Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 3
231. tölublað 101. árgangur
BÝÐUR UPP Á
ÆVINTÝRAFERÐIR
TIL GRÆNLANDS
ÞETTA HEFÐI
ALDREI
ORÐIÐ EINS
VEÐURGLÖGGU
FÓLKI FER
FÆKKANDI
SUNNUDAGUR AÐ GÁ TIL VEÐURS 10HEIMIR Á HÚSAVÍK 28
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Ljósmynd/FHG
Frá Noregi Vegskáli og gangamunninn í
Talvik. Hreindýrin eru hin rólegustu.
Ístak hefur samið um átta af þeim
níu verkefnum sem fyrirtækið var
með í Noregi þegar móðurfélagið
E. Pihl & Søn var tekið til gjald-
þrotaskipta í sumar, en það var í
ábyrgðum fyrir verkefnunum. Að
auki hefur verið samið um eitt nýtt
verkefni beint við Ístak.
Útgerð fyrirtækisins í Noregi er
því svipuð og áður, að sögn Kol-
beins Kolbeinssonar, fram-
kvæmdastjóra Ístaks. »4
Ístak með svipaða
útgerð í Noregi
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Alþingi og stjórnvöld hafa ekki markað byggðastefnu
fyrir landið í heild. Það skapar stöðuga óvissu og óöryggi
um opinbera þjónustu á landsbyggðinni, hefur áhrif á at-
vinnulífið og búsetuval fólks. Þetta er meðal þess sem
fram kom í hringborðsumræðum um málefni Norður-
lands sem Morgunblaðið efndi til. Greint er frá umræð-
unum á tveimur opnum í blaðinu í dag.
Þar kemur fram að Héðinsfjarðargöng, menningar-
húsið Hof á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga,
gróska í ferðaþjónustu og mikill uppgangur í sjávar-
útvegi séu meðal þess jákvæðasta sem gerst hefur á
Norðurlandi á allra síðustu árum. Efling menningar og
menntunar hafi aukið lífsgæði fólks. Norðlendingar eru
á hinn bóginn ósáttir við hvernig staðið hefur verið að
fækkun ríkisstarfsmanna í landshlutanum. »24-27
Vantar byggðastefnu
Efling menningar og menntunar hefur aukið lífsgæðin
Morgunblaðið/Skapti
Hringborð Umræður snérust um málefni Norðurlands.
Það var bjart yfir ánni Dimmu við Elliðavatn
þegar starfsmenn Kópavogsbæjar unnu að
endurnýjun brúargólfs við bæinn Skyggni.
Fremstur á myndinni er Sveinn Wium og heldur
Halldór Guðmundsson á einum planka með hon-
um. Einar Hjaltason losaði planka á meðan.
Brúin yfir Dimmu lagfærð fyrir veturinn
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdir við bæinn Skyggni við Elliðavatn
Sex ára íslensk
börn borðuðu
hollari mat á ár-
unum 2011-2012
en fyrir tíu árum.
Þetta kemur
fram í langtíma-
rannsókn á mat-
aræði ungbarna
og barna á Ís-
landi. Niðurstöðurnar benda til
þess að mataræði þeirra hafi þokast
nær ráðleggingum um heilsu-
samlegt mataræði. Dregið hefur
m.a. úr neyslu á mettuðum trans-
fitusýrum sem og neyslu á við-
bættum sykri.
Blóðfita þeirra var einnig rann-
sökuð og voru jákvæðar breytingar
á blóðfitu. Styrkur heildar- og svo-
kallaðs LDL-kólestróls lækkaði, en
hár styrkur þess er meðal áhættu-
þátta hjarta- og æðasjúkdóma.
Þrátt fyrir þessi jákvæðu tíðindi þá
má enn auka neyslu á ávöxtum og
grænmeti og grófum kornvörum.
»18
Sex ára börn neyta
minna af óhollri fitu
Stefnumörkun
alþjóðlegs hóps
sérfræðinga í
baráttunni gegn
hnignun hafsins
lítur væntanlega
dagsins ljós á
næstunni. Ragn-
ar Árnason, pró-
fessor við HÍ, á
sæti í hópnum.
Fjársterkir að-
ilar koma að verkefninu og auk rík-
isstjórna má nefna olíufélög og
risastór útgerðarfyrirtæki. Ætla
má að hundruð milljóna Banda-
ríkjadollara verði nýtt árlega á
næstu árum til að fylgja eftir
stefnumörkun hópsins. »16-17
Slagkraftur í glímu
við hnignun hafsins
Ragnar
Árnason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikill meirihluti félagsmanna í Sam-
iðn er á þeirri skoðun að ef kjara-
samningar takist ekki fyrir 1. des-
ember næstkomandi skuli beita
stuttum verkföllum frá þeim degi.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, staðfesti
þetta en fram kom á kjaramálaráð-
stefnu stéttarfélagsins að beita skuli
stuttum verkföllum „dag og dag með
víðtækri samstöðu en beita minni
hópum þess á milli með fjárhagsleg-
um stuðningi allra“.
Á ráðstefnunni var rætt um 6-12
mánaða samning og að laun skuli
hækka um 1% umfram verðbólgu ef
samið er til 12 mánaða. Var sú krafa
sett fram í samhengi við spár um
4-5% verðbólgu næstu misserin.
„Menn vilja skapa vinnufrið og
semja til skamms tíma. Lágmarks-
krafan er sú að kaupmáttur rýrni
ekki frekar á samningstímanum. Við
erum reiðubúin að semja um hófleg-
ar launahækkanir ef það tekst að
halda verðbólgunni niðri.“
Undirbúi nýja þjóðarsátt
Þorbjörn vill semja til skamms
tíma, sex til tólf mánaða, og nota tím-
ann þar til samningar renna út til að
leggja grunn að nýrri þjóðarsátt.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands, vill
einnig semja til skamms tíma. Sam-
hliða launahækkunum sé mikilvægt
að dregið verði úr álögum, t.d. með
hækkun persónuafsláttar.
Þing Alþýðusambands Norður-
lands stendur nú yfir og segir Aðal-
steinn Á. Baldursson, formaður
Framsýnar – stéttarfélags, mikla
óánægju meðal fundarmanna vegna
fjárlagafrumvarpsins.
„Það er margt í frumvarpinu sem
kemur illa við okkar fólk. Þar er ekki
að finna neinar skattalækkanir fyrir
láglaunafólk. Þetta herðir okkur í
kröfugerðinni,“ segir Aðalsteinn.
Hófleg hækkun í kortunum
Félagsmenn í Samiðn tilbúnir í verkföll takist ekki að semja fyrir 1. desember
Reiðubúnir í hóflegar launahækkanir ef það tekst að halda verðbólgunni niðri
Friðrik J. Jóns-
son, fyrrv.
deildarstjóri
KNP á Kópa-
skeri, þarf að
borga með sér á
Lögmannshlíð –
öldrunarheimili
til að geta búið
með konunni
sinni, sökum
þess að hann er álitinn of heilsu-
hraustur til að fá vistunarmat.
Friðrik heldur í dag upp á 95 ára
afmælið en hann segist í samtali við
Morgunblaðið dansa að jafnaði við
10-15 konur á dansleikjum.
»50-51
Borgar með sér
vegna heilsuhreysti
Friðrik J Jónsson