Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Þetta sagði hinn
virti fv. ritstjóri
Styrmir Gunnarsson
sem hafði betri yf-
irsýn yfir íslenska
samfélagið í hálfa öld
en flestir aðrir lands-
menn. Styrmir hafði
hlutverk boðberans,
sem ritstjóri víð-
lesnasta dagblaðs
landsins, til að til-
reiða boðskap valdhafanna, til
þjóðarinnar. Eftir starfslok kveð-
ur hann upp dóm yfir ferlum ævi-
starfsins. Í þeim dómi segir hann:
Þetta er allt ógeðslegt, það eru
engin prinsipp, það eru engar
hugsjónir, það er ekki neitt, það
er bara tækifærismennska og
valdabarátta. Þarna kemur fram í
dómi ófögur lýsing á einu sam-
félagi, frá manni sem marga fjör-
una hefur sopið, og
marga fundina setið í
reykfylltum bakher-
bergjum með æðstu
valdhöfum, þar sem
pólitískt makk, plott
og ráðabrugg hefur
farið fram.
Bjartar vonir
vakna
Eftir síðustu al-
þingiskosningar var
gleði í hug og hjarta
Íslendinga. Afleit rík-
isstjórn „norrænnar velferðar“
ríkisstjórn sundurlyndis og óheil-
inda var farin frá, og nú var þjak-
aðri þjóðinni létt. Ný ríkisstjórn
tekin við völdum, ungir leiðtogar
teknir við stjórn, og með þeim
byggðust upp vonir. Við þessar
nýju vonir réttist úr bökum gam-
alla sem voru orðin hokin eftir
skerðingar kjara af völdum hinnar
norrænu velferðarstjórnar Jó-
hönnu og Steingríms. Skulda-
krepptum heimilum létti. Nú yrði
stökkbreyttum húsnæðislánum
breytt, ungu þjóðarleiðtogarnir
gáfu loforð, annar lofaði skulda-
leiðréttingu, og hinn lækkun
skatta. Leiðarljós skildi vera, eng-
ar nefndir, bara efndir.
Þegar ungu leiðtogarnir voru að
boða þjóðinni boðskapinn var vor í
lofti, vonir og vor einnig í skulda-
hrjáðum hjörtum þjóðarinnar. Nú
voru að renna upp nýir tímar, nú
yrði íslenskt þjóðfélag ekki lengur
ógeðslegt, nú voru teknir við
stjórnendur með hugsjónir, valda-
baráttan tilheyrði fortíðinni, og
ekkert lengur til sem hét hug-
sjónaleysi.
Eftir vor kemur haust
Nú eru skuggar haustsins að
lengjast, og uppskera eftir gró-
anda sumars að koma í ljós.
Hvernig hefur hinum ungu flokks-
leiðtogum farnast með verk sín,
þjóð sinni til hagsbóta? Hafa þeir
stutt við hokin bök aldraðra og ör-
yrkja, eftir meðferð hinnar nor-
rænu velferðarstjórnin á þeim,
hinum minnstu bræðrum og systr-
um? Svarið er nei. Hefur skulda-
krepptum heimilum verið sýnt
fram á hvenær og hvernig skulda-
byrðunum verði létt? Svarið er
nei. Hafa ungu þjóðarleiðtogarnir
glatt einhverja hópa þjóðfélagsins,
á meðan sumarsól var hæst á
lofti? Svarið er já. Launahæstu
hópar þjóðfélagsins hafa fengið
launahækkanir sem duga vel til að
fíra upp í verðbólgubáli og eftir
því sem logarnir þess stækka, þarf
launamaðurinn að vinna lengur og
hraðar fyrir brauðinu sínu. Ekki
má gleyma því að þegar haustar
og kólna fer í bólum þjóðarinnar
þá geta útvaldir sem krefjast
þjóðarauðlindarinnar, fiskimiðin,
yljað sér á tánum á milljörðunum
sem leiðtogarnir ungu skenktu
þeim í sumargjöf. Sumargjöf frá
þjóðinni.
Eftir haust kemur vetur.
Þá fær þjóðin að sjá efndir lof-
orðanna. Þá fáum við að sjá hvort
þjóðfélag okkar er eins og dómur
heiðarlega ritstjórans sagði.
Ógeðslegt þjóðfélag. Engin prin-
sipp. Engar hugsjónir. Bara tæki-
færismennska og valdabarátta.
Vonandi verður þessi ríkisstjórn
ekki svo slæm að hún geri nor-
rænu velferðarstjórn Jóhönnu og
Steingríms góða, þá væri illa kom-
ið. Þá gæti þjóðin tekið undir með
sr. Sigvalda, að kominn væri tími
til að biðja guð að hjálpa sér.
„Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“
Eftir Eðvarð
Árnason
Eðvarð Árnason
» Þá gæti þjóðin tekið
undir með sr. Sig-
valda, að kominn væri
tími til að biðja guð að
hjálpa sér.
Höfundur er fv. yfirlögregluþj.
FALLEGAR HAUSTVÖRUR
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18
Eftir að fyrstu
augnagoturnar, fyrsta
daðrið og fyrstu kynni
hafa átt sér stað milli
„leitandi“ unglinga
fylgja gjarnan skoð-
anaskipti og samtöl um
hugsanleg sameiginleg
áhugumál. Það þarf
auðvitað að taka sér
góðan tíma til að huga
vel að því hvort tilvon-
andi passi sem slíkur
eða eigi kannski betur heima í vina-
hópnum. Þótt það geti reynst mörg-
um erfiður hjalli að komast yfir fyrstu
unglingaástina er gott að hafa í huga
að nokkrir virkilega góðir vinir geta
verið betri en hundrað kunningjar.
Við makaval má gera ráð fyrir að hver
einstaklingur kynnist fjölda fólks.
Mestu skiptir að velja rétt þær mann-
eskjur sem passa best við eigin per-
sónugerð þannig að á endanum standi
„besti vinurinn“ upp úr. Í dag eru hug-
myndir um eftirsóknarverðan lífsstíl
öðruvísi en þær voru í „gamla“ daga.
Tímarnir eru fljótir að breytast og
hver kynslóð hefur misjafnar hug-
myndir um líf og lífsstíl. „Svali gaur-
inn“ er ekki lengur sá eftirsóttasti
heldur eru það innri eiginleikar mann-
eskjunnar sem vekja meiri áhuga. Út-
litið skiptir ekki meginmáli þegar upp
er staðið heldur þeir persónuþættir
sem liggja á bak við útlitið. Strax við
upphaf kynna er hægt að mynda sér
skoðun á hvort viðkom-
andi persóna hafi nægt
aðdráttarafl til að næra
alvöru samband. Lík-
ams- og munnlykt hafa
mikil áhrif við fyrstu
kynni. Of mikil andlits-
förðun og sterkt ilmvatn
á fyrstu stefnumótum
getur gefið hinum að-
ilanum þá hugmynd að á
ferð sé „áköf og krefj-
andi“ persóna. Áður en
fyrsta samtalið hefst er
gott að velta fyrir sér
ákveðnum atriðum til að kanna sam-
eiginlega fleti og „húmor“ sem hægt
væri að ræða. Gagnkvæmur skiln-
ingur verður við að meðtaka og sýna
áhugamálum hvort annars athygli. Ef
sameiginleg áhugamál eru til staðar
og fiðrildi fljúga í maganum er ekki
langt í fyrsta stefnumótið. Öll smáat-
riðin mætast svo í einni heild þegar
fram líða stundir og kynni tveggja ein-
staklinga þroskast í fallegt ástarsam-
band. Viljir þú láta koma fram við þig
eins og prinsessu eða prins skaltu
haga þér í samræmi við það. Upplagt
er að fyrsta stefnumótið fari til dæmis
fram á kaffihúsi eða úti í göngutúr því
alltaf er auðveldara að tala frjálslega
saman í fersku lofti en í þröngu her-
bergi. Ekkert er jafnt yndislegt og að
finna fyrir þessum fiðrildum í mag-
anum. Einhvern tímann kemur svo að
þeim tímapunkti að maður vilji vera
einn með viðkomandi manneskju og
þá má auðvitað bjóða í rómantískt
matarboð. Það ætti að huga vel að öll-
um smáatriðum eins og fallegum
borðskreytingum, rétta andrúmsloft-
inu og mat sem viðkomandi aðila
finnst góður. Best er auðvitað að
kanna slíkt í samtölum fyrir stefnu-
mót. Góðar og gefandi samverustund-
ir í ró og næði eru lífsnauðsynlegar
nærandi samböndum og þær ætti að
endurtaka með reglulegu millibili. Það
er góð leið til að kynnast annarri
manneskju náið. Annar mikilvægur
þáttur í góðu og gefandi sambandi er
kynlífið. Það ætti að vera sameiginleg
ákvörðun beggja aðila og alltaf er alfa-
rsælast að byrja varlega. Gott er ef
ungar stúlkur ræða um kynlífið fyrst
við foreldra sína og leita síðan til kven-
sjúkdómalæknis og hlusta á það sem
hann hefur að segja.
Daður og fyrstu kynni
Eftir Birgittu
Jónsdóttur Klasen
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
» Góðar og gefandi
samverustundir í ró
og næði eru lífsnauðsyn-
legar nærandi sam-
böndum og þær ætti að
endurtaka með reglu-
legu millibili.
Höfundur stundar náttúrulækningar,
heilsu- og næringarráðgjöf.