Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 20

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson Hjörtur J. Guðmundsson Þrátt fyrir veiðar á makríl umfram ráðgjöf undanfarin ár benda upp- lýsingar til að stofninn sé ekki of- veiddur, segir m.a. í frétt á heima- síðu Hafrannsóknastofnunar um veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsókn- aráðsins, ICES, fyrir næsta ár. Ráðlagt aflamark fyrir næsta ár er ákvarðað út frá meðaltali heild- arafla síðustu þriggja ára sem er 890 þúsund tonn, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Í fréttinni um ráðgjöf ICES segir m.a.: „Undanfarin ár hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið veitt ráðgjöf samkvæmt aflareglu þar sem aflamarkið ákvarðast af nið- urstöðum stofnmatslíkans og var aflamarkið fyrir árið 2013 542 þús- und tonn. Í ár var ákveðið að styðjast ekki við stofnmatslíkanið. Meginástæða þess eru óáreiðanleg aflagögn fram til ársins 2006. Gagnagreining bendir til þess að stofnstærðin hafi verið vanmetin undanfarin ár og að ekki sé verj- andi að byggja ráðgjöf áfram á þessum gögnum. Vísitölur um stofnstærð makríls frá fjölþjóðlegum eggjaleiðangri sem farinn var í sumar sýna að stofninn hefur farið vaxandi á und- anförnum árum. Þá gáfu nið- urstöður fjölþjóðlegs leiðangurs í júlí/ágúst 2013 vísbendingar um vaxandi stofn og góða nýliðun á undanförnum árum … ESB hafnaði þátttöku í togleiðangri í sumar Sérstakur fundur um stofnmat á makríl verður haldinn á vegum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins í febr- úar nk. Þar verður rýnt í öll möguleg gögn sem nýst geta í stofnmati og ný líkön prófuð. Bundnar eru vonir við að áreið- anlegra stofnmat fáist með þeirri vinnu sem hægt verði að nota til að veita ráðgjöf um aflamark í framtíðinni.“ Samhæfðir togleiðangrar Íslend- inga, Norðmanna og Færeyinga hófust 2009 og spannar sagan um mikla útbreiðslu á norðursvæðinu því orðið fimm ár. Í þeim hefur stofnstærð og útbreiðslusvæði makríls verið kannað og magn hans á hverju svæði yfir sum- artímann. Íslendingar hafa í nokk- ur misseri farið fram á að mat á stærð makrílstofnsins byggist á fleiri stoðum en áður og nið- urstöður trollrannsókna teknar með. Síðastliðið vor hafnaði Evrópu- sambandið þátttöku í slíkum troll- leiðangri. Við stofnmatið í ár var því einkum stuðst við niðurstöður í svokölluðum eggjaleiðangri, en í þá er farið á þriggja ára fresti. Í eggjatalningunni eru sýni tekin með sérhæfðum háfi við yfirborð sjávar og síðan er reiknað út mið- að við fjölda eggja í hverju kasti hversu margir fiskar hrygndu það árið. Færeyingar halda fast í kröfu um ákveðna hlutdeild Jacob Vestergaard, sjávar- útvegsráðherra í Færeyjum, segir ráðgjöf um aukinn makrílafla engu breyta um kröfur Færeyinga um ákveðna hlutdeild, eins og þeir hafa sett fram Heildarkvótar fari ýmist upp eða niður og þeir muni halda fast við ákveðinn hlut í heildaraflanum. Þá hefur Vestergaard ekki í hyggju að slaka á kröfum um stærri síldarkvóta gegn því að þeir fái að veiða meira af makríl. Fær- eyingar hafi lagt fram vísindaleg gögn máli sínu til stuðnings. Eins og kunngt er setti Evrópu- sambandið löndunarbann á síldar- og makrílafurðir frá Færeyjum í sumar vegna verulega aukinna síldveiða þeirra. Stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld verður rædd á fundi strandríkjanna í London 16.- 18. otkóber, en ICES leggur til verulegan niðurskurð á afla á næsta ári. Hvetja til sveigjanleika, nefna ekki refsiaðgerðir Í umræðunni í Skotlandi í gær er lögð áhersla á sveigjanleika, en hótanir um refsiaðgerðir hafa vikið í kjölfar ráðgjafar ICES. Fundur strandríkja um stjórnun veiðanna á næsta ári hefst í London 23. október. „Þessi ráðlegging um aukinn kvóta fyrir árið 2014 felur í sér gríðarlega góðar fréttir fyrir skoskan sjávarútveg og um leið makrílstofninn sjálfan þrátt fyrir óábyrgar veiðar annarra. Fyrir ut- an það að skapa aukin tækifæri til veiða gerir það okkur mögulegt að stuðla að enn betri stjórn á veið- um úr stofninum til framtíðar sem hindrað hefur verið á undan- förnum árum vegna deilna,“ segir Richard Lochhead, sjávarútvegs- ráðherra Skotlands, á vefsíðu skosku heimastjórnarinnar. „Þessi vísindalega ráðgjöf skap- ar sömuleiðis nýtt tækifæri til þess að reyna að leysa yfirstand- andi deilu við Ísland og Færeyjar. Þetta getur skapað nýjan hvata í viðræðunum og við munum halda áfram að gera allt til þess að ná samkomulagi við Íslendinga og Færeyinga vegna deilistofna. Við vonum að þeir leggi fram skyn- samlegar og sanngjarnar tillögur. Við þurfum allir að vera sveigjan- legir í framgöngu okkar til þess að grípa þetta tækifæri. Við erum reiðubúnir að semja en ekki sama hvað það kostar og mögulegt sam- komulag verður að tryggja hags- muni Skotlands,“ segir hann enn- fremur. Ian Gatt, framkvæmdastjóri Samtaka skoskra uppsjávarsjóm- anna, segir á vefsíðu samtakanna að skoskir sjómenn voni að Íslend- ingar og Færeyingar komi á næsta samningafund með sveigj- anlegt pólitískt umboð sem geri samningamönnum þeirra kleift að semja um málamiðlun sem taki mið af oft á tíðum ófyrirsjáanlegri hegðun fiskistofna. Gögnin duga ekki við ráðgjöf  ICES heldur sérstakan fund um stofnmat á makríl  Rýnt verður í öll gögn sem nýst geta í mati  Færeyingar halda sínu striki og miða við óbreyttan hlut  Tækifæri til að leysa deiluna, segja Skotar Makríll Veiði þessa árs er talsvert umfram ráðgjöf. Eigi að síður er aflamark aukið verulega fyrir næsta ár. Stjórnun veiðanna » Fundur strandríkja um stjórn makrílveiða verður í London 23.-25. október. » Norsk-íslenska síldin verður til umræðu á fundi 16.-18. október. » Makríllinn er í mikill upp- sveiflu, en síldin á niðurleið. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að það yrði að byggja þetta á vís- indum og efast um þessa aðferða- fræði hjá ICES. Þess í stað höfum við horft til togararallsins, sem Evrópusambandið hefur því miður ekki viljað taka þátt í, og ævin- lega haldið því fram að við stæð- um að málum með ábyrgum hætti og þetta einfaldlega staðfestir það.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, um ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og að aðferðafræði þess við að meta stærð makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi til þessa hafi ekki gefið rétta mynd af stofninum og vanmetið verulega stærð hans „Þetta náttúrlega styrkir okkar stöðu. Öll þau rök sem við höfum talað fyrir eru orðin sterkari. Þetta kollvarpar undirstöðu þeirr- ar umræðu að við séum að stunda ósjálfbærar veiðar á makrílnum sem farið hefur fram í Skotlandi, Írlandi og víðar sem og hótunum Evrópusam- bandsins um við- skiptaþvinganir á grundvelli meintrar ofveiði. Því er í raun öllu að okkar mati sópað í burtu og það er mjög já- kvætt,“ segir Sigurður Ingi. Ennfremur skapi þetta aukin tækifæri til þess að ná sam- komulagi í makríldeilunni. „Þann- ig að þetta er allt mjög jákvætt. Það staðfestir okkar málflutning til þessa og vísindalega vinnu okkar og eykur möguleika á samningum. En ógnin í þessu er hins vegar að ef ekki nást samn- ingar og menn fara að veiða mun meira þá gætum við farið að nálg- ast ofveiði á næstu árum auk hugsanlegs verðfalls á mörkuðum vegna of mikils framboðs.“ Aukin tækifæri til samninga STYRKIR STÖÐU ÍSLENDINGA OG RÖK OKKAR STERKARI Sigurður Ingi Jóhannsson Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Mikið úrval af sparifatnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.