Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Langtímaleiga
– langsniðugust!
Reiknaðu dæmið til enda.
Frá
49.900 kr.á mánuði!
591-4000 | www.avis.is
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
„Ég var að fá í hendur skóladagatal
frá barninu mínu og er í hálfgerðu
sjokki,“ segir móðir á Reykjavík-
ursvæðinu en henni finnst viðvera
barna í íslenskum skólum allt of lít-
il.
„Það eru allt of margir frídagar
kennara. Eftir að ég sá alla þessa
skertu vinnudaga, vetrarfrí og
starfsdaga ákvað ég að setjast nið-
ur og reikna dæmið. Samkvæmt
mínum útreikningum eru það um
55 dagar á skólaári þar sem barnið
er lítið sem ekkert í skólanum á
meðan foreldrar í venjulegri vinnu
fá aðeins 24-30 frídaga frá vinnu á
ári. Hvað á ég að gera við barnið
mitt í þessa 30 daga sem standa út-
af,“ spyr móðirin, sem ekki vill
koma fram undir nafni.
Hún telur kennara fá of löng
sumar- og vetrarfrí og gagnrýnir
fjölda skipulagsdaga innan skóla-
kerfisins.
Samkvæmt kjarasamningi eru
skóladagar grunnskólanema 180 á
önn. Sérstakir starfsdagar kennara
á starfstíma nemenda eru 5 og
starfsdagar utan starfstíma nem-
enda eru 8. Þar fyrir utan eru 10
„frjálsir skóladagar“ en slíkir dag-
ar eru hugsaðir fyrir skólasetningu,
skólaslit, jólahátíð og fleira í svip-
uðum dúr. „Á þessum skertu skóla-
dögum eru börnin oft eingöngu í
einn klukkutíma í skólanum og
dúsa svo ein heima í kjölfarið.“
Skipulagsdögum fjölgar ekki
„Sumarfrí kennara er nákvæm-
lega eins og allra annarra og þessi
mýta um löng sumarfrí kennara á
ekki við rök að styðjast,“ segir
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara. Hann bendir á
að kennarar eiga kost á endur-
menntun upp á 150 klukkutíma yfir
sumartímann. „Þeir sem kjósa að
taka endurmenntun til viðbótar
fullum vinnudegi yfir vetrartímann
geta þannig unnið af sér tíma fyrir
sumarið en það eru alls ekki allir
sem nýta sér þann möguleika.“
Ólafur segir fjölda skipulagsdaga
ekki hafa aukist síðastliðin ár. „Það
er kveðið mjög skýrt á um þetta í
kjarasamningum og raunveruleik-
inn er sá að flestir kennarar eru að
vinna mun meira heldur en vinnu-
skyldan kveður á um.“
Hann bendir á að kennari í fullu
starfi vinnur rúmar 42 klukku-
stundir í viku og 1.800 klukku-
stundir á ári líkt og aðrar stéttir á
Íslandi. „Kennarar sinna ótal
mörgum verkefnum samhliða
beinni kennslu. Þar má t.d. nefna
dagleg samskipti við foreldra,
tölvupóstsamskipti, samskipti við
stoðþjónustu skólanna auk margra
annarra þátta,“ segir Ólafur.
Vantar heildarskipulag
Móðurinni finnst núverandi kerfi
ekki setja þarfir barnanna í for-
gang og telur það skapa togstreitu
við atvinnulífið. „Það er ekki börn-
um fyrir bestu að vera ein heima
heilu og hálfu dagana eða sífellt í
einhverjum skammtímaúrræðum.
Það er heldur ekki þjóðhagslega
hagkvæmt að foreldrar þurfi sífellt
að fá frí úr vinnu í heilu og hálfu
dagana til að skutla börnum í pöss-
un.“
Móðirin segir ekki við kennara
að sakast í þessum efnum og kallar
eftir allsherjar endurskipulagningu
á skólakerfinu í takt við nútíma-
þarfir barna, foreldra og kennara.
Hún kallar eftir því að horft sé til
bandaríska skólakerfisins þar sem
börn þurfa ekki að sækja tóm-
stundir sínar langt út fyrir skóla-
kerfið og hefðbundinn skóladagur
er í samræmi við vinnutíma hjá
vinnandi fólki.
„Ef menn vilja auka samþætt-
ingu á milli skóla og vinnumark-
aðar þá er sjálfsagt að skoða það.
Það þyrfti hinsvegar fjöldi aðila að
koma að slíkri breytingu,“ segir
Ólafur.
„Allt of margir
frídagar kennara“
Móðir gagnrýnir skólakerfið 55 skólalausir dagar Frí-
dögum fjölgar ekki samkvæmt talsmanni grunnskólakennara
Skólasetning Móðir kallar eftir aukinni viðveru barna í grunnskólum og
telur óæskilegt að þau séu ein heima heilu og hálfu dagana.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Guðbrandur Kristinsson var sextán
ára gamall árið 1946 þegar hann tók
þátt í að flytja veiðikofa að Hruna-
krók við Stóru-Laxá. Sl. mánudag
birtist grein í Morgunblaðinu um
endurbætur á veiðikofanum og var
flutningur kofans að Hrunakrók rifj-
aður upp í tilefni þess. Þar sagði að
gerð hefði verið tilraun til þess að
flytja kofann á hestbaki, en hest-
urinn hefði þó fljótlega kiknað und-
an álaginu. Söguna af flutningnum
segir Guðbrandur hins vegar vera
tóma þvælu, og það geti hann fullyrt
þar sem hann tók þátt í aðgerðinni.
„Ég man mjög vel eftir þessu, og ég
er einn eftirlifandi af þeim sem voru
við flutninginn, það er alveg víst,“
segir hann kíminn.
Skúrinn fluttur á sex hestum
Kofinn var upphaflega varðskýli
við Ölfusárbrú hjá hernum meðan á
stríðinu stóð. Faðir Guðbrands,
Kristmundur Guðbrandsson, var
bóndi á Kaldbak og er Guðbrandur
þar fæddur og uppalinn.
Hann segir skúrinn hafa verið
tekinn í sundur á Selfossi og fluttur
með vörubíl upp að Kaldbak. Ein-
ingarnar voru síðan bundnar upp á
sex hesta og þeir teymdir inn að
Hrunakrók, en Guðbrandur teymdi
einn þeirra. „Þetta er góður klukku-
tíma gangur frá Kaldbak og inn að
Hrunakrók. Stígurinn er ógurlega
þröngur og passa varð vel upp á að
húsið rækist ekki í.“ Hann segir leið-
ina torfæra, en man þó ekki eftir
neinum vandræðum með hestana.
Guðbrandur segir að Björgvin
Guðnason í Laxárdal hafi verið að-
almaðurinn þegar kom að flutning-
unum. Hann átti hugmyndina, og
hjálpuðu þeir Högni Guðni, faðir
Björgvins, Guðbrandur sjálfur, Guð-
mundur bróðir hans og Krist-
mundur faðir þeirra til. Þá komu
þeir Guðmundur Einarsson frá Mýr-
dal, Kristján Þórmundsson og Frið-
rik Stefánsson og settu kofann sam-
an, en þeir voru tíðir veiðigestir í
Hrunakrókshúsinu þar eftir.
Ljósmynd/Lax-Á
Veiðihúsið „Við fluttum þá sem voru að veiða í Stóru-Laxá á hestum og
sóttum þá svo aftur,“ segir Guðbrandur sem m.a. flutti húsið að Hrunakrók.
Flutt á sex hestum
að Hrunakrók
Hrunakrókshúsið
» Upphaflega varðskýli hjá
hernum við Ölfusárbrú.
» Flutt á hestum að Hrunakrók
við Stóru-Laxá árið 1946.
» Haustið 2012 var ráðist í
endurbætur á húsinu.
»Uppgerð lokið í lok júní 2013
» Veiðisafn opnað í húsinu 17.
ágúst 2013.
» Í dag er húsið bæði veiðihús
og veiðisafn.
Verslunin MOA verður opnuð í
Smáralind í dag.
Í tilkynningu segir að MOA sé
frönsk keðja með um eitt hundrað
fylgihlutaverslanir um allan heim
en verslunin í Smáralind sé sú
fyrsta á Norðurlöndum.
Á boðstólum verður ný haustlína
frá París, skartgripir, slæður, tösk-
ur, skór, sólgleraugu og aðrir fylgi-
hlutir. Nýjar vörulínur eru kynntar
fjórum sinnum á ári. Í tilkynning-
unni kemur fram að ódýrustu vör-
urnar kosti 895 krónur og engar
meira en 11.995 krónur.
Leyfishafar MOA á Íslandi eru
Þorsteinn Máni Bessason og Anna
Bryndís Gunnlaugsdóttir. Þau eru
25 ára, luku saman námi í rekstr-
arverkfræði frá Háskólanum í
Reykjavík og eru þremenningar.
Kaupmenn Þorsteinn Máni og Anna Bryn-
dís í nýrri verslun MOA í Smáralind.
Opna nýja verslun
í Smáralind
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfa-
dóttir hefur ver-
ið ráðin fram-
kvæmdastjóri
þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins.
Ráðningin var
samþykkt á fundi
þingflokksins í
gær. Hún tekur
við starfinu af
Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur
sem starfar nú sem aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra.
Þórdís er 26 ára lögfræðingur.
Hún er fædd og uppalin á Akranesi.
Hún er í sambúð með Hjalta S. Mog-
ensen, lögmanni, og eiga þau árs
gamlan son, Marvin Gylfa.
Nýr framkvæmda-
stjóri þingflokks
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfad.
Rannsóknasetur verslunarinnar
mun stýra tveggja ára evrópsku
rannsóknaverkefni sem miðar að
eflingu starfsþjálfunar í verslunum.
Leonardo da Vinci starfsmennt-
unaráætlun Evrópusambandsins
samþykkti nýlega að styrkja verk-
efnið.
Markmið verkefnisins er að til
verði sérhæfðir starfsmenn í versl-
unum sem geti tekið að sér þjálfun
og verklega kennslu nýrra starfs-
manna.
Stýrir 2 ára evr-
ópsku verkefni
STUTT