Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 25
stefnt og hvers sé að vænta. Illt sé
við þetta að búa. Óvissan valdi því að
fólk kjósi stundum að flytja á brott
eða hætta að leita fyrir sér um at-
vinnu og búsetu á stöðum sem að
öðru leyti eru aðalandi og áhuga-
verðir.
„Það vantar líka greiningu á
stöðunum,“ bætir Pétur við. „Slík
greining þarf að byggjast á kostum
þeirra og göllum.“ Björn Valdimars-
son telur fábreytt atvinnulíf helsta
ókost við búsetuna fyrir norðan. „Og
hvað sem öllum samgöngubótum og
snjómokstri líður, verður ekki
framhjá því horft að veturnir eru
langir.“
Dagbjört tekur undir þörfina á
markaðri byggðastefnu. Óvissan um
hvað við taki í opinberri þjónustu sé
alltaf verst. Samfélögin hafi þörf fyr-
ir stöðugleika og framtíðarsýn.
Háskólinn skipti sköpum
Þátttakendur í umræðunum
tala um mikilvægi skóla og mennt-
unar fyrir samfélögin á Norðurlandi.
„Háskólinn á Akureyri hefur orðið
mikil lyftistöng fyrir allt Norður-
land,“ segir Sigrún Björk. „Hann
breytti hreinlega lífsgæðum okkar
sem hér búum,“ segir hún. Ásta
Björg tekur undir þetta og segir að
einmitt vegna þess sé svo sárt að
þurfa stöðugt að hlusta á umræður
um sameiningu háskóla og niður-
skurð í háskólakennslu, þar sem
framtíð Háskólans á Akureyri geti
verið undir. Ásta nefnir einnig mik-
ilvægi svokallaðs dreifnáms sem
stýrt er af Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra (FNV) og nær núna til
Hólmavíkur, Blönduóss og
Hvammstanga. Dreifnám tekur til
tveggja fyrstu ára framhaldsskólans
og fer fram með mætingu í skólann á
Sauðárkróki í ákveðnum lotum og
síðan með fjarnámi. „Þetta er gíf-
urleg kjarabót fyrir fjölskyldurnar
og gott að geta haft börnin heima til
18 ára aldurs,“ segir Ásta. Hún
bendir líka á að hjúkrunarfræðinám-
ið á Akureyri hafi orðið til þess að
enginn skortur hafi verið á hjúkr-
unarfræðingum í landshlutanum.
Gagnsemi skólans fyrir byggðirnar
leyni sér ekki.
Aðalsteinn minnist á þýðingu
framhaldsskólans á Húsavík fyrir
bæjarbúa. Skólinn hóf starfsemi
haustið 1987. „Bæjarlífið gerbreytt-
ist. Áður tæmdist bærinn af ungu
fólki á haustin,“ segir hann. Hann
nefnir einnig Þekkingarnet Þing-
eyinga á Húsavík, en það er sí-
menntunar-, háskólanáms- og rann-
sóknarsetur. „Það er gífurleg
kjarabót að hafa allt þetta náms-
framboð.“ Björn Valdimarsson segir
að stofnun Menntaskólans á Trölla-
skaga árið 2010 sé eitt það besta sem
gerst hafi í sínum heimahögum.
Nemendur koma flestir frá Ólafs-
firði og Siglufirði og það eru Héðins-
fjarðargöngin sem sköpuðu grund-
völl fyrir skólahaldinu. „Þetta er
orðinn einn stærsti vinnustaðurinn á
okkar svæði,“ segir hann. Sérstakur
framhaldsskóli er á Laugum. Til tals
hefur komið að sameina hann fram-
haldskólanum á Húsavík. Það væri
óráð að mati Dagbjartar Jónsdóttur.
Skólarnir séu mjög ólíkir og nem-
endahópurinn á Laugum allt öðru
vísi samsettur en á Húsavík. Lauga-
skóli þurfi að fá að starfa og þróast á
eigin forsendum.
Við hringborðið er tilkoma
Menningarhússins Hofs á Akureyri
nefnd sem dæmi um eitt það besta
sem gerst hafi á Norðurlandi á und-
anförnum árum. Í Hofi eru haldnir
tónleikar og sýningar og húsið er
líka vettvangur fyrir ráðstefnuhald
og margs konar mannfagnað. „Afar
jákvætt og breytir alveg bæjar-
bragnum á Akureyri,“ segir Sigrún
Björk Jakobsdóttir.
fyrir landið í heild
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þátttakendur í hringborðs-
umræðum Morgunblaðsins um
málefni Norðurlands.
Frá vinstri: Ásta Björg Pálmadóttir, Aðal-
steinn Á. Baldursson, Sigrún Björk
Jakobsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Björn
Valdimarsson og Pétur Snæbjörnsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
VELKOMIN Í BATA SMÁRALIND
Vertu vinur á
DRESSAÐU UPP SKÓNA ÞÍNA MEÐ SKÓSKRAUTI „Sjávarútvegur er enn undirstöðu-
grein á Norðurlandi,“ segir Björn
Valdimarsson hjá Ramma á Siglu-
firði. „Atvinnuástandið er gott. Allt
unga fólkið gat fengið vinnu í sum-
ar.“
Á Þórshöfn hefur á undanförnum
misserum orðið mjög jákvæð þróun
í atvinnumálum. Eftir að Ísfélagið í
Vestmannaeyjum hóf að fjárfesta á
staðnum og reka þar útgerð og
vinnslu hafi bæjarfélagið tekið ger-
breytingum. „Það er verið að moka
upp gjaldeyri þarna í stórum stíl,“
segir Aðalsteinn Á. Baldursson.
Störfum hefur fjölgað á staðnum og
mannlífið tekið stakkaskiptum í
kjölfarið.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Uppgangur Mikil gróska er í atvinnulífinu á Þórshöfn um þessar mundir.
„Moka upp gjaldeyri á Þórshöfn“