Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Í gegnum tíðina hafa stóru bank- arnir keypt og varðveitt fjölda verka eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Þar á meðal eiga þeir stór söfn verka eftir Jóhannes S. Kjarval. Á sýningunni Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna, sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, eru verk listamannsins sem eru í eigu Arion banka, Íslands- banka og Landsbanka. Verkin prýða gjarnan funda- erbergi og afgreiðslur útibúa bank- anna víða um land en á sýningunni gefst tækifæri til að sjá úrval þess- ara verka á einum stað. Sum þeirra hafa aldrei áður sést á opinberri sýningu. Sýningin er hluti af þeirri við- leitni Listasafns Reykjavíkur að draga fram víðtæka mynd af ferli Kjarvals. Öll málverk eftir hann í eigu safnsins sjálfs voru dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem var opnuð á Kjarvalsstöðum í desember 2012. Sýningin er í anda salon-sýninga þar sem málverkin þekja alla veggi Kjarvalssalarins, frá gólfi og upp í loft. Hvítasunnudagur Landsbankinn á þetta þekkta málverk Kjarvals frá 1917. Sýna Kjarvalsverk í eigu bankanna  Mynd af heild 2 á Kjarvalsstöðum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bylting í ljósmyndun, yfirlitssýning á verkum Alexanders Rodchenkos (1891-1956), eins áhrifamesta lista- manns Rússlands á liðinni öld, verð- ur opnuð á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16. Og það á vel við að kenna sýninguna við byltingu, því ekki var Rodchenko bara helsti ljós- myndari sovésku byltingarinnar á fyrstu árum hennar, heldur tókst honum það sem flesta listamenn dreymir um en svo fáum tekst; hann kom með nýja strauma, nýja sýn inn í sinn miðil, hann var einn af merk- ustu byltingarmönnum ljós- myndalistarinnar á liðinni öld. Það má því kallast sannkallaður stórviðburður í íslensku myndlist- arlífi að þessi sýning sé sett hér upp. Hún hefur verið sett upp í söfnum víða um lönd og alls staðar verið hyllt af þeim sem séð hafa, enda er um mörg fágæt og verðmæt ljós- myndaprent að ræða; verk sem heyra til kjarna ljósmyndasögunnar. Ný sýn í ljósmyndun Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi en starf- aði sem listamaður og hönnuður í Moskvu frá árinu 1915. Hann inn- leiddi nýja sýn í ljósmyndun sem einn þeirra listamanna sem kenndir hafa verið við Konstrúktívisma; með nýjum og ögrandi sjónarhornum sem áttu að þjóna hinni breyttu sam- félagsgerð. Þá var hann ekki síður brautryðjandi í grafískri hönnun en Rodchenko hannaði meðal annars veggspjöld, bókakápur og auglýs- ingar þar sem djörf notkun á letri og samþætting texta og ljósmynda vek- ur undrun enn þann dag í dag og heldur áfram að veita hönnuðum og listamönnum innblástur, hátt í einni öld síðar. Á sýningunni eru rúmlega tvö hundruð verk Rodchenkos sem koma frá Ljósmyndasafninu í Moskvu. Sýningarstjóri er Olga Svi- blova, forstöðukona safnsins og einn þekktasti sýningarstjóri Rússlands, en umsjón með sýningunni hér hefur Ragnheiður Kristín Pálsdóttir. Að sýningin sé nú sett upp hér á landi, tengist því að á árinu eru 70 ár liðin frá því formlegt stjórnmála- samband komst á milli Íslands og Rússlands, þá Sovétríkjanna. Einn af stórmeisturum ljósmyndasögunnar  Sýning á verkum Rodchenkos opnuð á Kjarvalsstöðum A. Rodschenko – V. Stepanova Archive /Moscow House of Photography Museum Óvenjuleg Tröppur, ljósmynd eftir Alexander Rodchenko frá árinu 1930. Hann innleiddi óvenjuleg og ögrandi sjónarhorn í ljósmyndunina. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á  JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “EIN SÚ SVALASTA Í ÁR.” A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE   Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ EMPIRE  FRÁ FRAM LEIÐANDANUM RIDLEY SCOTT EGILSHÖLLÁLFABAKKA PRISONERS2 KL.6-8-9-10:10 PRISONERSVIP KL.2-5-8 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.2-4:10-6:20 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.12FYRSTABÍÓFERÐIN700KR. DONJON KL.5:50-8-10:30 DONJONVIP2 KL.11 WELCOMETOTHEPUNCH KL.8:30-112 RIDDICK KL.10:20 AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50 AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.2-4 AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.12FYRSTABÍÓFERÐIN700KR. FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.1:30-3:40 WE’RETHEMILLERS KL.8 KRINGLUNNI EUGENNE ONEGIN ÓPERA KL. 16:55 (LAU) PRISONERS KL. 9:15 - 10 (5 - 8 - 10 SUN) DON JON KL. 8 (8 - 11 SUN) WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:40 THE BUTLER 2 KL. 5 - 8 CITY OF BONES KL. 5:30 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 2:30 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL. 2:30(SUN) SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2D KL. 2:30 PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:10 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL. 1:30 - 3:40 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 1 - 3 - 5:50 DON JON KL. 8 - 11 RIDDICK KL. 8 - 10:30 THE BUTLER KL. 5:20 - 8 AULINN ÉG ÍSLTAL2D KL. 1:30 - 3:40 - 5:50 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:10 THE CONJURING KL. 10:40 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI PRISONERS KL. 8 - 10:10 DON JON KL. 8 - 11 THE BUTLER KL. 5:20 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 4 - 6 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2D KL. 3:20 KEFLAVÍK PRISONERS KL.8 ABOUTTIME KL.8 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50 DONJON KL.11 RUNNERRUNNER KL.10:30 AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.1:30-3:40 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.5:50 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ HREINSKILIN. SJÁÐU ÞESSA!” THE HOLLYWOOD REPORTER  JOBLO.COM  NEW YORK OBSERVER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS MAGNAÐUR ÞRILLER FERSKASTA MYND ÁRSINS  BÍÓVEFURINN FRÁ HÖFUNDUM SHREK OG MADAGASCAR 10 16 12 12 T.V. - Bíóvefurinn/S&HHHH ÍSL OG ENSKT TAL FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L L L ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9 TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 1:50 - 4 - 6 RUNNER, RUNNER Sýnd kl. 8 - 10 AULINN ÉG 2 3D Sýnd kl. 1:50 - 4 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 1:50 - 4 DESPICABLE ME 2 2D Sýnd kl. 6 DIANA Sýnd kl. 8 MALAVITA Sýnd kl. 10:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.