Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++. Hámarksvinduhraði 1400 sn./mín. VarioPerfect: Hægt að stytta tímann eða spara orku á þvottakerfum án þess að það komi niður á þvottahæfni. Þú uppskerð allt að 60% tímasparnað eða 20% orkusparnað með því að nota VarioPerfect-aðgerðina. Með sama góða árangrinum: Tandurhreinum þvotti. WAE 28271SN Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16 Fullt verð: 149.900 kr. Tilboð: 119.900 kr. Bosch, mest seldu heimilistækin í Evrópu. Veldu hraðþvott eða orkusparnað. Og alltaf tandurhreinan þvott. Veldu Bosch þvottavél með VarioPerfect. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær að takmarka sölu öryggisbún- aðar og vopna til Egyptalands. Ráð- herrar aðildarlandanna 28 efndu til neyðarfundar til að ræða viðbrögð við átökunum í Egyptalandi en ákváðu að efnahagsaðstoð við land- ið yrði haldið áfram. Catherine Ashton, utanrík- ismálastjóri sambandsins, sagði ráðherrana fordæma allt ofbeldi og það væri þeirra mat að aðgerðir egypskra hermálayfirvalda und- anfarnar vikur hefðu farið fram úr því sem aðstæður kölluðu eftir. „Við munum endurskoða aðstoð til Egyptalands en hún verður áfram veitt þeim sem eru í mestri nauð,“ sagði hún. Ashton sagði að- ildarríkin samtaka í stuðningi sín- um við egypsku þjóðina. Fáeinum stundum fyrir fundinn hvöttu stjórnvöld í Sádi-Arabíu ríki heims til að grípa ekki til aðgerða sem hömluðu viðleitni egypskra stjórnvalda til að koma á stöð- ugleika í landinu. Ráðherra fangelsismála í Egyptalandi, Mostafa Baz, sagði í gær að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti landins, yrði látinn laus ef engar nýjar ákærur yrðu lagðar fram gegn honum. Egypskur dóm- stóll úrskurðaði í gær að Mubarak skyldi leystur úr haldi en Baz sagði að samráð yrði haft við saksóknara um frelsun hans. AFP Fundað William Hague og Catherine Ashton gantast fyrir fundinn en Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sagði mikilvægt að Evrópa lét í sér heyra. Takmarka vopna- sölu til Egyptalands  Ráðherrar ESB halda neyðarfund Tókíó. AFP. | Japanska kjarnorkueft- irlitsstofnunin hækkaði viðbúnaðar- stig við Fukushima Daiichi-kjarn- orkuverið í gær í kjölfar þess að upp komst að 300 tonn af geislamenguðu vatni höfðu lekið úr vatnstanki við verið. Eftirlitsmenn sögðu lekann flokkast sem „alvarlegt atvik“ og falla undir þriðja stig á INES, al- þjóðlegum kvarða fyrir kjarnorku- slys. Rekstraraaðili kjarnorkuversins, Tokyo Electric Power Co, sagði í gær að enn læki úr tankinum en ekki hefði tekist að finna nákvæmlega hvaðan lekinn væri upprunninn. Þá var unnið að því að kanna hvort ein- hver 350 annarra áþekkra tanka á svæðinu læki. Talsmaður TEPCO viðurkenndi síðdegis að eitthvað af vatninu hefði hugsanlega runnið til sjávar um nálægt holræsi. Fyrirtækið sagði vatnspolla um- hverfis tankinn svo eitraða að hver sá sem kæmist í snertingu við vatnið fengi sama geislamagn á klukku- stund og starfsmanni kjarnorkuvers væri leyfilegt að fá á fimm árum. Uppsafnað kælivatn vandamál Aðaltalsmaður japönsku ríkis- stjórnarinnar, Yoshihide Suga, sagði ástandið hörmulegt en stjórnvöld myndu hafa samráð við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina og meta stöðuna í framhaldinu. „Ríkisstjórnin sem heild mun gera hvaðeina sem hún getur til að koma í veg fyrir leka mengaðs vatns eins fljótt og auðið er,“ sagði hann við blaðamenn. Hlutabréf í TEPCO féllu um tæp 10% í gær en fyrirtækið hefur barist í bökkum síðan kjarnorkuverið skemmdist illa í risajarðskjálftanum sem reið yfir Japan 11. mars 2011. Helsti vandinn sem stjórnendur versins eiga við að etja er meðhöndl- un hins gríðarlega vatnsmagns sem hefur verið notað til að kæla kjarna- kljúfana og hefur verið losað í tanka til bráðabirgða. Talsmaður Kjarnorkueftirlits- stofnunarinnar sagði að eitt vanda- mál hefði rekið annað hvað varðaði uppsafnað geislamengað vatnið. Hann sagði jafnframt að enn sæi ekki fyrir endann á vandamálum TEPCO. Hækka viðbúnaðar- stig vegna vatnsleka  300 tonn af geislamenguðu vatni runnið úr vatnstanki AFP Hætta Unnið er að því að flytja burtu mengaðan jarðveg og tæma tankinn. Viðbúnaður » Fyrir gærdaginn var viðbún- aðarstig við kjarnorkuverið í einum en það fór hæst í sjö og er það aðeins í annað sinn sem kjarnorkuslys er flokkað sem sjö. Hitt slysið er Chernobyl- slysið sem átti sér stað 26. apríl 1986. » Tugum þúsunda íbúa hefur verið meinað að snúa aftur til síns heima síðan 2011 en hættusvæðið umhverfis Fukus- hima-verið spannar um 20 km. Níutíu prósent fyrirtækja og verslana í borg- inni Pune á Ind- landi voru lokuð í gær vegna verkfalls sem stjórnmála- og félagshreyfingar efndu til í mót- mælaskyni gegn morði á aðger- ðasinna sem barðist gegn hind- urvitnum og svartagaldri. Narendra Dabholkar, 71 árs, var myrtur af teimur byssumönn- um á mótorhjólum á morg- ungöngu sinni í Pune á þriðjudag. Hann var harður gagnrýnandi yf- irlýstra „guðamanna“, sem halda því fram að þeir geti framkvæmt kraftaverk, og hafði kallað eftir löggjöf gegn hjátrú. Lögreglu- yfirvöld í borginni sögðu í gær að rannsókn málsins hefði ekkert þokað. INDLAND Fyrirtækjum lokað í mótmælaskyni Yfirlýsingar menntamála- stjóra Prabu- mulih-borgar á eyjunni Súmötru hafa vakið harkaleg við- brögð í Indónes- íu en hann hefur lagt til að stúlkur sem sækja um í framhaldsskólum borgarinnar verði skikkaðar til að undirgangast skírlífisrannsókn. Hann sagði í gær að leitast yrði við að gera ráð fyrir tillögunum á fjár- hagsáætlun fyrir árið 2014 og að rannsóknirnar yrðu famkvæmdar á hverju ári í kjölfarið. Menntamálaráðherra landsins, Mohammad Nuh, var meðal þeirra sem gagnrýndu tillögurnar og sagði þær ekki gáfulegar en vara- formaður nefndar um ofbeldi gegn konum sagði skírlífisrannsóknir skýlaust kynferðislegt ofbeldi. INDÓNESÍA Skólastúlkur gangist undir skírlífispróf Nýsjálenska þingið samþykkti í gær löggjöf sem veitir helstu njósnastofnun Nýja-Sjálands, GCSB, auknar heimildir til að fylgjast með íbúum og borgurum lands- ins. Lögin voru samþykkt með 61 atkvæði gegn 59 en þau eru afar umdeild og viðurkenndi forsætisráð- herrann John Key að ákvörðunin hefði vakið ugg hjá einhverjum. „Þetta snýst ekki og mun aldrei snúast um heildsölunjósnir um Nýsjálendinga,“ sagði ráðherrann þegar hann ávarpaði þingið. Hann sagði að stjórnvöld yrðu að grípa til aðgerða til að vernda borgara landsins fyrir raunverulegum ógnum, sem varhugavert væri að vanmeta. Tilurð löggjafarinnar má rekja til þess að upp komst um ólögmætar njósnir GCSB í fyrra, m.a. um netmógúlinn Kim Dotcom, sem á og rekur skráarskiptasíðurnar Mega og Megaupload. Hann lýsti í gær yfir andláti friðhelgi einkalífsins á Twitter og hvatti fólk til að leita hefnda í þingkosn- ingum á næsta ári. Samtök nýsjálenskra lögfræðinga, ýmis mannréttinda- samtök og netrisarnir Google, Facebook og Microsoft hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna löggjafarinnar. NÝJA-SJÁLAND Nýsjálenska þingið samþykkir umdeilda njósnalöggjöf með 61 atkvæði gegn 59 John Key
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.