Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 ✝ Berta Vil-hjálmsdóttir fæddist á Akureyri 27. október 1932. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 24. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Vilhjálmur Guðjónsson, f. 28.5. 1892, d. 13.7. 1947 og Katrín Að- alheiður Hallgrímsdóttir, f. 20.12. 1892, d. 1.4. 1950 Þau hjón bjuggu á Akureyri. Systkini Bertu eru: Hallgrímur, f. 1917, d. 2011, Kristófer, f. 1920, d. 2006, Sigrún f. 1924, d. 1933, Rósfríð f. 1927, d. 1928 og Rósfríð Kristín f. 1930. Hinn 24.4. 1960 gekk Berta að eiga eftirlifandi mann sinn (Jón) Magnús Sigurðsson, f. 22.1. 1933 í Mið-Tungu, Tálknafirði. For- eldrar hans voru Sigurður Ágúst Einarsson, f. 2.8. 1909, d. 3.3. 1991 og kona hans Guðrún Árný Sigurðardóttir, f. 21.6. 1908, d. 12.2. 1994. Börn Bertu og Magn- úsar eru: 1) Katrín Aðalheiður, f. 26.11. 1960, gift Hilmari Má Ara- syni, f. 30.10. 1962. Börn: a) Tinna Kristinsdóttir, f. 11.11. 1985, sambýlismaður hennar er Guðni Heiðar Valentínusson, f. 10.2. 1985. b) Ísak Atli, f. 27.3. 1998. c) Aron Bjartur f. 29.7. 2002. 2) Kári, f. 26.12. 1962, sam- býliskona Þórunn Ösp Björns- dóttir, f. 5.5. 1974. Börn þeirra eru: a) Elva Dögg, f. 30.8. 1996, b) Kristófer Atli, f. 8.9. 1998. c) Hafrún Birna, f. 15.1. 2008. 3) Sigríður Lára, f. 28.11. 1965, sambýlismaður Mats Johan Em- anuel Jansson, f. 1.2. 1966, dætur þeirra eru: a) Made- leine Hafrún, f. 15.9. 1995. b) Helene Haf- dís, f . 25.7. 1997. 4) Guðný, f. 6.9. 1970. Börn hennar: a) Magnús Óskar Hálf- dánsson, f. 15.10. 1997. b) Elías Kári Sigurðsson, f. 18.5. 2003. c) Helga Mjöll Sigurðardóttir, f. 30.8. 2004. Berta ólst að mestu upp hjá foreldrum sínum á Akureyri og gekk í Barnaskólann þar. Hún dvaldi líka mikið hjá ættmennum sínum í Eyjafirðinum vegna veik- inda á heimilinu, en þegar Berta er á unglingsaldri deyja for- eldrar hennar með nokkurra ára millibili. Hún byrjar ung að vinna eins og þá tíðkaðist, var í vist, vann í Kaffibrennslu Akureyrar og var kaupakona. Hún fór síðan einn vetur í Húsmæðraskólann að Laugum og ræðst að því loknu í vist á Siglufirði. Þar hittir hún eftirlifandi eiginmann sinn og flyst vestur á Tálknafjörð þar sem þau bjuggu alla sína hjú- skapartíð, lengst af í húsi sem þau létu reisa og nefndu Hlíð. Eftir að Berta fluttist til Tálkna- fjarðar var hún lengstum heima- vinnandi húsmóðir en vann einn- ig nokkur ár á Leikskólanum Vindheimum. Berta var jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju 3. ágúst 2013 og fór athöfnin fram í kyrr- þey. Hjartans mamma, þú sem gafst mér lífið og kenndir mér svo margt. Við höfum ferðast saman í rúm fimmtíu ár en nú er komið að kveðjustund. Það var bjartur og fagur sumardagur þegar þú lagðir af stað í ferð inn í eilífa sumarland- ið þar sem ég trúi að þú sért nú laus frá erfiðum veikindum sem settu mark sitt á síðustu árin þín. Minningarnar streyma fram og í minningunni er alltaf bjart og hlýtt í kringum þig, enda varstu hlý og elskuleg móðir og amma, mjög gjafmild og lést ætíð okkur börnin þín og barnabörnin ganga fyrir í öllu. Móðir mín fór hægt og hljótt. Það fór lítið fyrir henni, hún vildi alls ekki láta hafa fyrir sér og ekki safnaði hún titlum eða starfsheit- um. Aðalstarf móður minnar um ævina var að vera húsmóðir. Lengst af var pabbi á sjónum meðan við börnin vorum ung. Það kom því í hennar hlut að sjá alfarið um allt heimilishald og það var sko gert af myndarbrag og metnaður lagður í að skapa fjölskyldunni fal- legt og gott heimili þar sem allt- umvefjandi ástúð réði ríkjum. Mamma var sístarfandi og ein- hvern veginn gerðist allt án þess að við yrðum þess vör. Það gerðist bara. Hún var heimakær og ekki ferðaðist hún mikið, fór til dæmis aðeins tvisvar til útlanda. Mamma var stolt og þrátt fyrir að hún ætti lengi við heilsuleysi að stríða átti hún erfitt með að biðja um aðstoð fyrir sjálfa sig en var alltaf boðin og búin að aðstoða aðra eftir bestu getu. Mamma hafði yndi af því að sauma út. Ég minnist þess að þeg- ar hún tók sér stund eftir hádeg- ismatinn eða kvöldstund til að sitja við saumana þá mátti ekki trufla, en bara í hálftíma. Afrakst- ur þessara stuttu einkastunda eru mörg og falleg handavinnuverk sem nú prýða heimilið og einnig heimili okkar barnanna. Mamma hafði gaman af því að lesa, þá sérstaklega frásagnir og ævisögur og ýmislegt sem tengd- ist ættfræði. Það verður erfitt að geta ekki flett upp í henni þegar á þarf að halda. Ég á eftir að sakna allra símtalanna þar sem leitað var ráða um hvað skyldi til bragðs taka eftir að kakan hafði brunnið í ofninum, grauturinn ekki heppn- ast nógu vel eða uppskriftin að appelsínukökunni var týnd eina ferðina enn. Oftar var þó hringst á bara til að spjalla um lífið og til- veruna og ég mun sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða og fengið hvatningarorð sem hún var óspör á að veita mér. Ég mun líka sakna þess að eftir ferðalag vestur á Tálknafjörð kemur mamma ekki lengur gangandi hljóðlega eftir ganginum í Hlíð. Faðmar hlýlega gestina, klappar á kinn og býður síðan með stolti í bæinn, þar sem allt er hreint og fágað og í eldhús- inu bíða nýbakaðar kleinur og kökur. Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár, sem okkur gafstu, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvernveginn er það svo um mig, að allt hið bezta finnst mér sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið (Jakobína Sigurðardóttir.) Með sorg og söknuð í hjarta kveð ég þig, elsku mamma, full af þakklæti yfir að hafa átt þig sem móður og vinkonu. Þín, Katrín (Kata). Elsku Berta amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kær Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði. F.h. barnabarnanna, Tinna. Berta Vilhjálmsdóttir ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist á Húsavík 28. apríl 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Jón Jóhannesson, f. 10. október 1910, d. 3. febrúar 1982, og Guðrún Helga Sö- rensdóttir, f. 14. mars 1919, d. 6. apríl 2008. Systkini Helgu eru Jón Helgi, f. 5. febrúar 1944, kvæntur Unni Sigríði Káradóttur. Þau eiga tvo syni og fimm barnabörn. Sigríð- ur, f. 4. júní 1946, gift Guðmundi Svan Bergssyni. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Gunnar Jóhannes, f. 7. nóv- ember 1957, kvænt- ur Gunnlaugu Steinunni Árnadótt- ur. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Eftirlifandi eig- inmaður Helgu er Guðbergur Aðalsteinn Aðalsteinsson, f. 14. október 1953. Útför Helgu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 22. ágúst 2013, kl. 15. Hvíl þú í friði ástin mín ljúfa. Ég kveð þig Helga mín með þessum fátæklegu orðum vit- andi það að ég mun aldrei kveðja þig öðruvísi en með þá heitu bæn í hjartanu að við munum fá að hittast aftur. Ég elska þig. Guðbergur. Elsku frænka, manni þykir það sárt og ósanngjarnt að þú hafir þurft að kveðja svona snemma. En minningarnar munu alltaf lifa og þær eru nú þónokkrar. Allar ferðirnar í Víðiholt í gamla daga, sumarbú- staðarferðirnar, utanlandsferð- irnar og svo ferðin sem ég man alltaf svo vel eftir þegar ég fór með ykkur Guðbergi og við þræddum Vestfirðina í grenj- andi rigningu mestallan tímann og að sjálfsögðu gist í tjaldi. Svo gleymi ég aldrei þegar við fjöl- skyldan fórum í helgarferð til Reykjavíkur, þá kom aldrei neitt annað til greina hjá okkur bræðrum en að gista hjá Helgu frænku og Guðbergi. Þín er sárt saknað, elsku frænka mín, og ég bið þig um að hvíla í friði. Jóhann Gunnarsson. Við í Spítalaklíkunni kynnt- umst Helgu sem var litríkur og skemmtilegur persónuleiki á deild A-4 á Borgarspítalanum. Eftir langt samstarf þar hjá okkur var ein af sjúkraliðunum að hætta. En hún gat ekki hugs- að sér að hætta að hitta okkur hinar þannig að við undirritaðar stofnuðum bókmenntaklúbb. Markmiðið var að hittast utan vinnu og eiga góðar stundir saman. Þetta er fyrir um 30 ár- um og höfum við haldið hópinn síðan. Ekki stöldruðum við lengi við bókmenntaumræðuna heldur var rætt saman um ýmis mál- efni líðandi stundar. Margt höfum við brallað sam- an á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundið klúbbastarf höfum við ferðast árlega bæði innan- og utanlands. Makar okkar voru góðir vinir og ekki farin ferð nema þeir væru einnig með. Flesta landshluta erum við búin að skoða saman. Gengið á mörg fjöll og skoðað landið vel. Sér- staklega er minnisstæð sumar- ferðin sem Helga skipulagði. Við fórum á hennar heimaslóðir að Víðiholti í Reykjahverfi í S- Þingeyjarsýslu. Þá var Helga okkar orðin lasin og nýkomin úr einni krabbameinsmeðferðinni. Hún tók á móti okkur öllum með opnum örmum og bauð upp á þessa líka fínu súpu. Allir fóru í langa göngu þar sem m.a. þurfti að vaða yfir á. Þetta gerði hún allt og naut þessa að vera í sinni heimasveit með lækinn sinn, Helgá við bæjarhornið. Nú hefur hópurinn nýlokið sumarferð, þó þrótturinn væri orðinn lítill þá var það Helga sem skipulagði ferðina fyrir nokkrum mánuðum. Hún gerði allt til að reyna að komast í þessa ferð en var orðin svo veik- burða að hún var með okkur í huganum. Var hugur okkar einnig hjá henni og Bubba þeg- ar farið var í gönguferð eða matur lagður á borð. Allaf var stutt í hnyttin svör hjá Helgu og kom hún oft með sögur og las upp þegar hópurinn hittist. Hvað Helga gladdist þegar við sögðum henni að allt hefði stað- ist í hennar skipulagi. Þeim Bubba þótti gaman að heyra að í ferðinni var farið í veiði og einn úr hópnum náði að veiða sinn Maríulax. Helgu vinkonu viljum við kveðja og vitum við að Spítalak- líkan eins og við kölluðum okk- ur verður ekki eins eftir fráfall hennar. Helga var mjög hag- mælt og samdi vísur og sagði frumsamdar sögur. Eitt sinnið sagði hún okkur sögu þar sem hún ímyndaði sér að við værum orðin gömul og létum byggja fyrir okkur öldrunarheimili. Þetta var kölluð Regnboga- lengjan og áttum við öll að búa þar saman. Við ætluðum ekki á elliheimili. Síðan þá hefur oft verið sagt: „Þetta er flottur staður fyrir Regnbogalengjuna okkar“. Elsku Helgu þökkum við samfylgdina og traust vináttu- bönd. Megi góður Guð styrkja Bubba í hans miklu sorg og fjöl- skyldu. Blessuð sé minning Helgu. Auður, Erla, Halla, Margrét, Marta, Sesselja og makar. Ég sit við eldhúsgluggann og horfi út, það er sunnanandvari, sólargeislarnir stíga léttan dans á blöðum trjánna, og í fjarska heyrist spóinn vella. Þetta er notaleg stund. En einmitt þá kemur fregnin um að Helga sé horfin til annarra heimkynna. Mér finnst sem dregið sé fyrir sólina og um mig fer ónotahroll- ur. Auðvitað vissi ég að hverju dró, en það er ekki hægt að vera viðbúinn, og það er ekki hægt að vera sáttur. Á svona stundum flæða fram allar góðu og skemmtilegu minningarnar. Þorrablótin eru nokkuð sem aldrei gleymist, útilegur, sum- arbústaðir, heimsóknir, og síð- ast en ekki síst sláturdagarnir okkar. Til þeirra daga byrjuðum við að hlakka um mitt sumar. Og það var sko haldin dagbók þann daginn. Bókin lá á borðinu innan um vambir og dót, og í hana voru skráðar ótrúlegustu uppákomur sem hentu okkur í þessu skemmtilega verki. Og endalaust gátum við gantast og hlegið. Það er samt skrítið að einmitt þegar Helga gat ekki lengur tekið þátt í sláturgerð- inni var komið á síðustu blað- síðu í dagbókinni frægu. Helga var trygg og góð vinkona, með ótrúlega skemmtilega frásagn- argáfu og henni tókst alltaf að sjá skoplegu hliðarnar á öllu. Það er gott að eiga góðar minn- ingar, og þær getur enginn tek- ið frá okkur. Elsku Helga, við Garðar þökkum þér af alhug fyrir allar líflegu og skemmtilegu stund- irnar, og biðjum þess að ljós og friður umvefji þig í nýjum heim- kynnum. Kæri Guðbergur, megi allt hið góða fylgja þér og gefa þér styrk á erfiðum tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Signý Sigtryggsdóttir. Við Helga kynntumst fyrst þegar við vorum ungpíur að vinna á Kristneshæli. Svo kynntumst við betur þegar við fórum að vinna saman á Borg- arspítalanum. Og vinskapur okkar og virðing hvorrar fyrir annarri hefur vaxið eftir ára- fjöldanum. Það besta við Helgu var hvað við gátum þagað í góðri þögninni saman. Nætur- vakt með Helgu á fallegri sum- arnótt var yndisleg, friður og ró á öllum vígstöðvum. Við þurft- um oft ekki orð til tjáskipta. Og í byrjun einnar vaktarinnar var Helga komin með þennan fal- lega einbaug á hendi en þá höfðu þau Bubbi gift sig í Nes- kirkju, ég fór og sótti sjerrí í staup handa öllum á vaktinni og skálaði fyrir lífinu og enginn skildi af hverju vaktin byrjaði þannig, nema við Helga. Það var mikil gæfa fyrir Helgu og Bubba að kynnast, eigast og ganga saman æviveginn. Það er aðdáunarvert hversu vel Bubbi hugsaði um Helgu sína og bar hana á höndum sér í veikindum hennar. Helga var mikil búkona og kryddlærameistari Klíkunn- ar. Létt á fæti eins og hind fór hún í fjallgöngur og síðastliðið sumar fór hún uppá Drápuhlíð- arfjall og geri aðrir betur. Klík- an hefur gert svo ótrúlega margt saman, gengið mánu- dagsgöngur allt árið. Ferðaðist til Ítalíu og allar borgarferð- irnar okkar, villibráðarveislur, litlu jólin okkar og óvissu-, sum- ar- og vetrarferðir og Vínartón- leikar hafa gert okkur að þétt- um og góðum hóp. En þegar hluti hópsins fór að spila golf þá sagði Helga stopp, fannst það svo fánýtt. Helga var annað hirðskáld Klíkunnar og seinast fluttu þau Bubbi okkur leikþátt sem sýndi okkur í framtíðinni rykkjandi okkur í rollatorum, sjóndöpur, heyrnarskert, með glamrandi tennur, þusandi og leitandi að hvort öðru í Regn- bogalengjunni. Og ekki vorum við ánægð nema við værum öll saman. Regnbogalengjuna skóp Helga því að við erum öll mjög ákveðin og gætum aldrei sam- þykkt sama litinn á raðhúsið okkar. Núna hefur Helga lokið dansi við þennan leiðinda dansherra sem var sífellt að reyna að dansa af henni skóna og troða henni um tær. Og sér hinn fal- lega garð sem beið hennar hin- um megin sem hún var búin að rækta héðan. Bubbi minn, megi góður Guð styrkja þig og um- vefja í sorginni. Góðu minning- arnar lifa. Samúðarkveðjur til ættingja og vina Helgu. Erla Ragna Ágústsdóttir. Nú þegar sumri tekur að halla drúpir höfði litrík rós og skugga dregur fyrir geisla síð- sumarssólarinnar. Eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúk- dóm hefur Helga nú þurft að lúta í lægra haldi. Það er komið að kveðjustund og minningarn- ar streyma fram. Þegar ég hugsa um samferð okkar í þá rúmu þrjá áratugi sem leiðir okkar lágu saman koma einung- is upp í hugann bjartar og hlýj- ar minningar. Við fyrstu kynni var Helga föst fyrir og ákveðin, þá unnum við saman á Borgarspítalanum. Eftir því sem vináttan varð lengri komst ég að því hvers- konar mannkostum hún var gædd. Hún var á réttum stað í lífinu, vann störf sín af hugsjón og naut þess að vera í vinnunni. Já, hún var ákveðin en hjartahlý og gat leikið á als oddi ef svo bar undir. Eftir að Helga veiktist urðum við æ nánari og má segja að áður hafi ég bara þekkt skurnina en komist síðan að kjarnanum. Við sátum oft saman og ræddum allt milli himins og jarðar og miðluðum hvor annarri af viskubrunni okkar. Helga var mjög hagmælt og oft höfðum við gaman af því að kasta á milli okkar fyrriparti og biðja um botninn. Nú bíður sá leikur um tíma og ég kveð kæra og góða vinkonu og bið góðan Guð að geyma hana. Megi yndislegar minningar um einstaka Rós færa Bubba og öllum ástvinum Helgu birtu og yl um alla framtíð. Sesselja Ingólfsdóttir. Kær samstarfskona til margra ára er látin langt um aldur fram. Margs er að minn- ast frá þeim árum og ber Helgu hátt í þeim minningum með sína glaðværð og skopskyn. Hún hafði gott skap og vann vel sín störf og alltaf var hún með á nótunum þegar eitthvað skemmtilegt stóð til og tók allt- af fullan þátt og meira en það því hún var gott ljóðskáld og eru þær ófáar vísurnar og grín- kvæðin sem hún orti um okkur samstarfsfólkið og fór ég ekki varhluta af því en hún orti heil- mikinn brag um mig sextuga sem allt samstarfsfólkið söng fyrir mig í afmælisveislunni. Svona var Helga. Ég þakka þessi góðu kynni sem aldri gleymast. Innilegar samúðar- kveðjur til eiginmanns og ætt- ingja. Bergljót Þórðardóttir. Fátt er meira virði en vin- skapur. Og það er misjafnt hvernig vinskapur verður til. Sumt fólk er þannig að annað fólk hænist að því. Margt getur ráðið þar um. Helga Jóhanns- dóttir var vinnufélagi okkar til margra ára, og ekki bara vinnu- félagi. Við vorum lánsamar, við urðum vinir hennar. Helga var traustur vinur, skemmtileg og uppátækjasöm. Og ekki síst fór hún létt með að setja saman vísur og gamanefni. Við eigum margar skemmtileg- ar samkomur að baki, þar sem mikið var hlegið að skemmtiefni Helgu. Segja má að smekkur Helgu fyrir fötum hafi lýst henni vel, hún klæddi sig eins og sumarið. Í fallega og bjarta liti. Eftir að hafa verið með henni í skemmtinefnd, sem var skemmtilegt, varð úr súpu- klúbbur þar sem við hittumst reglulega og þar naut Helga sín vel. Fyndin og kjarnyrt. En Helga var ekki bara skemmtileg og góð vinkona. Helga var frábær sjúkraliði sem gaf af sér sem mest hún mátti. Hún hafði oft umgengist veikt fólk, séð sorg og raunir. Svo kom þar að hún veiktist sjálf. Þá sýndi hún styrk þrátt fyrir að vera brugðið vegna örlaga sinna. Helga vildi berjast og það gerði hún. Kannski lýsti það Helgu einna best að hún talaði um baráttu sína sem dans, sem ýmist gekk vel eða illa. Svo fór að hún laut í lægra haldi. Gengin er góð kona. Við söknum hennar og minnumst af virðingu. Kæri Guðbergur og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur samúð okkar. Súpuklúbburinn, Kristborg, Hildur og Jórunn. Helga Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.