Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 32
VIÐTAL Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Hugsunin er að tímasetja atburðinn sem nákvæmast,“ segir Bergur H. Bergsson, hópstjóri jarðeðl- isfræðilegra mælikerfa hjá Veð- urstofu Íslands, um mælitæki sem sett voru upp í Þjórsárdalsskógi af Háskólanum í Flórens í sumar. Þar hyggjast vísindamenn nýta sér skjól skóganna til að hlusta eftir eldgosum eða öðrum náttúruhamförum. Höggbylgjan sést greinilega Verkefnið er hluti af alþjóðaverk- efninu Futurevolc sem Háskóli Ís- lands, Veðurstofa Íslands, Almanna- varnir, Samsýn og Miracle taka þátt í af hálfu Íslands. „Ísland var valið sem tilraunastaður, enda eldgos al- geng hér á landi,“ segir Bergur. Tækin eru svokallaðir „in- frasound“ mælar og eru þeir gerðir til að mæla hljóðbylgjur á lágri tíðni, 20 Hz til 0,001 Hz, sem berast í and- rúmsloftinu frá atburðum eins og eldgosum, snjóflóðum, hrapi loft- steina og fleira. „Höggbylgjan sem verður við eldgos eða aðrar nátt- úruhamfarir sést mjög greinilega á þessum mælum,“ segir Bergur. Veita mikilvægar upplýsingar Tilgangur stöðvanna er að vakta eldfjöllin Heklu, Eyjafjallajökul og Kötlu og eldstöðvarnar í Vatnajökli, sem og aðrar uppsprettur lágtíðni- hljóðbylgna. „Með stöðvunum má tímasetja gosbyrjun með mikilli nákvæmni ásamt því að finna út hraða og hæð gosmakkar hverju sinni, sem eykur nákvæmni um öskuspá dreifingar,“ segir Bergur. Þá nýtast niðurstöð- urnar einnig sem stuðningur við aðr- ar mælingar af hamförum, líkt og jarðskjálftamælingar og mælingar á gaslosun. Upplýsingarnar sem fást úr tækj- unum má einnig nota til að meta ýmsar stærðir varðandi eldgos, þar á meðal tímasetningu, magn gosefn- anna og stærð gosmakkarins. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá þessar upplýsingar sem fyrst og þekkja þessar stærðir,“ segir Bergur, til að mynda varðandi alþjóðaflug og upp- lýsingar til almennings. Ein mælastöð samanstendur af 4 þrýstinemum sem eru uppsettir í hring með 100-1000 metra radíus, þar sem 3 nemanna dreifa sér á hringinn og einn er staðsettur í miðj- unni. Í miðjustöðinni er svo stafsetj- ari og gagnasöfnun, og sam- skiptabúnaður sem sendir gögnin í nær rauntíma til Veðurstofu Íslands. Að sögn Bergs var ein slík stöð fyrir í Gunnarsholti, sett upp af sömu að- ilanum og er í bígerð að setja tvær aðrar upp á næsta ári. Nýta skjól skóganna til að hlusta eftir eldgosum  Höggbylgjurnar sjást greinilega á mælunum  Vakta Heklu og Eyjafjallajökul  Hluti af alþjóðaverkefni Ljósmynd/Bergur H. Bergsson Í skjóli í skóginum Starfsmenn Háskólans í Flórens settu upp mælitæki í Þjórsárdalsskógi fyrr í sumar. Þeim er ætlað að mæla hljóðbylgjur. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22, Hafnarfirði | S. 565 5970 | sjonarholl.is Frábært verð á barnagleraugum Mikið úrval umgjarða• Fisléttar og sterkar• Flott hönnun• Litríkar• Við höfum lækkað gleraugna- verðið Gunnar Bragi Sveinsson, utanrík- isráðherra, átti í gær fund með Pat- rick Borbey frá Kanada, formanni embættismannanefndar Norð- urskautsráðsins, en Kanada fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að utanríkisráðherra hafi á fundinum gert grein fyrir mikilvægi norðurslóða í utanrík- isstefnu stjórnvalda og mikilvægi Norðurskautsráðsins fyrir alþjóða- samvinnu á norðurslóðum í ljósi örra umhverfis- og samfélagsbreytinga á svæðinu. Þá hafi Patrick Borbey lýsti áherslum Kanada á að styrkja sam- starf um efnahags- og sam- félagsþróun á norðurslóðum. Hann sagði frá verkefnum ráðsins næstu árin og nefndi þar á meðal stofnun sam- starfsvettvangs um viðskipti á svæðinu, sem Ís- land leiðir ásamt Kanada, Finn- landi og Rúss- landi, þróun regluverks og forvarna vegna norðursiglinga og olíumengunar og aukið vísindasamstarf norð- urskautsríkja. Utanríkisráðherra lýsti sér- staklega yfir ánægju með að Græn- land hefði ákveðið að hefja aftur þátttöku í störfum ráðsins og sagði að Ísland legði ríka áherslu á fram- lag og þátttöku Grænlands í öllu starfi Norðurskautsráðsins. Norðurslóðir ræddar við formann embætt- ismannanefndar Norðurskautsráðsins Gunnar Bragi Sveinsson Ríkiskaup hafa tilkynnt niðurstöðu forvals um hönnun bygginga Nýs Landspítala við Hringbraut. Forvalið var tvískipt, annars vegar var um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins veg- ar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rann- sóknarhúss. Þrír umsækjendur voru metnir hæfir til að bjóða í hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss, en fimm umsækjendur metnir hæfir til að bjóða í hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss. Hópar sem annarsvegar Mannvit fer fyrir og hinsvegar Verkís hf., og hópur að nafni Corpus 2 voru metnir hæfir í bæði verkefnin. Að Corpus standa arki- tektur.is ehf., Hornsteinar arkitektar ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indr- iðasonar ehf. og VSÓ ráðgjöf ehf. Þá var einnig metinn hæfur hópur sem Hnit verkfræðistofa hf. fer fyrir og hópurinn KOS, en í honum eru Gláma Kím arkitektar, Yrkiarkitektar ehf., Conís ehf. og Raftákn. Hæfastir til að hanna nýjan Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.