Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fimm mán-uðir eru núliðnir síðan
Nicolás Maduro
sigraði í forseta-
kosningunum í
Venesúela með
minnsta mögulega
mun. Hugo Chávez skildi eftir
sig vonlausa stöðu í efnahags-
málum fyrir Maduro til þess að
vinna úr. Skemmst er frá því að
segja að Maduro hefur ekki
náð neinum tökum á málum.
Vöruskortur er tíður, verð-
bólgan farin úr öllum böndum
og götuofbeldi færist í vöxt.
Lausn Maduros, líkt og forver-
ans, er að reyna að kjafta sig úr
vandanum og benda á ímynduð
samsæri innanlands sem utan.
Vondu kapítalistarnir eru
svar Maduros við nær allri
gagnrýni. Í ævintýraheimi for-
setans sitja erlend fyrirtæki á
svikráðum við hann til þess að
tryggja áframhaldandi skort á
salernispappír og sífellt raf-
magnsleysi. Venesúelabúar
geta nú hringt í sérstaka síma-
línu sem er opin allan sólar-
hringinn til þess að tilkynna yf-
irvöldum „ólöglega
efnahagsstarfsemi“ og önnur
„skemmdarverk“ sem útlend-
ingarnir gráðugu ætla að
vinna. Ekki er vitað enn hversu
mörg símtöl hafa borist, en for-
setinn sjálfur er duglegur að
benda á fólk og fyrirtæki.
Þannig leiddi lítilsháttar bilun í
flugvél hans til hótana og gífur-
yrða í garð Airbus-flugvéla-
framleiðandans.
Fleiri fá að
kenna á vænisýk-
inni. Morðtíðni í
Venesúela er með
því hæsta í heim-
inum. Maduro tel-
ur að Köngulóar-
maðurinn sé þar
helsti valdur, en honum gramd-
ist ofbeldið sem sást í þriðju
kvikmyndinni um kappann,
sem kom út fyrir meira en
fimm árum. Köngulóarmað-
urinn er þó ekki einn á saka-
mannabekknum því að banda-
rískir sendiráðsstarfsmenn eru
vart lentir í Caracas þegar
þeim er snúið við.
Vandamál Venesúela liggja
hins vegar ekki í Köngulóar-
manninum eða vondum kapítal-
istum. Þau eru hinsta arfleifð
Hugos Chávez, sem skilur eftir
sig sögu óstjórnar, sögu sem
verður þeim mun verri þegar
haft er í huga að olíufram-
leiðsla ríkisins skilar um 100
milljörðum bandaríkjadala á
ári. Þrátt fyrir það glímir ríkið
við gjaldeyrisskort.
Stærsti vandi Maduros er
Chávez sjálfur, en hann á sér
enn harða stuðningsmenn sem
vilja ekki gefa tommu eftir, þó
að sýnt sé að leiðin sé vörðuð til
glötunar. Maduro mun því
verða kennt um að hafa eyði-
lagt það sem Chávez byggði
upp nema hann finni einhverja
aðra sökudólga. Hann telur
sjálfur að köngulóarmaðurinn
sé handhægastur, en vænlegra
til árangurs væri að beina sjón-
um að stjórnarstefnunni.
Arfleifð Hugos
Chávez kemur
nú skýrt í ljós
í erfiðleikum
eftirmannsins}
Heimatilbúinn vandi
Í umræðum umfjárlög á Al-
þingi hefur mátt
heyra að vinstri
menn sakna þess
mikið að ekki skuli
í fjárlagafrumvarp-
inu nú haldið áfram á þeirri
braut að hækka skatta. Vinstri
stjórninni tókst að fylgja þeirri
stefnu í fjögur ár að hækka
skatta linnulaust og nú þegar
horfið er af þeirri braut er
kvartað hástöfum.
Stjórnarandstæðingar
kvarta yfir ýmsu á skattasvið-
inu. Fundið er að því að lækkað
sé milliþrep í tekjuskatti um
0,8% og að sú lækkun sé til að
þjóna hinum efnameiri. Fjár-
málaráðherra benti af þessu til-
efni á að þeir sem hæstar tekjur
hafa „greiða eftir sem áður
hæst hlutfall af tekjum sínum
og flestar krónur í skatt“.
Oft hefur gengið erfiðlega að
fá talsmenn vinstri flokkanna
til að viðurkenna þessa einföldu
staðreynd sem byggist á sam-
spili persónuafsláttar og skatt-
hlutfalls. Jafnvel þó að skatt-
þrepið væri eitt, eins og
æskilegt væri og
sjálfsagt er að
stefna að á nýjan
leik, og persónu-
afsláttur hluti af
kerfinu, þá á það
við sem fjár-
málaráðherra sagði, að þeir
sem hæstar hafa tekjurnar
greiða ekki aðeins flestar krón-
ur í skatta heldur einnig hæst
hlutfall tekna sinna. Þess vegna
er óþarfi að hafa þrepin fleiri en
eitt sé ætlunin að ná fram jöfn-
uði í gegnum tekjuskattskerfið.
Þar að auki kalla fleiri þrep á
eftirágreiðslur skatta og hafa
neikvæð áhrif á virkni efna-
hagslífsins, draga úr vinnugleði
og minnka möguleika fólks til
að auka ráðstöfunartekjur sín-
ar.
Talsmönnum vinstri flokk-
anna þykir slæmt að stigin séu
skref, jafnvel þó að þau séu ekki
stór enn sem komið er, í þá átt
að laga það sem þeir hafa spillt.
Eftir reynsluna af einu hreinu
vinstri stjórninni hljómar gagn-
rýni liðsmanna hennar á skatta-
lækkanir eins og jákvæð um-
sögn um fjárlagafrumvarpið.
Vinstri flokkunum
svíður að skattarnir
skuli ekki halda
áfram að hækka}
Jákvæð gagnrýni
S
ósíalistar og annað fólk, sem er bjarg-
fast í þeirri trú sinni að það viti bet-
ur en Pétur og Páll hvað sé gott fyr-
ir þá postula, hafa löngum prédikað
þá skoðun að nauðsynlegt sé að
skattleggja ákveðnar vörur til að draga úr vilja
fólks til að kaupa þá. Þannig hafa verið rök-
studdar himinháar álögur á áfengi og tóbak.
Lítið hefur þó borið á skattlagningu annarra
vímugjafa – þá er best að banna með öllu. Skatt-
ar á eldsneyti eru að sama skapi hugsaðir til að
breyta hegðun fólks þannig að það kjósi fremur
tvo jafnfljóta, hjólreiðar eða almennings-
samgöngur. Þetta virðist að einhverju leyti
hafa tekist. Pétur er hættur að reykja og Páll
drekkur minna en áður.
Þrátt fyrir þennan árangur stýriskattastefn-
unnar virðist eins og þessum sama hópi sé
fyrirmunað að skilja að sömu lögmál gilda um skatta á
launaða vinnu. Því meira sem hið opinbera tekur af pen-
ingunum sem ég vinn fyrir hörðum höndum, því ólíklegri
er ég til að vinna meira. Ég var lengi þeirrar skoðunar að
lágur tekjuskattur, sem legðist hlutfallslega jafnt á alla,
væri hið eina rétta form skattlagningar.
Þannig greiða allir í samræmi við greiðslugetu sína, að
teknu tilliti til einhvers konar persónuafsláttar, sem þó má
segja að geri skattkerfi að einhverju leyti þrepaskipt.
Nýlega rann þó upp fyrir mér að öll skattkerfi sem
skattleggja tekjur eru léleg skattkerfi. Til skýringarauka
er rétt að nefna að „tekjuskattur“ er hér notaður í víðum
skilningi, og nær til launatekna, fjármagns-
tekna og hagnaðar fyrirtækja. Þó svo að ís-
lenska staðgreiðslukerfið sé tiltölulega einfalt
samanborið við hið bandaríska, svo dæmi séu
tekin, þá er það hvort tveggja of flókið og
hampar þeim sem hafa meiri tekjur og mögu-
leika á að nýta sér glufur þess. Þannig getur
brosmilda konan á kassanum í Bónus á Granda
ekki talið aksturskostnað á móti launum sínum
meðan lögfræðingurinn í Laugarneshverfinu
getur skráð báða Landkrúserana sína á sam-
lagshlutafélagið sitt og talið rekstrarkostnað-
inn á móti tekjum sínum. Þetta er ekki réttlátt.
Til að jafna leika þarf að hugsa skattkerfið upp
á nýtt. Besta lausnin sem hefur borist mér til
eyrna er flatt söluskattskerfi á allar seldar
vörur og þjónustu.
Í slíku kerfi fengi ég allar mínar tekjur í vas-
ann og greiddi skatt þegar ég eyddi þeim.
Sparnaður væri því skattfrjáls. Ef ég kaupi Landkrús-
er, þá borga ég X% af verði hans til ríkisins. Kaupi ég lít-
inn Yaris, borga ég sömu hlutfallstölu af honum til ríkis-
ins. Þá get ég ráðið hvað ég greiði háa skatta, og með því
væri svarta hagkerfið skattlagt, þar sem glæponar yrðu
að greiða sömu skatta af lúxusbifreiðum og loðfeldum og
við hin. Persónuafsláttarkerfi til verndar hinum tekju-
lægstu væri að sjálfsögðu fyrir að fara í þessu kerfi.
Þessar vangaveltur komast skammt í jafnfáum orðum
og hér rúmast, en áhugasömum er bent á að kynna sér
bókina The FairTax Book. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Flatur 0% tekjuskattur
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Í
frumvarpi til nýrra heild-
arlaga um stimpilgjöld er
ekki gert ráð fyrir að stimp-
ilgjald verði lagt á lánaskjöl.
Þetta þýðir að ein-
staklingar og lögaðilar munu ekki
þurfa að greiða stimpilgjöld þegar
þeir taka til að mynda lán til fast-
eignakaupa. Í staðinn verða stimpil-
gjöld á eignayfirfærsluskjöl hækkuð
til að vega upp á móti því tapi sem
ríkissjóður verður fyrir við afnám
gjaldsins.
Sparnaður fyrir lántakendur
Sem dæmi má taka fjölskyldu
sem fjárfestir í eigin húsnæði við nú-
gildandi lög. Hún fjármagnar kaupin
að 35% með eigin fé og 65% lántöku
af kaupverði. Sé kaupverð eignar-
innar 35 milljónir og lánsfjárhæðin
23 milljónir greiðir viðkomandi fjöl-
skylda nú 140.000 krónur í stimpil-
gjald af kaupsamningi og 345.000
krónur í stimpilgjald af skuldabréf-
inu, eða samtals 485.000 krónur mið-
að við gildandi reglur. Verði frum-
varpið að lögum mun umrædd
fjölskylda greiða 280.000 krónur í
stimpilgjald af eignayfirfærslu-
samningnum, en ekkert af lánaskjöl-
unum.
Viðskiptakostnaður fjölskyld-
unnar lækkar því um 205.000 krónur
eða um 0,6% af kaupverði fasteign-
arinnar miðað við þessar forsendur.
Viðskiptakostnaðurinn lækkar svo
meira eftir því sem hærri lán eru
tekin, en hækkar sé fasteignin
staðgreidd.
Lægri kostnaður lántakenda
Margrét Ágústa Sigurðar-
dóttir, fulltrúi fjármála- og
efnahagsráðuneytis og formað-
ur starfshóps sem vann skýrslu um
endurskoðun laga um stimpilgjald,
segir meginatriði skýrslunnar vera
það að stimpilgjald á lánaskjöl verða
afnumin. „Hópurinn leggur einnig til
að stimpilgjöld verði aflögð á fleiri
tegundum skjala sem skiluðu ríkis-
sjóði litlum tekjum.“ Skýrslan var að
hluta til lögð til grundvallar frum-
varpinu sem nú liggur fyrir Alþingi.
Hópurinn lagði til að stimpilgjald
yrði hækkað á eignayfirfærslugern-
inga til að verja tekjur ríkissjóðs.
Þannig verður ríkissjóður ekki af
þeim tekjum sem hann hefur af
stimpilgjaldi í núgildandi lögum, en
þær tekjur námu 3,35 milljörðum á
síðasta ári. Gert er ráð fyrir að
stimpilgjöld muni skila ríkissjóði 4
milljörðum í ár og 4,3 milljörðum á
næsta ári, aðallega vegna aukinna
umsvifa á fasteignamarkaði. Ekki er
verið að leggja til nýja gjaldstofna.
„Hlutfall stimpilgjalds á eignar-
yfirfærslu fasteigna eða skipa yfir
fimm brúttótonnum er samkvæmt
tillögu starfshópsins mishátt eftir
því hvort einstaklingar eða lögaðilar
eiga í hlut,“ sagði Margrét Ágústa,
en í frumvarpinu er lagt til annars
vegar 0,8% gjald þegar um er að
ræða einstaklinga, en 1,6% þegar
lögaðilar eiga í hlut eins og kemur
fram í frumvarpinu. „Þetta gjald er
samt töluvert lægra en gengur og
gerist í nágrannalöndunum.“ Lán-
takendur munu því bera lægri kostn-
að af lántöku en nú.
Innheimta gjaldsins einfölduð
Margrét Ágústa segir enn-
fremur að tillögur hópsins snúi að
því að innheimta gjaldsins verði ein-
földuð til muna. „Starfshópurinn
lagði til að innheimta yrði aðeins á
hendi sýslumanna, en í núgildandi
lagaumhverfi fara margir aðilar með
innheimtuna.“ Gera má ráð fyrir að
þetta muni verða til sparnaðar fyrir
ríkissjóð og einföldunar í fram-
kvæmd, þar sem einn aðili en ekki
margir munu sjá um innheimtuna.
Stimpilgjaldi breytt
lántakendum í vil
Áætlaðar tekjur af stimpilgjaldi 2014
Fyrir Eftir
breytingu Áhrif breytingu.
millj. kr. Tillögur millj. kr. millj. kr
Samningar umeignaryfirfærslu (nú0,4%) 1.500 0,8–1,6% 4.300 2.800
Þar af einstaklingar 900 0,80% 1.800 900
Þar af lögaðilar 600 1,60% 2.500 1900
Skuldabréf og tryggingabréf 2.650 Fellt niður 0 –2.650
Afurðalán (0,5%) 10 Fellt niður 0 –10
Aðfarargerðir, kyrrsetningar og löggeymsla 50 Fellt niður 0 –50
Kaupmálar (50 kr. + 0,4%) 2 Fellt niður 0 –2
Vátryggingaskjöl (8% af iðgjaldi) 70 Fellt niður 0 –70
Hlutafé og stofnfé (0,5%) 1 Fellt niður 0 –1
Annað 17 Fellt niður 0 –17
Samtals 4.300 4.300 0
Með frumvarpinu er gert ráð
fyrir að hætt verði að inn-
heimta stimpilgjald af ýmsum
skjölum sem hafa skilað ríkis-
sjóði litlum tekjum. Gjald-
skyldan samkvæmt frumvarp-
inu nær einungis til þeirra
skjala er varða eignaryfirfærslu
fasteigna hér á landi og skipa
yfir fimm brúttótonnum sem
skrásett eru hér á landi. Þetta
hefur í för með sér að ekki
verður lengur skylt að greiða
stimpilgjald vegna lánsskjala,
þar með talið skilmálabreyt-
inga á lánsskjölum, vegna
hlutabréfa, vegna skilríkja fyrir
eignarhlut í félögum og vegna
félagssamninga. Þá fellur einn-
ig brott skylda til að greiða
stimpilgjald vegna kaupmála,
vátryggingarskjala, aðfarar-
gerða, kyrrsetningargerða, lög-
geymslna, leigusamninga um
jarðir og lóðir, heimildarskjala
um veiðiréttindi og skjala sem
leggja ítök, skyldur og kvaðir á
annarra eign.
Tiltekt í
lögunum
STIMPILGJÖLD