Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 38

Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Ég er þakklátur Hafsteini Karlssyni skólastjóra fyrir að hefjaumræðu um nýlegt samræmt próf í íslensku í 10. bekk (sbr.útvarpsviðtal í hádegisfréttum 24. september sl. og færslur ávefsíðu). Hafsteinn gagnrýndi 10. bekkjar prófið harkalega og sagði m.a. að það væri ekki í samræmi við nýja námskrá, reynt væri að „nappa nemendur á vitleysunum“, prófið væri í rauninni bara „rugl“ og „vitleysa“. Hann fann að ljóðatexta frá 1950 og texta sem er „hátt í 800 ára gamall“. Auðvitað get ég ekki verið sammála Hafsteini eins og orð hans hljóm- uðu. Að baki prófinu eru fjölmargar vinnustundir hæfra manna sem hafa unnið í anda nýrrar námskrár. En eftir stendur að virtur skólastjóri, menntaður í íslenskum fræðum, er langt frá því að vera sáttur. Nú voru málfræði- og staf- setningarspurningar að mínu áliti sanngjarnar og í samræmi við þau tilmæli námskrár að nemendur þurfi að þekkja mál- færðihugtök til að geta rætt um móðurmálið og skrifað það í samræmi við reglur um staf- setningu. Ljóðið sem greina átti er ort undir einföldum rímnahætti; það lýsir sí- gildum vanda sem einmitt getur hentað afar vel til umæðu við unglinga (um elskendur sem þroskuðust hvor frá öðrum). Átta hundruð ára textinn var úr Gylfaginningu, frásögn Snorra af því þegar úlfurinn var bundinn; sú saga er lesin um allan heim. Þrír aðrir lesskilningstextar voru þarna einnig, nánar tiltekið þjóðsagnatexti, fróð- leikstexti um Hjörleifshöfða og textabrot úr nýlegri skáldsögu. Ég játa að ég hefði kosið að sjá sumar krossaspurningarnar skýrari. Ég hefði líka kosið að textinn úr Gylfaginningu hefði verið einfaldaður. Þá hefði verið gaman að sjá í prófinu örlitla gleði. Það hefði t.d. lyfst á mér brúnin ef spurt hefði verið um tvær merkingar málsgreinarinnar Skólastjórinn sagði húsvörðurinn er bjáni, allt eftir því hvernig grein- armerkjum væri hagað. Við skulum ekki afnema þessi próf. En reynum að setja í þau meiri eldmóð og kraft. Það var mjög til bóta að færa prófin fram hér um árið, halda þau að hausti í stað vors. Þannig hefur t.d. skapast svigrúm til að sinna ýmsum þáttum móðurmálsins í 10. bekk, óháð utanaðkomandi krossaprófum; þar á ég einkum við framsögn og hvers kyns ritun, auk bóklesturs. Það er ekki létt verk að kenna íslensku í grunnskóla. Við þurfum að hvetja íslenskukennara til dáða. Og stöðugt verðum við að bjóða þeim upp á hressileg námskeið. Loks þarf að vanda námsefnið og láta alltaf fylgja leiðbeiningar um notkun þess. Ég tók eftir því að í textanum úr skáldsögunni stóð: „Ertu að bíða eftir að skóflan geri þetta upp á sitt eigið einsdæmi?“ Sögupersónan gerði semsagt ekki greinarmun á eindæmi og einsdæmi (eindæmi: ábyrgð, sjálfdæmi (sbr. dómur); en: einsdæmi: einstætt atvik: þetta er einsdæmi í sögunni). Með eldmóði getum við gert íslensku að skemmtilegustu námsgrein- inni. Skólamenn ósammála – og þó Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Nú hefur sú þögn, sem ríkt hefur í kringum rík-isstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonarfrá því hún var mynduð verið rofin. Stefnu-ræðan hefur verið flutt. Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hefur mælt fyrir því. Hvers konar ríkis- stjórn er það sem hér situr? Í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag sagði: „Þeir sem bjuggust við eða vonuðust eftir byltingar- kenndu frumvarpi til fjárlaga verða vísast fyrir nokkrum vonbrigðum í þetta sinn.“ Þetta er rétt. En það breytir ekki því að það sem sam- félag okkar þarf á að halda nú er róttækur uppskurður og kerfisbreytingar. Í skýrslu bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company, sem birt var fyrir tæpu ári og unnin var að frumkvæði fyrirtækisins sjálfs og á þess kostnað, er bent á að hægt sé að flytja um 13 þúsund manns yfir í arðbær- ari störf. Skýringin er sú að þótt framleiðni í sjávarútvegi á Íslandi sé mikil er hún almennt lítil að öðru leyti í sam- anburði við aðrar þjóðir. Í stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar var ekki að finna vísbendingar um að ríkisstjórn hans ætlaði að takast á við það risavaxna og vanþakkláta verk- efni að framkvæma slíkan uppskurð á samfélagi okkar. Það veldur vonbrigðum. Hins vegar setti forsætisráðherrann fram í ræðu sinni ákveðna framtíðarsýn sem sumum þingmönn- um fannst að vísu rómantísk um of. En það er engu að síð- ur jákvætt að sá sem til forystu hefur verið valinn horfi með þeim hætti fram á veg. Þótt stefnuræða Sigmundar Davíðs hafi ekki boðað rót- tækar breytingar eru þó aðrar vísbendingar um að þær kunni að vera í farvatninu. Í hádegisfréttum RÚV í fyrra- dag var upplýst að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanrík- isráðherra væri með í undirbúningi að fækka sýslumanns- embættum úr 24 í átta. Í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar er gert ráð fyrir að sameina yfirstjórnir heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þannig að for- stjórum fækki. Hvort tveggja er skref í rétta átt. Það em fólk er ánægðast með er sú ákvörðun, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að skattleggja bankana og þar á meðal hina föllnu banka umfram það sem verið hef- ur. Að vísu þykir sumum að ganga hefði mátt lengra í þeim efnum. Og það var eins og ferskir vindar væru farnir að blása um forystusveit Sjálfstæðisflokksins þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins ráðlagði at- vinnurekendum að horfa í eigin barm áður en þeir gagn- rýndu aðra um of. Það er líka þörf fyrir róttækan upp- skurð í einkageiranum. Minni ánægja er hins vegar með þær hugmyndir fjár- málaráðherra að ætla sjúklingum, sem lagðir eru inn á spítala að greiða 1.200 krónur á sólarhring fyrir dvöl þar. Ég minnist langs samtals við annan formann í Sjálfstæð- isflokki fyrir bráðum fjórum áratugum, Geir Hallgríms- son, sem þá var forsætisráðherra, og hugmyndir voru uppi um að sjúklingar á spítölum ættu að borga gjald fyrir þann mat sem þeir fengju þar. Rökin fyrir því voru þau að matarkostnaður þeirra heima fyrir sparaðist vegna dvalar á sjúkrahúsi. Frá þeim hugmyndum var horfið þá. Þegar fjárlagafrumvarp er lagt fram sem dregur úr framlögum til ýmissa aðila í opinbera kerfinu breytast þeir hinir sömu umsvifalaust í hagsmunahópa fyrir sjálfa sig en nota aðra, sem röksemdir fyrir því að ekki megi skera niður. Þannig verða sjúklingar á landsbyggðinni notaðir sem rök fyrir því að ekki megi fækka í yfirstjórn heilbrigðisstofnana þar. Og þegar tillögur koma fram um fækkun sýslumanna munu sveitarfélög hér og þar rísa upp. Meginvandi ríkisstjórnarinnar er sá að hún byrjar ekki á sjálfri sér og niðurskurði á þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp í kringum ráðherra í þessu landi. Og hún lætur í friði hinar heilögu kýr sem ekki má snerta við vegna þess að þær hafa búið of vel um sig eins og t.d. á við um utanríkisþjónustuna. Hvaða sendi- ráðum verður lokað? Um leið og menn eru komnir í valdastóla með tvo aðstoðarmenn í kringum sig, svarta límúsínu og einkabílstjóra lokast augu þeirra fyrir því að það að byrja niðurskurðinn á sjálf- um sér er forsenda fyrir því að aðrir taki mark á því sem að þeim snýr. Af hverju er svona erfitt fyrir stjórnmálamenn að skilja þetta? Fyrirheit Sigmundar Davíðs um lausn á skuldavanda heimilanna í stefnuræðu hans vekja auðvitað athygli en þau eru enn bara fyrirheit. Það hefði aukið trú fólks á að við þau verði staðið ef ríkisstjórnin hefði séð sér fært að sýna vilja sinn í verki með einhverjum hætti strax. Nú er gildistími fyrirheitanna að renna út. Niðurstaðan er sú að þetta er svona bæði og. Það eru vísbendingar um vilja til róttækra aðgerða, sem er það, sem þjóðarbúið þarf á að halda. En það er eins og eitt- hvart hik sé á ríkisstjórninni að stíga skrefið til fulls. Hvers vegna? Skortir ráðherrana kjark? Hafa þeir ekki þrek til þess að hefja átökin við þá nið- urnjörvuðu hagsmunahópa sem hafa búið um sig um þjóð- félagið allt? Þjóðarbúið er eins og fyrirtæki sem hefur hlaðið utan á sig kostnaði um of og er óþarfur eins og skýrsla McKinsey sýnir fram á með skýrum hætti. Þau grundvallarmark- mið, sem Bjarni Benediktsson setti fram í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra um niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og þar með lækkandi vaxtakostnað nást ekki nema með róttækum uppskurði á opinbera kerfinu. Hvað varð annars um hagræðingarhóp Ásmundar Ein- ars Daðasonar? Er „kerfið“ búið að kúga þann hóp? Hvað varð um hagræðingarhóp Ásmundar Einars? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það þarf róttækan uppskurð og kerfisbreytingar Í íslenskum þjóðsögum koma um-skiptingar oft fyrir. Þeir eru úr álfheimum og jafnan ófrýnilegir. Ein nútímagerð af þessari þjóðsögu er að íslenskir bankamenn hafi verið miklu síðri starfssystkinum sínum erlendis. Þeir hafi verið ættaðir úr álfheimum frekar en mannabyggð. En bankahrunið verður ekki skýrt með því að íslenskir bankamenn hafi verið öðrum verri. Til þess eru þrjár ástæður. Ein er rökleg, liggur í eðli máls. Bankarnir íslensku uxu ekki af sjálfu sér, heldur af því að þeir öfl- uðu sér viðskiptavina, jafnt fjár- málastofnana, sem lánuðu þeim, og sparifjáreigenda, sem lögðu fé inn á reikninga þeirra. Skýringarefnið er aðeins flutt til um einn reit, ef sagt er, að íslenskir bankamenn hafi ver- ið óreyndir glannar. Voru þá ekki er- lendir viðskiptavinir þeirra jafn- óreyndir glannar? Önnur ástæða styðst við reynslu okkar. Við sjáum nú, fimm árum eft- ir hrun, að erlendir bankamenn eru engir englar. Stórbankinn HSBC varð nýlega að greiða risasekt fyrir aðild að peningaþvætti. Hinn virðu- legi breski banki Barclays varð líka að greiða stórsekt, þegar upp komst, að ráðamenn hans höfðu tekið þátt í að hagræða vöxtum, svokölluðum LIBOR. Og fjármálafyrirtækið al- kunna JP Morgan Chase varð að greiða stórsekt fyrir að hafa ekki haft nógu strangt eftirlit með því að starfsfólk veitti réttar upplýsingar. Fréttir berast nú um ásakanir og ákærur á hendur danskra banka- manna vegna pappírsfyrirtækja og málamyndagerninga. Margar sögur eru líka sagðar af óhóflegum kaup- aukum og eyðslu erlendra banka- manna fyrir fjármálakreppuna. Þriðja ástæðan er að nú vitum við að margir erlendir bankar hefðu fall- ið hefðu seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins ekki dælt í þá fé í fjármálakreppunni. Til dæmis kemur fram í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að bandaríski seðlabankinn gerði þá gjaldeyris- skiptasamninga við svissneska seðlabankann upp á hvorki meira né minna en 466 milljarða Bandaríkja- dala. Slíkir samningar jafngilda heimild til að prenta dali. Vegna þessara samninga gat svissneski seðlabankinn bjargað stórbönkum eins og UBS og Credit Suisse frá falli. Svipað er að segja um danska seðlabankann. Hann gerði gjaldeyr- isskiptasamninga við bandaríska seðlabankann upp á 73 milljarða dala og gat því haldið uppi Danske Bank, sem ella hefði farið í þrot. Íslenskir bankamenn voru hvorki betri né verri en bankamenn annars staðar og því síður umskiptingar úr álfheimum. Þeir fóru gáleysislega, en munurinn á þeim og starfssystk- inum þeirra erlendis var, að þeim var ekki bjargað. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þjóðsögur um bankahrunið (8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.