkar með söknuði og eft-
irsjá. Takk fyrir margar góðar
stundir, Skúli frændi.
Magnús, Ingibjörg
og Ragnheiður.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má
finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má
smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi
lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar