Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 27
Landsmenn eru búsettir í 74 sveitarfélögum um allt land. Um 80 þúsund eru yngri en 18 ára, um 214 þúsund eru 18-69 ára og um 29 þúsund eru 70 ára eða eldri. 188.300 einstaklingar teljast til vinnuafls landsins og þar af eru 12.900 atvinnulausir eða 6,8%. Atvinnuþátttaka er 83,3%. Íbúar 323.810 þúsund Um landsins gagn og nauðsynjar Næstu 100 daga stendur Morg- unblaðið fyrir hringborðs- umræðum um stöðu og horfur í at- vinnulífi einstakra landshluta með áherslu á hugmyndir sem að mati þátttakenda geta orðið til fram- fara og atvinnusköpunar. Ætlunin er að draga fram stöðu svæðanna almennt, vandamál sem þar kann að vera að finna og mögulegar leiðir til lausnar. Til fundanna eru boðaðir einstaklingar sem þekkja vel til á sínum heimaslóðum. Þeir tala í eigin nafni, ekki stofnana, samtaka eða fyrirtækja. Greint verður frá sjónarmiðum og upplýsingum sem fram koma í umræðunum í Morgunblaðinu og á vef blaðsins, mbl.is. Umræðurnar verða þó ekki raktar frá orði til orðs heldur fjallað um meginatriði, skoðanir og hugmyndir. Byrjað í Borgarnesi Fyrstu hringborðsumræðurnar verða í Borgarnesi og þar verður fjallað um stöðu og horfur á Vest- urlandi. Svo verður haldið vestur um landið, á Vestfirði, Norður- land, Austfirði, Suðurland, Suð- urnes og höfuðborgarsvæðið. Um- fjöllunin mun birtast á um tveggja vikna fresti í blaðinu, sú fyrsta eftir rúma viku. Könnun hjá stærri hópi Í tengslum við hringborðs- umræðurnar efnir Morgunblaðið til óformlegar skoðanakönnunar um stöðu byggða og atvinnulífs. Verður leitað eftir sjónarmiðum um 300 forystumanna úr atvinnu- lífi og sveitarstjórnum um land allt. Spurt verður um helstu vandamál sem snúa að atvinnulífi og lífskjörum fólks og hvernig megi leysa þau. Þá eru þátttak- endur beðnir um að meta framtíð- arhorfur í þeim landshluta sem þeir eru búsettir í. Markmið blaðsins með hring- borðsumræðunum og með könn- uninni er að fjalla á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um stöðu byggðanna og landsins í heild á þann hátt að til gagns megi verða fyrir framtíðina. Umsjón með hringborðsumræð- unum og könnuninni hefur Guð- mundur Magnússon, blaðamaður. Ábendingar eða athugasemdir tengdar verkefninu eru vel þegnar og þær má senda í pósthólfið gudmundur@mbl.is.  Morgunblaðið stendur fyrir hringborðsumræðum og könnun á stöðu og horfum um allt land Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Magnússon mun stýra hringborðsumræðum um allt land. TIL LEIGU Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari / Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 - olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Laugavegur 77, 101 Reykjavík Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Samtals um 4.800 fm. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Til leigu vandað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði samtals um 4.800 fm. á 5 hæðum auk kjallara. Húsnæðið leigist út í heilu lagi eða hlutum og er vandað í alla staði. Við leigufjárhæð bætist ekki virðisaukaskattur. Hafið samband til að fá sendar teikningar og upplýsingar um leiguverð. GLÆSILEGT LEIGUHÚSNÆÐI OG FRÁBÆR STAÐSETNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.