Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Gæðaflísar á sanngjörnu verði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum NÝKOMNARÍTALSKAR FLÍSAR Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið höfum virkilega gam- an af því sem við erum að gera, við njótum þess að syngja saman. Það skilar sér til áheyr- enda,“ segja meðlimir Kviku, kvart- etts sem sungið hefur saman und- anfarin tvö ár og komið víða fram. Þetta eru þau Thelma Hrönn Sig- urdórsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Pétur Húni Björns- son tenór og Jón Svavar Jósefsson bassi. Þau flytja allskonar tónlist, allt frá þjóðlögum til poppslagara. „Áður en við stofnuðum kvartettinn, þá höfðum við Hildigunnur sungið saman í tríóinu KremKex og strák- arnir, Pétur og Jón Svavar höfðu sungið saman í tríóinu Sykur & rjómi. Auk þess þekktumst við öll ágætlega eins og gengur í söng- bransanum,“ segir Thelma. „Upphaf kvartettsins má rekja til haustsins 2011. Við vorum að byrja að fikra okkur áfram með að syngja saman þegar við fengum það verkefni að syngja í miðborginni á vegum Höf- uðborgarstofu á aðventunni. Það mæltist svo vel fyrir að við fengum nokkur verkefni í framhaldinu. Þá um vorið fékk Bjarni Thor Krist- insson okkur til að taka þátt í tón- leikaröð sinni í Hörpu sem ætluð er erlendum ferðamönnum til að kynna íslenska tónlist. Þar sungum við ís- lenskar söngperlur sem við kynntum á ensku. Við erum enn að syngja á slíkum tónleikum og mælum hik- laust með þeim fyrir Íslendinga ekki síður en útlendinga.“ Reynir mikið á hvern og einn Þau eru öll í góðu söngformi, enda syngja þau víða á öðrum vett- vangi, bæði einsöng og í kórum. „Við höfum lagt mikla vinnu í að stilla raddirnar okkar saman og fengið fagmenn til að hlusta á okkur og að- stoða okkur. Í kvartettsöng reynir mikið á hvern og einn, því það er enginn stuðningur af öðrum í sömu Snerta við kvikunni hjá áheyrendum Þjóðlagakvartettinn Kvika er ungur og upprennandi kvartett sem hefur víða vak- ið lukku. Þau segjast henta fullkomlega sem atriði á þorrablótum og slíkum mannamótum. Þau ætla að syngja í Dómkirkjunni á Menningarnótt. Morgunblaðið/Kristinn Innlifun Thelma gefur allt í sönginn eins og sjá má. Sprell Jón Svavar viðhefur gjarnan leikræna tilburði. PORT hönnun er lítil en fram- sækin hönnunarstofa sem býður viðskiptavinum sínum alla al- menna grafíska hönnun. Nýjasta verkefni þeirra er samvinnuverk- efni með Brúarsmiðjunni, sögu- sýning sem sjá má á göngum íbúðahótelsins Reykjavík Resi- dence Suites við Hverfisgötu 21. Á sýningunni er stiklað á sögu hússins í hundrað ár og bregður þar fyrir bókagerðarmönnum, skáldum, bæjarfógeta, forsætis- ráðherra og Danakonungi. Húsið verður opið milli kl. 14 og 16 á Menningarnótt og Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur mun sjá um að gera sögu hússins og næsta nágrennis ljóslifandi fyrir gestum og gangandi. Uppi- staðan í sýningunni eru ljós- myndir, flestar fengnar að láni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Íslands, Lands- bókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni og Félagi bókagerð- armanna. Með fylgja stuttir myndatextar á íslensku og ensku. Vefsíðan www.porthonnun.is Menning Sögusýning í sögulegu húsi. Sögusýning í íbúðahóteli Efnt verður til tónleika á Gamla Gauknum í kvöld en fram koma hljómsveitirnar Treisí og Sindri Eldon and the Ways. Sveitin Treisí er þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu en þrátt fyrir að vera aðeins tveggja mánaða gömul hefur lag þeirra, Taking Chanc- es, fengið talsverða spilun í útvarpi. Sindra Eldon þekkja margir en hann mun koma fram með sveitinni The Ways sem hefur verið starfandi í eitt og hálft ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og munu standa eitthvað framyfir miðnætti. Frítt er inn á við- burðinn og allir sem aldur hafa til eru velkomnir. Endilega … … kíkið á Gamla Gaukinn Morgunblaðið/Golli Tónleikar Gleðin hefst klukkan 22. Syngjandi Norðmenn munu halda tónleika í Sólheimakirkju næstkom- andi sunnudag. Þetta er hópur karl- manna á aldrinum 45-75 ára sem kemur saman einu sinni í viku og vinnur þá við smíðar, jafnvel syngj- andi. Með vinnu sinni og söng styðja þeir við kristilegt barna- og unglinga- starf um allt að tveimur milljónum króna að ári. Klukkan 14 á sunnudag- inn mun þessi hjartahlýi hópur troða upp í Sólheimakirkju þar sem sungin verða bæði norsk og íslensk lög sem flestir ættu að kunna svo það er til- valið að syngja með. „Við erum ekki venjulegur kór þar sem við tökum okkur ekki alvarlega. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og hafa heimilislega stemningu,“ segir í fréttatilkynningu frá kórnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er frír. Tónleikar í Sólheimakirkju Heimilisleg stemning í fyrirrúmi hjá óvenjulegum norskum kór Morgunblaðið/ÞÖK Grímsnes Kirkjan á Sólheimum. Glatt á hjalla Kórinn tekur sig ekki alvarlega og vill fyrst og fremst hafa gaman og mun leitast við að gleðja áhorfendur á Sólheimum um helgina. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.