Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Jónas Viðar Sveinsson listmálari, sá öðlingsdrengur, lést í síðustu viku, langt um aldur fram. Útför hans verður frá Akureyrarkirkju á morgun.    Jónas varð fimmtugur á síðasta ári og hélt þá stóra sýningu í menn- ingarhúsinu Hofi í gamla heimabæn- um. Hann var maður landslags, ekki síst fjalla.    Í samtali okkar jafnaldranna í tilefni afmælissýningarinnar sagði listamaðurinn: „Þemað í sýningunni er norðlenskt; það eru myndir hérna frá Skagafirði en mest úr Eyjafirði.“ Þarna var líka Svarfaðardalurinn, Hraunsvatn og Hraundrangi. „Svo er ég reyndar með Esjuna líka til að sýna muninn á því hvað er fjall og hvað er ekki fjall!“ segir Jón- as og hlær. Máttu segja þetta, nýfluttur suður aftur? „Nei, ég tek þetta allt til baka! Esjan er ágæt.“    Kaldbakur, fjallið undurfagra sem blasir við í norðri frá Akureyri, var í sérstöku uppáhaldi hjá Jónasi Viðari. Einnig Hraundrangi í Öxna- dal og Jónas kom einmitt við á Hrauni í hinstu för í heimahagana.    Bræður Jónasar, Björn Halldór og Birgir Örn, óku með kistu lista- mannsins norður í vikunni og komu við á tveimur stöðum af sérstöku til- efni; Hrauni sem fyrr segir, en fyrst gerðu þeir sér ferð á Mokka við Skólavörðustíg áður en haldið var út úr bænum, og fengu sér kaffi með tveimur af bestu vinum Jónasar, en bróðir þeirra kom við á þessu róm- aða kaffihúsi daglega í sama til- gangi.    Langafi Jónasar og þeirra bræðra, Jónas Rósant Jónsson, fæddist á Hrauni í Öxnadal 1893 og stundaði þar búskap ásamt eigin- konu sinni, Elínborgu Aðalsteins- dóttur, frá 1938 til 1973.    Jónas Viðar var skírður í höf- uðið á langafa sínum og hafði miklar mætur á staðnum og bræðurnir voru tíðir gestir á Hrauni í æsku. Jónas málaði Hraundranga oft; fyrsta mynd hans af dranganum er frá 1978, þegar Jónas var 16 ára, allt öðru vísi en myndir hans í seinni tíð eins og gefur að skilja.    Síðustu árin vann Jónas Viðar við verkefnið Portrait of Iceland; andlit Íslands. Í samtalinu sem áður var vísað til sagði hann: „Mín speki er sú að hvar sem þú lítur á landið eru andlit, hvort sem er í grasinu eða fjöllunum. Við höldum alltaf að Hekla eða Gullfoss séu fallegustu staðir landsins en það eru til miklu fleiri sem eru ekki síður fallegir en bara ekki eins þekktir.“    Jónas gekk í fyrra með glæsi- legan hatt sem afi hans, Pálmi Har- aldsson trésmiður í Bjarmastíg 6, átti. Hatturinn góði og Liverpool- húfa, sem listamaðurinn keypti í ferð á Anfield til að sjá sína menn í enska fótboltanum spila, hvíldu á kistunni í för bræðranna norður í land.    Kallið er þriðja fantasíusaga ungs rithöfundar á Akureyri, Elís Freyssonar, og kemur út í haust. Hún er óbeint framhald af tveimur þeim fyrri, Meistara hinna blindu og Ógmarmána; gerist í sama heimi en stendur á eigin fótum, segir Elí.    Elí og aðstoðarmenn hans voru við tökur í Kjarnaskógi í vikunni, ætla sér að búa til leikna auglýsingu um bókina sem sett verður á you- tube á vefnum.    Í Kjarnaskógi sveiflaði ung kona, Elva Marý Baldursdóttir, sverði eins og vanur bardagamaður – sem persónan Katja – en Hilmar Friðjónsson, gamall kennari Elís úr VMA, tók allt fagmannlega upp.    Gítarhetjan Björn Thoroddsen verður með óvenjulega tónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þar sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur og spilar flest annað en djass!    Á tónleikum Björns, sem hefj- ast kl. 21, verður boðið upp á rokk, kántrí, blús, popp og jafnvel þunga- rokk, enda ræður hann við allt! Tón- leikagestir munu m.a. heyra lög úr smiðju Bítlanna, Deep Purple, AC/ DC, Police og Who.    Til hamingju, Akureyringar! Fiskbúð hefur ekki verið starfandi býsna lengi í okkar mikla sjávar- útvegsbæ en nú hefur verið bætt úr því. – Ámóta setningu skrifaði ég á þessum vettvangi fyrir nokkrum ár- um. Nefnd verslun lagði upp laup- ana en nú gerir annað fólk tilraun; fiskbúð verður senn opnuð í húsnæði Bónuss í Naustahverfi. Vonandi gengur vel.    Laufey Sigurðardóttir fiðluleik- ari og eiginmaður hennar, rithöfund- urinn Þorsteinn frá Hamri, munu sameina krafta sína á menningar- stund í kapellu Akureyrarkirkju á morgun, föstudag, kl. 18. Laufey flytur hina mögnuðu Partítu í d-moll eftir J.S. Bach og Þorsteinn les úr eigin verkum á milli kafla. Aðgangs- eyrir er 2.000 kr. Rétt er að benda á að ekki verður hægt að greiða með greiðslukortum.    Allt er hægt að kanna! 86,6% þeirra sem búsettir eru í Norðaust- urkjördæmi eru ánægð með veðrið í sumar en aðeins 28,4% þeirra sem búsettir eru í Suðvesturkjördæmi. Þetta kom m.a. fram í nýrri könnun MMR en fyrirtækið kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna á tíma- bilinu 9. til 14. ágúst.    Ekki er síður stórmerkilegt að hvorki meira né minna en 53,2% framsóknarmanna voru ánægð með veðrið fyrir norðan, en aðeins 35,% stuðningsmanna Bjartrar framtíðar. Fróðlegt verður að heyra stjórn- málafræðinga rýna í þessar tölur …    Það gránaði í Hlíðarfjall í nótt, sagði á heimasíðu skíðasvæðisins í fyrradag. „Það styttist í veturinn. Við stefnum á opnun 5. desember. Það gerir 106 dagar í skíðaveturinn í Hlíðarfjalli,“ sagði þar ennfremur og fólk hvatt til að fylgjast með fram- vindu mála á heimasíðunni; www.hlidarfjall.is/is/vefmyndavelar.    Gátlisti heimilisins var upp- færður þegar í stað: Dusta rykið af skíðunum. Finna klossa og kakó- brúsa. Athuga nagladekkin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kallið Elva Marý Baldursdóttir og Hilmar Friðjónsson í Kjarnaskógi. Hinsta för Jónasar heim að Hrauni  Jónas Viðar Sveinsson listmálari jarðsunginn á morgun  Elí Freysson sendir frá sér þriðju fantasíubókina  Laufey og Þorsteinn frá Hamri sameina kraftana í kapellu Akureyrarkirkju Landslag Bræður Jónasar Viðars komu við á Hrauni á leiðinni norður. Höfundurinn Elí Freysson stjórnaði gerð myndbands um nýja bók sína. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.