Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 18
HAGSTJÓRN Á ÍSLANDI MEÐ KRÓNUNA SEM GJALDMIÐIL ROBERT Z. ALIBER HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS MÁNUDAGINN 7. OKTÓBER KL. 12-14 Aliber er Prófessor Emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago. Hann hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfestingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síðustu árin hefur hann sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga og fylgst vel með þróun mála. Árið 2008 skrifaði hann ritgerð um bóluhagkerfið sem hér hafði orðið til. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Mataræði sex ára íslenskra barna hefur þokast nær ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði frá árinu 2001-2002. Þetta kemur fram í meist- araritgerð Hafdísar Helgadóttur í næringarfræði sem er hluti af lang- tímarannsókn á mataræði ungbarna og barna á Íslandi. Rannsóknin var gerð á vegum Rannsóknastofu í nær- ingarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahús. Sex ára börn í dag borða minna af mettuðum fitusýrum og trans fitusýr- um og kolvetnin eru í hærra gæða- flokki en fyrir tíu árum. Jákvæðar breytingar á gæðum kolvetna endur- speglast í meiri neyslu af trefjum og minni neyslu á viðbættum sykri. Þrátt fyrir að börn borði meira af ávöxtum og grænmeti og morgun- korni og neysla á gosdrykkjum og fituríkum mjólkurvörum hefur minnkað, þá ná þau ekki að uppfylla ráðlagt mataræði. Auka má enn frekar neyslu á ávöxtum og grænmeti, grófum kornvörum og minnka gos og sælgætis- neyslu. Jákvæðar breytingar hafa orð- ið á blóðfitu sex ára barna. Styrk- ur heildar og LDL kólesteróls hefur lækkað. Styrkur heild- ar kólesteróls og LDL kólesteróls eru meðal áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Ástæðan fyrir þessari lækkun er rakin til þess að börn borði betri fitu í dag en fyrir tíu árum. Þar af leiðandi er mikilvægt að stuðla að gæði fitu í mataræði barna, segir í niðurstöðum. Markmið meistaraverkefnisins var að bera saman mataræði og blóðfitu sex ára íslenskra barna sem rann- sökuð voru með tíu ára millibili, 2001- 2002 og 2011-2012. Upplýsingar um mataræði og næringu barnanna fékkst með þriggja daga fæðuskrán- ingu. Einnig var tekið blóðsýni hjá börnunum og blóðfita mældar. Breytingar á mataræði og blóðfitu barna er í samræmi við það sem sést hefur meðal fullorðinna, í Lands- könnun á mataræði Íslendinga 2010- 2011 og í rannsóknum á vegum Hjartaverndar. Mataræði sex ára barna hefur batnað  Borða minna af transfitusýrum  Má auka neyslu ávaxta „Næringarástand og mataræði barna er talið geta haft lang- tímaáhrif á vöxt, þroska og heilsu síðar á lífsleiðinni,“ segir Haf- dís Helgadóttir um niðurstöðu rannsóknarinnar sem var hluti af meistararitgerð hennar í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að þekking á fæðuvali og næringargildi fæðu mis- munandi hópa nýtist meðal annars til að móta stefnu stjórn- valda í manneldismálum og til að móta áherslur aðgerða sem miða að því að bæta fæðuval og hafa þannig áhrif á almanna- heilsu. Því sé mikilvægt að skoða fæðumunstrið vel á fyrsta æviskeiði svo unnt sé jafnvel að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðins- árum. Mataræði hefur langtímaáhrif NÝTIST Í STEFNUMÓTUN Í MANNELDISMÁLUM Hafdís Helgadóttir Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það væri hægt að mæta ákveðnum þáttum læknaskortsins með því að leyfa læknum að vinna lengur.“ Svo mælir Sigurður E. Þorvaldsson læknir en hann er ósáttur við ný lög um heilbrigðisstarfsmenn sem tóku gildi í ársbyrjun. Samkvæmt þeim er læknum óheimilt að reka eigin starfstofu eftir að þeir ná 70 ára aldri. Landlækni er þó heimilt, að fenginni umsókn viðkomandi, að framlengja leyfið til tveggja ára í senn, þó aldrei oftar en þrisvar. Læknar mega því ekki starfa eftir að hafa náð 76 ára aldri. „Áður en þessu nýju lög voru sett gat læknir starfað sjálfstætt á sinni eigin starfsstöð til 75 ára aldurs. Þegar hann náði þeim aldri gat land- læknir veitt honum framlengingu, eitt ár í senn, um óákveðinn tíma. Nú er það 76 ára og skellt í lás,“ seg- ir Sigurður og bætir við að það sé ekki sjálfgefið að læknar missi alla líkamlega og andlega færni við þann aldur. „Það er skortur á læknum og það eru engir læknar að koma heim til að taka við af þessum mönnum. Það liggur í augum uppi að það er mikill mannauður og reynsla sem fer for- görðum þegar ekki er leyfilegt að vinna nema til 76 ára aldurs. Það sem líka er á skjön við rökræna hugsun er að þetta á bara við um eigin starfstöð, þú getur hinsvegar unnið hjá öðrum.“ Sigurður segir að þeim sem eru fullfrískir, haldi sér við og hafi áhuga á að starfa lengur, finnist hart að vera sviptir réttindun- um svona. Hann veit til þess að læknar hafi þurft að hætta störfum eftir að nýju lögin tóku gildi. Sjálfur er Sigurður að verða 77 ára og hættir að vinna eftir tíu daga. „Ég er ósköp sáttur með langan og tiltölu- lega farsælan feril en mér finnst að það hefði ekki þurft að þvinga mig til þess að hætta. Þetta eru óréttlát lög og ég vil að þeim verði breytt.“ Framlengt hjá þrjátíu Í upplýsingum frá embætti land- læknis segir að þeir læknar sem voru orðnir sjötugir 1. janúar 2013, þegar nýju lögin tóku gildi, hafi heimildir til að reka stofur sínar áfram til 75 ára aldurs, eins og eldri læknalög mæltu fyrir. Þeir þurfa ekki að sækja um sérstaka fram- lengingu til landlæknis fyrr en við 75 ára aldur. Þá getur landlæknir að- eins veitt leyfi til eins árs, því lækn- um er skylt að hætta 76 ára. Síðan nýju lögin tóku gildi hafa þrjátíu umsóknir um framlengingu komið inn á borð landlæknis, frá öll- um heilbrigðisstéttum sem eru með eigin rekstur. Allar umsóknirnar þrjátíu hafa verið samþykktar. Þá veitti landlæknir heilbrigðisstarfs- mönnum sem náð höfðu 76 ára aldri þegar nýju lögin tóku gildi svigrúm til 1. ágúst 2013 til að hætta rekstri. Annars miðast lokun á eigin starf- stofu við 76 ára afmælisdaginn. Ákvæðið um aldursmörk hefur ekki áhrif á starfsleyfi viðkomandi sem getur áfram starfað t.d. sem launþegi hjá öðrum, það nær aðeins til reksturs eigin starfsstofu. „Samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins voru 25 læknar 70 ára og eldri með rekstur stofu þegar lögin tóku gildi 1. janúar 2013. Fimm þeirra voru eldri en 75 ára, þeim hefur verið gert að loka eigin starfstöð. Hinir 20 falla undir lækna- lög nr. 53/1988 og þurfa því ekki að sækja um framlengingu til land- læknis fyrr en þeir ná 75 ára aldri,“ segir í upplýsingum frá embætti landlæknis. Læknar skikkaðir til að hætta 76 ára  Samkvæmt nýjum lögum mega læknar ekki starfa sjálf- stætt eftir 76 ára aldur  20 læknar yfir sjötugt starfandi Aldursákvæði » Í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Bretlandi og Þýskalandi eru engin aldurstakmörk fyrir sjálfstætt starfandi lækna. Þar eru reglurnar svipaðar því sem var hér áður þar sem hægt er að fá framlengingu á leyfinu í ótilgreindan tíma. » Nýju lögin leystu af hólmi læknalög frá 1988. Í þeim var kveðið á um að læknar gætu starfað á stofu til 75 ára ald- urs. Eftir það gæti landlæknir framlengt starfsleyfi þeirra eitt ár í senn um óákveðinn tíma. Sigurður E Þorvaldsson Morgunverðarfundur verður hald- inn í Norræna húsinu mánudaginn 7. október kl. 9-12.15 í tilefni af því að fimm ár eru frá efnahags- hruninu á Íslandi. Umfjöllunarefni fundarins eru samnorrænar aðgerðir gegn skattaundanskotum. Norðurlöndin hafa gert samninga um upplýs- ingaskipti við rúmlega 40 svonefnd skattaskjól undanfarin ár. „En hver er árangurinn af þessum samn- ingum og hvað hag hafa norrænir skattgreiðendur af þeim?“ segir í tilkynningu. Frummælendur eru: Torsten Fensby, verkefnisstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni, Sig- rún Davíðsdóttir blaðamaður, Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri og Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra. Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Fundurinn fer fram á ensku. Aðgerðir gegn skattaundanskotum verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.