Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ístak hefur haldið sínu striki í Noregi þrátt fyrir gjaldþrot móðurfélagsins E. Pihl & Søn í Danmörku. Fyrirtæk- ið var með níu verkefni í Noregi, en ábyrgðir voru í nafni danska risa- félagsins. Ístak missti eitt þessara verkefna, en á móti var nýverið samið um nýtt verkefni á níunda staðnum. Útgerð fyrirtækisins er svipuð í Nor- egi og áður að sögn Kolbeins Kol- beinssonar, framkvæmdastjóra Ís- taks, og verður reynt að fjölga verkefnum þar enn frekar á næst- unni. Fengu ekki verk í grennd við Stavanger Það var aðeins gangagerð fyrir vegagerðina í Vestur-Noregi í grennd við Stavanger, sem ekki var haldið áfram eftir gjaldþrotið. Þar var um helmingur eftir af um tveggja millj- arða verkefni, en hluti þess sem eftir var átti að vinnast af norskum undir- verktaka. Það sem eftir var verður boðið út að nýju og hugsanlega kemur Ístak aftur að verkinu með undir- verktakanum, sem ætlar nú að bjóða í verkefnið í eigin nafni. Kolbeinn segir að þeir hafi haldið öðrum samningum sem gerðir voru í nafni Pihl & Søn við norsku siglinga- stofnunina og vegagerðina annars staðar í landinu. Meðal annars hafi þeir fengið verkefni í Ytre-Sortvik í Norður-Noregi upp á um einn millj- arð króna. Boðið var í verkið undir nafni Pihl fyrir gjaldþrotið og átti fyr- irtækið lægsta tilboðið. Gengið var til samninga við Ístak þrátt fyrir gjald- þrotið, sem Kolbeinn telur góðan vitnisburð um tiltrú manna á félaginu. Frekari sókn fram- undan í Noregi Verkefnum fyrirtækisins lýkur á Grænlandi á næstu vikum og við Búð- arhálsvirkjun um áramót. Kolbeinn segist vonast til að samið verði um einhver verkefni í Grænlandi, en ekk- ert sé í hendi þar. Hérlendis vinna starfsmenn nú m.a. á Hellisheiði, í Mosfellsbæ og við breytingar á Hverfisgötu auk Búðarháls. Lítið sé hins vegar að gerast á verktakamarkaði hérlendis og að óbreyttu muni Ístak einbeita sér að því að sækja enn frekar fram á Noregsmarkaði. Ljósmynd/Ístak Ístak í Noregi Göngin í bakrunni eru um 1,2 kílómetrar og eru þau lengstu af þremur göngum sem Ístak gerði í Alta. Brúin í forgrunni var byggð af öðrum verktaka, sem varð gjaldþrota í sumar og fól norska vegagerðin Ístaki að ljúka vinnunni sem hluta af þeirra samningi. Gert var ráð fyrir að ljúka brúarsmíðinni í október. Ístak hefur náð vopn- um sínum í Noregi  Samið um níu verkefni  Útgerðin svipuð og áður Guðni Einarsson gudni@mbl.is Róbert R. Spanó, settur umboðs- maður Alþingis, hefur gert athuga- semdir og lagt fram tillögur til úr- bóta varðandi fangelsið á Litla-Hrauni. Hann heimsótti fang- elsið 3. maí sl. að eigin frumkvæði. „Heimsóknin í fangelsið á Litla- Hrauni var liður í athugun á því hvort aðstæður í fangelsinu, aðbún- aður fanga og verklag við ákvarð- anatöku um réttarstöðu þeirra sam- rýmist ákvæðum stjórnarskrár- innar, Mannréttindasáttmála Evrópu, gildandi laga og reglugerða um fullnustu refsinga auk megin- reglna stjórnsýsluréttar,“ segir í frétt á heimasíðu Umboðsmanns Al- þingis. Í skýrslunni eru dregin fram atriði sem umboðsmaður telur til greina koma að beina síðar til stjórnvalda sem sérstökum tilmælum um úrbæt- ur. „Drög að skýrslunni eru því lögð fram til þess að stjórnvöldum gefist kostur á að bregðast við þessum at- riðum áður en umboðsmaður tekur endanlega ákvörðun um hvort form- legum tilmælum verður beint til stjórnvalda.“ Umboðsmaður bendir m.a. á að sú almenna afstaða fangelsisyfirvalda hafi komið fram í heimsókninni „að misbrestur væri á að fangar fengju sambærilega heilbrigðisþjónustu og aðrir borgarar og sem þeim á að vera tryggð í lögum“. Þá telur umboðs- maður að brýnt tilefni sé til að endurskoða fyrirkomulag geðheil- brigðisþjónustu á Litla-Hrauni. „Ég tel því að til greina komi að beina þeim tilmælum til velferðar- ráðherra, innanríkisráðherra og Fangelsismálastofnunar að þegar verði gerðar viðhlítandi ráðstafanir til að koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu að Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönn- unar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við að- stæður sem samrýmist ástandi þeirra og þörfum.“ Einnig bendir umboðsmaður m.a. á að breyta þurfi aðstöðu við almenn- ingssíma í fangelsinu og endurskoða verklagsreglur um heimsóknir án snertingar. Þá þurfi úthlutun starfa í fangelsinu að byggjast á fyrirsjáan- legum viðmiðum. Gerir tillögur um úrbætur  Umboðsmaður heimsótti Litla-Hraun Morgunblaðið/Ómar Litla-Hraun Umboðsmaður Alþingis telur ýmsu ábótavant í fangelsinu. „Þessi staða í Noregi var í raun grafalvarleg og maður áttaði sig kannski fyrst á því þegar vegagerðin í Stavanger vildi hreinlega ekki ræða við okkur og þurfti þess heldur ekki“ segir Kolbeinn Kolbeins- son. „Þegar önnur verkefni gengu upp og eitt bættist við kunni maður enn betur að meta hversu vel okkar strákar höfðu kynnt sig og unnið sig í álit hjá verkkaupunum. Menn voru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að halda áfram samningi við okkur án þess að þurfa þess,“ segir Kolbeinn. Strákarnir vel kynntir STAÐAN VAR GRAFALVARLEG Kolbeinn Kolbeinsson „Best er að sjá norðurljósin á þessu ári en þau ná toppn- um núna, sé miðað við tíu til tólf ára tímabil,“ segir Grétar Jónsson, einn af eigendum Aurora Reykjavík, norðurljósaseturs sem opnaði í sumar. Mikið hefur ver- ið að gera eftir opnun. Grétar segist ekki vera hræddur um að ferðamönnum fækki, eftir að toppi norðurljós- anna hafi verið náð í ár. „Það er alltaf mikill áhugi á að fræðast um þetta náttúrufyrirbæri. Þó að líkurnar minnki þá sjást alltaf norðurljós,“ segir Grétar. „Norðurljósaspáin er mikið notuð af þeim sem gera út á norðurljós, eins og ferðaþjónustunni,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um norðurljósaspá Veðurstofunnar. Hann segir hana nokk- uð áreiðanlega en bendir hinsvegar á að „skýjahuluspá- in sé með viðkvæmustu spáafurðum. Skýjaeðlisfræðin er flókin og þessar spár eru ekki komnar eins langt og almennar spár,“ segir Óli Þór. Að sjá norðurljósin sé alltaf „svolítið lottó“. „Norðurljósaferðir verða vinsælli með hverju árinu. Salan á ferðum í vetur til Íslands gengur vel og hafa norðurljósin alltaf töluverð áhrif á söluna,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að yfir tugþúsundir útlendinga kaupi ferðir til landsins yfir vetrarmánuðina meðal annars vegna norðurljósanna. Ferðirnar njóta mikilla vinsælda hjá Bretum og Bandaríkjamönnum. thorunn@mbl.is Best að sjá norðurljósin í ár  Ásókn í norðurljósaferðir  Spáin hefur gefið góða raun Ljósmynd/Jónas Erlendsson Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, sagði að brugðist yrði við drögunum að skýrslu um- boðsmanns Alþingis. Fangelsis- málastofnun fékk drögin til um- sagnar í fyrradag og hefur frest fram að áramótum til að bregðast við. „Við munum að sjálfsögðu gera það,“ sagði Páll. „Við viljum eiga gott samstarf við umboðsmann og höfum átt í góðum samskiptum við hann um þessi mál. Það er gott að fá góðar ábendingar og við munum gera það sem við getum til að bæta úr því sem er á okkar valdi,“ sagði Páll. Hann benti á að ekki sé á valdi Fangelsismálastofn- unar að bregðast við öllum ábend- ingum umboðs- manns Alþingis. „Stóra atriðið í þessu snýr að heilbrigðisþjón- ustu fyrir fanga,“ sagði Páll um þær ábendingar sem hann telur brýnast að bregðast við. Sá málaflokkur er ekki á ábyrgð Fangelsismálastofn- unar heldur heilbrigðisráðuneytis- ins. Páll sagði að fangelsisyfirvöld hefðu gert athugasemdir varðandi heilbrigðisþjónustu fanga í gegn- um tíðina. „Ég vonast til þess að þetta brýni heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Páll. Heilbrigðismál fanga mikilvæg FANGELSISYFIRVÖLD ÆTLA AÐ BREGÐAST VIÐ Páll E. Winkel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.