Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Reykjavík ber höfuð og herðaryfir önnur sveitarfélög. Það
fer vel á því. Hún er höfuðborg
landsins. Hún hefur oftast tekið það
hlutverk mjög alvarlega og verið
stolt af því.
Þrátt fyrir meintatogstreitu á
milli þéttbýlis og
dreifbýlis hafa íbú-
ar landsins alls
margoft sýnt hlýjan
hug til borgarinnar,
höfuðborgarinnar
sinnar.
En andinn í borgaryfirvöldumhefur breyst til hins verra síð-
ustu árin og er ekki munur á milli
stjórnmálaflokka í þeim efnum.
Jafnvel hafa borgarfulltrúar hreytt
úr sér ónotum yfir því að aðrir en
Reykvíkingar vilji leggja sínar
skoðanir í púkk um ríka hagsmuni
sem allir landsmenn eiga sameig-
inlega.
Borgarbúar hafa þó sjálfir sýntmiklu meiri samkennd en hin-
ir kjörnu fulltrúar sem eru ótrúlega
einsleitir í skoðunum sínum og
framgöngu.
Engar deilur eru um það að nú-verandi borgarstjóri gegni
embætti sínu með öðrum hætti en
helstu borgarstjórar gerðu áður.
Meiri ágreiningur kann að vera um
hvort hann gegni embætti sínu yf-
irleitt, ef sleppt er sprelli og uppá-
komum sem sumar eru orðnar
þreyttar.
Illgerlegt er fyrir fjölmiðla að fáJón Gnarr Kristinsson til að
svara málefnalegum spurningum
um borgarmál. Síðast var hann
spurður um álit á nærri 40.000 und-
irskriftum um Reykjavíkurflugvöll.
Jón var hvorki á þeim buxunum né
kjólnum að veita svör. Við því var
ekki að búast.
Jón Gnarr
Kristinsson
Ekki á þeim buxum
STAKSTEINAR
MENNINGARNÓTT
24. ágúst 2013
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
Vinir Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarður
bjóða til sýningar á nýrri kvikmynd
Valdimars Leifssonar um Vatnajökulsþjóðgarð.
Myndin sem er styrktarverkefni Vina Vatnajökuls
og Vatnajökulsþjóðgarðs er um
48 mínútna löng og fjallar hún um fegurð
og fjölbreytileika þjóðgarðsins.
Sýnt er á klukkutíma fresti til skiptis með lesnum
íslenskum og enskum texta
Fyrsta sýning kl. 12 er á ensku
Síðasta sýning kl. 21 er á íslensku
Myndin er sýnd í THE CINEMA á loftinu í Verbúð
nr. 2, Geirsgötu 7b, við gömlu höfnina í Reykjavík.
ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR
VATNA JÖKULS
V IN IR
PO
RT
hö
nn
un
Veður víða um heim 21.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 alskýjað
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 10 heiðskírt
Ósló 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 19 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 27 heiðskírt
París 26 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 22 léttskýjað
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 37 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 25 heiðskírt
New York 30 heiðskírt
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:42 21:20
ÍSAFJÖRÐUR 5:36 21:36
SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:19
DJÚPIVOGUR 5:09 20:53
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Rúmlega fimmtungur Reykvíkinga
sem eru nógu gamlir til að vera
með ökuréttindi á ekki fólks-
bifreið. Alls voru 73.668 slíkir
bílar skráðir í eigu borgarbúa á
síðasta ári. Því má ætla að rétt
tæplega tuttugu þúsund manns
hafi ekki átt fólksbíl í fyrra.
Þetta er á meðal þeirrar töl-
fræði sem lesa má út úr árbók
Reykjavíkurborgar sem birt hefur
verið á vefsíðu borgarinnar. Í
henni kennir ýmissa grasa en þar
má finna mikið af tölulegum upp-
lýsingum um borgina. Árbókin var
gefin út á prenti með hléum frá
fyrrihluta síðustu aldar en hún var
svo gefin út með reglulegum hætti
frá árinu 1972 til 2006.
Reykvíkingar eru samkvæmt
nýjustu tölum 119.764 talsins og
hefur þeim fjölgað lítillega á milli
ára. Á síðustu tíu árunum hefur
borgarbúum fjölgað á áttunda
þúsund manns, eða um 6,4% frá
árinu 2003.
Lægstar tekjur í Breiðholti
Samkvæmt þeim tölum sem er
að finna í árbókinni var hinn
dæmigerði Reykvíkingur með
rúmar 4,4 milljónir króna í árs-
tekjur árið 2008, síðasta árið sem
slíkar tölur eru til um. Íbúar í
póstnúmerinu 103, Háaleitis- og
Bústaðahverfi, njóta mestu efn-
islegu gæðanna af borgarbúum en
meðalárstekjur þeirra eru þær
hæstu í borginni. Íbúar í því póst-
númeri voru með að meðaltali
rúmar 5,6 milljónir króna í tekjur
á ári miðað við árið 2008. Lægstar
tekjurnar eru í Breiðholtinu, póst-
númeri 111. Þar voru íbúar með
rétt rúmar 3,4 milljónir í tekjur á
ári árið 2008.
8% af erlendum uppruna
Ýmsar upplýsingar um erlenda
ríkisborgara sem búa í borginni er
einnig að finna í árbókinni. Þeir
eru alls 9.350 talsins í ár. Þeir eru
tæp 8% borgarbúa. Langfjölmenn-
astir eru Pólverjar en þeir eru alls
3.077 í Reykjavík. Þar á eftir
koma Litháar en þeir eru 824. Þá
eru tiltölulega fjölmennir hópar
Bandaríkjamanna, Breta, Filipps-
eyinga, Dana og Þjóðverja í borg-
inni, eða á fjórða hundrað frá
hverju landi. Flest þeirra leik-
skólabarna á leikskólum borg-
arinnar sem eru af erlendum upp-
runaeru einnig frá Póllandi. Þau
voru 264 á síðasta ári.
Mannfjöldaþróun í Reykjavík frá 1901
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
19
01
19
10
20
13
20
10
19
20
19
30
19
40
19
50
19
60
19
70
19
80
19
90
20
00
Heimild: Árbók Reykjavíkurborgar
Íbúar í póstnúmeri
103 eru ríkastir
Reykjavíkurborg birtir árbók sína