Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 26
HRINGBORÐSUMRÆÐUR NORÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Full búð af nýjum vörum
á frábærum verðum
Ásta Björg Pálmadóttir
’
Hvergi hefur ríkisstarfsmönnum fækkað jafn mikið og á Norð-
urlandi. Mest hefur fækkunin orðið í Skagafirði og bitnað illi-
lega á heilbrigðisþjónustunni. Þetta er óviðunandi ástand. Fólk
flytur brott ef þetta heldur áfram.
Aðalsteinn Á. Baldursson
’
Alþingi og stjórnvöld hafa ekki markað neina byggðastefnu fyr-
ir landið í heild. Þess vegna vitum við ekki að hverju er stefnt
og hvers er að vænta í opinberri þjónustu og á fleiri sviðum. Óvissa
leiðir oft til þess að fólk flytur brott.
Sigrún Björk Jakobsdóttir
’
Tilkoma Menningarhússins Hofs á Akureyri er eitt það besta
sem gerst hefur á Norðurlandi á síðustu árum. Það hefur auk-
ið lífsgæði fólks hér svo að um munar. Sama er að segja um Háskól-
ann. Hann hefur orðið mikil lyftistöng fyrir landshlutann.
Þegar stjórnvöld kynntu fyrir
nokkrum árum áform sín um eina
heilbrigðisstofnun fyrir allt Norður-
land kváðu við svo hávær mótmæli
að þau hrökkluðust til baka. „Það
voru allir sveitarstjórnarmenn á
móti þessu. Og það áður en tillagan
hafði fengið nokkra kynningu að
ráði. Umræðan var einfaldlega ekki
tekin eins og brýn þörf er á,“ segir
Björn Valdimarsson á Siglufirði.
„Menn þurfa að setjast niður og
ræða þetta, en ekki vera með tómar
upphrópanir,“ bætir hann við. Björn
segir að alveg megi hugsa sér eina
stofnun til að skipuleggja og stýra
heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.
Öflugt samstarf fyrir hendi
Aðrir við hringborðið tala um tor-
tryggni sem skapast hafi vegna
þessara áforma. Menn treysti ekki
ríkisvaldinu á þessu sviði. Ásta
Björg bendir á að þegar sé til staðar
á Norðurlandi víðtækt samstarf
heilbrigðisstofnana. Nettengt upp-
lýsingakerfi þeirra sé meira að segja
fullkomnara en hjá heilsugæslunni á
höfuðborgarsvæðinu. Ávinningurinn
af sameiningunni hafi ekki verið
skýr og Aðalsteinn segir málið hafa
verið illa kynnt af stjórnvöldum.
„Það kom fram að kostnaður ein-
staklinga mundi aukast og ný gjöld
yrðu lögð á sjúklinga. Það vakti and-
stöðu,“ segir Ásta. „Það var klaufa-
lega að þessu staðið og ekki í sam-
vinnu við heimamenn,“ segir Pétur
Snæbjörnsson.
Óviðunandi í Skagafirði
Við hringborðið leiðir þetta talið
að ástandinu í heilbrigðisþjónust-
unni á Norðurlandi. Það er yfirleitt
talið gott eða viðunandi í þéttbýli, en
þjónustan í dreifbýlinu er tak-
mörkuð. Í Skagafirði er þó aðra
sögu að segja. Niðurskurður á heil-
brigðisþjónustu á Norðurlandi hefur
hvergi verið meiri. Ásta Björg veifar
nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar
Háskólans þar sem fram kemur að
starfsfólki heilbrigðisstofnana á
Blönduósi og Sauðárkróki fækkaði
um meira en 38 ársverk, eða um
rúman fimmtung, á síðustu fimm ár-
um. „Þetta hefur að sjálfsögðu gífur-
leg áhrif og leiðir til fólksflutninga af
svæðinu,“ segir Ásta. Það blasi við
að þegar heilsugæslulæknum, sér-
fræðingum og öðru hjúkrunarfólki
fækki hafi slíkt áhrif á búsetuval
fólks. Hún segir að Skagfirðingar
séu mjög áhyggjufullir út af þessu.
Engar skýringar
Ásta segir að sveitarstjórnar-
menn hafi leitað eftir skýringum á
þessum mikla niðurskurði hjá
stjórnvöldum en engin fullnægjandi
svör fengið. Ástandið núna sé óvið-
unandi og það verði að finna leiðir til
að bæta það.
Ræða þarf heil-
brigðismálin
Skiptar skoðanir um eina heil-
brigðisstofnun fyrir allt Norðurland
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heilbrigðisþjónusta Sjúkrahúsið á Akureyri þjónar ekki bara Akureyringum heldur öllu Norðurlandi.
Raufarhöfn hefur enn ekki náð að
rétta við eftir þau áföll sem yfir
staðinn hafa dunið á undanförnum
árum. Vonir eru þó bundnar við
byggðaþróunarverkefni sem Byggða-
stofnun og ýmsir aðilar á Norður-
landi standa að. „Á staðnum er mik-
il þekking á fiskveiðum og fisk-
vinnslu og mikilvægt að nýta sér
það í uppbyggingunni,“ segir Aðal-
steinn Á Baldursson, verkalýðsfor-
ingi á Húsavík.
Pétur Snæbjörnsson telur að
ferðaþjónusta geti skotið rótum á
Raufarhöfn og í nágrenni. Hann
minnist á Heimskautsgerðið sem
unnið hefur verið að á undanförnum
árum á Melrakkaási við Raufarhöfn.
Þar er verið að reisa goðsögulegt
mannvirki og virkja áhuga ferðafólks
á miðnætursólinni. Pétur segir að
gerðið geti haft mikið aðdráttarafl.
Þeir fjármunir sem settir verði í
verkefnið muni skila sér margfalt til
baka. Þegar hefur framkvæmdasjóð-
ur ferðamála lofað 25 milljónum
króna. Verkefnið þarf hins vegar
meiri stuðning að mati Péturs.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tækifæri Efling ferðaþjónustu gæti orðið Raufarhöfn til viðreisnar.
Aðdráttarafl Heimskautsgerðis
gæti eflt Raufarhöfn