Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU- GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! Frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt! ÚTSALA!20-5 0% AFS LÁT TUR AF ÖLL UM HEI LSU RÚM UM Með fjölbreyttara samfélagi aukast kröfur um skilning á verðgildum, siðum og trúarkerfi annarra. Verðgildi annarra þjóða blandast gam- algrónum íslenskum gildum og siðum sem við höfum verið svo stolt af í mörg ár- hundruð og gera að við berjum okkur á brjósti og státum af því að vera Íslendingar. Hvað gerist eiginlega innra með okkur þegar þegnar annarra landa flykkjast til lands- ins og flytja með sér sína siði, trú og gildi? Hugsanlega förum við í vörn, berjumst fyrir því þekkta og fordæmum þessa „ómenningu“ sem þetta ókunnuga fólk flytur með sér. Verjumst innreið hins ókunna. Hvað gerist ef við höldum áfram að berjast og höldum fast við okk- ar sýn á heiminn, höldum áfram að fordæma sýn „innflytjandans“ án þess að kynna okkur hans sýn? Við vitum svarið. Samskipti okkar verða erfið, ásakandi, hatursfull og enda jafnvel með stríði. Vinnan Lítum okkur nær. Gæti verið að þetta ætti líka við á vinnustaðnum okkar eða heima? Hann Jón var á besta aldri, metnaðargjarn og duglegur maður með „ 5 há- skólagráður“. Hann var nýbyrjaður sem yfirmaður í gömlu og rótgrónu fyrirtæki. Hann var með stórar áætlanir um hag- kvæmar og nýtísku- legar breytingar þar sem hann sá fyrir sér að fyrirtækið myndi vaxa á skömmum tíma. Hann var fullur eldmóðs þegar hann kallaði starfsmennina á sinn fund og sagði þeim frá öllu því sem hann hafði í hyggju að breyta. Fundurinn gekk vel, en það var bara eins og starfsmennirnir hefðu ekki áttað sig á hvað Jón var að tala um. Jón upplifði að starfsmennirnir ynnu á móti hon- um, þeir skildu hann ekki og gengu ekki í sömu átt og hann. Starfsmennirnir upplifðu hins- vegar að Jón væri búinn að eyði- leggja þann góða starfsanda sem hafði verið þeirra á milli. Pískrað var í hverju horni, afköstin minnk- uðu, starfsmennirnir urðu óróleg- ir, óöruggir og kenndu Jóni um hvernig komið var. Hann hafði komið eins og elding og riðlað öllu því gamla og góða um koll. Heimilið Hann Jón er svo heppinn að hann á líf fyrir utan vinnuna. Hann er giftur henni Gunnu og saman eiga þau tvö flott börn, tvo bíla og fallegt einbýlishús. Heima er Jón fastheldinn og vill gjarnan hafa hlutina í föstum skorðum. Það er mikilvægt að börnin alist upp við festu og aga – það lærði hann af sínum foreldrum og fannst þeim hafa tekist nokkuð vel, þó hann segi sjálfur frá. Það var bara þetta með hana Gunnu, hún var svolítið eftirlátari við krakkana. Þegar hann hafði sagt nei og sett upp ákveðnar reglur átti hún það til að segja já og brjóta reglurnar. Hún átti það líka til að vera stöðugt að breyta til, flytja húsgögnin, kasta og kaupa nýtt. Auðvitað kostaði þetta smá ergelsi inn á milli því Jón var jú alinn upp við nýtni og nægjusemi. Auðvitað gekk hjónabandið vel – það er að segja þegar hún Gunna var eins og hún átti að vera – og það varð sjaldnar og sjaldnar og nú var svo komið að Jóni fannst eins og togað væri í hann úr öllum áttum. Hvað hefur þetta með NLP- Coaching nám að gera? Kvöld eitt sat Jón á skrifstofu sinni, úrvinda og áttavilltur. Hann fann að hann náði ekki til starfs- manna sinna og samskiptin heima voru ekki upp á marga fiska. Honum fannst hann umlukinn fólki sem væri þröngsýnt og skilningslaust og gerði þveröfugt við hans væntingar. Jón sat og renndi augum yfir póstinn í tölv- unni sinni þegar hann rak augun í fyrrisögnina „Er NLP-Coaching nám eitthvað fyrir þig?“ Jón las póstinn með athygli – var virkilega satt að það finnist uppskrift að bættum sam- skiptum? Gat verið að hann yrði enn betri stjórnandi og leiðtogi þegar hann næði tökum á að þekkja og leiða sjálfan sig? Voru virkilega til einföld og hagnýt NLP-markþjálfunarverkfæri sem með réttri notkun gætu fengið hann til að vaxa og þroskast sem manneskja og verða betri leiðtogi sem skapar þroskandi og upp- byggjandi umhverfi í kringum sig? Jón tók upp símann, hann vissi ekki hvert hann var að fara, en ferðalagið var hafið. Hálfu ári síðar Jón situr við skrifborð sitt í lok dags. Hann er ánægður og glaður fullur af orku og vinnulífsgleði. Það er ótrúlegt hvað allt hefur breyst í kringum hann, fólkið í vinnunni heyrir hvað hann segir og leggur sig fram um að byggja upp fyrirtækið og heima er Gunna allt önnur, þau vinna sam- an í að byggja upp gott samband og eru samstíga í uppeldi barnanna, þau tala saman um sameiginleg gildi og Gunna hlust- ar á hann. Það er mikið sem hefur breyst á hálfu ári, NLP-Coach námið hefur breytt sýn hans á heiminn. Jón er einn af miljónum manna og kvenna um allan heim sem hafa lært að nýta NLP-Coaching til að þroskast og ná betri tökum á við- fangsefni sínu. Fólk eins og Bill Clinton, Oprah Winfrey, Dr. Phil og Anthony Robbins hafa öll með einum eða öðrum hætti nýtt sér aðferðafræði NLP til að byggja upp sjálfsmynd og leiðtogafærni. Hvernig væri samfélag okkar öðruvísi ef við bærum virðingu fyrir því að við erum ekki öll eins? Hvernig væru samskipti okkar ef við skoðuðum aðstæður frá fleiri sjónarhornum? NLP byggir upp skilning og gagnkvæma virðingu í samskiptum. Hvernig getur NLP-Coach/mark- þjálfanám haft þjóðfélagsleg áhrif? Eftir Hrefnu Birg- ittu Bjarnadóttur »Með fjölbreyttara samfélagi aukast kröfur um skilning á verðgildum, siðum og trúarkerfi annarra. Verðgildi annarra þjóða blandast íslenskum gildum. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Höfundur er alþjóðlega vottaður NLP-kennari, HR-Coach, starfsþró- unarþjálfi og eigandi Bruen. - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.