Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 38
*Föt og fylgihlutir Haustið er handan við hornið og skólarnir að byrja. Nú er tími til að endurskoða fataskápinn »40 Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd en auðvitað hafa margir áhrif á mann bæði úr tískubrans- anum og annarstaðar frá. Ég reyni engu að síður að láta hjartað ráða og falla ekki fyrir öllum tískubylgjum. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Jean Paul Gaultier hefur alltaf heillað mig frá því ég sá hann fyrst og í dag held ég líka mikið upp á Alexander Wang. Ætlar þú að kaupa þér eitthvað sérstakt fyrir haustið? Ætli maður þurfi ekki að fá sér góða skó fyrir haustið. Svo væri ég til í flotta Kenzo há- skólapeysu. Hvað er uppáhalds „trendið“ þitt fyrir haustið? Það gleður mig að sporty-stíllinn sé að halda áfram inn í haustið. Fullkomin blanda af stíl og þægindum. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Ég virðist eiga auðvelt með að kaupa mér gallabuxur og hvítar skyrtur. Á allt of mikið af því en það eru uppáhaldsflíkurnar mínar. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Það yrðu sennilega einhverjir fallegir skór eða taska frá Saint Laurent. En ég bendi á að listinn er langur. Ertu með eitthvert mottó þegar kemur að fatastíl? Ég er óhræddur við að prófa nýja hluti en er frekar „casual“ í klæðaburði. Númer 1, 2 og 3 er að snið og stærð passi. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Nei, ég lít ekki á tilraunastarfsemi mína á yngri árum sem tískuslys. Pizza 67 peysan sem ég klæddist yfir skyrtu árið 1993 er t.d. grunnurinn að mínum stíl í dag. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? 10 corso como í Mílanó er allavega ein af skemmtilegri verslunum sem ég hef heimsótt. Hefur einstakan stíl og þaðan kemur maður brosandi út. Hver eru bestu fatakaupin þín? Ég á 20 ára gamlar Levis gallabuxur sem ég nota enn, það hljóta að kallast góð kaup. Morgunblaðið/Rósa Braga 10 Corso Como í Mílanó er uppáhaldsbúð Stefáns. Jean Paul Gaul- tier er djarfur og skemmti- legur hönnuður. AFP Stefáni langar í fallega tösku frá Saint Laurent. Háskólapeysan frá Kenzo er vænt- anleg í Sævar Karl. STEFÁN SVAN TÍSKUSPEKÚLANT Jean Paul Gaultier hefur alltaf heillað STAFÁN SVAN AÐALHEIÐARSON ER MIKILL SMEKKMAÐUR OG FAGURKERI. STEFÁN ER INNKAUPASTJÓRI SÆVARS KARLS Á HVERFISGÖTU EN HANN ER NÝKOMINN HEIM AF TÍSKUVIKUNNI Í KAUPMANNAHÖFN ÞAR SEM HANN SÁ UM AÐ KAUPA INN VÖRUR Í BÚÐINA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Stefán Svan er óhræddur við að prófa nýja hluti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.