Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september. Barnavagnar Kerrur Bækur Leikföng Ungbarnasund Fatnaður FatnaðurBarnaljósmyndir Öryggi barna Gleraugu Uppeldi Námskeið SÉRBLAÐ Börn og uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað börnum og uppeldi föstudaginn 6. september Árni Bjarnason for- maður FFSÍ, Far- manna- og fiskimanna- sambands Íslands, skrifaði grein í Morg- unblaðið um síðustu helgi. Þar kemur hann inn á samkomulag sem Framsýn gerði á dög- unum við Samtök at- vinnulífsins er varðar starfsmenn við hvala- skoðun á Húsavík. Áð- ur hafði sambandið sem Árni gegnir formennsku í ásamt VM, Félagi málm- og tæknimanna, sent frá sér yfirlýsingu. Þar lýsa samtökin yfir andúð sinni á samkomulagi Fram- sýnar og SA um kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Til fróðleiks má geta þess að slíkt samkomulag hefur ekki verið gert áður á Íslandi og bætir því stöðu starfsmanna verulega. FFSÍ og VM með lausa samninga Miðað við yfirlýsinguna hefur sam- tökunum mistekist að ná fram hlið- stæðu samkomulagi fyrir félagsmenn sína á hvalaskoðunarbátum. Þá hefur þeim heldur ekki gengið að end- urnýja kjarasamning við LÍÚ vegna félagsmanna á fiskiskipum. Kjara- samningurinn hefur verið laus frá árinu 2010. Það er ágætt ef sam- komulag Framsýnar við SA verður til þess að samtökin vakni til lífsins og klári samningagerð við LÍÚ í stað þess að ala á tortryggni í garð ann- arra sem eru að vinna vinnuna sína með góðum árangri. Mikið réttlætismál Með samkomulaginu við SA vildi Framsýn eyða þeim ágreiningi sem verið hefur milli félagsins og hvala- skoðunarfyrirtækjanna um rétt- arstöðu starfsmanna og tengingu þeirra við kjarasamninga. Sam- komulagið er mjög mikið réttlæt- ismál fyrir starfsmenn og því ber að fagna. Ekki fer vel á því að samtök sem eiga að vera í liði með Framsýn ryðjist fram með fullyrðingar sem allar hafa síðar verið skotnar niður með rök- um enda engin púð- urskot í réttinda- byssum Framsýnar. Reyndar er áhugavert að lesa yfirlýsingu FFSÍ og VM. Þar er mjög lítið gert úr vægi hvalaskoðunar með hroka í garð atvinnu- greinarinnar auk þess sem þeir telja víð- áttuvitlaust að einstök stéttarfélög á lands- byggðinni hafi samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Slíkt eigi að heyra sögunni til svo hægt verði að ná samningum um eðlileg launakjör. Þessi yfirlýsing kemur frá sam- tökum sem eru samningslaus. Það er efni í aðra grein að svara útúrsnún- ingum FFSÍ og VM vegna launa- kjara starfsfólks við hvalaskoðun á Húsavík. Í stuttu máli taka launa- kjörin mið af kauptryggingu sjó- manna á fiskiskipum auk þess sem samið er um ákveðnar greiðslur til viðbótar sem gengið er frá í ráðning- arsamningum starfsmanna. Spurt hefur verið eftir því hvort talsmenn þessara samtaka hafi haft samband við Framsýn meðan á samninga- viðræðunum stóð við SA. Því er til að svara að þeir höfðu aldrei samband hvorki meðan á viðræðum stóð né eftir að samkomulag náðist. Framsýn með fullt umboð Vegna efasemda Árna Bjarnason- ar um heimild Framsýnar til að semja um kjör sjómanna við hvala- skoðun er þessu til að svara: Félagið er deildaskipt, innan þess er sjó- mannadeild sem á aðild að Sjó- mannasambandi Íslands. Sam- kvæmt lögum Framsýnar og starfsreglum deildarinnar geta há- setar, vélstjórar, stýrimenn og skip- stjórar verið innan sjómannadeild- arinnar. Lög Framsýnar eru samþykkt af Alþýðusambandi Ís- lands sem Félag málm- og tækni- manna á aðild að líkt og Framsýn. Umboð til samningagerðar fyrir sjó- menn innan Framsýnar er því mjög skýrt. Áskrifendur að bréfum LÍÚ Ég hef lengi vitað að það er mjög kært milli FFSÍ/VM og LÍÚ. Hins vegar datt mér aldrei í hug að FFSÍ hefði afrit af bréfum sem fara milli LÍÚ og annarra. Í greininni um helgina vísar Árni í einkabréf sem fór milli LÍÚ og Framsýnar þann 2. maí 2011 sem hann segist hafa undir höndum og liggi á borði FFSÍ. Af hverju FFSÍ er með afrit af bréfinu vekur furðu og jafnframt spurn- ingar. Í bréfinu hafnar LÍÚ því að gera kjarasamning við Framsýn um kaup og kjör yfirmanna á fiskiskip- um en áður höfðu skipstjórnarmenn á fiskiskipum sóst eftir aðgangi að félaginu. Framsýn vildi því gera samning við LÍÚ enda frjáls fé- lagsaðild að stéttarfélögum á Ís- landi. Í fyrstu tóku talsmenn LÍÚ málaleitan Framsýnar mjög vel varðandi gerð kjarasamnings en drógu hana síðan óvænt til baka og sögðust ekki tilbúnir í viðræður um kjarasamning, sem ég efast um að standist lög. Okkur hjá Framsýn var strax ljóst að kippt hefði verið í spotta til að koma í veg fyrir að fé- lagið gerði kjarasamning um störf skipstjórnarmanna. Það að FFSÍ sé með afrit af bréfi sem fór milli Framsýnar og LÍÚ skýrir málið og staðfestir enn frekar það góða sam- band sem er milli þessara samtaka sjómanna og útgerðarmanna. Þess vegna vekur furðu að þeir geti ekki sest niður yfir kaffibolla og jafnvel vínarbrauði og klárað gerð kjara- samnings fyrir skipstjórnarmenn á fiskiskipum. Heimilislegra getur það ekki orðið. Bræla á miðunum og yfirmenn í fýlu Eftir Aðalstein Á. Baldursson » Það er ágætt ef sam- komulag Framsýnar við SA verður til þess að samtökin vakni til lífsins og klári samningagerð við LÍÚ. Aðalsteinn Baldursson Höfundur er formaður Framsýnar – stéttarfélags. Það er engin ástæða til að fresta þjóðaratkvæða- greiðslu um Evrópu- sambandið. Þjóðinni er fyllilega treystandi til að taka afstöðu til aðildar og að at- kvæðagreiðslu lokinni verður aðild end- anlega úr sögunni. Það er ekki víst að svo góð niðurstaða fá- ist hvenær sem vera kann. En eðli málsins samkvæmt geta spurning- arnar sem Alþingi ákveður að leggja fyrir þjóðina ekki hljóðað sem svo hvort menn séu hlynntir „aðildarviðræðum“ við Evrópusam- bandið. Orðið viðræður er órætt, en hefur góðan hljóm. „Viltu ekki einu sinni ræða málið“ er spurning sem fáir svara neitandi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evr- ópusambandið þarf að snúast um kjarna málsins; þær samnings- heimildir sem þjóðin vill veita stjórnvöldum í viðræðum um aðild að sambandinu. Fyrsta spurning væri því: „Ertu fylgjandi aðild að Evrópusambandinu?“ Síðan þyrfti að spyrja nánar um þær heimildir og skilyrði sem þjóðin vill setja og sættir sig við. Afgerandi spurn- ingar um hvort framselja megi yf- irráð yfir fiskveiðilögsögunni og rétt Íslands til að semja um og taka ákvarðanir um veiðar úr sam- eiginlegum fiskistofnum eru grundvallarspurningar sem þjóðin þarf að taka. Og vísast þarf að taka á fleiri spurningum af þessum toga í atkvæðagreiðslunni svo sem um hámarksheimildir til að leggja sambandinu til fé. Sé þjóðin svo heillum horfin að hún játi aðild að Evrópusambandinu með öllum þeim vanköntum og ágöllum sem á því eru, þá verður bara svo að vera. Það væri svo sannarlega óafturkræf aðgerð. En enginn getur haft vit fyrir heilli þjóð í þessu efni. Aðildarsinnar eru af ýmsum toga. Þeir sem fremstir fara eru þeir sem sofna og vakna í draumi um vegtyllur sem þeim hefur verið lofað eða ýjað að í Æðsta ráðinu og Mið- stjórninni (þótt þessar stofnanir heiti víst formlega eitthvað annað). Svo sem sjá má hafa þeir sem komist hafa til æðstu vegtyllna hjá ESB klifrað metorðastigann með þeim hætti að fyrirsjáanlegt er hverjir héðan muni verma sætin við hirðina. Þeir sem voru að gæta eða áttu að vera að gæta hagsmuna Íslands eru þar fremstir á blaði. Aðrir, svo sem sá mæti maður Þorsteinn Pálsson, tóku sína af- stöðu á sínum tíma. Aðalsmerki Þorsteins er að skipta aldrei um skoðun og beygja sig ekki fyrir rökum annarra. Hann og fleiri vilja vera „þjóð meðal þjóða“. Efnahagsleg rök eru aldrei borin fram lengur. En ég tek fram að ég kalla styrkjabetlið ekki efnahags- leg rök. Evrurökin voru þau einu eða þar til gjaldeyrishöftin voru sett á Kýpur og Kýpur knúið í þrot. Um afstöðu RÚV þarf ekki að fjölyrða; ef Samfylkingin fær kvef hnerrar RÚV. Svo einfalt er það nú. Þjóðaratkvæða- greiðsla um Evrópusambandið Eftir Einar S. Hálfdánarson » Þjóðaratkvæða- greiðsla um Evrópu- sambandið þarf að snú- ast um kjarna málsins. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Sjaldnast erum við sammála um nokkurn skapaðan hlut, menn eða málefni. Okkur greinir á um leiðir að markmiðum sem sjálf- sagt er eðlilegt þótt stundum finnist manni nú nóg um. Eitt vona ég þó að við getum sameinast um. Það að bera raunverulega umhyggju fyrir börn- unum okkar með þá bæn og von í hjarta að þeim mætti farnast vel. Því er ástæða til að minnast þeirra þúsunda barna sem þessa dagana eru á leið í skólann sinn í fyrsta sinn með litlu töskuna sína á bak- inu sem og að sjálfsögðu allra hinna eldri og reyndari. Biðjum fyrir þeim og stöndum meðvitaðan sameiginlegan vörð um hag þeirra og velferð. Því líklega er fátt dýrmætara og fallegra en að biðja fyrir börnunum sínum og með þeim. Orðalagið þarf ekki endilega að vera flókið. Því einfaldara, því betra. Enda er það fyrst og fremst hjartalagið sem skiptir máli. Bænin gæti t.d. verið eitthvað á þessa leið: Við biðjum þig almáttugi kær- leiksríki Guð, höfundur og full- komnari lífsins, að blessa börnin okkar stór og smá. Vaktu yfir þeim, fylgdu þeim eftir og vertu allt í kringum þau með þína máttugu verndarhönd og eilífu blessun. Vernda þau frá slysum og hættum og hverju því sem kann að skaða þau, hvort sem er til sálar, líkama eða anda. Gef að þeim sækist námið vel og mætti þykja skemmtilegt í skól- anum. Blessaðu sam- skipti þeirra við hvert annað, kenn- arana og þau önnur sem við skólann starfa eða á vegi þeirra verða. Hjálpaðu þeim að standa saman. Standa vörð hvert um ann- að. Forða þeim frá hvers konar höfnun og því að vera lögð í einelti. Forða þeim einnig frá því að taka þátt í öllu slíku. Skapa heldur með þeim hugrekki til að koma þeim til varnar og hjálpar sem hallað er á hverju sinni. Þroska með þeim til- litssemi og virðingu fyrir náung- anum og skoðunum hans. Veit þeim víðsýni og að vera fús til að fræðast, meðtaka og gefa af sér. Opna þeim síðan leiðir til frek- ara náms sem þroskar þau og eflir enn frekar sem einstaklinga og hluta af samfélagi. Veittu þeim einbeitingu og út- hald, kærleika og aga og skapa með þeim von í hjarta svo þau mættu líta björtum augum til fram- tíðarinnar. Já, uppörvaðu þau og styrktu til góðra verka. Þess leyfi ég mér að biðja, í Jesú nafni. Amen. Getum ekki sameinast um neitt betra Með því að biðja fyrir börnunum okkar erum við að leggja framtíð- ina í Guðs hendur. Við stillum sam- an hugi jafnt um velferð barnsins og heildarinnar allrar. Við gerumst meðvitaðri, upplýstari, skilningsrík- ari og ábyrgari gagnvart skyldum okkar um velferð barnanna okkar og þjóðfélagsins í heild. Og fljótum því ekki bara ómeðvitað, áhyggju- full og hjálparvana inn í óljósa og marklausa framtíðina. Heldur full vonar og eftirvæntingar með það að leiðarljósi að láta um okkur muna, börnunum, sjálfum okkur, landi okkar, þjóð og samfélagi til heilla og blessunar. Ég er viss um að við getum ekki sameinast um neitt betra. Biðjum fyrir skólabörnunum Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Hjálpa þeim að standa saman. Standa vörð hvert um annað. Forða þeim frá slysum og hættum og frá höfnun og einelti eða því að taka þátt í slíku. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.