Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 55
ingi að byggingu hins nýja Landspít-
ala. Stefán gegndi þessu starfi til síð-
ustu áramóta, en frekari
undirbúningur og framkvæmdir eru
nú háðar samþykki Alþingis.
Nýr Landspítali – innviðir og
mannvirki stofnunarinnar
Er ekki einsýnt, Stefán, að huga
þurfi betur að innviðum sjúkrahúss-
ins, áður en ráðist verður í þessar
miklu framkvæmdir?
„Það er svolítið villandi að gera
þennan afdráttarlausa greinarmun á
mannvirkjagerðinni og innviðum. Nú
þegar er búið að vinna alla for-
hönnun, þar með talda kostnaðar-
áætlun, búið er að hanna 25% mann-
virkjanna og skipuleggja og
samþykkja deiliskipulag svæðisins.
Hér er í raun um að ræða margar
byggingar. Þegar af framkvæmdum
verður munu þær taka langan tíma,
samkvæmt tiltekinni forgangsröð.
Margt af því sem við köllum innviði er
í rauninni háð nýjum og betur skipu-
lögðum byggingum. Þar má nefna
kaup á mörgum mikilvægum tækjum
sem núverandi húsnæði ber ekki,
mun betri aðstæður og margvíslega
hagræðingu sem hlýst af nýju og
heppilegra húsnæði.
Hins vegar gerum við auðvitað
ekki meira en við höfum efni á hverju
sinni.“
Stefán var formaður Norræna fé-
lagsins í Garðabæ 1994-2002, sat í
sambandsstjórn Norræna félagsins
2002-2006, var formaður skóla-
nefndar Tónlistarskóla Garðabæjar
2000-2010 og sat í stjórn Félags ráð-
gjafarverkfræðinga 2008-2010.
Stefán gekk í Oddfellowregluna er
hann var 28 ára, var einn af stofn-
endum Oddfellowstúkunnar Snorra
goða í Garðabæ, var yfirmaður henn-
ar 2000-2002 og er yfirmaður Odd-
fellow-reglunnar á Íslandi frá 2009.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 3.8. 1974 Helgu
Kristjánsdóttur, f. 2.1. 1954, leik-
skólastjóra í Garðabæ. Hún er dóttir
Kristjáns Guðmundar Pálssonar, f.
16.6. 1921, d. 23.9. 1972, vélstjóra á
Akureyri, og Ásu Helgadóttur, f.
24.2. 1923, d. 20.6. 2002, skrif-
stofustjóra.
Synir Stefáns og Helgu eru Stefán
Fannar, f. 1.1. 1977, MBA og starfs-
maður Ericsson, búsettur í Garðabæ,
en kona hans er Dóra Björg Axels-
dóttir, viðskiptafræðingur og for-
stöðumaður einkabankaþjónustu MP
banka, og eru dætur þeirra Fríða Liv,
f. 2004, Anna Emilía, f. 2006, og Bríet
Björg, f. 2009; Arnar f. 19.7. 1983,
flugmaður hjá Norwegian og búsett-
ur á Malaga á Spáni.
Systkini Stefáns: Gunnar, f. 22.3.
1940, fyrrv. vinnuvélastjóri, búsettur
á Ísafirði; Valdís, f. 6.3. 1942, fyrrv.
bankagjaldkeri, búsett á Ísafirði;
Veturliði Guðmundur, f. 4.6. 1944, d.
21.2. 2002, verkstjóri á Ísafirði; Ólöf,
f. 24.2. 1948, húsfreyja á Ísafirði;
Guðmunda Inga, f. 30.6. 1949, hús-
freyja í Hafnarfirði; Jón Jakob, f.
30.6. 1955, eftirlitsmaður, búsettur í
Hafnarfirði; Magni, f. 27.1. 1962, raf-
eindavirki og tölvumaður í Bodö í
Noregi.
Foreldrar Stefáns voru Veturliði
Gunnar Veturliðason, f. 3.7. 1916, d.
14.3. 1993, sjómaður á Ísafirði og síð-
ar vinnuvélaeigandi og verktaki á
Úlfsá, og k.h., Hulda Salóme Guð-
mundsdóttir, f. 10.5. 1920, d. 12.4.
2006, húsfreyja á Úlfsá og ráðskona.
Úr frændgarði Stefáns B. Veturliðasonar
Stefán B.
Veturliðason
Engilráð Benediktsdóttir
húsfreyja
Einar Bæringsson
hreppstjóri á Dynjanda
í Leirufirði
Vagnborg Einarsdóttir
húsfreyja á Úlfsá
Guðmundur Jónsson
sjóm. í Hnífsdal og b. á Úlfsá
Hulda S. Guðmundsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Jakobína Þ. Þorleifsdóttir
húsfreyja
Jón Elíasson
b. í Bolungarvíkurseli
í Grunnavíkurhreppi
Sigurlín Guðrún Guðmundsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Halldór Halldórsson
trésmiður í Önundarfirði
Guðrún Halldórsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Veturliði Guðbjartsson
verkstjóri á Ísafirði
Veturliði Gunnar Veturliðason
sjóm. og síðar verktaki á Ísafirði
Guðrún Eiríksdóttir
húsfreyja
Guðbjartur Þorgeirsson
vinnumaður á Dynjanda
Afmælisbarnið Í Lystigarðinum á
Akureyri nú í sumar.
ÍSLENDINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Sigurður Greipsson skólastjórifæddist í Haukadal í Bisk-upstungum 1897. Foreldrar
hans voru Greipur Sigurðsson,
hreppstjóri í Haukadal, og k.h.,
Katrín Guðmundsdóttir frá Stóra-
Fljóti í Biskupstungum.
Sigurður var þekktur og dæmi-
gerður fulltrúi aldamótakynslóð-
arinnar. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg 1916, varð búfræð-
ingur frá Hólum í Hjaltadal 1917,
stundaði nám við Lýðskólann í Voss
í Noregi og við Íþróttaskóla Niels
Bukhs í Ollerup í Danmörku.
Sigurður íþróttaskóla í Haukadal
en þar hafði einmitt Teitur Ísleifs-
son, ættfaðir Haukdæla, stofnað
fyrsta lærdómssetrið hér á landi.
Gott orð fór af skólanum sem stóð
á Geysissvæðinu. Hann var starf-
ræktur 1927-71 og munu um 900
nemendur hafa útskrifaðst þaðan.
Sigurður hafði afnot af landi
Haukadals að undanskildu því
svæði sem er í eigu Skógræktar rík-
isins. Hann stundaði sauðfjárbúskap
á jörðinni, nýtti skólahúsið fyrir
ferðaþjónustu á sumrin, stundaði
ferðamannaleiðsögn og byggði upp
aðstöðu á hverasvæðinu. Mun hann
hafa átti stóran þátt í því hve Geysir
varð vinsæll af ferðamönnum.
Sigurður var sannkallaður
íþróttafrömuður. Hann varð glímu-
kappi Íslands fimm sinnum og tók
þátt í tveimur glímuförum til Dan-
merkur og Noregs. Hann ferðaðist
víða á vegum UMFl og ÍSÍ til að
fræða fólk um íþróttir og bindinds-
mál, var formaður Héraðssam-
bandsins Skarphéðins 1921-66 og
síðan heiðursformaður, sat hann í
stjórn UMFÍ 1927-30 og í stjórn ÍSÍ
um langt árabil.
Eiginkona Sigurðar var Sigrún,
dóttir Bjarna, bónda á Bóli í Bisk-
upstungum Guðmundssonar, og k.h.,
Maríu Eiríksdóttur.
Sigurður og Sigrún eignuðust sex
börn en fjórir synir komust á legg.
Í bókinni Sigurður Greipsson og
Haukadalsskólinn tók Páll Lýðsson
saman æviferil og störf Sigurðar en
Jón M. Ívarsson tók saman nem-
endatal skólans.
Sigurður lést 19.7. 1985.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Greipsson
95 ára
Kristín Ingólfsdóttir
90 ára
Dagbjört R. Bjarnadóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir
Sigrún Jónsdóttir
85 ára
Guðbjörg Guðjónsdóttir
Margrét Jóhannesdóttir
Vigdís Runólfsdóttir
Vilhjálmur Geir Þórhallsson
80 ára
Hildur Káradóttir
75 ára
Jón Breiðfjörð Höskuldsson
Ólafur Steinþórsson
Sólveig Guðmundsdóttir
70 ára
Bryndís S. Sigurðardóttir
Davíð Árnason
60 ára
Einar Stefánsson
Guðrún Auðunsdóttir
Jóhannes Páll Sigurðsson
Karl Gústaf Kristinsson
Ólöf Björk Þorleifsdóttir
Sigríður Hermannsdóttir
Svanhildur Jósefsdóttir
Sveinn Sveinsson
Sæmundur H. Friðriksson
50 ára
Bragi Kort
Guðmundsson
Eva Björg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Bjarney
Baldursdóttir
Margrét Ragna
Lýðsdóttir
Ólöf Elmarsdóttir
Sigríður Júnía
Ástráðsdóttir
Sigurlaug
Rögnvaldsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson
40 ára
Carl Mathias Christopher
Lund
El Khiyati Harrimache
Fjóla Stefánsdóttir
Geir Þorsteinsson
Guðmundur Ársæll
Guðmundsson
Guðmundur Ragnar
Bjarnason
Halldóra Hjörleifsdóttir
Hlífar Sigurbjörn
Rúnarsson
Kristján Guðni Halldórsson
Lúðvík Pétursson
Magnús Hákon Axelsson
Kvaran
Ólafur Sigurðsson
Ragnheiður Jónsdóttir
Unnur Jónsdóttir
30 ára
Aija Ozola
Andri Már Fanndal
Anna Katrín B. Melstað
Arna María Andrésdóttir
Berglind Arna Stefánsdóttir
Betsý Árna Kristinsdóttir
Birna Brynjarsdóttir
Díana Margrét
Símonardóttir
Elínborg Elísabet
Guðjónsdóttir
Grétar Mar Axelsson
Gunnar Gunnarsson
Halldór Már Jónsson
Justyna Broniszewska
Krzysztof Bokiniec
Louiza Heddad
Luis Daniel Calderon Dotti
Marius Vasiliauskas
Mária Katona
Til hamingju með daginn
30 ára Védís ólst upp í
Neskaupstað og í Reykja-
vík, er nú búsett í Reykja-
vík, lauk BA-prófi í ís-
lensku frá HÍ og stundar
nú MA-nám í íslensku.
Maki: Bjarni Gunnar Ás-
geirsson, f. 1982, nemi í
íslensku við HÍ.
Foreldrar: Ragnheiður
Björk Þórðardóttir, f.
1963, búsett í Reykjavík,
og Ragnar Ágúst Axels-
son, f. 1965, búsettur í
Danmörku.
Védís Ragn-
heiðardóttir
30 ára Guðrún ólst upp á
Drangsnesi, lauk prófum
á skrifstofubraut frá MK
og er skrifstofustjóri Sæ-
ferða í Stykkishólmi.
Maki: Arnar Geir Æv-
arsson, f. 1976, bílstjóri.
Börn: Særún Ósk, f.
1999; Alexander Myrkvi, f.
2003, og Edda Dögg, f.
2012.
Foreldrar: Ása María
Hauksdóttir, f. 1956, og
Pétur Hofmann Hall-
dórsson, f. 1946.
Guðrún Svana
Pétursdóttir
30 ára Jakob ólst upp á
Steiná í Svartárdal en er
nú búsettur á Blönduósi,
lauk vélstjóraprófi og er
vélvirki hjá N1 Píp-
aranum.
Maki: Jófríður Ragn-
arsdóttir, f. 1989, sjúkra-
liði við Heilbrigðisstofn-
unina á Blönduósi.
Sonur: Óskírður, f. 2013.
Foreldrar: Óskar Ólafs-
son, f. 1959, bóndi á
Steiná, og Herdís Jak-
obsdóttir, f. 1963, bóndi.
Jakob Ólafur
Óskarsson