Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Starfið er krefjandi en skemmtilegt, felur meðal annars í sér markaðs-
setningu og sölu á veiðileyfum á veiðisvæðum Hreggnasa,
innanlands og erlendis.
Ráðgjöf og leiðsögn fyrir viðskiptavini.
Helstu hæfniskröfur.
Reynsla af sölu veiðileyfa. Mikil þekking á íslenskum vatnasvæðum.
Reynsla af leiðsögumennsku tengdri stangveiði. Góð enskukunnátta.
Viðkomandi þarf að geta hafið starf, sem fyrst.
Veiðifélagið Hreggnasi er 13 ára gamalt fyrirtæki, meðal vatnasvæða eru
Grímsá í Borgarfirði, Krossá á Skarðsströnd, Laxá í Kjós og
Svalbarðsá í Þistilfirði.
Áhugasamir sendið umsókn ásamt ferilskrá,
fyrir 1. September á netfangið Atvinna@hreggnasi.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Veiðifélagið Hreggnasi auglýsir
eftir sölu og markaðsfulltrúa.
www.hreggnasi.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Svo virðist sem Dettifoss, aflmesti foss í Evrópu, sé
hægt og bítandi að brjóta sér nýja leið um farveg
sinn. Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norð-
ursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir fossinn liggja á
sprungu sem liggur í stefnunni suðvestur-norð-
austur, eins og flekaskilin sem ganga í gegnum Ís-
land. „Það sem menn hafa tekið eftir, án þess að það
hafi verið mælt vísindalega að því er ég viti til, er það
að fossinn er að grafa sig lengra í suðvestur, upp með
sprungunni.“
Hjörleifur segir eðlilegt að fossinn breytist.
„Jökulsá er þannig að það er svo mikið af framburði í
henni að rofmátturinn er alveg gríðarlegur.“
Menn sem þekkja til staðhátta í kringum fossinn
benda einnig á að hann hafi verið þverhníptari áður,
en sé nú sýnilega meira aflíðandi. „Mér finnst ég sjá
mun á fossinum á þeim fimm árum sem ég hef verið
hérna, en það eru engar vísindalegar mælingar á
bakvið það,“ sagði Hjörleifur. „Þetta er eitt af því
sem er svo aðlaðandi við Ísland, það er alltaf að
breytast.“
Stórir steinar stóðu upp úr fossinum
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi
þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, tekur undir með
Hjörleifi og segir fossinn vissulega hafa breyst með
árunum. „Fossinn breytist bara eins og náttúran.
Hann hefur verið að grafa sig inn í þessa geil til suð-
vesturs þannig að hann hefur aðeins lengst,“ sagði
Sigþrúður Stella. „Þetta gerist kannski í dálitlum
stökkum. Stundum finnst manni maður sjá töluverð-
an mun á honum milli ára, en það getur breyst eftir
því hvenær ársins maður kemur að honum.“
Sigþrúður Stella sagði fossinn hafa litið töluvert
öðruvísi út á myndum sem hefðu verið teknar stuttu
eftir aldamótin 1900. „Þá voru til dæmis stórir stein-
ar eða klettar upp úr honum, sem eru löngu horfnir
núna. Það er í sjálfu sér bara eðli fossa að breytast
smátt og smátt,“ sagði hún. „Fossar eru einkenni
ungs lands eins og Íslands og hafa tilhneigingu til að
grafa sig inn og afmá sína stalla með tímanum. Þetta
er bara eitthvað sem gerist.“
Sýnilegar breytingar frá 1987
Sigþrúður Stella segir að mögulega hafi komið
upp einhverjar aðstæður sem flýti fyrir því að fossinn
grafi sig inn í geilina.
„Eftir því sem meira vatnsmagn fer ofan í geil-
ina eða gjána þá getur þetta líka gerst hraðar.“ Sig-
ríður Stella var landvörður við Dettifoss frá 1987 og
sagðist sjá talsverðan mun á fossinum, en ítrekar að
það geti ráðist að miklu leyti af því á hvaða árstíma
fossinn sé skoðaður og hversu mikið vatn sé í honum.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Dettifoss Aflmesti foss Evrópu hefur mikið breyst í áranna rás. Áður stóðu klettar upp úr fossinum, en nú
er hann að brjóta sér leið til suðvesturs inn í geil sem þar hefur myndast. Rofmáttur fossins er mikill.
Dettifoss breytist
Dettifoss virðist grafa sig suðvestur eftir sprungu
Fossinn hefur breyst mikið frá næstsíðustu aldamótum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Rannsókn Barnaverndar Reykjavík-
ur á málefnum ungbarnaleikskólans
101 í Reykjavík stendur nú yfir, en
starfsmenn leikskólans eru sakaðir
um að beita börn harðræði. Borg-
aryfirvöld segja málið viðkvæmt en
að tekið verði á því af festu.
Tveir sumarstarfsmenn tilkynntu
málið til Barnaverndar, en þeir
sýndu myndbönd sem tekin höfðu
verið á leikskólanum.
Skóla- og frístundasvið Reykja-
víkurborgar segir að Leikskólanum
101 hafi verið lokað tímabundið á
meðan rannsókn Barnaverndar
Reykjavíkur á meintu harðræði
starfsfólks við börn stendur yfir.
Tekið er fram að við reglubundið
eftirlit í leikskólanum á þessu ári
hafi engar athugasemdir verið gerð-
ar við aðbúnað barna.
„Ég hef haft mjög góða reynslu af
leikskólanum og við berum fullt
traust til eigenda og forsvarsmanns
skólans og þeirra starfsmanna sem
annast hafa okkar börn. Ég vona að
málin verði farsællega til lykta
leidd,“ segir Jakob Frímann Magn-
ússon, faðir tveggja stúlkna sem
hafa verið á Leikskólanum 101 og
framkvæmdastjóri Miðborgar.
Í tilkynningu frá leikskólanum
kemur fram að stjórnendur hans
segja ásakanir um harðræði á leik-
skólanum alvarlegar og hafna þeim
alfarið.
Leikskólinn er ungbarnaleikskóli
þar sem dvelur 31 barn. Börnin eru
frá 9 – 18 mánaða gömul. Starfs-
menn leikskólans eru níu talsins, en
tveimur hefur verið vikið frá störf-
um tímabundið vegna ásakananna.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Leikskólinn 101 Skólinn hefur
starfað í tæpan áratug.
Leikskól-
anum 101
lokað
„Hef góða reynslu
af leikskólanum“
Rúmlega 40 þús-
und undirskriftir
höfðu safnast í
gærkvöldi til
stuðnings því að
Reykjavík-
urflugvöllur
verði áfram í
Vatnsmýrinni.
Undirskrifta-
söfnunin hófst
um síðustu helgi
og fer fram á vefsíðunni Lending.is.
Gert er ráð fyrir að undirskrift-
irnar verði afhentar 20. september
næstkomandi, en þá rennur út
frestur til að gera athugasemdir
við aðalskipulag Reykjavík-
urborgar.
Samkvæmt aðalskipulaginu er
gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í
áföngum fyrir blandaðri byggð.
Félagið Hjartað í Vatnsmýri
stendur að söfnun undirskriftanna
og var það stofnað 8. júlí sl.
Yfir 40 þúsund und-
irskriftir hafa safn-
ast vegna flugvallar
Frá Reykjavík-
urflugvelli.
Tveir íslenskir ríkisborgarar voru
handteknir á flugvellinum í Melbo-
urne í Ástralíu á þriðjudag vegna
gruns um innflutning á þremur
kílóum af kókaíni. Mennirnir eru í
haldi lögreglu og hafa þeir mætt
fyrir dómara.
Greint er frá þessu á ástralska
fréttavefnum The Age. Þar kemur
fram að mennirnir hafi verið
ákærðir fyrir innflutning á fíkni-
efnum. Fram kemur að aðalræð-
ismaður Íslands í Ástralíu hafi ver-
ið viðstaddur í réttarsal í
Melbourne í gær. Hvorugur mann-
anna óskaði eftir því að fá sig laus-
an gegn greiðslu tryggingar. Þeir
verða því áfram í gæsluvarðhaldi
og eiga að mæta aftur fyrir dómara
í nóvember.
The Age greinir frá því að ís-
lensk kona, sem starfi sem kennari,
hafi boðist til að aðstoða sem túlk-
ur. Saksóknarinn Ben Kerlin sagði í
réttarsalnum að ekki væri búið að
vigta kókaínið, en það væri vegna
þess hvernig efnin voru falin. Ekki
er nánar útskýrt hvar og hvernig
efnin fundust.
Ákærðir í Ástralíu
grunaðir um smygl
Morgunblaðið/Júlíus
Tveir mælingamenn frá Veðurstofunni fóru upp úr
Skagafirði í gær að upptökum Vestari-Jökulsár í Hofs-
jökli. Fóru þeir þangað til þess að kanna orsökina á bak-
við mikið grugg sem er í ánni auk þess sem megna
brennisteinslykt leggur um svæðið.
Sigurður Friðriksson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæk-
isins Bakkaflatar, fór að upptökum árinnar við norðvest-
anverðan jökulinn inn af Ingólfsskála í gær til þess að
kanna málið nánar. „Við vorum að sigla á Vestari-Jökuls-
ánni og sáum þegar við komum heim að hún var orðin
blágrá. Svo var mjög mikil brennisteinslykt af vatninu,
sérstaklega þegar komið var inn að jökli. Þar var megn
óþefur,“ segir Sigurður. Hann segir að vatnið bulli þar
undan jöklinum en gerir sér ekki grein fyrir því hvers
vegna svo sé. „Það er mikil aska í vatninu, en ég sá ekki
nein ummerki um vatnavexti,“ segir Sigurður, aðspurður
hvort hann telji hlaup vera í uppsiglingu. ,,Ég gæti best
trúað því að það séu einhver eldsumbrot þarna undir. En
ég fann engan hita í vatninu þegar ég þreifaði,“ segir Sig-
urður, sem tók sýni úr vatninu. „Þegar ég opnaði það
heima barst megn lykt út um allt hús,“ segir hann og
hlær við. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í
gærkvöldi er ekki búist við því að starfsmenn á vegum
stofnunarinnar muni ljúka mælingum fyrr en í dag. vid-
ar@mbl.is
Megn óþefur af jökulsá
Mælingamenn frá Veð-
urstofunni fóru á svæðið
Ljósmynd/Bakkaflöt
Gruggug Siglt niður Vestari-Jökulsá í Skagafirði í gær.
Brennisteinslykt lagði um svæðið en orsökin er óljós.