Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Á sg ei r Sm ar i Verið velkomin Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Sunnudagur 6. október kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sigfús Eymundsson myndasmiður -Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi - Hinsegin fólk í máli og mynd á Torgi Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Kaffihús opið um helgina frá kl. 14-17 Myndlistarsýning í kaffihúsi: Skrímslið litla systir mín Þúsund ár - Fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands og safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is og www.thjodmenning.is www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17, Þjóðmenningarhúsi alla daga 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar ÁFRAMHALD - CONTINUITY Gunnhildur Þórðardóttir sýnir ný tví- og þrívíð verk. 5. sept. – 27. okt. Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Óvænt kynni - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6.-13.10.2013) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is UPS AND DOWNS - Kees Visser 6.9. - 27.10. 2013 LEIÐANGUR 2011 6.9. - 27.10. 2013 GERSEMAR 18.5. - 27.10. 2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánud. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR FORYNJUR - Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar. Safnið er opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Vísar – húsin í húsinu Elín Hansdóttir Ilmur Stefánsdóttir Marcos Zotes Theresa Himmer Gordon Matta-Clark Sýningarstjóraspjall með Önnu Maríu Bogadóttur sunnudag 6. október kl. 15 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is Sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný brúðusýning Brúðuheima, Aladdín eftir Bernd Ogrodnik leik- brúðumeistara, verður frumsýnd á Brúðuloftinu í aðalbyggingu Þjóð- leikhússins á morgun, sunnu- dag. Bernd er höfundur hand- rits, tónlistar, leikmyndar og flytur verkið auk þess sem hann smíðaði brúð- urnar sem eru um fjörutíu tals- ins. Aðstand- endur sýningar- innar eru um þrjátíu; Ágústa Skúladóttir er leikstjóri, Eva Signý Berger og Mao saumuðu búninga, Högni Sigurþórsson og Lýður Sig- urðsson smíðuðu leikmynd og komu að hönnun hennar. Þá má nefna að Karl Ágúst Úlfsson þýddi textann og samdi bundið mál en textinn er fluttur af landskunnum leikurum. „Jú, þetta er mikil sýning, stærsta brúðusýning sem ég hef sett upp. Ég hef unnið stærri verk- efni fyrir kvikmyndir en ekki fyrir leikhús,“ segir Bernd Ogrodnik. Hann segist hafa gengið lengi með þá hugmynd að vinna sýningu út frá þessu kunna ævintýri úr 1001 nótt, þar sem þau Aladdín, Salíma, Soldáninn og andinn eru í aðal- hlutverkum. „Þannig er þetta oft með okkur listamenn, við göngum með hug- myndina og einn daginn verðum við að hefjast handa. Ég held að sem karlmaður geti ég ekki komist nær því að upplifa meðgöngu, eins og konur þekkja einar, en með því að ganga þetta lengi með hugmyndina og sjá hana að lokum fæðast,“ segir hann og hlær. „Einn daginn verður barnið að komast út.“ Allt annað en hefðbundið leikrit Bernd segir að verk eins og þetta eignist síðan sitt eigið líf. „Ég hef hugsað mikið um það, skrifað text- ann og síðan farið að tálga brúð- urnar. Þær fela sig í þessum tré- kubbum og ég verð að finna þær. Smám saman dregst síðan rétta fólkið að verkinu, hver í sitt hlut- verk. Allt í einu er þetta orðið um- fangsmikið verkefni.“ Hann ítrekar að stór leik- brúðusýning sé alltaf miklu stærri en einhver einn maður. „Að setja upp brúðuleiksýningu er allt annað ferli en að setja hefðbundin leikrit á svið. Þegar textinn er klár þarf að fara að hanna brúðurnar. Nú hef ég verið að smíða mánuðum saman; síðan í mars hef ég einu sinni tekið mér sex daga frí. Og ég byrjaði að skrifa í nóvember og desember í fyrra. Þá var ég við sýningar í Kan- ada og Bandaríkjunum og notaði tækifærið til að afla mér heimilda um sögusviðið í Austurlöndum. Ég náði mér meðal annars í bækur um íslam og þessa menningarheima, eins og í Bagdad og Egyptalandi. Þegar sagan fór að fæðast fór ég svo að fá fólk til liðs við mig. Það þurfti að hanna og sauma búninga, og vinna öll hin verkin. Tæknivinn- an er viðamikil og mikilvæg og þar koma margir við sögu, við að mála og smíða. Dóttir Jims Hensons, leikbrúðu- mannsins kunna, sagði einu sinni við mig að mesti hæfileiki föður hennar fælist ekki endilega í leik- brúðugerðinni heldur í því að safna rétta fólkinu í kringum sig, í því var hann líka snillingur.“ Andinn er kona Bernd segir að hann sé ekki að setja upp Disney-útgáfu að sögunni um Aladdín. „Ég hef lesið allt sem ég hef fundið um þessa sögu og söguheim- inn, frá 1001 nótt, þar sem hún kemur fyrir, til veraldarinnar þar sem sagan á að gerast. Þegar við hugsum um Bagdad í dag sjáum við fyrir okkur hryðjuverkamenn, brunnin hús, fátæk börn og eymd. Það er engin fegurð. En við gleym- um því að þetta er einn helsti fæð- ingarstaður okkar menningarheims. Sagan var fyrst skrifuð um árið 1000 og þá var Bagdad blómstandi menningarstaður. En það má líka velta mörgu fyrir sér í þessum söguheimi, eins og kvenréttindum, og það er ekki saga fyrir börn! Þetta er líka mikil spennusaga, í henni er erótík, og örlög fólks í sögunni eru hryllileg. En ég er ekki pólitíkus, ég er lista- maður og vinn með hjartanu í því að skapa veröld sem hrífur fólk og býð upp á annars konar sjónarhorn. Andinn í minni útgáfu sögunnar er til dæmis kona, ekki þessi stóri, feiti karl sem margir þekkja úr teiknimyndum. Og krafturinn er kvennanna. Maður verður að eiga sér draum um að geta breytt heim- inum. Láta hjartað og kærleikann ráða.“ Alvöru drama Sýningin er sett upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið. „Þar erum við komin í nýtt húsnæði, Brúðuloftið. Það er nýtt leiksvið þar sem 80 manns geta horft á sýningu. Þarna höfum við skjól og það er af- skaplega spennandi.“ Bernd segir sýninguna henta fólki á öllum aldri, frá fjögurra til 120 ára! „Allir geta notið sýning- arinnar, aðrir en kannski þeir allra yngstu, enda er hún einn á hálfur tími með hléi. Söguþráðurinn er nokkuð flókinn, þetta er alvöru- drama!“ Vinn í því að skapa veröld sem hrífur  Viðamikil leikbrúðusýning Bernds Ogrodnik um Aladdín frumsýnd á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu á morgun Ljósmynd/Eddi Töfraheimur Aladdín er stærsta brúðusýning sem leikbrúðumeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp. Brúðurnar eru um 40 talsins. Bernd Ogrodnik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.