Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Fatahönnuðurinn Gunnar Hilmarsson fagnar 42 ára afmælisínu í dag. „Ég ætla að byrja á því að fara á æfingu oghlaupa tíu kílómetra. Þá ætla ég að hitta góða vini í hádegis- mat en ver síðan deginum með fjölskyldunni. Um kvöldið ætla ég út að borða en er þó ekki búinn að ákveða hvert,“ segir Gunnar en hann reynir alltaf að halda upp á afmælið sitt með einhverjum hætti. „Fertugsafmælið mitt var sérstaklega eftirminnilegt en ég hélt upp á það í Ásmundarsafni og bauð vinum og fjölskyldu á óvænta tón- leika. Í stað þess að bjóða í venjulegt fertugsafmæli var ég búinn að æfa dagskrá sem hét Fyrstu 40 árin. Ég fékk til liðs við mig tónlist- armenn á borð við Óskar Guðjónsson, Einar Scheving og Jón Jósep Snæbjörnsson og rifjaði upp fyrstu 40 árin mín í litlum minninga- brotum auk þess sem ég sagði sögur úr lífi mínu. Síðan voru spiluð lög sem tengdust sögunum eins og til dæmis lagið Imagine með John Lennon en þegar ég fæddist árið 1971 var það vinsælasta lagið sem spilað var í útvarpinu á þeim tíma.“ Aðspurður segir Gunnar margra vikna undirbúningsvinnu hafa legið að baki afmælinu. „Tónlistarmennirnir gáfu mér ómetanlega afmælisgjöf að vilja taka þátt í þessari uppákomu með mér. Í ár verða þó engir tónleikar en það er aldrei að vita nema ég endurtaki leikinn að tíu árum liðnum,“ segir Gunnar og hlær. mariamargret@mbl.is Gunnar Hilmarsson er 42 ára í dag Ljósmynd/Kristinn Magnússon Tíska Gunnar Hilmarsson undirbýr nú markaðssókn Freebird sem hann stýrir ásamt eiginkonu sinni Kolbrúnu Gunnarsdóttur. Bauð í óvænta tónleika í listasafni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hildur Káradóttir er áttræð í dag, 22. ágúst. Af því tilefni tekur hún á móti vinum og ættingjum í safnaðarheimili Kópa- vogskirkju, Hábraut 1A, í dag, fimmtu- daginn 22. ágúst, frá kl. 17. Árnað heilla 80 ára Reykjavík Ingibjörg Rós fæddist 7. desember kl. 6. 25. Hún vó 3.225 g og var 50 cm löng. Foreldar hennar eru Brynja Dögg Gunnarsdóttir og Bjarni Valur Ásgrímsson. Nýr borgari Bjarki Steinar og Birgir Bragi Gunn- þórssynir héldu tombólu við Víði í Garðabæ. Þeir seldu Andrésblöð og fl. og söfnuðu 4.060 kr. sem þeir gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta S tefán fæddist á Ísafirði en ólst upp „inni í firði“ á bænum Úlfsá. Hann var í Barnaskólanum í Skut- ulsfirði, Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, lauk raungreinaprófi tækniskóla frá Iðnskólanum á Ísa- firði 1974, lauk prófum í bygging- artæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1977 og prófi í byggingarverkfræði frá Lunds Tekniska Högskola 1984. Stefán var bæjartæknifræðingur og byggingarfulltrúi í Bolungarvík 1978-81, verkfræðingur á Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar hf. 1984-87 en hefur starfrækt verk- fræðistofu með Birni Gústafssyni og síðar fleirum, Verkfræðistofu Stefáns og Björns, síðar VSB Verkfræðistofu, frá 1988. Stefán hefur verið fram- kvæmdastjóri stofunnar. Stefán tók sér launalaust frí frá verkfræðistofunni árið 2010 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri og aðalverkefnastjóri Nýs Landspítala ohf. Fyrirtækið hefur sinnt undirbún- Stefán Birgir Veturliðason byggingarverkfræðingur – 60 ára Morgunblaðið/Golli Fjölskyldan Stefán og Helga, ásamt Arnari, Stefáni Fannari, Dóru Björgu, Fríðu Lif, Bríeti Björgu og Önnu Emilíu. Oddfellow frá Ísafirði Hjónin Stefán og Helga á Oddfellowfundi í Osló sumarið 2010. Guðjón Elfar Jónsson og Rúnar And- rei Mangubat Bagal héldu tombólu við Bónus í Árbæ. Þeir söfnuðu 1.420 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum. Á myndinni er Guðjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.