Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur
ÞRÚÐVANGI 18
850 HELLU
ÞVOTTAHÚS TIL SÖLU
Til sölu er Þvotthúsið Rauðalæk ehf, í Rangárþingi ytra. Um er að
ræða rekstur, fasteign, vélar, tæki og vörubirgðir. Félagið rekur
þvottahús, efnalaug og verslun með hannyrðavörur. Fjöldi starfs-
manna er 7. Góð viðskiptasambönd fyrir hendi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fannbergs fasteignasölu ehf.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 25.09.13 - 01.10.13
1 2Maður sem heitir OveFredrik Backman Heilsubók JóhönnuJóhanna Vilhjálmsdóttir
5 Iceland small worldSigurgeir Sigurjónsson 6 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir
7 Stígum framSheryl Sandberg 8 LeðurblakanJo Nesbo
10 Árið sem tvær sekúndur bættustvið tímann - Rachel Joyce9 InfernoDan Brown
4 HöndinHenning Mankell3 Norðurslóðasókn - Ísland ogtækifærin - Heiðar Guðjónsson
Þeir sem ætla sér að
ná, ná. Þeir sem reyna,
reyna að ná. Þarna
liggur stærsti munur á
árangri og ekki. Mark-
miðasetning er mik-
ilvæg öllum. Ekki ein-
ungis íþróttafólki
og/-eða keppnisfólki þó
svo að ég vonist til að
flestir unglingar, sem
stunda íþróttir, með
stóra drauma lesi
þennan pistil.
Ef þú ætlar þér eitthvað þarft þú
að vita hvað þú þarft að gera og hvað
þú þarft að leggja af mörkum til að
ná þangað. Ef markmiðið hefur ver-
ið framkvæmt áður af einhverjum
öðrum getur þú það líka. Punktur.
Meðalmennska er eitthvað sem fólk
talar um þegar það miðar markmið
sitt við þitt. Það eru alltaf einhverjir
sem telja sig vera að gera betur en
þú. Það er aldrei neinn sem við-
urkennir að sitt eigið markmið sé
meðalmennskumarkmið. Með-
almennska er ekki til. Með-
almennska er umtal, og það oft
vegna öfundar. Það eru ekki allir
með sama markmið og það er aldrei
talið til meðalmennsku að leggja sig
allan fram. Einbeittu þér að sjálfum
þér og lærðu af fólkinu í kringum
þig. Hugsaðu um sjálfan þig. Vertu
eigingjarn. Markmið þeirra sem
hafa þau stór eru oft dregin niður af
öðrum vegna þess að sá sem þú legg-
ur það undir myndi aldrei setja sér
jafn stórt markmið og þú gerðir.
Haltu þessu fyrir sjálfan þig og
veltu þér ekki upp úr því sem aðrir
segja.
Virkni (Motivation)
Það eru stöðvar í líkamanum sem
þarf að virkja til að finna fyrir þess-
ari orku sem við öll viljum og
vinnum vel undir. Þú þarft að finna
þær hjá sjálfum þér frekar en að
leitast við að elta næsta mann og það
sem hann gerir til að virkja sig.
Dæmi: Til að virkja sjálfan mig
hlusta ég á tónlist. Ég virkja sjálfan
mig líka með að hrósa fólki. Til að
virkja þig er líklegt að þú þurfir að
gera aðra hluti en ég. Leitaðu og
finndu það sem virkjar þig. Setjum
upp dæmi. Þú ert 14 ára. Þú ætlar að
verða bestur í heimi í fótbolta. Sem
þýðir að þú ætlar að verða betri en
Messi og Ronaldo. Nákomnir þér
vildu meina að það væri stór draum-
ur og aðrir ennþá nær þér teldu það
óraunhæft. Það er stór munur á
draumum og veruleika. Gerðu
drauma þína að markmiði og mark-
miðið að veruleika. Láttu drauma
þína rætast þannig.
Þarna ertu kominn með raunhæft
markmið, eitthvað sem þú ætlar þér
að ná, að verða bestur.
Er þetta raunhæft
markmið? Já. Vegna
þess að þú getur það og
af því að það hefur ein-
hver annar orðið best-
ur á undan þér. Af
hverju ættir þú ekki að
geta það?
Hvernig verður þú
bestur í heimi? Hvað
þarftu að gera? Þú
þarft að æfa þig í því
sem þú ætlar að verða
bestur í og eyða í það
meiri tíma en næsti maður. Í þessu
tilfelli þarft þú að æfa meira en allir
hinir og gera meira en það sem þú
gerir á æfingu.
Það eru þrjú atriði sem þú þarft
að hafa, þekkja og gera. Það fyrsta.
Þú þarft að vita hverjir veikleikar
þínir eru. Hvað þarf að laga. Þekktu
þá og notaðu þá í að gera þig betri.
Númer tvö. Sýndu þolinmæði. Láttu
ekki markmiðið heltaka líf þitt. Yf-
irtaktu markmið þitt með þínu lífi.
Leyfðu veikleikum að verða að
styrkleikum. Númer þrjú. Hlustaðu.
Virkjaðu hlustunina. Hlustaðu á alla
í kringum þig, og sjáðu hvað þeir
sem skarað hafa framúr gerðu til að
ná svona langt. Lærðu af þeim.
Sýndu ekki hroka, þannig verður þú
aldrei bestur eða nærð langt. Aftur
að dæminu. Þú ert í 4. flokki í fót-
bolta. Til að verða bestur í heimi ætl-
ar þú að komast í A-liðið með fé-
lagsliðinu sem þú æfir. Til að ná því
þarftu að æfa veikleika þína. Dæmi:
Ef þú þarft að laga skot, sendingar
og/eða móttöku átt þú að æfa þig í
því allt þar til því er náð og þú farinn
að einbeita þér að því að laga eitt-
hvað annað eða verða betri í ein-
hverju öðru sem þarf að taka fyrir.
Ef þú þekkir ekki veikleika þína tal-
aðu við þjálfara, maka eða góðan vin.
Þeir geta hjálpað þér.
Með þessum litlu skrefum verður
þú byrjunarmaður í hvaða liði sem
þú vilt spila með þar til félagslið er-
lendis eru farin að banka á dyrnar.
Með hverju litlu skrefi er einu stóru
náð og þú kemst þangað sem þú ætl-
ar þér að fara. Áður en þú veist af,
ertu orðinn bestur.
Þekktu veikleika þína og nýttu þá
í að gera þig betri hvað sem þú tekur
þér fyrir hendur. Hlustaðu aldrei á
gagnrýnisraddir og vertu ávallt
virkjaður. Allt of margir nánir þér
kalla markmið sem eru raunhæf
óraunhæf. Hættu að hlusta á það.
Byrjaðu alla daga á því að segja já,
og mundu, að þeir sem eru manni
næstir geta verið manni verstir og
auðveldlega dregið úr draumum þín-
um með skynsemi. Stundum þarf ör-
litla óskynsemi til í að ná lengra en
almenn skynsemi leyfir. Gegndu
fullorðnum, en láttu þá ekki taka
drauma þína frá þér.
Að lokum. Messi og Ronaldo eyða
að hámarki 30 mínútum á dag fyrir
framan tölvu og farsíma. Þeir vita og
finna á sjálfum sér að of mikill tími
fyrir framan þessi tæki kallar á slen,
leti, óhóf og óhollustu. Þeir vita báð-
ir hvað þarf til að verða bestur í
heimi og einhver þarf að leysa þá af.
Hvernig verður þú
bestur í heimi?
Eftir Ásgeir
Ólafsson
» Gerðu drauma þína
að markmiði og
markmiðið að veruleika.
Láttu drauma þína ræt-
ast þannig.
Ásgeir
Ólafsson
Höfundur er afreksþjálfari, knatt-
spyrnuþjálfari yngri flokka KA og
höfundur metsölubókarinnar Létta
leiðin.
Ef húsnæðislán
væru tengd bygging-
arvísitölu í stað vísi-
tölu neysluverðs,
myndi það ekki draga
úr verðbólgu í land-
inu? Ef laun eru
hækkuð á vinnumark-
aði skapar það þenslu
og aukna verðbólgu,
sem verður til þess að
vörur hækka til að
koma á móts við
hækkun launagreiðslna vinnuveit-
anda. Með tengingu vísitölu neyslu-
verðs við húsnæðislán þá hækkar
lánið sem því nemur.
Húsnæðislán ætti
fremur að tengja við
byggingarvísitölu sem
er í raun sú vísitala sem
er réttmætari vegna
þess að það er verið að
taka mið af byggingu
húsnæðis hverju sinni
en ekki hvað það kostar
að kaupa vörur dag frá
degi.
Eins og lánin eru
tengd í dag við vísitölu
neysluverðs og skuldir
landsmanna hækka í
takt við vísitölu neysluverðs, mynd-
ast aukin verðbólga vegna þessarar
skekkju tengingar.
Ef húsnæðislán eru tengd bygg-
ingarvísitölu hækkar lánið sem því
nemur við hækkun bygging-
arvísitölu sem tekur mið af bygg-
ingu húsnæðis.
Ef við tökum mið af vísitölum síð-
ustu ára, þá er augljós ástæða til
breytinga, sbr. eftirfarandi vefslóð
http://www.hagstofa.is/Hagtolur/
Verdlag-og-neysla/Helstu-visitolu.
Ef húsnæðislán væru tengd
byggingarvísitölu
Eftir Þorvarð
Jóhann Jónsson
Þorvarður Jóhann
Jónsson
»Með tengingu vísi-
tölu neysluverðs við
húsnæðislán þá hækkar
lánið sem því nemur.
Höfundur er atvinnuflugmaður.