Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 38
SVIÐSLJÓS
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
A
llt að 57% verðmunur er
á nýjum og notuðum
skólabókum á milli
bókaverslana landsins,
samkvæmt nýrri verð-
könnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð-
könnunin markar lok mikils verð-
stríðs á milli aðila á markaði, segir
Óskar Sigurðsson, vöru- og verk-
efnastjóri náms- og kennslugagna hjá
A4, en verð er því oftast í lágmarki
þegar könnunin er framkvæmd.
Hann segir enga algilda reglu
vera um verðlagningu notaðra bóka
þar sem verðið sé mjög breytilegt á
milli verðstríða. Upphaflega var meg-
inreglan sú að notuð bók væri um
40% ódýrari en ný bók, en Óskar seg-
ir þá reglu varla vera lengur í gildi
sökum mikillar samkeppni og telur
hann þróunina á markaðinum vera í
átt að lægra verði. „Þegar náms- og
kennslubækur eru jafn dýrar og þær
eru verða notaðar bækur jafnframt
dýrar, þar sem verð þeirra er ein-
ungis hlutfall af verði nýrrar bókar.“
Notuð á 60% af verði nýrrar
Ragnar Veigar Guðmundsson,
vörustjóri námsbóka hjá Pennanum,
segir að oftast sé miðað við verð á
nýrri bók þegar skiptibækur eru
verðlagðar.
Ragnar segir viðmiðið vera að
notuð bók sé seld á um það bil 60% af
verði nýrra bóka. Hann telur verð-
lagsþróun ekki vera í átt að lægra
verði þar sem miðað er við útsöluverð
nýrrar bókar, og bókaverð fari al-
mennt ekki lækkandi. Hann telur
ekki óeðlilegt að láta verð notaðrar
bókar fylgja verði nýrrar bókar, í
stað þess að miða við innkaupsverð
hennar. „Þetta er í raun einungis við-
miðunarverð. Í þessari samkeppni er-
um við að lækka bækurnar mikið í
verði og sumar erum við að selja und-
ir kostnaðarverði.“ Þá segir hann
verðið vera mjög flöktandi og við-
skiptavinur geti þess vegna lent á
mismunandi verði á sömu bók á sama
degi. „Þegar aðalvertíðin er búin, og
við erum búin að auglýsa sértilboðin
förum við aftur í að stilla verðin af
miðað við kostnaðarverð, en þetta er
gert til þess að eiga fyrir lagernum
sem við höfum þegar keypt inn,“ seg-
ir Ragnar.
Hann segir Griffil vera virkari í
samkeppni en Eymundsson, þó mið-
að sé við sömu álagningu á bókum, en
verslanirnar eru báðar í eigu Penn-
ans. Samkvæmt verðkönnun ASÍ
voru bækurnar í Griffli yfirleitt um
100-200 krónum ódýrari en í Ey-
mundsson.
Í verðkönnun ASÍ var verð á 32
algengum skólabókum skoðað, þar af
voru Forlagið og A4 oftast með
lægsta verðið á nýjum bókum. Af
þeim bókaverslunum sem eru með
skiptibókamarkað, var A4 oftast með
lægsta verðið á notuðum skólabókum
sem skoðaðar voru, eða á 14 titlum af
19. Þá var Griffill oftast með hæsta
útsöluverðið, eða á 13 titlum.
Færst hefur í aukana að nem-
endur selji og kaupi notaðar bækur
milliliðalaust til þess að komast hjá
aukakostnaði. Vefsíðan markadur.is
var stofnuð árið 2009 og þar er hægt
að skrá bækur til sölu eða kaupa án
kostnaðar. Notendur síðunnar eru nú
orðnir á annan tug þúsunda. „Við
verðum alltaf vör við það að
fólk sé að skipta milliliða-
laust, og gerist það stund-
um inni í versluninni hjá
okkur. Það sem ég held að
fólki finnist þægilegt við
skiptibókamarkaðina, er að
þar er hægt að klára kaupin
á einum stað, í stað þess
að vera að púsla þessu
saman,“ segir Ragn-
ar.
Verð notaðra bóka
hækkar með nýjum
Morgunblaðið/Ómar
Skólar að hefjast Nú stendur yfir annasamasta vika bóksala þar sem flest-
ir skólar eru að hefjast. Verð á bókum er víða í lágmarki eftir verðstríð.
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íævisögu Val-týs Stef-ánssonar,
sem um árabil
var ritstjóri
Morgunblaðsins
og átti ríkan þátt
í uppgangi þess
og útbreiðslu, er kafli sem
ber yfirskriftina Blað allra
landsmanna. Þar er rakið
hvernig blaðið efldist um
miðbik síðustu aldar og
breiddist út um landið.
Þegar Morgunblaðið hóf
göngu sína fyrir tæpum 100
árum voru allt aðrir tímar en
nú, ekki síst í samgöngum.
Allt annað en auðvelt var að
koma dagblaði inn á heimili
fólks víða um land. Engu að
síður var kappkostað að
auka útbreiðslu þess og
tryggja landsmönnum að-
gang að blaðinu og hafa efni
þess þannig að það snerti
alla landsmenn.
Samgöngur fyrri tíðar
þýddu að á Akureyri var
Morgunblaðið lesið með
kvöldkaffinu og þótti gott að
koma blaðinu samdægurs
svo langan veg. Síðar þokuð-
ust sendingar blaðsins til
Akureyrar framar á daginn
og í dag er það jafnan komið
árla morguns norður.
Enn í dag getur þó verið
torvelt að koma blaðinu
snemma í hendur lesenda
þótt dreifing hafi batnað
mikið, en áhugi Morgun-
blaðsins á að blaðið berist
lesendum snemma er enn
hinn sami og fyrr. Hin síð-
ustu ár hefur tæknin raunar
hjálpað enn frekar til, þann-
ig að nú geta lesendur blaðs-
ins hvarvetna fengið það í
hendur á sama tíma kjósi
þeir að notast við tölvu-
tæknina og hafa margir val-
ið spjaldtölvur til að lesa
Moggann sinn óháð stað-
setningu eða stórhríðum.
En það er vitaskuld ekki
aðeins dreifing blaðsins í
gegnum tíðina sem hefur
ráðið því að blaðinu hefur
tekist að verða að blaði allra
landsmanna. Meginástæðan
fyrir stöðu blaðsins er að
það hefur alla tíð haft áhuga
á öllu landinu og öllum
landsmönnum. Ekkert sem
fram fer hér á landi er
Morgunblaðinu óviðkom-
andi og áhugi blaðsins á að
miðla upplýsingum alls stað-
ar að af landinu er hinn sami
nú og hann hefur verið frá
upphafi. Til að
tryggja tengsl sín
við landið allt og
landsmenn alla
hefur blaðið um
langt skeið haft á
að skipa hópi
fréttaritara og
blaðamönnum sem þekkja
vel til um allt land og á öllum
sviðum mannlífsins.
Í tilefni af 100 ára afmæli
blaðsins í nóvember næst-
komandi hyggst blaðið
leggja land undir fót með
enn markvissari hætti en
gert hefur verið áður og fara
hringinn um landið á 100
dögum. Ferðin hefst á morg-
un á síðum Morgunblaðsins
og á mbl.is og stendur út
nóvember, eins og nánar er
útskýrt á blaðsíðum 24-27 í
dag.
Ætlunin er að bregða upp
myndum og segja sögur og
fréttir af lífinu í landinu öllu,
þéttbýli sem dreifbýli, at-
vinnulífi, menningarlífi og
öðru því sem landsmenn fást
við, ásamt náttúru landsins.
Samhliða verður leitast
við að rýna í stöðu og horfur
um allt land og á landinu í
heild með hringborðs-
umræðum og viðhorfskönn-
unum á meðal þeirra sem
blaðið telur þekkja vel til
hver á sínu svæði og á sínu
sviði.
Með þessu móti vonast
Morgunblaðið til að geta
fært landsmönnum umfjöll-
un um landið allt og lands-
menn alla sem geti í senn
orðið upplýsandi um stöðu
mála og gagnleg um þær
ákvarðanir sem teknar
verða víða í þjóðfélaginu á
næstu mánuðum og miss-
erum.
Morgunblaðið telur sig
standa á nokkrum tímamót-
um um þessar mundir eins
og títt er um þá sem ná slík-
um áfanga í árum talið. Ís-
land stendur einnig á tíma-
mótum þó af öðrum
ástæðum sé. Bæði land og
blað horfa til framtíðar og
eiga sér bjarta framtíð sé
rétt á málum haldið. Morg-
unblaðið vonar að hring-
ferðin geti orðið gagnlegt og
jákvætt framlag til upp-
byggingar landsins inn í
framtíðina. Um leið vonast
blaðið til að lesendur þess
muni hafa ánægju af ferða-
laginu um landið sem fram-
undan er næstu 100 daga.
Öllum lesendum
Morgunblaðsins og
mbl.is er boðið í
ferðalag í tilefni ald-
arafmælis blaðsins}
Hundrað daga
hringferð um Ísland
F
ramsóknarflokkurinn vann stór-
sigur í síðustu alþingiskosn-
ingum. Nú er ákveðin hætta á því
að flokkurinn glati á skömmum
tíma þeim trúverðugleika sem
honum tókst á svo undraverðan hátt að afla
sér. Það gætir ákveðins reynsluleysis meðal
þingmanna flokksins og sumir þeirra virðast
ekki þekkja takmörk sín. Vonandi eiga þeir
sem hér eiga í hlut eftir að stillast. Ætli Fram-
sóknarflokkurinn sér að vera hófsamur miðju-
flokkur verða þingmenn hans og ráðherrar að
temja sér að tala af yfirvegun. Á þessu hefur
verið áberandi brestur. Skemmst er að minn-
ast orða hinnar hvatvísu Vigdísar Hauks-
dóttur um RÚV, sem erfitt var að túlka öðru-
vísi en sem beina hótun í garð stofnunarinnar.
Við skulum vera svo velviljuð að telja að Vig-
dís hafi þarna talað í hita leiksins og ekki ætlað sér að
vera með hótanir. En eins og oft áður mælti hún þarna
óvarlega.
Vigdís þarf að átta sig á því að orðum fylgir ábyrgð.
Hún getur ekki stöðugt varið sig með því að verið sé að
rangtúlka orð sín. Hún verður að læra að hugsa áður en
hún talar. Það getur kostað tímafreka þjálfun en marg-
borgar sig þegar til lengri tíma er litið.
Það var heldur ekki sterkur leikur hjá nýjum utanrík-
isráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, og hinum mæta
manni Frosta Sigurjónssyni þegar þeir gerðu nýlega al-
varlegar athugasemdir við það að orðhvatur rithöfundur
hefði haft skoðanir í pistli sem hann flutti í
Ríkisútvarpinu. Allir ættu að vita að pistla-
höfundar eru ráðnir til að hafa skoðanir.
Skoðanalaus pistlahöfundur á ekkert erindi.
Ef pistlahöfundar lýsa yfir óánægju með rík-
isstjórnina eða hæðast að einstökum flokkum
eiga varðhundar valdsins ekki sjálfkrafa að
mæta og fá sama tíma og sama pláss og
pistlahöfundurinn til að andæfa skoðunum
hans. Þetta er svo augljóst að það ætti ekki að
þurfa að hafa um það mörg orð.
Nú hefur utanríkisráðherra landins svo
valdið uppnámi á ákveðnum bæjum með því
að segja að hann sjái ekki ástæðu til að það
fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um fram-
hald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Ýmsum finnst ástæða til að skammast yfir
þessum orðum utanríkisráðherrans en þau
eru fremur saklaus miðað við harkaleg orð Vigdísar
Hauksdóttur um RÚV og ósk um ritskoðun séu pistla-
höfundar ekki á réttri pólitískri línu. Það hefði þó verið
betra fyrir nýbakaðan utanríkisráðherra að vera ekki
svo yfirlýsingaglaður. Orð hans hafa fallið í grýttan jarð-
veg hjá ýmsum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Slík-
ur ágreiningur er ekki heppilegur í byrjun samstarfs og
það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir hann.
Ljóst er að í Framsóknarflokknum þurfa ýmsir að
gæta orða sinna, enda alls engin ástæða til að fara fram
með þeim flumbrugangi og ofsa sem gert hefur verið.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Skortir hófsemd í Framsókn?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Námsbækur eru mjög dýrar á
Íslandi, og mun dýrari en í
þeim löndum sem við helst
viljum bera okkur saman við,“
segir Aðalheiður Steingríms-
dóttir, formaður félags fram-
haldsskólakennara. Hún telur
verðlag kennslubóka vera
vandamál og segir það reyn-
ast mörgum erfitt að kaupa
öll nauðsynleg námsgögn í
upphafi skólaársins. „Þá má
einnig nefna að krakkar á
yngri árum í framhaldsskóla,
þ.e. frá 16-18 ára aldri, teljast
enn börn samkvæmt lögum
og þeim ætti að minnsta
kosti að tryggja aðgang
að námsgögnum.“
Hún segir marga
framhaldsskólanem-
endur þurfa að vinna
töluvert aukalega til
þess að eiga fyrir
námsgögnum og það
komi niður á nám-
inu.
Verðlagið er
vandamál
NÁMSGÖGN ERU DÝR
Aðalheiður
Steingrímsdóttir