Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Heimili og hönnun
Aftur í skólann
LOCH NESS skrifborðslampi,
burstað ál. H 49 cm 29.995,-
ICE skrifborð með svartri glerplötu.
125 x 65 cm 27.900,-
HOUSE
Vegghilla, natur. H 32,3, B 25 cm 4.995,-
HOMES Kollur með geymslu, ýmsir litir.
H 42, Ø31 cm 13.900,-
F
ramkvæmdir hófust upphaflega af því að okkur
vantaði baðkar,“ segir húsmóðirin í Hlíðunum
sem bauð okkur í innlit. Þessi rúmgóða hæð í
skemmtilegu bakhúsi fékk yfirhalningu fyrir
nokkrum árum. „Þetta endaði eiginlega fokhelt,“ segir
hún og hlær. Þau fluttu í húsið ásamt sonum sínum
tveimur árið 2001 og hafa smátt og smátt verið að
breyta íbúðinni, en húsið er byggt á sjötta áratugnum.
Þau fengu innanhúsarkítektinn Thelmu B. Friðriks-
dóttur til liðs við sig. Fórna þurfti einu litlu herbergi
til að fá stærra baðherbergi með baðkari, en einnig
þurfti þar að rúmast þvottavél og þurrkari. Thelma
hannaði rennihurð sem hylur þvottavélarnar þegar
þær eru ekki í notkun. „Þetta er mjög smart lausn hjá
henni, og svo notaði hún hnotu á vegginn í stíl við
gömlu tekkhurðirnar,“ segir húsfreyjan.
Tekkskápurinn hennar ömmu
Allar innréttingar eru sérhannaðar en þau völdu hvíta
skápa í bland við hnotuna í eldhúsið, og gólfið er hvítt-
uð eik. Gamlir munir í bland við nýja setja skemmti-
legan svip á stofuna. Hægindastóllinn eftir Charles og
Ray Eames er í uppáhaldi, en einnig eldri munir.
Gamall tekkskenkur stendur í stofunni. „Þennan feng-
um við þegar amma fór á elliheimili, og þá vildi hann
enginn, en nú er hann vinsæll,“ segir hún.
Gamla skenkinn úr tekki fengu þau þegar amma fór á elliheimili, en þá var eng-
inn sem vildi hann. Nú eru slíkir skenkir mjög eftirsóttir víða.
Eldhúsið er bjart en efri skápar eru úr hnotu.
Endaði fokhelt
Í BJARTRI OG SKEMMTILEGRI HÆÐ HAFA HJÓN MEÐ TVO SYNI KOMIÐ SÉR VEL FYRIR.
ÍBÚÐINNI HEFUR VERIÐ BREYTT Á SMEKKLEGAN HÁTT Á SÍÐUSTU ÁRUM.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
HÆÐ Í HLÍÐUNUM FÉKK YFIRHALNINGU
Gamlir munir í bland við nýja passa vel saman í hillu.