Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 33

Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is GMWizardVote með 1. meters disk. Móttakari fyrir nýjar háskerpu útsendingar RÚV á DVB-T2 ásamt því að vera með gervihnattamóttöku Áður 56.700 25ÁRA 1988-2013 AFMÆLISTILBOÐ 25% afsláttur Móttakari með 1. meters disk og Strong SRT7002 háskerpu móttakara Áður 37.700 Tilboðsver ð* 28.277 Tilboðsver ð* 42.526 *Gildir í október eða á meðan birgðir endast Íslandsbanki og N1 hafa lokið end- urfjármögnun á lánum félagsins, en N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. „Íslandsbanki veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun, sem er að- löguð að rekstri félagins. Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 millj- örðum en eignir félagsins námu tæplega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna skv. árshlutauppgjöri 30. júní 2013,“ segir í fréttatilkynningu. Undirbúa skráningu í Kauphöll Þar segir ennfremur: „N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu um mitt ár 2011. N1 ákvað nýlega að fara í útboð með öll bankaviðskipti sín og þar með undirbúa félagið betur fyrir vænt- anlega skráningu félagsins í Kaup- höll Íslands. Í kjölfarið valdi félag- ið að ganga til samninga við Íslandsbanka sem lauk með und- irritun samninga nýverið,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu. „Við fögnum því að Íslandsbanki hafi verið valinn til að ljúka endur- fjármögnun N1, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyr- irtæki landsins. Við hlökkum til aukins samstarfs við N1 og er Ís- landsbanki vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur félagsins,“ er haft eftir Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, í fréttatilkynningu frá Ís- landsbanka. Fram kemur í tilkynningunni að fyrirtækið stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands síðar á þessu ári. Samið um endurfjár- mögnun lána N1  Langtímalán og sveigjanleg skammtímafjármögnun Morgunblaðið/Styrmir Kári Sömdu N1 og Íslandsbanki hafa samið um endurfjármögnun lána N1. Bæði er um að ræða langtímalán og sveigjanlega skammtímafjármögnun. Efnahagur N1 » Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum króna. » Eignir félagsins námu tæp- lega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna Sigurður Óli Ólafsson hefur verið skipaður í stjórn Actavis plc sem er móð- urfélag Actavis á Ísland. Eftir kaup Watson Pharmaceuticals á Actavis á síð- asta ári og kaup Actavis á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott sem tilkynnt var um í vikunni, er Actavis plc með um 11 milljarða dala áætlaða veltu á þessu ári. Höf- uðstöðvar nýs sameinaðs fyrirtækis eru á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar verða áfram í Banda- ríkjunum. 13 manns skipa nýja stjórn félagsins segir í tilkynningu. Sigurður Óli hóf störf hjá Wat- son Pharmaceuticals árið 2010 eft- ir sjö ár hjá Actavis. Hann gegndi stöðu aðstoðarforstjóra Actavis á árunum 2007-2008 og forstjóra á árunum 2008-2010. Frá sameiningu Watson Pharma- ceuticals og Actavis hefur Sig- urður Óli stýrt samheitalyfjasviði Actavis samstæðunnar á al- þjóðavísu. Sigurður Óli útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá HÍ árið 1993. Skipaður í stjórn Actavis plc  Veltan áætluð 11 milljarðar dala Sigurður Óli Ólafsson ● Í dag kl. 13.30 býður Arion banki upp á fyrirlestur og opnun sýningar Ragnars Axels- sonar, ljósmynd- ara Morgun- blaðsins, í höfuðstöðvum bankans. Fyrir- lesturinn ber heitið Norður og fer fram í ráð- stefnusal Arion banka. Á sýningunni verða ljósmyndir RAX frá Landmannaafrétti sem hann tók á árunum 1988-2012 og norð- urheimskautinu sem hann tók við It- toqqortoormiit á Austur-Grænlandi árið 2013, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Arion banka. Myndir RAX frá norðurslóðum hafa birst í helstu frétta- og ljósmyndatímaritum heims og verið sýndar á ljósmyndasýn- ingum um allan heim. Hann hefur ítrekað verið valinn í hóp bestu heimildaljósmyndara samtímans. RAX í Arion banka Ragnar Axelsson ● Menningarhúsið Hof á Akureyri og Hótel KEA hafa undirritað samstarfs- samning sem felur meðal annars í sér samstarf í markaðsaðgerðum með áherslu á menningarbæinn Akureyri, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur að fyrsta verk- efni Hofs og Hótel KEA í þessu sam- starfi felur í sér tilboð á gistingu og á miðum á tónleika Pálma Gunnarssonar, sem bera yfirskriftina Þorparinn, og verða haldnir í Hofi 8. nóvember næst- komandi. Hafa samið um sam- starf um markaðsstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.