Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 ✝ RagnhildurAldís Kristins- dóttir fæddist í Reykjavík 17. des- ember 1950. Hún lést á Landspít- alanum 7. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristinn J. Aðalsteinsson sjó- maður, f. 21. des- ember 1929, d. 22. febrúar 1953 og Margrét Erla Einarsdóttir, f. 11. maí 1931. Aldís ólst upp hjá föður- foreldrum sínum þeim Að- alsteini Vigfússyni, f. 19. febr- úar 1910, d. 3. júní 1971 og apríl 1958 og Erla Björk Ein- arsdóttir, f. 4. júlí 1963. Aldís giftist 21. nóvember 1976 Eyjólfi Hermanni Sveins- syni, f. 26. janúar 1952. For- eldrar hans eru Gyða Eyjólfs- dóttir f. 30. desember 1922 og Sveinn Sigursteinsson, d. 2000. Börn þeirra eru 1) Kristinn Aðalsteinn, f. 28. maí 1971, börn: a) Fanney Björk, f. 10. júní 1994, b) Jón Sævar, f. 21. apríl 1998 og c) Alexandra Al- dís, f. 10. júlí 2003, móðir Að- alheiður Jónsdóttir, f. 22. júní 1973. 2) Davíð Fannar, f. 20. júlí 1976, barn: Ásdís Birna, f. 9. desember 1997, móðir Klara Karlsdóttir, f. 25. apríl 1980. Aldís vann áður hjá Hag- kaupum og Vífilfelli en fór síð- an í sjúkraliðanám og vann hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför Aldísar fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 22. ágúst 2013, kl. 15. Ragnhildi S. Valdimarsdóttur húsfreyju, f. 8. ágúst 1909, d. 7. janúar 1992. Systkini Aldísar samfeðra eru Sveinn, f. 16. sept- ember 1946 og Kristín Ósk, f. 14. desember 1952. Systkini hennar sammæðra eru Sólveig Þórðardóttir, f. 14. maí 1952, d. 17. apríl 2001, Einar Marel Þórðarson, f. 14. maí 1952, Arnbjörg Þórð- ardóttir, f. 18. október 1953, Laufey Dís Einarsdóttir, f. 26. Mig langar til þess að minnast Aldísar frænku minnar með þessum línum þó að mér sé á engan hátt fært að koma því á blað sem hún var mér. Átti hún í baráttu við illvígan sjúkdóm sem þrátt fyrir hetjulega baráttu hennar og ótrúlegan dugnað hafði betur og lést hún langt um aldur fram þann 7. þessa mán- aðar. Yndislega góða frænka mín er farin til betri heima og er nú laus við allar þjáningar sem megnuðu þó aldrei að breyta hennar hlýja og glaða viðmóti og ræktarsemi og umhyggju fyrir öðrum. Aldís ólst upp hjá föðurfor- eldrum sínum frá unga aldri og þar sem samgangur var mikill milli heimila okkar, skipti það litlu máli þó að ég væri einbirni því Aldís var mér alla tíð sem besta systir. Kristinn, faðir Al- dísar og frændi minn, fórst ung- ur á sjó en aldrei rofnuðu tengsl- in milli hennar og Erlu móður hennar og var mjög kært á milli þeirra mæðgna alla tíð. Einnig var hún í góðu sambandi við systkini sín. Það var henni því mikið áfall þegar Sólveig systir hennar lést fyrir tólf árum. Ég sá Aldísi fyrst í vöggu og gleymi því aldrei þegar mér, þriggja ára gamalli, var lyft upp til þess að sjá litla fallega barnið. Ég þakka fyrir að hafa átt Aldísi að í lífi mínu og aldrei bar skugga á vin- áttu okkar. Við áttum oft skemmtilegar stundir saman allt frá því að við vorum litlar stelp- ur, vorum mjög nánar og oft fannst okkur sem við vissum hvernig hinni leið. Kom fyrir að við töluðum um hin dulrænu fyr- irbæri sem flestum eru hulin og í þeim efnum vorum við frænk- urnar sammála. Aldís kynntist snemma eigin- manni sínum Eyjólfi eða Bússa eins og ég kalla hann alltaf. Ég minnist þess með gleði í hjarta þegar mér datt óvænt í hug að heimsækja æskuheimili Bússa, því að ég vissi að Aldís var stödd þar, en þá voru þau að hringtrú- lofa sig öllum að óvörum. Þau bjuggu sér fallegt heimili, eign- uðust drengina sína tvo, Kristin og Davíð og eru barnabörnin fjögur. Fyrir um 15 árum byrjaði hún að vinna á Hjúkrunarheimilinu Eir og lærði sjúkraliðann. Það var mikið gæfuspor því að það var henni mikil gleði að hjálpa og gleðja aðra og ekki síður að tala við vistfólkið, því hún var mjög félagslynd og gaf mikið af sér og það gerði hún af öllu sínu hjarta. Það var alltaf jafn ljúft og ynd- islegt að vera í hennar selskap með hennar einstaklega góðu og skemmtilegu nærveru. Aldís var sérstaklega falleg kona, lífsglöð og mikill fagurkeri, alltaf smekk- leg og geislandi. Hún þurfti engu síður en aðrir að glíma við erf- iðleika en aldrei minntist hún á neitt slíkt. Ekki er hægt að lýsa þeirri sorg og þeim söknuði sem fyllir hjartað vegna fráfalls frænku minnar og stöndum við vanmátt- ug eftir. Litlir frændur kveðja elskulegu góðu Aldísi frænku og munu ávallt minnast hennar, hún er þeirra skírnarvottur. Margir eiga nú um sárt að binda en mestur er þó missir eiginmanns, sona, barnabarna og móður en fallegar minningar gleymast aldrei. Við Helga vottum fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að veita þeim styrk í þess- ari miklu sorg. Blessuð sé minn- ing Aldísar frænku minnar. Edda Levy. Nú komið er að kveðjustund. Aldís frænka mín hefur alltaf verið hluti af mínu lífi. Við vor- um aldar upp í sama húsi fyrstu æviár okkar. Hún var átta árum eldri en ég en það var ótrúlegt hvað hún nennti að hafa litlu frænku sína með sér. Ég var líka félagsskapur fyrir hana þar sem hún var alin upp hjá afa okkar og ömmu og þar voru engin systkini, þótt hún eigi þau mörg. Það var margt gert á þessum ár- um, afi og amma voru mjög dug- leg að ferðast með okkur Aldísi á sumrin og það var oft sungið mikið í bílnum á þessum ferða- lögum, gömlu hjónunum ábyggi- lega til mikillar skemmtunar. Þrátt fyrir aldursmuninn þá gerði ég alla hluti eins og hún því ég leit svo upp til hennar. Uppá- haldslögin hennar urðu líka uppáhaldslögin mín og sama átti við um hljómsveitirnar eins og Hljóma og Flowers. Árið sem Aldís fékk bílpróf og næstu ár á eftir var oft farið á rúntinn. Ef við sáum fram á að fá ekki bílinn lánaðan var ég send til að tala við afa því ekki gat Aldís gert neitt af sér með litlu frænku sína með sér. Árin liðu, svo einn daginn birtist prinsinn hennar hann Bússi. Mér fannst hann góður og sætur og ég var strax mjög sátt við hann. Samt var ég smá abbó því núna var hann farinn að kúra í rúminu hennar en ekki ég. Al- dís eignaðist mann og barn. Ekki löngu seinna eignaðist ég mann og barn. Aldís flutti í Hraunbæ og ég flutti líka í Hraunbæ. Síð- an flutti ég í Grafarvog og Aldís flutti líka stuttu seinna í næstu götu. Við höfum alltaf verið í göngufjarlægð frá hvor annarri og það eru ófáar stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Alltaf var gott að koma á hennar fallega heimili því meiri fagurkera hef ég ekki þekkt. Allt varð fallegt sem hún kom ná- lægt. Alltaf kom ég glöð og ánægð frá henni því hún hafði lag á að hafa skemmtilegt, alltaf glöð, góð, hláturmild og falleg manneskja. Við vorum ekki að velta okkur upp úr leiðinlegu hlutunum þegar við hittumst, heldur reyndum að hafa gaman. Fyrir rúmu ári síðan dró fyrir sólu. Mín fallega frænka greind- ist með illkynja krabbamein. Allt var reynt að gera en því miður báru meðferðirnar ekki árangur. Dugnaður hennar á þessu tíma- bili var aðdáunarverður. Aðeins fimm dögum eftir að hún fékk þær sorgarfréttir að ekki væri meira hægt að gera lést hún á spítala með sinn yndislega mann sér við hlið, eins og hún vildi hafa það, hafa hann Bússa sinn hjá sér. Nú tekur við nýtt tíma- bil hjá mér og ekki lengur hægt að skjótast yfir og hlæja smá saman. Ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá, lífið getur stundum verið svo ósanngjarnt. Ég vil að lokum þakka þér elsku góða og fallega frænka mín fyrir allar okkar yndislegu samveru- stundir í gegnum tíðina. Það má kannski segja eins og þú sagðir svo oft að við vorum meira eins og systur heldur en frænkur. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér á nýjum stað og gleðin mun fylgja þér eins og ávallt. Megi guð og góðar vættir fylgja þér elsku Aldís mín. Þín frænka, Kristín. Hjartagullið, hún Aldís frænka mín, hefur kvatt þennan heim. Það er mér óútskýranlegt hvers vegna hún var tekin frá okkur svona fljótt. Þú ert mín frænka, þú ert mitt ljós. Í þessum heimi þú ert mín rós. Elsku Aldís besta frænka mín er dáin. Ótal margar minningar streyma um huga minn síðustu daga og hafa tárin lekið í takt við þær. Þú varst ein mikilvægasta manneskjan í lífi mínu og var lífsgleði þín og hlátur þinn eins og lækningamáttur. Hrósið og hvatninguna frá þér vantaði aldrei og fannst mér ég geta sigrað heiminn eftir okkar sam- verustundir. Þú varst svo sann- arlega líka uppáhaldsfrænka barnanna minna og átti Dana Mjöll stundum til með kalla þig ömmu og fannst þér það bara yndislegt. Þú snertir alla þá sem kynntust þér með hlýju þinni og smitandi hlátri og var fallega heimilið þitt með stöðugum gestagangi, öllum velkominn. Það er ótrúlegt hvað þetta líf getur tekið óvænta stefnu og sorglegt að hugsa til þess að þið systur í Viðarrimanum voruð báðar teknar allt of snemma frá okkur, en nú er komið að skiln- aðarstund og er ég miður mín að þurfa að kveðja þig. Gott er þó að vita að þið mamma eruð sam- einaðar á ný og er án efa mikið fjör þar sem þið eruð núna. Þakka þér fyrir að vera besta frænkan mín. Þakka þér fyrir hláturinn og fjörið. Þakka þér fyrir hlýjuna og góðmennskuna og allar okkar skemmtilegu stundir. Þakka þér fyrir að kynna mig fyrir skarti og kert- um. Ég mun aldrei gleyma þér á meðan ég dreg andann. Heim- urinn er svo sannarlega fátækari án þín í honum. Í dag ætla ég að setja á mig allt mitt skart og kveikja á öllum mínum kertum þér til heiðurs. Guð blessi ykkur, elsku Eyj- ólfur og fjölskylda, á þessum erf- iðu tímum. Kveðja, Ragnheiður Mjöll. Elsku Aldís frænka mín hefur kvatt okkur, eftir standa minn- ingar um yndislega konu sem fór allt of snemma. Aldís var einstök manneskja, þeir sem þekktu hana vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Hún hafði þann hæfileika að draga það besta fram í öllum sem umgengust hana. Aldís var alltaf jákvæð, sér- staklega glaðlynd og alltaf hlæj- andi með sínum dillandi og smit- andi hlátri. Aldís var alltaf blíð og góð, það var ekki ósjaldan sem hún strauk manni og klapp- aði og sagði manni hvað maður væri fallegur. Þá leið manni eins og fimm ára leikskólastelpu með rauðar kinnar. Ég veit að Sólveig systir þín og móðir mín taka sérstaklega vel á móti þér og það verða fagn- aðarfundir. Hvað það verður mikið hlegið og mikið brasað eins og ykkur einum var lagið. Manni finnst mjög ósanngjarnt að það sé búið að taka ykkur báðar systurnar og vinkonurnar langt um aldur fram, en maður trúir og vonar að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman. Þið hljótið að hafa eitthvað mjög mikilvægt verkefni þarna uppi og eruð án efa þær allra flott- ustu í það því ég veit að þegar þið tvær eruð saman komnar er allt hægt. Elsku frænka, ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið, þú skipaðir stórt hlutverk í lífi mínu sem erfitt verður að fylla upp í. Elsku Eyjólfur, nú er Aldís laus við sjúkdóminn og komin á stað án verkja og laus úr viðjum þjáninga. Eftir stöndum við hin ótrúlega þakklát fyrir að hafa þekkt hana með óteljandi minn- ingar um dásamlega konu. Þín frænka, Erla Dröfn. Í dag kveðjum við yndislegu frænku okkar hana Aldísi. Við munum alltaf minnast hennar sem broshýrrar, hláturmildrar og glæsilegrar konu sem alltaf var gaman að vera í kringum. Aldís átti heima í næstu götu við okkur í langan tíma svo að við eigum margar góðar minn- ingar tengdar henni. Ef mamma var ekki heima á miðvikudögum þegar við systurnar komum heim úr skólanum þá vissum við hvar hana var að finna en þá var hún yfirleitt hjá Aldísi. Því fór- um við oft til hennar eftir skóla og fengum að drekka og hlust- uðum á hana og mömmu hlæja saman. Oft mátti heyra hláturinn út á plan þegar maður nálgaðist húsið, því þær skemmtu sér svo vel. Aldís tók lífinu létt og hafði skemmtilegan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér. Sjaldnast hitti maður hana án þess að hún hefði frá einhverjum spaugileg- um aðstæðum að segja sem hún hafði lent í eða einhverju skondnu sem hún hafði sagt. Hún var líka alveg einstaklega glæsileg kona, meira að segja eftir að hún veiktist þá varla kom sá dagur sem hún hafði sig ekki til og gerði sig fína. Aldís gerði nefnilega alltaf eitthvað að- eins meira en hinir. Gott dæmi um það er höfuðklúturinn sem hún bar, honum var ekki bara skellt upp með einhverjum hætti heldur var hann skreyttur með glimmer-spennum til þess að gera hann aðeins sætari. Oft hef- ur maður hugsað með sér: „Ef Aldís sem er svona lasin getur verið alltaf svona vel til höfð þá ætti það ekki að vera svo erfitt fyrir mann sjálfan.“ Hún var ekki bara einstaklega falleg og glæsileg kona, heldur var hún sérlega hjartahlý. Bæði menn og dýr löðuðust að henni. Elsku Aldís, við kveðjum þig með miklum söknuði en mikið er nú samt gott að eiga allar þessar fallegu og skemmtilegu minning- ar um þig. Þínar frænkur, Eva Björk og Katrín Harpa. Á aðventunni árið 1950 fædd- ist Aldís frænka mín, sannkall- aður gleðigjafi. Hún var kær- komið barn og frá tveggja ára aldri ólst hún upp hjá föðurfor- eldrum sínum, naut þar um- hyggju og ástúðar og var þeim einstaklega góð og umhyggju- söm dóttir. Föðurforeldrar hennar bjuggu í Háagerði en í sama húsi bjó einnig Guðmann sonur þeirra ásamt Ingveldi konu sinni og börnum. Þau voru Aldísi allt- af einstaklega góð og gat hún alltaf leitað til þeirra. Aldís var mjög skemmtilegt barn og gat oft verið mjög hnyttin í tilsvör- um. Það var mikill samgangur milli heimila okkar þar sem föð- urafi hennar og móðir mín voru mjög náin systkin og þar að auki nágrannar. Það voru mörg kvöldin sem ég söng Aldísi í svefn og lagið um Óla lokbrá var í mestu uppáhaldi hjá henni. Oft kom hún og bað mig um að syngja „Rokbra“ fyrir sig. Aldís giftist Eyjólfi sínum og voru þau samhent hjón eins og fallegt heimili þeirra ber vitni um. Hlýja og glaðværð hefur einkennt viðmót þeirra við aðra. Aldís frænka mín var einstak- lega glaðvær og hláturmild kona og þó að lífið væri ekki alltaf auðvelt var stutt í hlýtt viðmót hennar og létta lund. Hún var mjög handlagin, jólakortin alltaf handunnin og fallega skrifuð og ótalmargt fallegt sem hún gerði. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég fjölskyldu Al- dísar, eiginmanni, sonum, barna- börnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hennar. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edensblundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkur stíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. (Jakob Jóhannesson Smári) Hvíl í friði. Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir. Með fátæklegum orðum lang- ar mig að minnast Aldísar sem ég kynntist fyrst ung að árum í heimsóknum með móður minni til systur minnar sem var búsett í Reykjavík og gift uppeldisbróð- ur Aldísar. Á þeim árum bjó fjöl- skyldan í sama húsi við Háagerði 23. Aldís bjó á neðri hæð með ömmu sinni og afa, en systir mín og hennar fjölskylda á efri hæð. Á milli okkar Aldísar voru tvö ár og fylgdumst við því hvor með annarri í gegnum árin. Aldís var með eindæmum glöð, blíð og góð manneskja, sem lét sig aðra varða og þá ekki hvað síst gamla fólkið. Mér er það minnisstætt hversu góð hún var við móður mína þegar hún kom til Reykjavíkur á sínum efri árum. Forlögin höfðu hagað því þannig til að enn var stuttur spölur á milli Aldísar og Ingu systur, en þær bjuggu síðastliðin ár í nágrenni hvor við aðra. Allt- af gaf Aldís sér tíma til að koma og eyða stund með mömmu ef hún vissi af henni í heimsókn. Það kom mér því ekki á óvart þegar hún fór inn á sjúkraliða- braut og menntaði sig til sjúkra- liða og fór að vinna á Hjúkr- unarheimilinu Eir til að vinna meðal aldraða. Aldís var lánsöm með eiginmann og voru þau hjónin alla tíð mjög samrýmd og alltaf glatt á hjalla þegar við hittumst í boðum fjöl- skyldunnar þar sem Aldís hló manna hæst. Það dró fyrir sólu þegar uppgötvaðist á síðastliðnu ári að Aldís var með banvænan sjúkdóm og háði hún harða bar- áttu við þennan illvíga sjúkdóm sem hafði yfir að lokum. Aldísi kveð ég með söknuði og trega um leið og ég bið góðan Guð að varðveita fjölskyldu hennar og styrkja á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði því minningin lifir. Hulda R. Magnúsdóttir. Elsku besta Aldís vinkona mín. Hjarta mitt er fullt af sorg og söknuði, að þurfa að kveðja þig eftir 56 ára frábæra vináttu sem aldrei bar skugga á, þetta er alltof snemmt. Þú stelpan á besta aldri. Minningarnar flæða fram og það er gott að rifja upp dýrmæta sögu um samfylgd sem ég mun ætíð varðveita í hjarta mínu. Ragnhildur Aldís Kristinsdóttir Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Á hásumri, hinn 26. júlí síðast- liðinn, féll frá Viktor Aðalsteins- son sem Karlakórinn Fóstbræð- ur minnist af virðingu og hlýhug. Viktor gekk til liðs við kórinn 1989 og var virkur félagi árin þar á eftir, þar til hann gekk til liðs við Gamla Fóstbræður. Sem söngmanns minnast Fóstbræður Viktors sem söngvara með falleg- an og mjúkan tenór, sem féll vel við hljóm Fóstbræðra, en Viktor söng ávallt 1. tenór. Hvort það hafi tengst ævistarfi hans sem Viktor Aðalsteinsson ✝ Viktor Að-alsteinsson fæddist 5. apríl 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. júlí 2013. Útför Viktors fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 6. ágúst 2013. flugmaður, þar sem hann hefur farið um himininn lengur en margur annar, skal ósagt látið, en óneit- anlega hefur Viktor lifað og hrærst á þeim slóðum sem tenórröddin leitar ávallt til; í hæðum. Viktor gekk til liðs við Fóstbræður eft- ir að hafa sungið með Karlakórnum Geysi á Akur- eyri. Milli Fóstbræðra og Geysi- smanna voru ávallt, og eru enn, sterk vináttubönd, og vafalaust hefur Viktor verið ágætur vitn- isburður þess. Viktor var jarð- sunginn 6. ágúst síðastliðinn, og sungu Fóstbræður við athöfnina sem var bæði falleg og virðuleg. Með þeim söng, og með þessum orðum, vilja Fóstbræður blessa minningu Viktors Aðalsteinsson- ar, og hafi hann heila þökk fyrir samfylgdina og félagsskapinn meðan varaði. Ragnar Árni Sigurðarson, formaður Fóstbræðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.