Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
NÝ SENDING FRÁ
LANGYARNS
Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is
Þrjú ný og glæsileg prjónablöð
Einnig nýjar garntegundir
Næsta prjónakaffi verður haldið
mánudagskvöldið 2. september
frá klukkan 19-21:30
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Opnunartími í sumar: Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Borgartúni 28, sími 553 8331, lyfjaborg.is
– sjálfstætt apótek
Ókeypis
lyfjaskömmtun
Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem
Lyfjaborg býður viðskiptavinum sínum.
Hún hentar einstaklega vel þeim
sem taka að staðaldri nokkrar
tegundir lyfja og vítamína.
Kíktu við hjá okkur í
Borgartúni 28 og fáðu nánari
kynningu á þjónustunni.
Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg
Á vordögum, 24. apríl
sl., féll dómur í Hæsta-
rétti Íslands nr. 672/
2012 er varðaði verð-
tryggingarhluta bíla-
samnings frá 2006,
hvers höfuðstóll var frá
upphafi að helmingi
gengistryggður, með til-
greint vaxtaviðmið m.v.
samsetningu mynt-
körfu, en hinn helm-
ingur höfuðstólsins með tilgreint
vaxtaviðmið í íslenskum krónum.
Dómurinn úrskurðaði að sá lánshluti,
sem upphaflega tengdist íslenskum
krónum beint og bar vexti skv. því,
teldist vera óverðtryggður og án
breytilegra vaxta, af þeim sökum
mætti ekki innheimta hærri lántöku-
kostnað, þ.e. vexti og verðbætur,
vegna hans en fram kom í greiðslu-
áætlun. Lýsingu var því gert í dóms-
orði að endurgreiða lántaka ofteknar
greiðslur. Í júníbyrjun sendi Lýsing
viðskiptavinum bréf þar sem „er
skorað á þá sem telja sig hafa, á
grundvelli samningsskilmála bíla-
samnings, samið um lægri kjör en
markaðskjör á þeim hluta samnings
sem frá upphafi var í íslenskum krón-
um, að gera skriflega athugasemd og
óska eftir leiðréttingu á greiðslum.
Óskað er eftir því að slíkar at-
hugasemdir berist félaginu fyrir 1.
september nk“. (tilvitnun lýkur.) Í
bréfinu er einnig tilgreint að Lýsing
hafi ætíð miðað kjör bílasamninga við
markaðsvexti á hverjum tíma og bent
er á að verðtrygging hafi sérstaklega
verið tilgreind á greiðsluseðlum Lýs-
ingar frá því í maí 2008. Svo undirrit-
aður viti til, taka staðhæfingar á
greiðsluseðlum ekki samningsskil-
málum fram eða skapa Lýsingu
nokkurn rétt til að efna ekki eða
fresta, að eigin frumkvæði endur-
greiðslu á ofteknum greiðslum vegna
ólögmætrar innheimtu lögum sam-
kvæmt. Þá hefur Lýsing oft og iðu-
lega lýst því yfir að lausnir sem við-
skiptavinir gátu fengið
vegna gengistryggðra
samninga rýrðu ekki
betri rétt viðskiptavina
á síðari stigum. Engu
að síður telur Lýsing
rétt vegna Hrd. 672/
2012, að benda á með
tilkynningu á heima-
síðu sinni þann 3.júní
að nákvæm athugun á
samskonar samningum
Lýsingar ásamt fylgi-
gögnum þeirra sýni
m.a. að skilmálar og
greiðslusaga viðskiptavina er mis-
munandi. Þá hefur í ýmsum tilvikum
upphaflegum samningsskilmálum
verið breytt með samkomulagi aðila.
Virðist þetta orðalag eingöngu til
þess ætlað að firra Lýsingu ábyrgð
og vinnu á að ákvarða leiðréttingar til
viðskiptavina í kjölfar dómsins og
setja ákvörðunina að sækja rétt sinn í
hendur viðskiptavina. Benda má á
með nokkurri vissu að slíkir breyt-
ingaskilmálar voru líklega í öllum til-
vikum einhliða samdir af Lýsingu.
Lög um vexti og verðtryggingu segja
skýrt í 1. málslið. 5. mgr. 18. gr. laga
nr. 38/2001 að „kröfuhafa ber að end-
urgreiða skuldara þá fjárhæð sem
hann hefur þannig ranglega af honum
haft vegna ólögmætra vaxta og/eða
verðtryggingar“. Trauðla er hægt að
sjá að lögin ætlist til þess að við-
skiptavinir fjármálafyrirtækja leggist
í kröfugerð og skriflegan rökstuðning
í kjölfar dóma vegna lagalegs réttar
síns, til þess eins að sækja þann rétt.
Þá hlýtur opinberum eftirlitsaðilum
að bera skylda til að fylgja dóma-
fordæmum Hæstaréttar eftir af
hörku með tilliti til almannahags-
muna. Að ofangreindu sögðu, og þar
sem engin tilmæli til neytenda er að
finna á vef FME í kjölfar Hrd. 672/
2012, sem og vegna almannahags-
muna óskar undirritaður viðbragða
FME á opinberum vettvangi hvort
FME telji efni og orðalag bréfs Lýs-
ingar til viðskiptavina sinna í kjölfar
Hrd. 672/2012 eðlilegt, og í samræmi
við 1. mgr. 19. gr. laga um fjármála-
fyrirtæki. Jafnframt óskar undirrit-
aður svara við eftirfarandi:
- Telst það eðlileg háttsemi fjár-
málafyrirtækis að taka ekki að eigin
frumkvæði tillit til dómafordæmis í
starfsemi sinni, heldur að setja í
hendur ólöglærðra neytenda að
sækja rétt sinn?
- Telur FME þann hluta bréfsins
þar sem Lýsing bendir á að verð-
trygging hafi komið fram á greiðslu-
seðlum frá því í maí 2008 eðlilegan
málflutning, og til þess fallinn að
skapa Lýsingu rétt umfram ákvæði 1.
ml. 5. gr. laga nr. 38 frá 2001?
- Getur FME upplýst hver réttur
neytenda er, sem ekki senda Lýsingu
skriflega athugasemd fyrir 1. sept-
ember vegna viðskiptasambands við
Lýsingu? Eru þessir neytendur að
glata rétti sínum eða mun FME gæta
hagsmuna þessa fólks og gera Lýs-
ingu skylt að fara að dómi Hæsta-
réttar nr. 672/2012 vegna samn-
ingsákvæða sem falla undir úrskurð
Hæstaréttar?
- Hefur FME kallað eftir upplýs-
ingum frá Lýsingu um fjölda þeirra
samninga félagsins sem Lýsing telur
að falli ótvírætt undir Hrd. 672/2012
og eigi rétt á endurgreiðslu í kjölfar
hans? Ef svo er getur FME upplýst
um fjölda þeirra? Ef ekki hefur verið
óskað upplýsinga, hvers vegna?
- Telur FME Lýsingu í stakk búið
til að mæta kostnaði vegna mögu-
legra endurgreiðslna til viðskiptavina
vegna Hrd. 672/2012?
Á það skal bent að hlutverk Fjár-
málaeftirlitsins er að fylgjast með því
að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í
samræmi við lög og reglur og að öðru
leyti í samræmi við eðlilega og heil-
brigða viðskiptahætti, sbr. 8. gr. laga
nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi.
Almenningur treystir á virkt eftir-
lit FME á leiðréttingum vegna ólög-
legrar innheimtu lánastofnana á
grundvelli staðlaðra ólögmætra
samningsskilmála í lánasamningum
neytenda.
Opið bréf til FME: Eru
viðskiptavinir Lýsingar
að renna út á tíma?
Eftir Erling Alfreð
Jónsson »Hver er réttur við-
skiptavina Lýsingar,
sem ekki senda inn
skriflega athugasemd
fyrir 1. september
vegna Hrd. 672/2012
eins og Lýsing fór fram
á?
Erlingur Alfreð Jónsson
Höfundur er verkefnisstjóri.
Ágæti borg-
arstjóri, Jón
Gnarr. Ég ætlaði
vart að trúa mín-
um eigin augum
þegar ég vaknaði
í morgun. Sláttu-
vélaherdeildir að
tæta í sundur
gróðurinn á
gamla Laug-
arnesbæj-
arhólnum – er þetta óhappaverk
unnið með þínum vilja og Besta
flokksins – eða er þetta undanhald
þitt og embættismannakerfisins
vegna þess að í síðustu viku lögðu
sjálfstæðismenn í borginni til á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs
að gert yrði átak í því að koma um-
hirðu borgarlandsins í betra horf?
Er hinn smáborgaralegi flóru-
fasismi xD enn við völd, eða fór
embættismannakerfi borgarinnar á
taugum vegna tillagna sjálfstæð-
ismanna?
HRAFN GUNNLAUGSSON,
kvikmyndaleikstjóri
og íbúi á Laugarnestanga.
Umhirða borgarlandsins
Frá Hrafni Gunnlaugssyni
Hrafn
Gunnlaugsson
Bréf til blaðsins
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.