Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
systir mín og eina systirin í
hópnum og gaf mér sem ungum
dreng þau viðmið sem ég bý að.
Þegar mamma dó þá var það hún
sem tók við keflinu og reyndist
pabba stoð og stytta. Ég veit að
pabbi mun sakna hennar og um-
hyggju hennar.
Það var alltaf gott að koma til
Þórunnar og Jóa hvort sem það
var í Búrfelli eða á Selfossi, þeg-
ar við komum úr Veiðivötnum
eða annarri veiði í Þjórsárdal.
Það var gott að eiga vísan kaffi-
sopa og með því í Búrfelli ásamt
góðu spjalli. Í sumar fórum við í
fjölskylduútileguna í Reykholti
og var yndislegt að geta verið
þar með stóru systur.
Ég færi fjölskyldu hennar, Jó-
hanni og börnum þeirra Sigurði,
Stefáni og Guðlaugu ásamt fjöl-
skyldum þeirra mínar bestu
kveðjur. Ég mun geyma hlýjar
minningar um systur og góða
vinkonu.
Þráinn Sigurðsson.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Þórunn mágkona mín var
yndisleg kona og áttum við
margar góðar stundir saman, við
vorum góðar vinkonur og við
gerðum margt skemmtilegt sam-
an. Við vorum t.d. í Grínverjum
og Oddfellow og höfðum daglegt
samband eftir að hún hætti að
vinna. Það hefur alltaf verið mik-
ill samgangur hjá fjölskyldum
okkar. Þau hjónin hafa verið
mjög dugleg að ferðast bæði inn-
anlands og utan. Oft höfum við
fengið að njóta þess að vera með
þeim á ferðalögum. Við fórum
með þeim hjónum í eina óleym-
anlega utanlandsferð til Króatíu.
Það var einstaklega skemmtileg
og vel heppnuð ferð. Svo eru úti-
legurnar margar sem við höfum
farið saman í. Það var svo gaman
að sjá að þegar farið var að grilla
þá þurfti alltaf að vera „djúsí“
eftirréttur hjá þeim. Hún var
mikill listakokkur og var alveg
sama hvað hún matbjó. Hafði
gaman af að gera sultur með
allskonar ívafi og var hugmynda-
rík í matargerðinni eins og í öllu
öðru. Það lék allt í höndunum á
henni, hún var snillingur í
sauma- og prjónaskap. Allt sem
hún tók sér fyrir hendur gerði
hún af rausnarskap. Hún las
mikið og það var alltaf hægt að
spyrja hana um þennan eða hinn
atburðinn, þá hafði hún svör á
reiðum höndum. Hún var frænd-
rækin og oft var kíkt í Reykja-
rættarbækurnar og flett upp á
frændfólkinu.
Þórunni var mjög annt um
fjölskylduna sína og bar hag
hennar fyrir brjósti. Af alúð og
umhyggju hlúði hún vel að sínum
nánustu.
Sæl ert þú sem sofnað hefur
síðasta blund og kvödd ert nú.
Verkin sem þér voru falin
vel um ævi ræktir þú.
Manni og börnum ástrík alltaf
öllum vinum holl og trú.
Marga ljúfa, mæta fagra
minning eftir skilur þú.
(Höf. ók.)
Elsku Þórunn, minning þín lif-
ir. Hvíl þú í friði.
Elsku Jóhann, Sigurður, Sig-
urður Óli, Stefán, Guðlaug Erla
og fjölskylda, ykkar missir er
mikill. Guð veri með ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Guðfinna og Hafsteinn Túni.
Mig langar til að minnast
elskulegrar mágkonu minnar,
Þórunnar, örfáum orðum, en hún
lést fyrir aldur fram eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Hún kom inn í fjölskyldu okkar
fyrir rúmlega 40 árum, er Jó-
hann bróðir minn kynnti hana
fyrir okkur. Þórunn var vel gef-
in, myndarleg og vandvirk í
hverju sem hún tók sér fyrir
hendur. Alls konar hannyrðir;
prjón, útsaumur og saumur á
fatnaði lék í höndum hennar og
alltaf var vandað vel til allra
verka. Þá var ekki síður mynd-
arskapur í öllu heimilishaldi.
Margar minningar koma upp í
hugann við leiðarlok. Ekki síst
frá fyrri árum. Börnin okkar eru
á sama aldri og oft var hist í
Túni, oft óvænt, svo um jól, af-
mæli og fleiri viðburði í fjöl-
skyldunni og þar var t.d. sameig-
inleg skírn drengja okkar. Í
nokkur ferðalög fórum við líka
saman. Heimsóknir voru á báða
vegu; heimsóknir upp í Sigöldu,
Búrfell og síðar í Suðurengið.
Alltaf var notalegt að setjast í
eldhúskrókinn eða stofuna hjá
þeim hjónum og var þá oftar en
ekki myndarlega á borð borið.
Þá kom það fyrir hér áður fyrr
að einhver úr fjölskyldunni eða
hún öll gisti hjá okkur þegar þau
voru á ferð í bænum og bjuggu
uppi í Sigöldu eða Búrfelli.
Þórunn var vel að sér og fróð-
leiksfús og bætti við skólagöngu
sína á þeim árum sem börnin
voru í framhaldsskóla. Hún naut
þess að vera í góðum félagsskap
og hafði gaman af góðum tilsvör-
um fólks og ekki síst hjá börn-
unum.
Hún hafði gaman af því að
ferðast innanlands sem utan og
gerðu þau hjón töluvert af því.
Var það sérstaklega ánægjulegt
að þeim auðnaðist að fara saman
í siglingu í fyrrahaust, sem hún
gat notið þrátt fyrir heilsubrest.
Hún var mikil fjölskyldumann-
eskja, og hélt vel utan um börnin
sín og barnabörnin og oft voru
einhver þeirra með í ferðalögum
og sumarbústaðaferðum. Sam-
band hennar við föður sinn var
sérstaklega náið og er missir
hans mikill.
Elsku Jóhann, Siggi, Stefán,
Guðlaug og fjölskyldur, megi
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ragnheiður.
Þórunn Sigurðardóttir er látin
eftir hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Þórunn var hlý,
hæglát og staðföst. Hún var ein-
stök hagleikskona, allt lék í
höndum hennar. Hún var snill-
ingur á saumavélinni. Saumaði
heilu dressin á sig og fjölskyld-
una, allt frá hátískufatnaði til
þjóðbúninga. Hún var alltaf fín, í
fallegum fötum og vel tilhöfð.
Prjónarnir léku í höndum henn-
ar og saumnálin ef því var að
skipta. Eftir hana liggja ófá
listaverkin. Hún kunni þetta allt
og gerði vel, gat sagt til og gefið
ráð. Það var gott til hennar að
leita. Þórunn var listakokkur,
hristi fram veislur af öllum
stærðum og gerðum. Sérfræð-
ingur á því sviði.
Þórunn hugsaði vel um allt
sitt fólk og var stolt af hópnum
sínum. Jóhann og Þórunn voru
samstiga hjón. Bjuggu fjölskyldu
sinni falleg heimili. Þau ferðuð-
ust víða innanlands og utan,
sóttu menningarviðburði og nutu
lífsins. Það var alltaf gaman að
koma til þeirra. Vel tekið á móti
gestum. Sunnudagsrúntur upp í
Búrfell var tilhlökkunarefni í
æsku. Síðar fluttu þau nær, í
Suðurengið, reistu fallegt hús og
samverustundum fjölgaði. Uppá-
tækjum unglingsáranna var tek-
ið af ró og þolinmæði, þó oft væri
líflegt á heimilinu. Frá seinni ár-
um koma upp í hugann ótal góð-
ar minningar úr útilegum, af-
mælum, réttum og kvöldspjalli í
Túni eða Suðurengi. Samgangur
milli heimilanna hefur verið mik-
ill, vináttuböndin sterk.
Það er sárt að kveðja. Minn-
ingin um yndislega konu lifir
með okkur. Elsku Jóhann, Sig-
urður, Siggi Óli, Stefán, Guðlaug
og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill. Megi góður Guð styðja
ykkur og styrkja.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Jórunn Edda
Hafsteinsdóttir.
Fyrir fimm áratugum settist
tiltölulega lítill hópur stúlkna á
skólabekk í virðulega skólanum
við Tjörnina í Reykjavík. Það
ríkti eftirvænting í hópnum.
Hvernig skyldu hinar stelpurnar
líta út? Hvernig skyldi þetta
virðulega hús líta út að innan?
Kennararnir birtust okkur
hver af öðrum og töldu upp það
sem þyrfti að kaupa af bókum og
öðru skóladóti. Allt var skrifað
niður af stakri samviskusemi.
Það var setið þétt í skólastofunni
enda mikil eftirspurn eftir því að
fá að sækja nám í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Bakgrunnur
stúlknanna var margbreytilegur,
þó komu flestar úr Reykjavík.
Ein af þeim stúlkum sem hér
um ræðir var Þórunn Sigurðar-
dóttir frá Hlemmiskeiði á Skeið-
um. Hún lét ekki fara mikið fyrir
sér en hafði hlýtt viðmót. Á þeim
fjórum árum sem námið í
Kvennó náði til kom betur og
betur í ljós hvaða mann Þórunn
hafði að geyma. Hún var ein-
staklega traustur einstaklingur,
hafði fágaða framkomu og var
vinur í raun.
Eftir að skólagöngu í Kvennó
lauk hefur Þórunn ekki látið sig
vanta þegar kallað hefur verið til
samverustunda. Það var henni
engin fyrirstaða að eiga jafnan
yfir fjallveg að fara. Þegar skóla-
systurnar úr Kvennó hittust þá
var ekkert sem stöðvaði hana.
Þórunn var mikl fjölskyldu-
manneskja og var afar lánsöm í
einkalífi sínu. Hún átti yndislega
fjölskyldu sem nú hefur misst
mikið. En minningin um góða
konu mun lifa.
Þórunnar verður sárt saknað
þegar næst verður komið saman.
Það er ótrúleg tilhugsun að hún
verði ekki með í þeim hópi.
Með vinsemd og virðingu, f.h.
skólasystra úr Kvennaskólanum
í Reykjavík,
Valgerður Sverrisdóttir.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf
og tók
græðandi hendi að milda sorgarstund.
(Vigdís Runólfsdóttir)
Látin er okkar kæra systir
Þórunn Sigurðardóttir langt um
aldur fram.
Þórunn gekk til liðs við Odd-
fellowregluna er hún gekk í
Rebekkustúkuna nr. 9, Þóru, á
Selfossi árið 2005. Hún var góð-
ur liðsauki í starf okkar og
gegndi starfi sínu í stúkunni af
trúmennsku og samviskusemi
allt þar til hún varð fyrir alvar-
legum veikindum fyrir tæpum
fjórum árum.
Þórunn tók virkan þátt í starfi
okkar, traust og jákvæð. Í veik-
indum hennar var hugur hennar
hjá okkur systrum og fylgdist
hún vel með. Hún lagði alltaf til
fallegt handverk í fjáröflunar-
starf okkar og var tilhlökkun að
sjá hvað hún kæmi með af sínu
fallega handverki. Þórunn mætti
vel á fundi meðan heilsan leyfði
og sagði að sér liði svo vel að
starfa með okkur.
Það var sérstaklega ánægju-
legt að hún mætti að loknum
lokafundi í vor og borðaði með
okkur þó svo að hún treysti sér
ekki til að sitja fundinn. Það
leyndi sér ekki hvað hún var
ánægð að vera með, brosandi og
glöð, þannig munum við minnast
hennar.
Við kveðjum kæra systur okk-
ar með þakklæti og virðingu.
Vottum við fjölskyldu hennar
innilega samúð.
Fh. Þórusystra,
Þórunn D. Oddsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku ástarengillinn
minn, amma mín. Þú ert
svo góð með mér að spila
með mér elsku hjartað
mitt, elsku amma mín. Þú
máttir ekki fara á spítal-
ann, heppin ertu að hitta
Guð. Óheppin þú að hitta
ekki Baldur Orra lengur og
aumingja Baldur Orri að
hitta ekki þig lengur. Takk
fyrir samveruna.
Elsku ömmustrákurinn
þinn
Daníel Þór Michelsen.
Þú varst besta amma í
heimi. Þú varst alltaf góð,
þú gafst mér oft gjafir og
gladdir mig oft og þú varst
bara langbest. Ég gleymi
aldrei þegar við fórum til
Fuerto Ventura og síðustu
stundirnar sem þú lifðir.
Elsku ömmustrákurinn
þinn,
Jóhann Frank Michelsen.
Amma var alltaf góð við
okkur. Það er fallegt að
vera góð hvert við annað.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Hákon Ingi og
Jórunn Móna.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐNI EINARSSON,
Skipalóni 16
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn
3. október.
Erla Gísladóttir,
Málfríður Kolbrún Guðnadóttir,
Einar Guðnason, Sigríður Júlía Wium,
Kolbeinn Guðnason,
Guðni B. Guðnason,
Hrafn Guðnason, Helena Gestsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og stjúpbörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BJÖRG H. FINNBOGADÓTTIR
frá Ólafsvík,
verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 12. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
söfnunarreikning Ólafsvíkurkirkju
nr. 0194-05-401286, kt. 500269-4999.
Finnbogi H. Alexandersson, Sigríður M. Halldórsdóttir,
Svanhildur Alexandersdóttir, Marinó H. Sveinsson,
Stefán Alexandersson, Laila Michaelsdóttir,
Lára Alexandersdóttir,
Örn Alexandersson, Aðalheiður Eiríksdóttir,
Atli Alexandersson, Elfa Eydal Ármannsdóttir
og ömmubörnin.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og langalangafi,
PÁLL M. JÓNSSON
húsasmíðameistari
frá Auðkúlu í Arnarfirði,
Skúlaskeiði 28,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 30. september.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
9. október kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Sólvangs hjúkrunarheimilis, sími 590 6500.
Gunnar Ingi Pálsson,
Guðmundur Kjartan Pálsson, Vilfríður Þórðardóttir,
Margrét María Pálsdóttir, Ari Kristinsson,
Guðrún Pálsdóttir,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengda-
faðir,
ALFREÐ EINARSSON,
andaðist þriðjudaginn 1. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
12. október kl. 14.00.
Sigfríður Runólfsdóttir,
Erna Alfreðsdóttir, Sigurður Kristinsson,
Sigurlaug Alfreðsdóttir, Sigurjón Óskarsson,
Runólfur Alfreðsson, María Gunnarsdóttir
og aðrir ástvinir.
✝
Elsku pabbi okkar, sambýlismaður, afi og
vinur,
EIRÍKUR G. RAGNARSSON,
Eiðismýri 22,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
3. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju
þriðjudaginn 8. október kl. 11.00.
Ragnar Gunnar Eiríksson, Erla Björg Sigurðardóttir,
Hulda Birna Eiríksdóttir, Daníel Þór Harðarson,
Ragnheiður Eiríksdóttir, Guðfinnur Ýmir Harðarson,
Höskuldur Eiríksson, Kristbjörg Gunný Jónsdóttir,
Alfreð Jóhann Eiríksson
og fjölskyldur.