Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Við höfum alltaf hvatt til þess að það sé farið mjög varlega í að nota einhvern lista yfir örugg lönd. Það er erfitt að finna skilgreiningu á því hvað sé öruggt land og sú skilgrein- ing verður ekki samræmd öðrum löndum,“ segir Atli Viðar Thorsten- sen, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands, varðandi hugmynd innan- ríkisráðherra að taka upp lausnir Norðmanna í hælismálum. Þar er notaður listi yfir örugg lönd sem á að flýta fyrir meðferð á hælisum- sóknum, en Norðmenn afgreiða um- sóknir mun fyrr en hér er gert. 48 klukkustunda kerfið sem stuðst er við í Noregi gengur út á að umsókn- ir séu teknar til skoðunar eða hafn- að út frá lista yfir örugg lönd. Mistök geta verið afdrifarík Atli Viðar telur sérstakt ef eitt land getur skilgreint annað land sem öruggt en önnur lönd gera það ekki. „Við tökum undir að skjót máls- meðferð er lykilatriði, hún er mann- úðleg svo lengi sem gætt er að öllu réttaröryggi fyrir þann sem er að biðja um hæli. Þá er mjög mikilvægt að viðkomandi fái að útskýra sitt mál fyrir Útlendingastofnun með talsmanni áður en ákvörðun er tek- in,“ segir Atli Viðar sem telur mik- ilvægast að mál séu fullkláruð áður en gripið er til frávísunar og flótta- menn eru sendir úr landi. „Mistök geta verið mjög afdrifa- rík fyrir þá sem eru að biðja um hæli,“ segir Atli Viðar og bætir við að nauðsynlegt sé að tryggja að mál í flýtimeðferð fái það einnig á kæru- stigi. „Við leggjum áherslu á það að hver umsögn fái efnislega skoðun og teljum mögulegt að skoða mál vand- lega á mjög skömmum tíma,“ segir Atli Viðar. Ekki setja alla undir sama hatt „Staðlaðar, sjálfkrafa lausnir hugnast mér ekki á flóknum mann- réttindamálum,“ segir Ragnar Að- alsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir 48 tíma regluna sem byggt er á í Noregi ekki vera mjög afdráttarlausa. „Sumir af þeim sem falla undir hana í fyrstu umferð fara í venjulega hælismeðferð. Það koma alltaf í ljós mál sem virðast falla undir regluna en þarfnast meiri skoðunar en hægt er á 48 tímum,“ segir Ragnar, en hann hefur unnið mikið fyrir hælisleitendur hér á landi. „Að setja alla sem koma frá Evr- ópulandi undir sama hatt og segja þá í góðu skjóli, tel ég ekki rétt. Eins og rómafólkið frá Króatíu og Rúmeníu, það getur verið full ástæða til að veita þeim vernd frá ofsóknum í heimalandinu,“ segir Ragnar, sem bætir við að hann sé virkilega ánægður með að innanrík- isráðherra beiti sér fyrir því að sett verði á stofn óháð áfrýjunarnefnd í hælisleitendamálum. „Það er kom- inn tími til að hrinda því í fram- kvæmd, það hafa allir skilning á nauðsyn þess.“ Ánægð með frumkvæðið „Við erum mjög ánægð með þetta frumkvæði ráðherrans í þessum málaflokki og við teljum að það þurfi ekki mikið til svo að hægt sé að breyta okkar kerfi þannig að það sé svipað og í Noregi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlend- ingastofnunar. Hún segir þörf á að gera einhverjar reglugerðar- og lagabreytingar, en ekki þurfi að um- turna lögunum. „Ef við hefðum sama lagaum- hverfi og í Noregi þá værum við að klára tilteknar umsóknir mjög hratt. Umsóknirnar sem við vorum með frá Króötunum hefðu til að mynda tekið mun skemmri tíma en ella.“ Staðlaðar lausnir eru ekki heppilegar  Rauði krossinn vill fara varlega í lista yfir örugg lönd 48 klukkustunda listinn í Noregi Evrópusambandslöndin Albanía Argentína Ástralía Bosnía Barbados Kanada Sviss Síle Kostaríka Færeyjar Georgía Ísland Ísreal Japan Liechtenstein Makedónía Mónakó Moldóva Svartfjallaland Mongólía Nýja-Sjáland Serbía Úkranía Bandaríkin Páfagarður Suður-Afríka Morgunblaðið/Ómar Hælisleitendur Hér á landi hafa umsóknir hælisleitenda gengið hægt í gegn og er unnið að nýjum hugmyndum til að flýta fyrir umsóknum þeirra. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá máli þar sem kærð var afgreiðsla sérstaks saksóknara á beiðni um afrit af tölvupóst- samskiptum hans og fréttamanns. Undanfari kærunnar er Kast- ljósþáttur frá árinu 2011 þar sem fréttamaður tók viðtal við sérstakan saksóknara. Í kjölfarið birtust frétt- ir um mál sem embættið hafði til rannsóknar og sáu lögmenn þeirra sem nafngreindir voru í fréttunum ástæðu til þess að senda frá sér yf- irlýsingu þar sem sérstakur sak- sóknari var gagnrýndur fyrir að leggja fjölmiðlamönnum lið í sak- bendingum. Við meðferð málsins kom í ljós að gögnunum hefði verið eytt og ör- yggisafrit væru ekki til. Því varð ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni. „Við fáum fjölmarga pósta frá fjölmiðlum og það er allur gangur á því hvernig haldið er utan um þá,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Tölvupóst- arnir eru færðir í skjalavistunarkerfi þegar þau eiga við um viss mál en það þótti ekki í þessu tilfelli. Í fyrstu var beiðni kæranda mjög víðtæk en eftir að hún var afmörkuð þá töldum við okkur eiga öryggisafrit af þess- um póstum en svo reyndist ekki vera,“ segir Ólafur en í úrskurðinum kemur fram að öryggisafrit eru ekki geymd lengur en í þrjá mánuði. „Það kostar að geyma rafræn gögn og taka þarf afstöðu til þess hvort það beri að geyma alla pósta“. Þá segir Ólafur það vel koma til greina að formbinda frekar samskipti embætt- isins við fjölmiðla í ljósi þessa máls. Gagnrýnisvert að halda ekki til haga tölvupóstunum Reimar Pétursson lögmaður fór á sínum tíma fram á umrædd gögn. „Í fljótu bragði finnst mér gagnrýn- isvert að tölvupóstunum hafi ekki verið haldið til haga þangað til út- kljáð var hvort ég ætti rétt á aðgangi að þeim. Ef embættið hefur verið í það miklum samskiptum við frétta- manninn að ekki var hægt að halda utan um þau þá er það fréttaefni út af fyrir sig,“ segir Reimar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en hann hefði fengið tækifæri til þess að skoða úrskurðinn nánar og hvað þarna átti sér stað. Saksóknari eyddi tölvu- póstum til fréttamanns  Afrit sögð geymd í 3 mánuði  Vísað frá úrskurðarnefnd Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Aðeins eitt annað rit hér á landi hefur verið gefið út samfellt í lengri tíma og það er Skírnir,“ segir dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnu- fræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur komið að útgáfu Almanaks Háskóla Ís- lands í 50 ár en ritið hefur verið gef- ið út samfellt frá árinu 1837. Í almanakinu má nálgast fjölbreyttar upplýsingar, til að mynda um sjáv- arföll, sólarupprás og sólsetur, helgidaga ársins og ýmsar töl- fræðilegar upplýsingar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna,“ segir Þorsteinn. Í dag eru upplýs- ingarnar reiknaðar út í tölvu en áð- ur fór langur tími í að handreikna með rafmagnsreiknivélum. „Það tók heila viku að reikna sólargangstöfl- una áður fyrr, en í dag tekur þetta stuttan tíma ef maður matar tölv- una með réttum upplýsingum.“ Þorradagskráin á röngum tíma „Það er mikil áhersla lögð á að hafa ritið sem nákvæmast og er það grundvallarútgáfa fyrir önnur al- manök hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann rifjar upp eftirminnilegt atvik fyrir nokkru síðan þegar Ríkissjón- varpið hafði ákveðið að sýna sér- staka dagskrá í tengslum við þorr- ann. Sýningardagurinn var ákveðinn en er nær dró kom í ljós að dagatalið sem stuðst hafði verið við var ekki rétt og ekki í samræmi við Almanak HÍ. „Þegar það kom í ljós var of seint að breyta og var þátturinn því ekki sýndur á réttum tíma það árið,“ segir Þorsteinn. Almanak Háskóla Íslands fyrir árið 2014 er nú komið í verslanir en þar má meðal annars lesa um smá- stjörnur sem geta komið nálægt jörðinni, svarthol og fjarlægðir í himingeimnum. Hefur komið að útgáfunni í fimmtíu ár  Almanak HÍ hefur komið út frá árinu 1837  Mikil nákvæmnisvinna Morgunblaðið/Golli Í fimmtíu ár Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands, með Almanak Háskóla Íslands fyrir 2014. Fjölbreyttar upplýsingar » Almanak Háskóla Íslands hefur verið gefið út samfellt í 178 ár. » Hægt er að sjá upplýsingar um hvað klukkan er hverju sinni í ritinu. » Áður voru dýrlinganöfn við hvern dag í almanakinu. » Upplagið er 3000 eintök. » Hægt er að nálgast alman- akið og fleiri upplýsingar á síð- unni almanak.hi.is. Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Selolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.