Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 13
þeir eru veikastir fyrir á, en aðrir eru að
reyna að ná betri tökum á að nota ljós-
myndamiðilinn til að skapa áhrifameiri ljós-
myndir. Við erum ekki að kenna hér ljós-
myndatækni, heldur að aga þeirra sýn á
ljósmyndun,“ segir Einar Falur.
„Það er margt í gangi núna, til dæmis
þessi frábæra vika fyrir Gleðigönguna og
allt sem tengist henni,“ segir hann. „Það
er svo skemmtilegt á lokadeginum að sjá
afrakst-urinn, en heila málið er að við
Mary Ellen sjáum framför og að þau verði
öll betri á sínu sviði,“ segir hann. „Við
vinnum með jákvæða, uppbyggilega gagn-
rýni og þau taka henni vel, enda komin
hingað til að læra, en þetta eru gríðarlega
ólíkir ljósmyndarar. Það er líka það sem
gerir þetta svo spennandi,“ segir hann.
Ísland með sterkan persónuleika
Lögð er áhersla á mannlífið á Íslandi frem-
ur en landslag. Þau segja að þótt að Ísland
sé þekkt fyrir landslagsmyndir er hér nóg
annað að mynda. „Mannlífið hér er lifandi,
og fólk hér er opið fyrir að láta mynda
sig,“ segir Mark. „Erlendis er litið á Ísland
sem land fyrir landslagsljósmyndara, og
auðvitað er það frábært fyrir þá. En það
er líka mjög áhugavert mannlíf hérna, og
okkar námskeið snýst fyrst og fremst um
það,“ segir Einar Falur. Mark bendir einn-
ig á að Ísland sé frábært land fyrir nám-
skeið af þessu tagi vegna þess hversu allt
er smátt í sniðum. „Mér finnst þetta
áhugaverðasta landið af Norðurlöndunum.
Það er svolítið einangrað og óflekkað og hef-
ur sinn eigin persónuleika, sterkan persónu-
leika,“ segir hún. „Hér er svo auðvelt að
kenna, bæði er Ísland svo myndrænt og svo
er svo auðvelt að nálgast fólk, allir þekkja
alla,“ segir hún og Einar Falur bætir við,
„við reynum svo sannarlega að nýta okkur
þetta litla samfélag, til að fá verkefni fyrir
okkar nemendur, fá að heimsækja listafólk,
Bláa lónið og slíkt.“ Já, þetta er mjög vina-
legt land,“ segir Mark og vonast til að koma
aftur á næsta ári með nýtt námskeið.
Þriggja mínútna afrakstur
Martin Bell hefur áratuga reynslu af kvik-
myndagerð og hefur starfað við gerð margra
heimildamynda, en hann er kunnastur fyrir
heimildamyndir eins og „Streetwise“, sem
tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 1985.
Hann leikstýrði einnig myndinni „American
Heart“, með Jeff Bridges í aðalhlutverki.
Hingað er hann kominn í þriðja sinn að
kenna, en hann er með fjóra nemendur, tvo
erlenda og tvo íslenska. „Nemendur mínir
þurfa að gera kvikmynd sem að lokum er
ekki meira en þrjár mínútur. Myndin þeirra
gæti sjálfsagt verið miklu lengri, klukkutími
þess vegna, en það sem þau sýna í lokin er
þá stikla af því sem þau hafa gert,“ segir
hann.
Nemendur ráða hvort þeir gera heimild-
armynd eða leikna, en þessir fjórir völdu sér
heimildarmyndagerð. „Það erfiðasta er
klippingin, og þetta er tímafrekt, þannig að
ég get ekki haft fleiri nemendur í einu,“
segir Martin. „Viðfangsefnin eru misjöfn,
einn myndar fötluð börn, annar er á veit-
ingastað, þriðji er í iðnaðarfyrirtæki og ég
veit ekki alveg hvað sá fjórði er að gera, ég
held hann sé að vinna með hestum og jafn-
vel hundum, það kemur í ljós,“ segir hann
og brosir. Þegar hann er spurður um hvað
hann vilji kenna sínum nemendum hlær
hann og svarar: „Hvað sem þau vilja vita,
sem ég veit! Það er erfitt að segja. Kenna
þeim að segja einfalda sögu í kvikmynda-
formi.“
Martin segir það ákaflega erfitt að klippa
myndirnar, að komast að kjarna sögunnar.
„Galdurinn er í handritinu, ef það er skáld-
verk, eða að fá aðgang að sögunni ef það er
heimildarmynd,“ segir hann. „En það mik-
ilvægasta er klippingin, það er listform í
sjálfu sér, þetta snýst um að þjappa, að
komast að kjarnanum,“ segir Bell að lokum.
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Dermicore®
Bylting í lífrænum sólarkremum
brokkoli.is
Inniheldur leynivopnið í brokkolí - sulforaphane ...efnið sem virkjar húðfrumurnar!
Rannsóknir sýna að sulforaphane úr brokkolí virkjar húðfrumurnar til framleiðslu náttúrulegra
andoxunarefna - það er ein áhrifamesta og langvirkasta leiðin til að verjast ótímabærri öldrun
húðarinnar og stuðla að endurnýjun hennar.
Dermicore er háþróuð húðvörulína frá sænska fyrirtækinu THE BROCCOLI,
Lífrænar - Ekki erfðabreyttat – Engin rotvarnarefni (Engin parapen),
Engin jarðolía - Húðsjúkdóma-og ofnæmisprófaðar,
Pre Tan Creme
a Undirbýr húðina fyrir útfjólubláa geisla sólarinnar.
a Stuðlar að hraðari og jafnari sólbrúnku.
Inniheldur andoxunarefni og sulforaphane sem verst sindurefnum og merkjum öldrunar.
Sólarvörn (SPF 6 og 15)
Tvöföld vörn, bæði gegn UVB og UVA geislum.
Sérvirk innihaldsefni sem vernda húðina gegn hrukkum og ótímabærri öldrun.
Inniheldur „Shea Butter“ og E-vítamín fyrir styrkjandi og rakagefandi áhrif.
After Sun Creme
Verst sólbruna, roða og flögnun – fyrir fallega brúnku sem endist lengur.
Hjálpar að endurnýja raka- og salt jafnvægi húðarinnar.
Meðal sérvalinna innihaldsefnia eru:
• Aloe Vera – fyrir græðandi áhrif.
• Agúrka, Chamomile og Menthol – fyrir kælandi og róandi áhrif.
• Avókadó olía, Pro-vítamín B5 og E-vítamín fyrir rakagefandi áhrif.
SÓLARVÖRURNAR FRÁ DERMICORE FÁST HJÁ:
a
a
a
a
a
Mannlífið í Nauthólsvík séð gegnum linslu Gabrielu Olmedo frá Mexíkó.
Beverley Abramson, margra
barna amma, er hingað komin frá
Toronto í Kanada. Hún segir það
hafi verið Mark sem hafi dregið sig
alla leið til Íslands. „Ég hef verið
aðdáandi hennar lengi, en ég
breytti alveg lífi mínu árið 1996
þegar ég hætti sem ráðgjafi og fór
í háskóla í ljósmyndun,“ en síðar
fór hún á námskeið hjá Mark í
Mexíkó.
Abramson hefur sérstakan
áhuga á að mynda dans. „Ég hef
reynt að mynda dansara alls stað-
ar sem ég kem, og einnig bak við
tjöldin, að segja sögu í ljós-
myndum um hvað dansarar upp-
lifa,“ segir hún. „Á þessu nám-
skeiði langar mig að bæta mig,
fínpússa ýmislegt og æfa mig meir,
og svo er hér allt annað umhverfi,“
segir hún, en hún hyggst mynda
götudansara en einnig dansa á
Gaypride.
Hún ber Mark vel söguna. „Hún
er mjög móðurleg. Allir hennar
nemendur eru eins og börnin henn-
ar og hún er mjög gefandi. Hún tók
mig strax undir sinn verndarvæng
og hefur hjálpað mér mikið,“ segir
hún. „Öll hennar gagnrýni er hjálp-
leg og uppbyggileg.“
„Hún er mjög móðurleg“
Beverley Abramson fær leiðsögn hjá Mary Ellen Mark.
Morgunblaðið/Ásdís
Gabriela Olmedo, þriggja barna móðir frá
Mexíkó, er atvinnuljósmyndari í sínu
heimalandi en hún sérhæfir sig í portrett
ljósmyndun. Áhugi hennar kviknaði
snemma, en faðir hennar, sem var barna-
læknir, var mikill áhugaljósmyndari.
Glæpagengi rændi honum og heimtaði
lausnargjald en myrtu hann síðan. Ol-
medo, sem er einkabarn, segir að þrátt
fyrir þann hrylling sem hún gekk í gegn-
um, hafi það orðið til þess að hún fór að
læra það sem hugur hennar stóð til, sem
var ljósmyndun, en hún nam markaðsfræði
til að byrja með. „Þegar ég var lítil, áður
en að pabbi dó, vorum við vön að fara í
sirkusinn í Mexíkó, og ég man að þegar
við komum heim sýndi pabbi mér bæk-
urnar hennar Mark til að fá aðra sýn á
sirkus, og ég var alveg heilluð. Ég hef ver-
ið aðdáendi hennar síðan,“ segir hún, en
hún hefur einnig sótt námskeið hjá henni í
sínu heimalandi. „Í byrjun var hún ansi
hörð við mig, þegar hún sá fyrst möppuna
mína var hún ekki ánægð. En mér hefur
farið mikið fram, þannig að þetta hefur
verið frábært. Gagnrýni getur verið erfið,
en alveg frábær,“ segir hún. Blaðamaður
lá á hleri þegar Mark skoðaði nýjustu
myndirnar hennar. Greinilegt er að Ol-
medo hefur farið fram, því það eina sem
heyrðist frá meistaranum var, „frábært,
stórfínt hjá þér, nú ertu að taka „þínar“
myndir, nema bara á Íslandi, þetta er
stórgott!“
„Þetta er stórgott!“
Það fór vel á með þeim Gabrielu Olmedo og Mary Ellen Mark.
Morgunblaðið/Ásdís