Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Undirritaðar voru þeirrar gæfu aðnjót- andi að hljóta Cobb Family Fellowship. Um er að ræða styrk til að stunda fram- haldsnám við Univers- ity of Miami í Banda- ríkjunum. Styrkurinn er veittur af Charles E. Cobb og fjölskyldu og hefur Ful- bright-stofnunin á Íslandi umsjón með veitingu hans. Cobb var sendi- herra á Íslandi á árunum 1989-1991. Í kjölfar dvalar sinnar á Íslandi ákvað hann að styrkja íslenska námsmenn til að stunda nám við Miami-háskóla. Frá árinu 1995 hafa 12 aðilar hlotið umræddan styrk til að stunda nám við hinar ýmsu deildir skólans. Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á því tækifæri sem það er að stunda framhaldsnám á erlendri grundu, fara út fyrir þæg- indahringinn og upplifa þá dýnamík sem er að finna í bandarísku há- skólasamfélagi. Íris Björk lauk LL.M. gráðu við lagadeild skólans og lagði m.a. áherslu á viðskiptalífið og fjármálamarkaði. Nína Margrét leggur stund á blandað mastersnám í verkfræði og viðskiptafræði með áherslu á ferlagreiningu og stjórnun. Við höfum báðar notið okkar vel í því framúrskarandi umhverfi sem er að finna í Miami-háskóla. Þeir kenn- arar sem við höfum haft eru meðal þeirra fremstu í sinni röð, aðstaðan á háskólasvæðinu er til fyrirmyndar og mikið aðhald er við nemendur. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyti- leika og eru margvíslegar námsleiðir í boði auk þess sem nemendur koma frá öllum heimshornum. Námið sjálft og uppbygging þess er töluvert frábrugðið því sem gerist á Íslandi. Í námi okkar beggja hefur til að mynda mikil áhersla verið lögð á þátttöku í tímum sem krefst ólíks undirbúnings, meiri rökhugsunar og þess að vera reiðubúinn að tjá skoð- anir sínar á viðfangsefninu frá degi til dags. Við teljum það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að stunda nám við þær öflugu menntastofnanir sem er að finna á Íslandi og bæta við þann góða grunn í Bandaríkjunum. Við teljum að nám í enskumælandi landi og að takast á við nýjar áskor- anir hafi gert okkur að sterkari og víðsýnni einstaklingum. Við ákváðum báðar að venda kvæði okk- ar í kross og halda erlendis í nám eft- ir að hafa verið á vinnumarkaði um tíma. Við teljum að það hafi verið styrkur að hafa reynslu úr atvinnu- lífinu áður en haldið var erlendis í nám og að sú reynsla hafi gert okkur betur undirbúnar til að takast á við námið. Það hefur síður en svo spillt fyrir að stunda nám í Miami og hefur það hreint út sagt verið frábær upp- lifun. Borgin er skemmtileg, fjöl- breytt og með endalausa möguleika. Má þar nefna fallegar strendur, pálmatré hvert sem augum er litið og kjöraðstæður til útiveru allan árs- ins hring. Umhverfið hefur klárlega gert þessa reynslu okkar fyllri. Fyr- ir Íslendinga sem eru vanir köldum vetrum og svartnætti er áhugavert í meira lagi að leggja stund á nám í sól og hlýju. Við hvetjum áhugasama eindregið til að kynna sér þennan frábæra styrk sem við hlutum. Það hefur verið ómetanlegt tækifæri að stunda nám við Miami-háskóla og er sannarlega draumur sem varð að veruleika hjá okkur, og í raun miklu meira en það. Að lokum viljum við koma þakklæti á framfæri við Cobb- hjónin sem hafa fylgst með okkur af áhuga í gegnum námið. Framhaldsnám í Bandaríkjunum – með ómetanlega reynslu og upplifun Eftir Írisi Björk Hreinsdóttur og Nínu Margréti Rolfsdóttur » Við ákváðum báðar að venda kvæði okk- ar í kross og halda er- lendis í nám eftir að hafa verið á vinnu- markaði um tíma. Íris Björk Hreinsdóttir Íris Björk er lögmaður og lauk hún LL.M gráðu frá University of Miami í maí 2012. Nína Margrét er masters- nemi í verkfræði við University of Miami. Nína Margrét Góður árangur í skólastarfi er háður gagnkvæmum skiln- ingi á milli þeirra að- ila sem starfa í skól- um og sveitarfélaga sem fara með stjórn fjármála. Ákvörð- unartaka á að grund- vallast á fræðilegri þekkingu og reynslu þeirra sem vinna í skólasamfélaginu. Sameining unglingadeilda Hamra- og Húsaskóla við Foldaskóla í Grafarvoginum er dæmi um hvernig ekki á að gera hlutina. Þessi atburður olli mikilli reiði meðal foreldra og skilaði ákaflega takmörkuðum sparnaði. Bæði skólastarfsmenn og íbúar í Grafar- vogi gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að láta óánægju sína í ljós. Þrátt fyrir skýr skilaboð til borgastjórnar Reykjavíkur þá var ekki hlustað á þá. Í þessu dæmi voru yfir 90% foreldra og flestir starfsmenn skólanna á móti þess- ari sameiningu. Ákvarðanir borg- arstjórnar í þessu máli end- urspegla litla virðingu fyrir óskum foreldra og fræðilegri hæfni þeirra aðila sem starfa í skólum borg- arinnar. Það er augljóst að fræði- menn sem vinna í skólum og hafa vellíðan og menntun nemenda í fyrirrúmi vita best hvað er mikil- vægast í árangursríku skólastarfi. Mikilvægt er að hlusta á foreldra og fagaðila sem starfa í skólum borgarinnar. Gott samstarf hefur hvetjandi áhrif á vinnugleði og áhuga allra aðila. Því meira frjálsræði og ábyrgð sem skólarnir hafa til að ná settum markmiðum því já- kvæðari verður skóla- menningin sem ríkir innan hvers skóla fyr- ir sig. Með því að taka meira tillit til hags- munaaðila og nýta betur þá þekkingu og reynslu sem skóla- starfsmenn hafa, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sundrung sem mynd- ast hefur við sameiningu skóla í Reykjavík. Einkenni góðs stjórnanda er að þekkja takmarkanir sínar, hlusta á fagmennina og taka ákvarðanir með hliðsjón af því. Raunverulegt forystuhlutverk sveitarfélaga í skólakerfinu á ekki að vera stjórn- un sem einkennist af yfirgangi og afskiptum af smáatriðum. For- ystuhlutverkið á að snúast um að búa til jákvætt skólaumhverfi þar sem bæði kennarar og nemendur fá að njóta sín til fulls. Með rétt- um stuðningi og frelsi getur fólk afrekað ótrúlega hluti. Frjálsir skólar Eftir Sigurjón Arnórsson Sigurjón Arnórsson » Í þessu dæmi voru yfir 90% foreldra og flestir starfsmenn skól- anna á móti þessari sameiningu. Höfundur er alþjóðlegur viðskipta- fræðingur og situr í stjórn Sjálfstæð- isfélagsins í Skóga- og Seljahverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.