Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 líka vel hjá honum. Í vor var hann með 6 kiðlinga, hvolp og 9 hænu- unga, auk fjárins. Kelduhverfið var hans staður, þar vildi hann vera. Það kalla ég líka „heim“, þó ég hafi aldrei búið þar. Við pabbi og stelpurnar mínar kíktum í kaffi til hans sumarið 2011. Þeir feðgar voru tveir heima og það var gaman að sjá hvað þeir áttu fallegt samband. Það var greinilegt að þeir áttu hvert bein hvor í öðrum. Það er mikill harmur að sjá á eftir svo góðum og glöðum dreng með jafn sterka nærveru og Sveinn hafði. Mig svíður í sálina og verkjar í hjartað að hann sé farinn, að börnin hans alist upp án hans, að allir þeir fjölmörgu sem elskuðu hann og dáðu sitji eftir í sárum. Minningin um góðan dreng, sannan vin vina sinna, hreinskilinn, einlægan og fallegan situr eftir. Pabbi sá til þess að til eru fjölmargar myndir af okkur tveimur saman, það er mér fjár- sjóður að eiga. Bless elsku Sveinn minn, mér þykir óskaplega vænt um þig. Þín, Halldóra Friðný. Elsku frændi minn og vinur, Sveinn Björnsson er látinn. Þú varst stór hluti af mínu lífi og það leið varla sá dagur sem við ekki heyrðum hljóðið hvort í öðru jafnvel þó að fjarlægðin okkar á milli, í kílómetrum talið, hafi verið töluverð undanfarin ár. Þrátt fyr- ir það vandi ég komur mínar í Ár- dal þegar mikið stóð til. Þegar ég hugsa um samverustundirnar undanfarin ár koma strax upp í hugann haustverkin, ferðaþjón- ustan, heyskapur, skítmokstur, göngur og hestaferðir. Ég gleymi ekki góðum tilfinn- ingum, spennu og tilhlökkun er ég ók fyrir Tjörnesið og niður í Kelduhverfið fagra. Sú tilfinning er nú breytt enda ert þú ekki lengur hér. Þó sé ég þig fyrir mér og finn fyrir tilvist þinni í hverjum krók og kima hér í Árdal. Þegar ég kom í Árdal var alltaf fyrsta mál á dagskrá hjá okkur að setjast niður við eldhúsborðið og gera verkáætlun. Síðast þegar ég kom hljóðaði hún svona: 1. Hafa það gaman. 2. Stinga út úr fjárhúsunum. 3. Fara með rúllu í Nýjabæ. 4. Reiðtúr upp í heiði. 5. Búa til túnfisksalat og kjöt- súpu. 6. Njóta þess að vera til. Það sem tengdi okkur helst saman var sameiginleg ást á sveitinni okkar og ánægjan sem við höfðum af bústörfunum. Mér er til dæmis minnisstætt atvik í vor þegar við vorum að stinga út úr húsunum með reku og hjólbör- um. Þá mættumst við á miðri leið með börurnar fullar af skít og sögðum bæði í kór „þetta er lífið“, enda var þetta með fallegri dög- um í Kelduhverfi þetta vorið. Sól- in endurkastaðist af snævi þaktri jörð og við ánægð með að vera að vinna verkið í sameiningu. Sveinn, blessuð sé minning þín, ég sakna þín sárt. Erla Dögg. Ég var staddur uppi á heiði, í göngum, snæviþakinn fjallahring- ur baðaður í sól, vænt fé, ropandi rjúpur, hesturinn hvatvís og dug- mikill og lífið dásamlegt þegar harmafregn kemur úr norðri. Ungur maður látinn í hörmulegu slysi. Veröldin frýs eitt augnablik, tíminn stoppar og hugurinn fer á flug. Frændi minn, vinur, og fé- lagi en fyrst og fremst góður drengur og faðir er fallinn frá. Lífið er hverfult og getur breyst á augabragði. Eitt er víst að þegar við fæðumst að þá munum við deyja, dauðinn er partur af lífinu. Fæstir ráða stað og stund en þeg- ar ungt fólk með framtíðina fyrir sér fellur frá verður stundin erf- iðari fyrir þá sem eftir standa. Sveinn var góður drengur og fróðleiksfús. Við áttum oft spjall saman við eldhúsborðið í Árdal, um sauðfjárrækt, framtíðarplön, hesta, veiðiskap, konur, börn, lífið og tilveruna, hreinlega allt á milli himins og jarðar. Ég á eftir að sakna þeirra stunda. Sveini leið vel í sveitinni, búskapurinn átti vel við hann, hann stundaði veiði- skap og var vinamargur. Já- kvæðnin og hláturinn voru ein- kennandi og hann vildi allt fyrir alla gera. Hestamennsku var hann farinn að stunda að miklum krafti og áhuga og var kominn með góða hesta. Ég vona því, Sveinn minn, að Höttur gamli hafi tekið vel á móti þér og þið getið riðið saman á himnavegum og horft til okkar hinna sem ríða áfram um rykugar þingeyskar heiðar og hugsa til horfins félaga og vinar. Far vel kæri vinur, vertu sæll félagi og frændi. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Daði Lange. Kæri frændi. Það er á stundum sem þessari sem fólk fer að hugsa til baka. Fólk fer að hugsa um all- ar stundirnar sem það átti saman og fer að minnast þess góða í fari fólks. Ég hugsa að þessu sé svolít- ið öðruvísi háttað hjá mér. Í gegn- um tíðina hefur varla sá dagur lið- ið að þú komir ekki upp í huga mér. Minningarnar sem ég á með þér eru sennilega margar hverjar þær bestu sem ég á. Ástæða þess er ósköp einföld. Ef einhver á að teljast líkur mér þá hlýtur það bara að vera Sveinn frændi minn. Það líður ekki sú árstíð þar sem sameiginleg áhugamál okkar eiga hug okkar allan og við eyddum í raun ófáum stundunum að ræða hlutina. Þetta náði að sjálfsögðu há- marki þegar fór að vora og stytt- ist í tófuveiðina. Símtölin enda- lausu um hvernig best sé að byrja þetta og standa að þessu. Á hvaða greni skuli byrja og hvar líkurnar séu mestar. Júnímánuður var okkar mánuður, leitað í grenjum í Keldunes- og Garðsheiði og þau unnin og þetta gekk alltaf betur og betur hjá okkur. Ég hugsa að það sé vegna þess hve nákvæmir og samstilltir við vorum. Ef við gerðum mistök gagnrýndum við aldrei hvor annan heldur reynd- um að styðja við bakið hvor á öðr- um. Þær eru ófáar tófurnar sem við höfum á samviskunni og get ég ekki varist því að brosa og hugsa til þess hversu mörgum tófum þú kemur til með að mæta þarna hinumegin. Við höfðum oft rætt það hvort öll þau dýr sem við höfðum veitt myndu bíða okkar á hinum endanum. Ef svo er áttu ærið verkefni fyrir höndum frændi. Þegar sumarið var á enda tóku við endalausar umræður um kind- ur, lömb og hrúta. Sameiginlegur áhugi okkar á þessu var gríðar- mikill og sennilega fáir betri til þess að ræða þessa hluti við en einmitt þú. Áhugi þinn varð alltaf meiri og meiri enda varstu að ná gríðarlega góðum árangri í rækt- un þinni. Þú varst duglegur að leita þér leiða til þess að bæta ár- angur þinn. Ég get ekki sagt ann- að en að ég hafi öfundað þig gríð- arlega að geta búið í Kelduhverfi. Ég man enn eftir augnablikinu þegar þú hringdir í mig og sagðist vera að flytja í Árdal. Ég heyrði hvernig þú ljómaðir allur af gleði og spenningi. Ég hef sennilega sjaldan átt eins auðvelt með að samgleðjast nokkrum manni. Síðast þegar ég talaði við þig var hugur í þér. Þú varst ánægður með niðurstöður haustsins og spenntur fyrir framhaldinu. Þú ætlaðir einmitt að vera viðstadd- ur ómmælinguna heima hjá mér á laugardagskvöldinu. Það sem ég var farinn að hlakka til. Við vorum heppnir frændur að eignast börn á sama tíma og voru þau mál einnig mikið rædd. Það var óneitanlega gaman fyrir okk- ur Hildi Lilju að kíkja í kaffi til ykkar Einars Ágústs. Börnunum okkar kom ekki síður vel saman en okkur. Áhugi þeirra á tófuveiði og kindum gefur til kynna að þau séu lík feðrum sínum. Elsku Sveinn. Nú hittumst við ekki aftur. Ég stóla þó á að þú verðir með mér þegar ég fer á veiðar og veitir mér aukið for- skot. Ég mun þó alltaf byrja á beikonborgara og malti í dós áður en ég legg í hann. Það getur ekki klikkað, er það? Guð geymi þig og fjölskyldu þína, elsku frændi. Hjalti. Jæja, elsku vinur minn, aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að setjast strax niður til að rita minningarorð um þig. Lífið er ljótt núna og ég leita svara við ýmsum spurningum. Við kynnt- umst vorið 1997 og ég get fullyrt að með okkur tókst strax vin- skapur sem er vandfundinn. Leiðir okkar hafa legið saman síðan og aldrei liðið nema nokkrir dagar á milli símtala og stóran hluta þessara 16 ára höfum við talað saman eða hist daglega. Aldrei rifist, oft verið ósammála en á milli okkar ríkti alltaf traust og við vissum báðir af væntum- þykju hvor annars. Við misstum varla af sveitaböllum um nokk- urra ára skeið, fórum saman til útlanda, fórum á þjóðhátíð, keyrðum dagsferðir á marga fót- boltalandsleiki, bjuggum og gengum saman í skóla í Reykja- vík, óteljandi skotveiðitúrar og fleira og fleira. En aðallega vor- um við sannir vinir sem vissum hvor af öðrum og leituðum hvor til annars bæði til að fagna og til að ræða mistök okkar. Þú stóðst með mér þegar ég átti erfitt og hafðir áhyggjur af mér og það sama gerði ég þegar þú áttir ekki þína bestu daga. Stutt er síðan þú lentir í miklu óréttlæti, lífið var vont við þig og það gekk nærri þér. Við ræddum málin mikið á þessum tíma, ég gaf mér glaður tíma til að keyra til þín nokkur kvöld, símtölin voru mörg og ég hafði áhyggjur af þér. Ég veit að ég kom þér að gagni og með hjálp frá fleiri góðum vinum þínum þá náðum við að koma þér aftur til sjálfs þín. Að mestu leyti. Þú sagðir mér svo núna í síðustu viku að þér liði vel, værir sáttur og glaður og hlakkaðir til framtíðar- innar. Síðasta vetur fórstu að vinna á Röndinni, vélaverkstæð- inu á Kópaskeri. Þar leið þér vel og þú talaðir um það hve heppinn þú værir að vera þarna með góð- um og skemmtilegum köllum og ég veit að þér leið vel þar. En þó svo að vinur minn hefði flesta þá mannkosti til að teljast fullkominn þá var alltaf einn skuggi sem elti þig og núna upp á síðkastið var sá skratti farinn að bregða ansi oft fyrir þig fæti. Ég náði að hrista minn djöful af mér og þú öfundaðir mig af því og samgladdist mér. En hann var ekki búinn að ná að fella þig nógu harkalega til að þú vildir losna al- farið frá honum. Hann náði hins- vegar að fella þig aðfaranótt 28. september og hafði betur bölvað- ur. Og það er þyngra en tárum tekur að sætta sig við það og það mun ég auðvitað aldrei gera en ég mun vonandi ná að læra að lifa við það. Elsku Svenni minn, í dag er komið að jarðneskjum leiðarlok- um hjá okkur eftir skemmtilegt 16 ára ferðalag. Ég er svo þakk- látur fyrir að hafa fengið að vera vinur þinn. Ég fékk að kynnast Einari Ágústi syni þínum og þú kynntist börnunum mínum og henni Höllu minni. Einnig kynnt- ist þú foreldrum mínum vel og ég þínum líka. Börnin mín munu fá að heyra um þig svo lengi sem ég lifi. Elsku Ólöf, Matti og fjöl- skylda. Munum Svenna eins og hann var, glaður, brosandi og kátur. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir ykkur og gera ykkur líf- ið ögn bærilegra. Hafið það sem best. „Að horfa á vinina er eins og að horfa á lauf í vindi þau fjúka um, koma og fara. En þegar besta laufið fýkur til þín skaltu ná því og sleppa því aldrei, ALDREI.“ Ég verð að sleppa þér núna, Svenni minn, en minningunni um besta vin minn sleppi ég aldrei, aldrei. Aðalsteinn Tryggvason og fjölskylda. Meira: mbl.is/minningar Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra fjölskylda og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning um einstakan dreng lifir. Hvíldu í friði, elsku vinur, þín verður sárt saknað. Þín vinkona, Dagný Sturludóttir. Sveinn Björnsson hafði, eins og sagt er, „góða nánd“. Stutt var í góða skapið, brosið og léttleikann og strax fannst að hér var á ferð ljúfur maður. Við hjónin kynnt- umst Sveini fyrir allmörgum ár- um, en þegar hann byrjaði að búa í Árdal urðu þau kynni nánari. Um tíma var hann veiðivörður við Litluá og átti farsælt samstarf við Rós. Gat leyst ágreiningsmál með lagni og náði yfirleitt farsælli nið- urstöðu. Sveinn var mjög bóngóð- ur og greiðasamur. Ef eitthvað þurfti að gera eða brasa, var hann ávallt reiðubúinn til aðstoðar og það sem meira var, hann gerði það með glöðu geði. Sveinn var hlýr og hafði margt til brunns að bera. Þó var eitt verk sem hann gerði betur en margir aðrir. Það var föðurhlutverkið. Við dáðumst oft að því hversu natinn og ástríkur Sveinn var sem faðir. Hann var ekki bara góður pabbi, hann var frábær pabbi og var samband föð- ur og sonar einstakt. Slíkt sam- band hefði án vafa einnig þróast með nýfæddri dóttur. Í sumar kom Sveinn oft til okk- ar í Gömlu Lindarbrekku, ríðandi á hesti. Hvort heldur að hesturinn tölti eða brokkaði þá sat knapinn beinn, brosandi og hress. Við munum sakna þess að sjá hann ekki framar koma ríðandi niður veginn. Við þykjumst samt vita að einhvern tímann, þegar við stöndum í hlaðinu, mun okkur sýnast að í fjarska fari myndar- legur maður á hvítum hesti og með vor í augum. Allavega á þessi vinur svo sannarlega hluta í hjört- um okkar. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til barna, foreldra, systk- ina og annarra vandamanna. Erlendur (Elli), Rós, Örn og Arna. Minn nýjasti vinur er horfinn á vit ólíkra ævintýra í annarri til- veru. Þó við Sveinn höfum þekkst lít- illega í nokkur ár, tók sá kunn- ingsskapur á sig nýjar myndir í sumar og breyttist í vináttu. Það var upphaf að vináttu sem hefði dafnað og styrkst, hefði okkur auðnast tími til að rækta hana. Það var ekki djúpt á þeirri hlýju sem umlukti Svein og þó andbyr lífsins hafi blásið nokkuð að und- anförnu var hlýjan söm við sig. Ég var farinn að hugsa um reiðtúra sem ég ætlaði með honum næsta sumar; inn á heiði og vestur sanda. Nú og finna betra vað á ánni, eftir að við lentum báðir á sundi í sumar. Ég sendi aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur og þakka vináttuna, heimsóknir, reiðtúra og lánið á hestinum í sumar, vinur minn. Egill Ingibergsson. Elsku Sveinn. Það er sárt, og ótímabært að manni finnst, að þurfa að skrifa þessi orð um þig eftir að hafa fengið fréttir af andláti þínu. Eftir standa nákomnir og undrast í sorginni að þetta hafi þurft að vera þitt hlutskipti og við skiljum ekki það óréttlæti að svona góður einstaklingur sé tekinn burtu frá fjölskyldu og börnum. Það er yfir áratugur síðan ég kynntist Sveini, bróður Guðnýjar eftir að systkinin bjuggu saman í Lerkihlíðinni. Minningarnar sem við áttum saman eru óteljandi og þær mun ég varðveita vel. Ég og fjölskyldan mín vorum svo heppin að fá að vera hjá þér í nokkra daga í Árdal sl. sumar. Eftir vanvirkni í ferðalögum inn- anlands ákvað ég að gera víðreist um Norðurland. Draumurinn var að sýna dóttur minni þá staði sem ég heimsótti á svæðinu sem barn á hennar aldri. Fyrir tilviljun ákvað ég að hafa samband við minn gamla vin Svein, þrátt fyrir að hafa ekki heyrt í honum í lang- an tíma, vitandi það að hann hefði verið með ferðaþjónustu. Sveinn var ekki lengur með þá þjónustu en fannst lítið mál að taka á móti okkur. Sveinn og sonur hans Ein- ar Ágúst tóku á móti okkur og voru eins og höfðingjar við okkur mæðgurnar allan tímann. Þetta var í fyrsta skipti sem við hittum Einar sem var spenntur að hitta okkur þegar við loksins komum seint að kvöldi. Okkur mæðgum varð ljóst að þarna væri á ferðinni einstakt samband á milli föður og sonar. Þegar þú ræddir við son þinn ljómaðir þú líka og talaðir hlýlega um ykkar stundir saman. Fyrir tilviljun, leti og ferða- þreytu varð tíminn sem við eydd- um saman miklu lengri en hann átti að vera og tel ég það í dag ekki tilviljun. Ég tók að mér hús- móðurhlutverk þann tíma sem við vorum þarna og þú kunnir vel að meta það. Í staðinn varst þú fróð- leiksbrunnur um alla bestu stað- ina sem við heimsóttum á milli þess sem við eyddum tíma saman. Börnin okkar voru úti allan tím- ann að leika með hundinn Gunnu og að gefa hestum og hænum. Einnig tókst þér að láta mig fara út fyrir þægindarammann með því að koma mér á hestbak í gerð- inu sem fólst í því að það tók mig um korter bara að komast upp á hestinn með þig hlæjandi í bak- grunni. Mér þótti vænt um að Sveinn hefði þrátt fyrir að við hefðum ekki hist í nokkur ár ekkert breyst og var sama persónan. Fyrir malbiksbúa er erfitt stund- um að skilja hvaða kostir eru fólgnir í því að búa í sveit og ég skildi það ekki fyrr en ég hitti Svein í sumar. Árdalur var hans heimili og þar leið honum vel og þar vildi hann vera. Á þriðja degi skildi ég hvað hann átti við eftir að finna fyrir sömu innri ró og hann eftir að hafa verið þarna. Við áttum langar og góðar sam- ræður um fortíðina, nútíð og framtíð hjá okkur báðum. Lífið var þér ekki allaf auðvelt en ég skynjaði að þú værir sáttur við nútíðina þína eins og hún lá fyrir þér þarna. Ég reyni og vil trúa því að þér séu ætlaðir stærri hlutir fyrst þú varst tekinn frá okkur en það minnkar ekki sársaukann. Ég er stolt af því að hafa getað kallað þig vin minn. Fjölskyldu, ætt- ingjum og vinum færi ég dýpstu samúðarkveðjur. Ykkar missir er mikill. Heiða Salvarsdóttir. Stór er sá hópur ættingja, vina, og kunningja sem nú drjúp- ir höfði með söknuði og trega vegna skyndilegs fráfalls hins unga og efnilega bónda í Árdal í Kelduhverfi. Menn setur hljóða þegar svona sorglega atburði ber að höndum og orð og fyrirbænir eru fánýtar þeim sem eftir standa. En þær eru bætur böls, að minnast góðs og drengilegs manns er féll frá í blóma aldur síns á vettvangi lífs og starfs. Sveinn var vaxinn upp í jarð- vegi landbúnaðarins, því hann var fæddur og alinn upp í sveit og kominn af góðu, traustu og heið- virðu bændafólki í Kelduhverfi. Hann var frá unga aldri auga- steinn afa síns og nafna í Kross- dal. Afinn tjáði mér fyrir mögr- um árum að nú væri nafni sinn og okkar byrjaður að fara með sér í girðingarvinnuna fyrir Land- græðsluna og sagði að hann væri mjög efnilegur landgræðslumað- ur, þó að barn væri að aldri. Síð- an vann hann í mörg sumur með afa sínum og Þórarni frænda sín- um í Krossdal hjá Landgræðsl- unni á Norðausturlandi, við girð- ingarvinnu, eftirlit með girðingum og viðhaldi þeirra. Einnig lagði hann gjörva hönd á plóginn við önnur landgræðslu- störf eins og sáningar, plöntun á landgræðslutrjám, að smala fé úr landgræðslugirðingum og margt fleira. Sveinn ólst upp við veiðar með afa sínum í Krossdal og nam af honum veiðiáhugann og jafnframt virðingu fyrir nátt- úrunni. Alls staðar var hann jafn vígur og hörkuduglegur til allra verka. Það var heiður fyrir Landgræðslu ríkisins að hafa hann í þjónustu sinni. Fjölskyldur, ættingjar og vin- ir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Kveðja frá Land- græðslu ríkisins, Sveinn Runólfsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.