Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 45
ur í forsetahöllina, svo hann gæti haldið verki sínu áfram í samræmi við umboð sitt. Í næstu áskorunum frá vestrænum höfuðborgum komu alvarleg tilmæli um að herinn myndi alls ekki beita skotvopnum sín- um gegn mótmælendum. Það er auðvitað sjálfsögð ósk og krafa að friðsamlegum mótmælum sé aldrei svarað með valdi af neinu tagi. En þegar mótmæli eru komin langt út fyrir ramma þess að vera frið- samleg horfir málið öðru vísi við. Þegar hundruð þúsunda mótmælenda reyna að leggja undir sig stjórnarskrifstofur lands með ofbeldi og vopnaburði, þá er aðeins tvennt til. Að láta þá tilraun ná fram að ganga, þótt vitað sé að mikill meirihluti þjóðarinnar sé ekki aðeins andvígur henni, heldur skelfingu lost- inn um framtíð sína, eða að grípa til aðgerða. Her, sem við slíkar aðstæður lofar að beita ekki þeim úr- ræðum sem hann hefur, er enginn her, ekki einu sinni Hjálpræðisher. Hann verður undir. Hver yrðu viðbrögð í Vesturheimi? Fróðlegt væri að vita hvaða fyrirmæli vestrænar lýðræðisstjórnir gæfu sínum öryggissveitum ef þús- undir manna, þar af nokkur hundruð þeirra búnir skotvopnum, stefndu að Hvíta húsinu eða Downings- træti 10. Myndu ráðamenn þar, á þeirri ögurstund, hlusta mest eftir áskorunum frá Kaíró og Kabúl um að taka nú alls ekki of hart á mótmælendum? Eng- inn vafi er á því, að þegar eru til útfærðar áætlanir um hvernig bregðast ætti við atburðum af því tagi. Enda flokkaðist það undir alvarlega vanrækslu að láta hjá líða að gera slíkar áætlanir sem grípa mætti til í slíkri neyð. En það er jafn vafalaust að ekki er nokkur leið að fá upplýsingar um tilurð og innihald slíkra áætlana. Það er ekki einu sinni víst að þeir Manning og Snowden hafi séð þær. Erdogan með Morsi En það er hins vegar jafnan svo að valdamenn sem aðrir horfa gjarnan með öðrum hætti til atburða fjær en þeirra sem verða í þeirra ranni. Þannig er sá góði forsætisráðherra Tyrkja, Erdogan, rasandi reiður yfir meðferð Egypta á mótmælendum síðustu daga. Sjálfum þótti honum á hinn bóginn sjálfsagt að beita miklu afli nýlega gegn löndum sínum sem andæfðu nýjum skipulagstillögum í miðborg Ist- anbúl. En Erdogan lítur á sig sem baráttubróður Morsis og Bræðrafélags múslíma og sjálfur er hann ekki búinn að gleyma því þegar tyrkneski herinn fékk komið honum sjálfum á bak við lás og slá fyrir það ódæði að fara með ljóð sem hershöfðingjarnir höfðu ekki smekk fyrir: „Moskurnar eru okkar her- skálar/ hvolfþök þeirra okkar hjálmar/ turnspír- urnar byssustingirnir/og hinir trúföstu okkar her- menn.“ Fyrir þennan lestur mátti Erdogan dúsa innan múrs í fjóra mánuði. Á Íslandi, þar sem annar hver maður er skáld og hinn telur að hann sé það og utanbókarkunnátta á ljóðum er enn almenn, gæti slík refsistefna verið verulega íþyngjandi, eins og það yrði líklega orðað í opinberum skýrslum. * Fróðlegt væri að vita hvaðafyrirmæli vestrænar lýðræð-isstjórnir gæfu sínum öryggissveitum ef þúsundir manna, þar af nokkur hundruð þeirra búnir skotvopnum, stefndu að Hvíta húsinu eða Down- ingstræti 10. Dalalæða við Gunnarshólma. Morgunblaðið/Eggert 18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.