Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Foreldrum þriggja
barna dettur varla í hug
að leita til læknis eða
annarra sérfræðinga til
að greina vanda barna
sinna og bregðast við
honum með sérstökum
aðgerðum eða lyfjagjöf,
þótt þau fari ekki öll að
ganga á sama aldri eða
verði altalandi í sama
mánuði. Þroskahraði
barna er mjög misjafn er hreyfifærni
og máltöku varðar en hefur varla for-
spárgildi um hæfni fullvaxta ein-
staklings. Þau fylgja heldur ekki
staðlaðri uppeldisáætlun þar sem öll-
um börnum eru ætluð sömu verkefni
og sama geta í hverri viku eða mánuði
talið frá fæðingardegi. Af ástúð og
umhyggju virða þau þroska og getu
hvers og eins barna sinna, dást að
framförum þeirra og afrekum og
hvetja þau til frekari dáða. Þar af
leiðir að Siggi litli, sem fór að ganga 7
mánaða, býr við annars konar atlæti
og örvun, á annars konar reynslu-
heim næstu sjö mánuðina en Nonni,
bróðir hans, sem fór að ganga 14
mánaða. Segja má að fyrstu 14 mán-
uðina hafi Nonni einungis átt lóðrétt
sjónarhorn á veröldina og því varla
haft fyllstu not af ofurmætti sjón-
arinnar. Við 14 mánaða aldur hefur
Siggi aftur á móti notið yfirburða
sjónar og myndörvunar hálfa ævina
þar sem hann öðlaðist lárétt sjón-
arhorn á veröldina við sjö mánaða
aldur. Ekki eru þekktar rannsóknir á
því, hver áhrif það geti haft á þroska
ýmissa þátta að börn fara að ganga
allt frá 7-16/18 mánaða. Á síðustu öld
töldu lestrarfræðingar að margir, og
jafnvel flestir, lesblindir ættu það
sameiginlegt að hafa aldrei skriðið.
Var þá lesblindum á öllum aldri boðið
upp á skriðnámskeið sem lið í les-
blindumeðferð. En hvað gera börn
sem ekki skríða? Annað af tvennu,
þau fara að ganga,
hlaupa yfir skriðið, eða
þau sitja og aka sér á
rassinum. Í báðum til-
fellum eru þau komin í
lóðrétta/upprétta stöðu
og hafa þá virkjað lá-
rétta sjónarhornið.
Myndræn skynjun,
myndvinnsla og mynd-
hugsun er þá komin á
allt annað notkunarstig
en hjá þeim, sem ennþá
skríða. Reynsla tengist
meira hægra heilahveli,
sjónstöðvum heilans, sem verður þá
virkara en hjá þeim sem ennþá
skríða. Það virðist fara saman að þeir
sem eru þannig fljótir til að virkja
sjónstöðvarnar varðveiti betur þann
hæfileika að upplifa hugsun í þrí-
víðum myndum. Þeir eru hug-
myndaríkir, listrænir og nálgast oft
viðfangsefni á frumlegan/óhefðbund-
inn hátt. Þeir eru gjarnan athafna-
samir, snillingar „í höndunum“ og
finna lausnir þegar aðrir eru ráð-
þrota. Drengir una sér oft við tækni-
leikföng og sýna jafnan snilli sína og
hugmyndaflug t.d. er þeir föndra með
legokubba. Hvað sem líður egginu og
hænunni þá virðist það fylgjast að, að
þeir sem eru fljótir upp á endann og
hugsa í myndum eiga oft auðveldara
með að beita vinstri hlið líkamans en
almennt gerist. Þeir eru þá örvhentir,
sem kallað er, geta einnig verið ör-
fættir og vinstra auga þeirra getur
verið það ríkjandi. Gefum okkur að
Siggi hugsi í myndum, sé með
ríkjandi vinstri virkni, bæði verklag
og sjón, geti verið fyrirferðarmikill og
truflandi og viðbrögð hans og uppá-
tæki öðrum oft á tíðum óskiljanleg.
Nonni er allt öðruvísi, hann er þægur,
hlýðinn og fyrirsjáanlegur. Hann að-
hefst ekkert án leyfis og kemur sjald-
an á óvart. Foreldrar þeirra mæta
þeim, hvorum um sig, á þeirra eigin
forsendum og stuðla að því að styrkja
sjálfsmynd og efla sjálfstraust beggja
svo sem hvorum hentar. Bræðurnir
gegna hvor sínu hlutverki í fjölskyld-
unni eins og vant er og báðir mik-
ilvægir heildinni. Allt mannlegt er
þeim sameiginlegt, ýmiss konar
reynsla og atferli aðskilur þá og ein-
stakir eru þeir sem persónur. Uppeldi
foreldra og fjölskyldu snýr fyrst og
fremst að mannlegu eðli, að þroska og
aga sammannlega eiginleika, að ala
upp góðar manneskjur. Farvegur
uppeldisins er náin samskipti sem efla
sjálfsvitund og viðurkenna persónu-
leika hvers og eins. Svo kemur að
árinu þegar börnin verða sex ára og
þau byrja í skólanum. Þegar Nonni og
Siggi komu í skólann var fæðing-
arárið einu upplýsingarnar um þá
sem skólinn tók mið af þegar þeim
voru ætluð námsleg viðfangsefni.
Næstu tíu árin tilheyra þeir flæðilínu
skólakerfisins, tolla vonandi á færi-
bandinu og passa í kassana við út-
skipun.
Í haust hefja um 4.500 börn, f. 2007,
skólagöngu. Að lífaldri er mögulegur
eins árs aldursmunur í árganginum,
eða 20% og ætla má að í hópnum megi
finna allt að 3ja ára mun í almennum
þroska – þroskamunurinn fer vaxandi
og gæti orðið fjögur til fimm ár við 12-
14 ára aldur. Í stórum dráttum er öll-
um fæddum á sama ári ætlað að læra
það sama á sama tíma, með sama ár-
angri og færast árlega upp um bekk.
Allir foreldrar hljóta að sjá að þetta er
algerlega galið. Með þessu háttalagi
glötum við hæfileikafólki, þeim sem
þurfa aldrei að hafa fyrir neinu og
læra ekki að nám er vinna. Við höfn-
um sértækum hæfileikum, bjóðum
þeim ekki ögrandi viðfangsefni og öl-
um á ranghugmyndum um eigin
hæfni. Í þetta kerfi er innbyggt ein-
elti. Vanmat, auðmýkingar og að-
hlátur brýtur fólk niður og hrekur úr
námi.
Og svo tekur skólinn við -
Eftir Sturlu
Kristjánsson »… er öllum fæddum
á sama ári ætlað að
læra það sama á sama
tíma, með sama árangri
… Allir foreldrar hljóta
að sjá að þetta er alger-
lega galið.
Sturla Kristjánsson
Höfundur er kennari, sálfræðingur og
Davis-ráðgjafi. Les.is – www.les.is.
Í nýliðinni viku varð
fyrir mér nýtt hefti af
tímaritinu Economist.
Þar kom fram að Mat-
væla- og landbún-
aðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna, FAO,
hefði nýlega sent frá
sér upplýsingar um
ólíka þróun á heims-
markaðsverði á villtum
fiski og eldisfiski frá
árinu 1990. Verð á villt-
um fiski hefði nær tvöfaldast en fisk-
ur úr eldi aðeins hækkað um fimmt-
ung. Það fylgdi sögunni að veiði á
villtum fiski væri stöðug við 90 millj-
ónir tonna á ári en að framleiðsla á
eldisfiski hefði aukist töluvert. Það
eru góð tíðindi fyrir neytendur að
verð á eldisfiski hafi ekki hækkað upp
úr öllu valdi – líkt og gerst hefur með
villta fiskinn. En fyrir þjóð sem bygg-
ir afkomu sína að verulegu leyti á því
að veiða og selja villtan og ómeng-
aðan fisk úr sjálfbærum stofnum til
manneldis er þetta umhugsunarvert.
Hvort er nú betra að halda sig við
villta fiskinn og markaðssetja hann
áfram sem hreina náttúruafurð sem
ætla má að sífellt hærra verð fáist
fyrir – eða steypa hinni ómenguðu
ímynd í voða með því að hefja um-
fangsmikið fiskeldi með tilheyrandi
úrgangi, lyfjanotkun og útrýming-
arhættu fyrir verðmætasta villta fisk-
inn í sjónum: laxinn? Fram hefur
komið að reikna megi þjóðarbúinu
um tvö hundruð þúsund krónur í
tekjur fyrir hvern stangveiddan lax í
íslenskum ám. Auk þess að spilla
laxastofnum getur sjókvíaeldi eyði-
lagt skelfiskmið og
hrygningarstöðvar
villtra fiska í sjó – með
ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum. Ekki þarf nema
hæfilega reynslu af eld-
húsbókhaldi til að gera
sér grein fyrir því að
fyrir þjóðarbúið í heild
er meiri hagnaðarvon í
að halda sig við villtan
fisk úr sjálfbærum
stofnum – en að steypa
sér út í skuldir á ábyrgð
skattborgaranna til að
taka þátt í að framleiða mengaðan
sjókvíafisk sem spillir hvarvetna um-
hverfinu og eyðileggur fyrir annarri
matvælaframleiðslu sem byggist á
hreinleika. Þegar við það bætist að
smábátaeigendur geta nú margfaldað
verðgildi kvótans á innfjarðamiðum
með því að selja hvern fisk fyrir sig til
sjóstangveiðimanna með tilheyrandi
þjónustu í landi og á sjó ætti öllum
efasemdamönnum að vera ljóst að
mengandi fiskeldi í sjókvíum við Ís-
landsstrendur myndi alltaf valda
meira tapi en hagnaði fyrir þjóð-
arbúið – og er þá ótalinn sá óbæt-
anlegi skaði sem náttúran yrði fyrir.
Hvort er nú betra
að græða eða tapa?
Eftir Gísla
Sigurðsson
Gísli
Sigurðsson
» Það er meiri hagn-
aðarvon í að halda
sig við villtan fisk úr
sjálfbærum stofnum –
en að skuldsetja sig til
að framleiða mengaðan
sjókvíafisk.
Höfundur er íslenskufræðingur.
Opið: mán-fös 8:30-18:00
Öryggi – Gæði - Leikgildi
14.990 kr.
Tilboð
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Helgar
Alvöru
Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch
brunch
Steikt beikon
Spælt egg
Steiktar pylsur
Pönnukaka með sírópi
Grillaður tómatur
Kartöfluteningar
Ristað brauð
Ostur
Marmelaði
Ávextir
kr. 1740,- pr. mann
Barnabrunch á kr. 870
Ávaxtasafi og kaffi eð
a te fylgir.
H
u
g
sa
sé
r!
H
u
g
sa
sé
r!
Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu
Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is
Ótrúlega gómsæt byrjun
á góðum degi!
Alla laugardaga og su
nnudaga
frá kl. 11.30 til kl. 14
.30