Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Býflugurnar sluppu út 2. Missti algjörlega stjórn á sér 3. Ásakanir um harðræði á leikskóla 4. 10 sóttu um Hafnarfjarðarprestakall »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tilkynnt var í gær að EVE: Valkyrie kæmi út á næsta ári. Leikurinn bygg- ist á nýrri tækni á sviði sýndarveru- leika þar sem spilurum er gefinn kostur á að gerast flugmenn í geim- skipum í EVE-heiminum. CCP tilkynnir nýjan leik tengdan EVE  Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræð- ingur heldur fyr- irlestur um tíma- bilsherbergi safna og fjallar um hlut- verk þeirra, mark- mið og sannleiks- gildi í tengslum við sýninguna Kaflaskipti eftir Andreu Maack og Hugin Þór Arason í Hafnarhúsinu. Fyrirlesturinn hefst klukkan átta í kvöld. Fyrirlestur um tímabilsherbergi  Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur í kvöld en það hefst á JazzQuiz á JazzHorni hátíðarinnar. Á fyrstu tónleikum kvöldsins mun Kristján Tryggvi Martinsson leiða K-Tríó sitt og kynnir nýja plötu í leiðinni, Meat- ball Evening, í Fríkirkj- unni. Á Café Rósen- berg og í Hallgríms- kirkju verða einnig tónleikar í tengslum við hátíðina. K-Tríó á lokakvöldi Jazzhátíðar Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s, víða rigning, talsverð suð- austan en snýst í vestan 8-13 m/s fyrir sunnan og dregur úr rigningu þar um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, sums staðar lítilsháttar væta en bjart með köflum á N- og A-landi. Hvessir af austri í kvöld og bætir í úrkomu. Hiti 10 til 15 stig. VEÐUR „Þekking mín á íslenska fótboltanum og þeim belg- íska segir mér að FH gæti verið topplið í belgísku B-deildinni. Það verður þungur róður fyrir FH að komast áfram,“ segir Arnar Þór Viðarsson, leikmaður og aðstoðarþjálfari belgíska liðsins KRC Cercle Brugge, um fyrri viðureign FH og belgíska liðsins Genk sem fram fer á Kaplakrikavelli í kvöld. »2 Þungur róður framundan Alexi Lalas, fyrrverandi lands- liðsmaður Bandaríkjanna í fót- bolta, segir í einkaviðtali við Morgunblaðið að Aron Jó- hannsson þurfi að sökkva sér í menningu lands og þjóðar og kynna sér hvað það þýðir að spila fyrir bandaríska lands- liðið. »2-3 Þarf stolt til að spila fyrir Bandaríkin Jón Arnór Stefánsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, hefur glímt við meiðsli í mjöðm um langt skeið. Hann hefur ekki enn fengið sig góðan og heldur utan til félags síns Zara- goza á Spáni á næstu dögum. Jón Arnór segist hafa verið í meðferð í sumar en ekki fengið næga hvíld til að jafna sig. Skurðaðgerð sé hins vegar síðasti kosturinn. »1 Mjöðmin plagar Jón Arnór Stefánsson ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jón Karlsson flutti til Manitoba í Kanada fyrir um tveimur árum og fyrir skömmu opnaði hann eigið bif- reiðaverkstæði í „Íslendingabænum“ Gimli. „Það var alltaf tilgangurinn að opna verkstæði, þegar ég yrði kom- inn með varanlegt landvistarleyfi, og nú er það í höfn,“ segir hann. Sagan endurtekur sig. Fyrir um 40 árum flutti bifvélavirkinn Snorri Ás- mundsson frá Íslandi til Winnipeg og hann rekur enn viðgerðaverkstæði skammt frá Gimli. Blaðamaður leit inn á verkstæðið hjá Jóni á frídegi en okkar maður var á fullu. „Það er allt vitlaust að gera og ég þarf ekki að kvarta,“ sagði hann og bætti við að ekki veitti af því að nota tímann. Þess vegna var ekki hlaupið að því að króa hann af því viðskiptavinir höfðu að sjálfsögðu forgang. Jón segir að hann hafi haft auga- stað á húsnæðinu, sem er nánast við þjóðveg númer 9, bakhús Víkingsins, þekkts veitingastaðar í bænum, og ekki hafi verið vandamál að fá það leigt. Hann segir að sér hafi komið á óvart hvað auðvelt var að nálgast öll nauðsynleg tæki og tól, allt hafi geng- ið snurðulaust. Konan valdi Kanada Fjölskyldan flutti til Danmerkur fyrir hrun 2008 en áður hafði Jón unnið á verkstæði á Íslandi og ekið sendibíl. „Mér líkaði ekki nógu vel í Danmörku og því fór ég fljótlega að vinna í því að reyna að komast til Kanada,“ segir hann. Jón bætir við að Nýja-Sjáland hafi líka komið til greina. „Ég vildi fara til Nýja- Sjálands en konan vildi fara til Kan- ada og þess vegna erum við hérna.“ Jón segir að upphaflega hafi hann viljað flytja til BC (Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada). Þar hafi hann keypt aðstoð hjá full- trúa til að fá öll tilskilin leyfi en ekk- ert hafi komið út úr því nema pen- ingaeyðsla. „Þá fór ég að vinna í þessum málum sjálfur og sá að auð- veldast var að fá atvinnuleyfi í Mani- toba. Því sótti ég um hérna, fór hing- að í skoðunarferð og var varla lentur þegar Grétar Axelsson, sem hefur búið lengi á Gimli, fann mig á Fés- bókinni. Ég þekkti auðvitað engan hérna en hjólin fóru að snúast. Ég var hérna í tíu daga, fékk vinnu á bónda- bæ og eitt leiddi af öðru. Hjónin Jón og Sigrún Gunnars- dóttir eiga tvö börn og segir Jón að fjölskyldan hafi aðlagast vel lífinu á Gimli. „Við kunnum vel við okkur hérna,“ segir hann en viðurkennir að moskítóflugurnar eigi það til að vera aðgangsharðar á sumrin og frostið bíti á veturna. „En okkur líður vel.“ Loks eigin herra á Gimli  Rekur bifreiða- verkstæði í „Ís- lendingabænum“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Alltaf í vinnunni Jón Karlsson á bifreiðaverkstæði sínu á Gimli í Manitoba í Kanada. Þar hefur verið nóg að gera. „Það er gaman að heyra íslensk- una talaða á götum bæjarins á ný,“ segir Raymond Sigurðs- son bóndi rétt sunnan við Gimli, á góðri íslensku. Hann vísar til þess að stöðugt færri Kanada- menn tali íslensku en með nýjum innflytj- endum sé von til þess að viðhalda málinu lengur. Tæplega 20.000 manns fluttu frá Íslandi til Vest- urheims á árunum 1870 til 1914. Afkomendur þessa fólks hafa haldið tryggð við gamla landið og ekki síst í Manitoba. Þegar síldin hvarf í lok sjöunda áratugar lið- innar aldar tóku nokkrar fjöl- skyldur sig upp og fluttu vestur. Í kjölfar hrunsins 2008 var sama upp á teningnum og á nýliðnum árum hafa yfir 20 íslenskar fjöl- skyldur sest að í Manitoba. „Gaman að heyra íslenskuna á ný“ ÍSLENDINGUM HEFUR FJÖLGAÐ Á NÝ Á GIMLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.